Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 327. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Jólagjöf frá kaupmönnum í miðborginni og Norræna félaginu í Reykjavík TAKIÐ KORTIÐ MEÐ Í MIÐBORGINASjá límmiða framan á Morgunblaðinu 30. nóvember 10-20% afsláttur – kynnið ykkur nánar á www.norden.is AFSLÁTTARKORT Í MIÐBORGINNI Í DESEMBER Bakhjarlar verkefnisins eru: Nói-Síríus, Europris, MS-mjólkursamsalan. Leikhúsin í landinu >> 63 GISSUR PÁLL GISSURARSON TENÓR KREPPUVÖRN AÐ GEFA ÚT JÓLADISK FÖRÐUN Á AÐVENTUNNI Falleg förðun er alltaf vel blönduð 95 ára mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir svokölluðu áherslu- verkefni, sem hófst í síðustu viku, þar sem ástand ökumanna er kannað, með tilliti til áfengis-, fíkniefna- og lyfjaneyslu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar, segir jólaboðin gefa tilefni til hins árlega verkefnis. Á sjötta hundrað ökumenn hafi verið stöðvaðir, þar af hafi 20 verið teknir fyrir ölvun. Þessar stúlkur voru með allt sitt á hreinu. KANNA ÁSTAND ÖKUMANNA Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan hefur þegar stöðvað á sjötta hundrað bifreiðar í árlegu eftirliti Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG er mjög ánægður. Þetta eru góðar fréttir eftir að hafa beðið hér í fjögur ár. Ég er mjög þakklátur,“ segir Farzad Raahmanian, hælisleit- andi frá Íran, sem ásamt öðrum írönskum hælisleitanda, Mehdi Kav- iapoor, hefur verið í hungurverkfalli síðan í upphafi mánaðar. Dómsmálaráðuneytið beindi í gær þeim tilmælum til Útlendingastofn- unar að mennirnir fengju bráða- birgðadvalarleyfi hér og var bréf þess efnis jafnframt sent lögmanni hælisleitendanna. Í því sama bréfi mælir ráðuneytið fyrir um það að Útlendingastofnun upplýsi mennina um möguleika á að sækja um at- vinnuleyfi hér á landi. Mennirnir hættu verkfalli sínu við þessar fréttir og segist Farzad horfa björtum augum fram á við. „Ég vil sýna yfirvöldum að við erum ekki óvinir eða munum valda vandræðum hér. Við erum bara eins og annað fólk,“ segir Farzad.  Góðar fréttir | 23 Fagna áfangasigri Hælisleitendur hættir í hungurverkfalli Fá bráðabirgðadvalarleyfi hér á landi Í HNOTSKURN »Farzad Raahmanian ogMehdi Kaviapoor hófu hungurverkfall í byrjun mán- aðar til að mótmæla því að senda ætti þá aftur til Írans. »Þá var umsóknarferliþeirra lokið hjá íslenskum stjórnvöldum og fyrir lá að ekki ætti að veita þeim var- anlegt dvalarleyfi eða hæli hérlendis. »Þeir hafa beðið úrlausnsinna mála sl. fjögur ár.  SPARNAÐARRÁÐSTAFANIR RÚV munu m.a. koma fram í því að ekkert verður af sérstökum jóla- þætti í Góðu kvöldi, Káta maskínan verður felld niður frá áramótum og dregið verður úr kostnaði vegna Eurovision og Gettu betur. „Ég hef áhyggjur af því að sú stefna sem tekin var fyrir einu og hálfu ári, að auka íslenskt leikið efni, verði fyrir barðinu á þessum niðurskurði,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri RÚV. Niðurskurðarhnífurinn kemur við alla þætti RÚV Ný skáldsaga Steinars Braga, Kon- ur, vekur meðal annars spurningar um leikina sem stundaðir eru í sam- félaginu þar sem konum er fórnað. LESBÓK Steinar Bragi og Konur Jón Baldvin Hannibalsson leitar að rótum kreppunnar í tilefni af bók Guðmundar Magnússonar, Nýja Ís- land – listin að týna sjálfum sér. Vonsvikin þjóð í leit að sjálfri sér Segir brosandi hópafneitun leikara og leikhúsfólks á Eddunni eitthvað um stöðu leikhússins eftir hrun? María Kristjánsdóttir svarar. Hvernig standa leikhúsin? FORSETI ASÍ óttast að gjaldeyr- ishömlur þær sem ákveðnar voru í gær leiði til þess að gengi krónunnar verði áfram veikt. Talar hann um þær sem vott um uppgjöf. „Ég óttast að með þessu sé verið að taka úr höndum okkar þá von sem við bárum í brjósti um að krónan gæti farið að styrkjast á næsta ári, sem þá myndi leiða til þess að verð- bólgan gæti farið hratt niður,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Geir H. Haarde forsætisráðherra leggur áherslu á að hömlurnar séu hugsaðar til að stemma stigu við fjármagnsflótta, til skamms tíma, og telur að gagnrýni sem komið hafi á aðgerðirnar sé of harkaleg. | 28 Vottur um uppgjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.