Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Qupperneq 22
Olav Kielland.
OLAV
KIELLAND
ráðinn
liljómsveit-
arstjóri
Sinfóníu-
hljómsveit-
arinnar.
Starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar
hefur legið niðri um skeið, sökum 'þess
að ekki hefur að svo stöddu náðst sam-
komulag við hljóðfæraleikaranna um
starfskjör þeirra. En vonir standa til, að
úr þessu rætist á næstunni, og tnun hljóm
sveitin þá láta til sín heyra í útvarpinu,
bæði í sérstökum útvarpsdagskrám og í
útvarpi frá opinberum tónleikum í Þjóð-
leikhúsinu
Hljómsveitarstjórnin hefur ráðið norska
hljómsveitarstjórann Olav Kielland liing-
að til tveggja mánaða starfs í vor, frá
miðjum apríl fram til miðs júní.
UM STEFÁN FRÁ
HVÍTADAL
Dr. Sveinn Berg-
sveinsson flytur er-
indi
Stefán frá Hvítadal.
DR. SVEINN Bergsveinsson mun flytja
tvö erindi um Stefán frá Hvítadal. Sveinn
er kunnur fyrir leikrit, smásögur og kvæði
22 ÚTVARPSTÍÐINDI
er birzt hafa í útvarpi og tímaritum, eink-
um þó hermiljóð og þankabrot, sambland
gamans og alvöru, er komið hafa í Spegl-
inum. Ennfremur hefur hann síðustu miss
eri, ritað nokkuð um leiklist og bók-
menntir í timaritið Líf og List. Sveinn var
við háskólann í Þýzkalandi, er samgöngur
tepptust á stríðsárunum og þar varði
hann doktorsritgerð sina. Hann er mál-
fræðingur, en mun og hafa lagt stund á
bókmenntafræði. Hann hefur nýlega ver-
ið ráðinn til að sjá um útgáfu nýyrða í ísl.
tungu.
Erindi um ísl. skáld er nýnæmi fvrir út-
varpshlustendur og væri ánægjulegt til
þess að hyggja, ef við færum bráðum að
eignast, þó ekki væri nema einn bók-
menntafræðing, sem ekki væri vakandi
og sofinn aftur í grárri fornöld. Að gefnu
tilefni voru sumir farnir að halda, að við
þyrftum að leita til annarra þjóða manna
til að tala fyrir okkur og skrifa um nú-
tímabókmenntir af tilhlýðilegu háskóla-
viti.
★
Tvö leikrit.
FLUTT verður bráðlega leikrit eftir
Bérnhar.d Shaw og ber það heitið Sonur
stjarnanna og fjallar um Napóleon. Shaw
var sem kunnugt er enginn keisaradýrk-
ari og eykur sjaldan við dýrðarljóma
sögupersónu sína. Hér sem fyrr beitir
hann sínu miskunnarlausa háði og gagn-
rýnisaugum. Leikrit þetta telzt til hinna
meiri eftir þennan merkilega brezka
snilling, sem lést, eins og flestir vita, á
síðasta ári í hárri elli.
Þýðingu leiksins hefur séra Gunnar
Árnason frá Skútustöðum gert. Leikstjóri
verður Lárus Pálsson.
★