Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 38
Úr greinargerð
úthlutunarnefndar 1951.
ÚR GREINARGERÐ úthlutunamefndar
1951, samanber viðtal við Þorst. Þorsteinsson:
„Eins og öllum er kunnugt hefur leiklistin í
landi voru átt örðugt uppdráttar til skamms
tíma, verið borin uppi við lítinn opinberan
styrk af frjálsum samtökum leikaranna sjálfra.
— Úthlutun af listamannafé til leikara hef-
ur á undanförnum árum borið þess merki, að hún
var í rauninni ekki annað en lítilfjörleg uppbót
á láglaun þeirra í þessu starfi. Nú er þessi að-
staða gerbreytt. Þau tíðindi hafa nú gerzt, að
ríkið liefur tekið leiklistina sérstaklega á sína
arma, boðið öllum hinum færustu leikkröftum
landsins föst og eftir atvikum, vel launuð störf,
er gera þeim fært að Iielga leiklistinni alla krafta
sína við hin beztu skilyrði. Þvilík kjör hafa engri
stétt listamanna í þessu landi nokkm sinni feng-
in verið, enda er þess nú að vænta, að leiklistin
eigi mikið blómaskeið í vændum. Nefndin lítur
svo á, að þar sem rikið sér fyrir því að mikið fé
er lagt til þessarar listgreinar og listamanna sér
i lagi, sé burtu fallin að verulegu leyti ástæðan
til þess að veita leikurunum reglulegan auka-
styrk af ríkisfé. Þó telur nefndin rétt, að veitt
sé árlega nokkurt fé til leikará í viðurkennincar-
skyni. Um fjölda slíkra styrkja, upphæð þeirra
og hverjir hljóta, verður að fara nokkuð eftir á-
streðum hverju sinni.“
Sök sér væri nú að viðurkenna þetta sjónar-
mið, ef því væri fylgt út í æsar. En hvers eiga
þeir leikarar að galda, sem ekki hafa komist
að í musteri leiklistarinnar og hafa engu hærri
tekjur en áður fyrir listþjónustu sína? Eða má
það teljast öruggt að það séu allt saman skuss-
ar, sem ekki eru ráðnir hjá Þjóðleikhúsinu? Og
er það ekki móðgandi fyrir leikara, eins og
Gunnþórunni og Friðfinn, að verða að skipa
neðsta launaflokk? Nógu gömul ættu þau þó að
vera til að hafa þokast örlítið hærra og í litlu
hlutfalli eru laun þeirra við mat þjóðarinnar á
störfum þeirra. — Innskot ritstjórans.
„Þar sem upphæð sú, er Alþingi veitir til
skálda, rithöf. og listam., hefur verið lún sama
frá ári til árs um hríð, er óhjákvæmilegt, að fjár-
veitingar fyrst og fremst í lægri flokkum séu
breytilegar frá ári til árs. Við efri flokkana, sem
skipaðir eru yfirleitt þeim, sem til langs tíma
hafa notið fjárlagastyrks frá þinginu, eða með
öðrum hætti orðið þar fastir í sessi, gildir það,
að engin nefnd, sem kjörin er frá ári til árs,
getur þar nokkru verulegu um þokað, enda
eiga þar í hlut yfirleitt mjög vel metnir lista
menn vorir. Hitt veit enginn betur en sá, sein
fylgzt hefur með þessum málum frá ári til árs,
hversu erfitt er að gæta þess, að góðir og vax-
andi kraftar verði ekki fyrir borð bornir vegna
fjárskorts. Úrræði néfndarinnar verður þá helzt
að veita mönnum nokkra úrlausn ár og ár í
senn.“
Rúmið leyfir ekki að þessu sinni að hér fylgi
hugleiðingar um úthlutunina og spjall um sjón-
armið þau, sem fram koma í viðtölunum við út-
hlutunarnefndina. Eg mun víkja að því i næsta
hefti. Gaman héfði og verið að minnast á fund,
sem Stúdentafélag Reykjavikur hélt í lok síðasta
mánaðar. Þar voru hin svonefndu atómskákl
talin hættuleg máli þjóðarinnar og menningn og
þau, sem ekki ríma, óalandi og óferjandi. Með
þetta verðum við að bíða næsta heftis.
\
Alii'ifaincsta aug'lýsiiig'iii
Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar til landsmanna með skjót-
um og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt liafa, telja útvarpsauglýs-
ingar áhrifamestar allra auglýsinga.
AUGLÝSINGASKRIFSTOFA ÚTVARPSINS.
Sími1095.
I
38 ÚTVARPSTÍÐINDI