Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Side 25

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Side 25
HÉR BIRTAST kaflar úr liinu ágœta eríndi Arna Ola, er hann flutti nýlega í útvarpið um störf áfengisvarnanefndar. En til hverra tala slík erindi? Mikið hefur á undanförnum árum verið rætt og ritað um áfengismálin, en minna gert ti) úr- bóta. Okkur, sem þátt tókum í baráttunni gegn því að afnema bannlögin, mun aldrei hafa órað fyrir því hvílíkt glapræði var framið eftir úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu, og þó mun þá, sem „sigur unnu“, enn síður háfa grunað hvað af þeim sigri hlauzt. Ógleymanlegt er mér það, er Andbanningur kom í mitt byggðarlag með mynd- skreyttum greinum eftir marga frægustu og vin- sælustu menntamenn landsins á þeirri tið. Þeir af þeim, sem enn eru á lífi, tala nú fátt um áfeng- ismálin, en kannski eru þeir i þeirra hópi, sem nú sjá það ráð eitt að brugga hér létt áfengt öl. Ég skal ekki biðja um bannlög nú, það er of seint. Nú þörfnumst við mest sjúkrahúss fyrir áfengissjúklinga og nú þörfnumst við sterkra bindindissamtaka — ekki einungis stúkna — held- ur þyrfti að sameina alla bindindissinnaða ut- urðu þær 903, eða 193 færri en á árinu 1950. Vonandi verður nú framhald á þessu, því að af þessum vínveitingum á samkomustöðum hingað og þangað um bæinn, stafar æskulýðnum mest hætta. Gengur nefndin þess ekki dulin, að ein- mitt á slikum stöðum hefur fjöldi unglinga inn- an við tvítugt, bæði piltar og stúlkur, bvrjað að neyta áfengis. Fjölmargar af þessum undanþágum liafa ver- ið veittar danssamkomum, sem aðgangur er séldur að hverjum sém koma vill. Það er ein- göngu æskulýðurinn, sem slíkar samkomur sæk- ir. Geri maður nú ráð fyrir að á þessum 903 drykkjusamkomum árið sem leið Iiafi verið 100 manns að meðaltali, þá er það auðvelt reikn- ingsdæmi að sjá að það er sama sem að áfengi hafi verið haldið að 90 þúsundum manna. Er von að vel farl? Aðalhlutverk Afengisvamarnefndar er, eins og nafnið bendir til, að sporna e'ftir mætti við því böli, er af áfengisnautn leiðir. Og það er ekki lítið hlutverk, en í rauninni álíka vonlaust eins og að flétta raipi úr sandi, á meðan áfengis- varnanefndir hafa engin skilvrði til þess að koma slíkri hjálp við. Hér vantar lækningastofur og hressingarhæli fyrir þá, sem verða áfenginu nð anstúkumenn í bindindismannafélög, sem innu með stúkunum. Er ekki kominn timi til að hefja slík samtök? J. ú. V. bráð. Nefndin hefur því frá öndverðu barist fvrir því að koma upp hæli fyrir slíka menn, þar sem lækning gæti farið fram, en ])að liefur ekki tek- ist enn. Geta má þess, að likurnar til þess að bjarga drykkjumönnum, hafa aukist stórlega seinustu fjögur árin. Nú eru fundin meðul, er áður voru óþekkt, og þau geta orðið mönnum stórkostleg hjálp til þess að hætta að drekka. Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur átti því láni að fagna að fá Alfreð lækni Gíslason til sam- starfs við sig þegar frá byrjun. Á hverju ári hafa hundmð manna leitað til nefndarinnar um hjálp og alltaf hefur læknirinn verið reiðu- búinn að hjálpa þeim eftir mætti. Alls hafa um 1000 manns leitað aðstoðar nefndarinnar, vegna sjálfra sín eða venslamanna, og árið sem leið hafa nær 340 verið á vegum liennar til lækn- inga. Er þetta fólk á öllum aldri, konur og karl- rnenn. Margt af þessu er fjölskvldúfólk, eins og sést á því, að það hefur um 170 börn á fram- færi sínu. Á þessum tölum má nokkuð marka hve mikil þörf er hér fvrir læknishjálp og hælisvist fyrir þá, er orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að áfengisá- stríða hefur náð tökum á þeim. Nú er ])að ÚTVARPSTÍÐINDI 25

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.