Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 24
ÞÆTTIR
ÚR
rr Aíengisvarnír
ÓLA
ÞEGAR Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur tók
til starfa ritaði liún forsetum AJþingis og bæjar-
stjóm Reykjavíkur og mæltist til þess að sá
siður væri lagður niður, að veita áfengi í opin-
bemm veizlum. Benti nefndin á að fordæmi
það, er bið opinbera gæfi með þessu, væri hættu-
legt, vegna þess að eftir höfðinu dönsuðu lim-
irnir. Ekki fékk nefndin nein svör frá forsetum
AJþingis, en iiæjarstjórn samþykkti að gera enga
breytingu á um veizluhöld sín á meðan Alþingi
og ríkisstjóm veittu áfengi í veizlum sínum. Þar
dönsuðu limirnir eftir liöfðinu.
Enda þótt nefndinni bærist engin svör frá
þessum aðiljum, fékk hún þó svör frá liinum
og öðmm, sem vildu Játa þetta mál til sín taka.
Og það var aðalviðkvæðið hjá þeim, að sóma
síns vegna mættu íslendingar ekki hætta við
að liafa áfengi á borðum í opinberum veizlum.
AHar menningarþjóðir teldi slíkt alveg sjálf-
sagt, og það væri laglegt til afspumar, eða
hitt þó heldur, að Islendingar byði góðum gest-
um sínum í veizJur þar sem ekkert áfengi væri.
Slíkan skrælingaskap gætu þeir ekki látið unr
sig spyrjast.
Þeirn mönnum, sem þannig hugsa og halda
að áfengisnevzla sé menningarbragur, skal bent
á nærtækt dæmi til umhugsunar. Fyrir skemnistu
fóru þau Elísabet ríkiserfingi — nú drottning —
Breta og maður hennar, hertoginn af Edinborg,
í opinbera heimsókn til Kanada. í höfuðborg
Kanada, Ottawa, hélt borgarstjórnin þeim virðu-
lega veizlu, en þar var ekkert áfengi á borð-
um. Eftir kenningum ýmissa manna liér, ætti
Kanadamenn að hafa orðið sér til háborinnar
skammar með þessu. En hvorki bólaði á þeirri
skoðun þar vestra né í Englandi, og ekki er
þess getið að hinir tignu gestir hafi talið að
sér væri óvirðing svnd með þessu. En þess ber
að geta, að þetta var engin undantekning. Borg-
arstjórnin í Ottawa hefur samþykkt, að veita
aldrei vín í þeim veizlum er hún heldur, og
24 ÚTVARPSTÍÐINDX
hún brá ekki út af því þótt ríkiserfingi Jands-
ins ætti í hlut.
Annað hvort er nú, að þeir í Ottawa standa
á mikið lægra menningarstigi en við, eða þá að
það er misskilningur hjá okkur að áfengisveit-
ingar sé nauðsynlegur menningarvottur. En
heilbrigð dómgreind ætti að geta úr því skor-
ið hvort réttara sé.
Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur hefur löng-
um átt í stímabraki út áf skilningi á 17. grein
Áfengislaganna um undanþágur til vínveitinga,
en þar segir: „Ekkert félag manna má hafa um
hönd í félagsskap áfengisveitingar né heldur má
áfengisnautn fara fram í félagsherbergjum,
hvort sem þau eru í húsi félagsins eða annara,
nema leyfi lögreglustjóra komi til“.
I reglugerð um sölu og veitingar áfengis eru
ákvæði um það, hve nær slíka undanþágu má
veita og segir þar: „Lögreglustjórar geta ekki
neytt heimildar til að leyfa að áfengi sé um
hönd haft í félagsskap, nema í veizlum, sam-
sætum eða öðrum slíkum samkvæmum, þar
sem sýnt er að félagsskapurinn í heild eða ein-
stakir þátttakendur í honurn hafa ekki fjárhags-
legan hagnað áf því að vínnautn sé urn hönd
höfð. Slík leyfi má ekki veita skemmtifélögum.
Ekki má lieldur veita slík leyfi til vínnautnar i
samkvæmum, sem haldin eru á veitingastöð-
um, ef ætla má að til þeirra sé stofnað í tekju-
skyni fyrir veitingahúsið".
Áfengisvarnanefnd gat ekki annað séð en að
ákvæði þessi væru nægilega skýr, og jafnframt
þóttist hún sjá að farið liefði verið langt út fvrir
ramma þeirra með undanþágum hér í Revkja-
vík. Taldi hún það frekar ólag, sem hefði á
lagst, heldur en hitt, að þessi ákvæði væru snið-
gengin af ásettu ráði. Hugði hún því að unnt
mundi að stöðva þessar undanþágur að mestu
leyti. En hér fór sem oftar að hægar er að koma
ólaginu á en að afnema það. Þó hefur þessum
undanþágum fækkað nokkuð. Árið sem leið