Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Qupperneq 18
Séra Óskar J. Þorlákss.
Frá Hveragerði
SKÓGRÆKTARFÉLAGIÐ í Hvera-
gerði helgar sér vöku í útvarpinu. Lesa
þar upp rithöfundarnir séra Gunnar
Benediktsson, Valdís Helgadóttir, séra
Helgi Sveinsson, Kristmann Guðmunds-
son, Kristján frá Djúpalæk og Jóhannes
úr Kötlum, en þessi skáld eru öll búsett
í Hveragerði. Þá svngja þeir Magnús A-
gústsson og Gunnar Magnússon tvísöng.
Ennfremur verður kórsöngur og leikþátt-
ur fluttur.
★
Frá tónlistardeildinni.
BJÖRN Ólafsson og Árni Kristjánsson
leika sónötu í c-moll fvrir fiðlu og píanó,
op. 30 nr. 2, eftir Beethoven. Þeir léku
þessa sónötu á tónleikum Tónlistarfélags-
ins í Austurbæjarbíó nýlega og hafa hlot-
ið mikið lof fyrir. Talin ein fegursta fiðlu-
sónata Beethovens.
★
Egill Jónsson og Rögnvaldur Sigurjóns-
son leika sónötu í Es-dúr fvrir klarinett
og píanó, op. 120 nr. 2. eftir Brahms.
Önnur af tveimur klarinett-sónötum tón-
skáldsins. Báðar meðal allra merkustu
verka. sem samin hafa verið fyrir það
SÉRA ÓSKAR J. Þorláksson mun flytja
erindi er hann nefnir Siglufjörður að
sumri og vetri, en í fáum stöðum á land-
inu munu umskipti á árstíðum vera meiri
en þar. Fannfengi er þar mikið flesta
vetur og byljir endast dögum saman, en
sumardýrð og veðurblíða er aftur á móti
ríkuleg. Séra Óskar var hátt á annan ára-
tug prestur á Siglufirði og það eru svip-
myndir frá þeirri tíð, sem hann ætlar að
bregða upp fyrir útvarpshlustendum.
hljóðfæri. Egill og Rögnvaldur hafa æft
og undirbúið verkið sérstalega til flutn-
ings í útvarpið.
★
Flutt verður sónata fyrir trumpet og
píanó eftir Karl Ó. Runólfsson. Paul
Pampichler og Wilhelm Lanzky-Otto
leika. Þetta verk var nýlega valið til flutn-
ings á alþjóða tónlistarhátíð í Salzburg
næsta vor, og hafa blaðafregnir um það
vakið nýja athygli á verkinu. Sónatan
var leikin á plötur fyrir útvarpið fyrir
nokkru, og hefur áður verið flutt í út-
varpið.
★
Meðal kammertónverka, sem verða
munu á dagskrá útvarpsins á næstu vik-
um má sérstalega nefna strengjakvartett
eftir Ravel, sem þeir Björn Ólafsson,
Josef Felsman, Jón Sen og Einar Vigfús-
son leika, og kvintett eftir Johan Christi-
an Bach fyrir flautu, óbó, fiðlu, celló og
píanó, sem Ernest Normann, Paul Pud-
elski, Þórarinn Guðmundsson, Þórhallur
Árnason og Fritz Weishappel leika.
★
Vinsælir söngvarar.
GUÐMUNDUR Jónsson söngvari hefur
undanfarið dvalizt á Norðurlöndum og
m. a. sungið í útvarp í Stokkhólmi, Osló
18 ÚTVABPSTÍÐINDI