Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN mun skýra frá þeim aðgerðum sem hún hyggst grípa til í því skyni að koma fyrirtækjum lands- ins til hjálpar eftir helgina, að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra. Hún segir fund for- svarsmanna atvinnulífsins, verkalýðshreyfingarinnar og sveitarfélaga með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í gær hafa verið gagnlegan. „Menn voru að lýsa stöðunni eins og hún blasir við þeim og hvaða aðgerðir þeim finnst aðkallandi að ráðast í. Þess- ar tillögur með fyrirtækin eru á lokastigi og munu líta dagsins ljós á næstu dögum,“ segir Gréta. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sat fundinn í Ráðherrabústaðnum. Spurður um efni fund- arins segir Gylfi að þrýst hafi verið á ríkisstjórnina að skýra frá þeim aðgerðum sem hún hyggst beita til að létta fyrirtækjunum róðurinn. „Samtök á vinnumarkaði, launamegin og atvinnuveit- endamegin, funduðu í gær og þessi fundur í dag var fram- hald á því. Við vorum ásamt fulltrúum Samtaka atvinnu- lífsins ákveðin í að fá fram upplýsingar um hvar það markmið ríkisstjórnarinnar væri statt sem kynnt var fyrir tveimur vikum um aðgerðir gagnvart fyrirtækjunum. Við erum alveg sammála SA um að það sé ákaflega mikilvægt að fá slíkar aðgerðir fram sem fyrst, vegna þess að það er verið að segja upp okkar fólki í þúsundavís.“ Staðið verið við kjarasamninga Gylfi segir það vilja ASÍ að halda kjarasamninga. „Það er ljóst að ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa kjarasamning til nóvemberloka 2010. Það er ákveðin sam- staða meðal okkar um að það séu verðmæti í þeim samn- ingi sem ber að halda í gildi. Þótt forsendur hans séu brostnar eru í honum ákveðin verðmæti fyrir okkar fólk og fyrir fyrirtækin. Það er auðvitað mikilvægt fyrir okkur, samtök launafólks, og fyrirtækin að sjá í fjárlögin og hvað stjórnvöld hyggjast gera á næsta ári,“ segir Gylfi, sem væntir þess að þau verði lögð fram í næstu viku. Skýrist eftir helgina  Aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til handa fyrirtækjum að vænta næstu daga  Forseti ASÍ lýsir yfir vilja til að halda kjarasamninga  Beðið eftir fjárlögunum Í HNOTSKURN »Auk Geirs H. Haarde for-sætisráðherra sátu Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra og Árni Mathiesen fjár- málaráðherra fundinn í Ráð- herrabústaðnum í gær. »Gylfi Arnbjörnsson, forsetiAlþýðusambands Íslands, telur að ef Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafi gert kröfu um gjaldeyrishöft sé það til vitnis um skort á tiltrú hans á að- gerðum stjórnvalda. VEL fór um Eydísi Öglu Hallbjörnsdóttur þegar hún fékk að prófa Örvar, nýja skynörvunarstofu, sem formlega var tekin í notkun í Safamýr- arskóla í gær. Stofan, sem kostuð er af Sunnu- sjóði, er aðstaða þar sem hægt er að örva öll skynfæri nemenda, virkja þau og þroska. Safa- mýrarskóli er sérskóli fyrir nemendur á grunn- skólaaldri með alvarlega fjölfötlun sem þurfa sértækar námsaðstæður við nám sitt. Morgunblaðið/Ómar Skynfærin örvuð ALLS hefur Vinnumálastofn- un fengið í nóv- ember tilkynn- ingar frá innan við tíu fyr- irtækjum um hópuppsagnir. Taka þær til 300 til 350 starfs- manna. Eru þetta mun færri upp- sagnir en í síðustu mánuðum þegar tilkynnt hefur verið um uppsagnir þúsunda. Meðal þeirra fyrirtækja sem sögðu upp starfsfólki í mánuðinum voru Húsasmiðjan sem sagði upp um 100 starfsmönnum og Eimskip liðlega 72 starfsmönnum. Í gær sagði fyrirtækið HRV Engineering upp nítján starfs- mönnum sem flestir störfuðu við hönnun og verkefna- og bygg- ingastjórnun við álver Norðuráls í Helguvík. Gripið var til aðgerðanna vegna biðstöðu sem nú ríkir um byggingu álversins. Vinnumálastofnun birtir sam- antekt um hópuppsagnir í byrjun næstu viku. Gissur Pétursson for- stjóri segir að auk þeirra uppsagna sem tilkynntar hafi verið séu fyr- irtæki að hagræða og segja upp fólki í smærri stíl. Þá séu fyrirtæki að lækka laun starfsfólks, segja upp starfi að hluta og grípa til ann- arra aðgerða. Þá vekur hann at- hygli á því að uppsagnir síðustu mánuði séu nú að taka gildi, jafn- óðum og uppsagnarfrestur rennur út. helgi@mbl.is 350 manns í hópupp- sögnum Færri missa vinnuna en síðustu mánuði SAMNINGANEFND launanefndar sveitarfélaga og stéttarfélaga mikils fjölda starfsmanna sveitarfélaganna luku fundum um tíuleytið í gærkvöld án niðurstöðu. Nefndirnar hittast aftur hjá Rík- issáttasemjara í Karphúsinu um tíu- leytið í dag. Samningar margra stéttarfélaga við Launanefnd sveitarfélaga hafa ýmist verið lausir frá 1. nóvember eða losna hinn 1. desember næst- komandi. Fundað um kjaramálin REYKJAVÍK SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Glæsileg gjafabók. Fæst bæði á íslensku og ensku. HÓPUR áhugasamra einstaklinga undirbýr að gera til- boð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Fyrirtækið er með erfiða lausafjárstöðu. Unnið er í þeim málum um helgina ásamt endurskipulagningu efnahagsreiknings fé- lagsins. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, hélt fund með starfsfólkinu síðdegis í gær til að greina því frá fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins. Einar sagði í samtali í gær að lausafjárstaðan væri erfið vegna harkalegs sam- dráttar á auglýsingamarkaði og lausafjárþrenginga sem verið hafi í verslun og viðskiptum á árinu. Þá hafi skuldir hækkað vegna gengisfalls krónunnar. Greidd voru út laun til hluta starfsfólks í gær og segir Einar að unnið verði í málinu um helgina til að ljúka launagreiðslum. Jafnframt er áfram unnið að fjárhagslegri endurskipu- lagningu Árvakurs hf., í samstarfi við viðskiptabanka fyrirtækisins, Glitni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vinnur hópur áhugasamra einstaklinga að því að gera tilboð í Árvakur. Þessi hópur hefur áhuga á því að koma að rekstri útgáfunnar í samvinnu við Glitni, við- skiptabanka félagsins. Lögð hefur verið áhersla á það í hópnum að miðað sé við að enginn einn hluthafi sé með ráðandi hlut í útgáfunni. Í þessum hópi eru m.a. stjórn- endur og starfsmenn Árvakurs og ýmsir fjárfestar. Þá er talið líklegt að í þessum hópi séu einnig eigendur útgáfu- félagsins Valtýs sem lengi hefur verið viðriðinn útgáfu blaðsins. Einar Sigurðsson leggur áherslu á að staða Morgun- blaðsins sem fjölmiðils sé að styrkjast. Áskrifendum hafi fjölgað og þeir séu nú nánast jafnmargir og fyrir ári. Þá hafi lestur blaðsins aukist. „Það er augljóst að í krepp- unni leitar fólk í þá fjölmiðla sem það treystir. Þess vegna tel ég það mjög mikilvægt verkefni að tryggja þennan rekstur til framtíðar,“ segir Einar. helgi@mbl.is Hópur fjárfesta undirbýr til- boð í útgáfufélagið Árvakur Morgunblaðshúsið í Hádegismóum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.