Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 19
Og Kaupmannahöfn (söng í Kaupm.h.
26. febrúar). Aður en hann fór utan, söng
hann nokkur lög á plötur fyrir útvarpið
og verður söngur hans á dagskrá útvarps-
ins bráðlega.
Þá verða einnig flutt í útvarpið innan
skamms sjö lög eftir Sigfús Halldórsson,
sem Ævar Kvaran söng á plötur áður en
hann fór vestur um haf nú fvrir skemmstu.
Höfundurinn leikur sjálfur undir.
Utvarpstíðindi vonast til að geta bráð-
lega birt grein um Sigfús og sagt nánar
frá viðfangsefnum hans.
Meðal söngmanna, er láta til sín heyra
í útvarpinu á næstunni, er Sigurður Ólafs-
son, sem útvarpshlustendum er að góðu
kunnur og hefur undanfarið komið fram
í mörgum sönghlutverkum í Þjóðleikhús-
inu.
★
Um sænska
skáklkonu.
ÞÓRUNN Magnúsdóttir rithöfundur
hefur undanfarna vetur flutt athyglis-
verð, fróðleg og skemmtileg erindi um
sænskar skáldkonur og kvenréttindafröm-
uði. 'A næstunni flytur hún tvö slík til
viðbótar, eru þau um Önnu Charlotte
Leffler, en hún er fædd 1849, og var sam-
tímakona Viktoríu Benediktsson, en kom
langtum fyrr fram á sjónarsviðið, sem rit-
höfundur og átti sér því lengri rithöfund-
arferil, þó að ekki yrði liún heldur lang-
líf.
Þórunn s,egir: Eins og Viktoría Bene-
diktsson, var hún talin til „áttundartugs
höfunda" Svía, en svo voru þeir höfund-
ar nefndir, sem fóru að láta að sér kveða
um og eftir 1880 og fylgdu að mestu
þeirri stefnu, sem spámaður þeirra Au-
gust Strindberg markaði. Þetta voru raun-
sæisskáld og allróttæk, enda þurfti mörgu
Þórunn Magnúsdóttir rith.
að bylta til og konurnar fundu ekki hvað
sízt hvar skórinn kreppti að. Þetta bók-
menntatímabil er mjög heillandi til rann-
sókna. Það er eins og vorleysingar væru
þá að brjótast fram í þjóðlífinu.
Anna Charlotta Leffer var um margt
gæfumanneskja, hún var alltaf að þrosk-
ast og bæta við sig sem rithöfundur. Hún
sóttist ekki eftir að vinna sér almennar
vinsældir og frama með ritstörfum sínum,
heldur telfdi oftast á tæpasta vaðið með
hvorttveggju. Henni var fyrir öllu að
vekja mannlund, víðsýni og frjóan lífs-
skilning hjá lesendum sínum.
Frá Svíþjóðu hinni köldu lá leið henn-
ar suður í heim. Síðustu ár ævi sinnar lifði
hún mjög hamingjusömu lífi með seinni
manni sínum Itölskum hertoga og syni
þeirra, útsýnið úr höll hennar var ævin-
týralega fagurt, Napolíflóinn og hið sí-
gjósandi eldfjall Vezovius, sem sendi
hvítan gufustrókinn upp mót fagurbláum
himni.
ÚTVARPSTÍÐINDI 19