Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is TIL að liðka fyrir sölu nýrra bíla þarf að festa gengið í samhengi við það á hvaða gengi þeir eru í upphafi keyptir af framleiðendum, að mati Özurar Lárussonar, framkvæmda- stjóra Bílgreinasambandsins. Hann segir mjög erfitt um vik að senda nýja bíla úr landi aftur eftir að þeir hafa verið keyptir. Bílar eru gjarnan pantaðir með sex mánaða fyrirvara, umboðin greiða strax fyrir þá, og það gefur augaleið að fyrir sex mán- uðum var gengi íslensku krónunnar allt annað en það er í dag. Nýir bílar eru leystir úr tolli miðað við toll- gengi þess dags sem þeir eru leystir út, burtséð frá því á hvaða gengi þeir voru keyptir. Þetta hækkar bílverð gríðarlega. 4-5.000 bílar bíða nýrra eigenda niðri á hafnarbakka hjá skipafélögunum. „Það sem okkur fyndist eðlilegt er að stjórnvöld festu tollgengið miðað við eðlilega dagsetningu, t.d. þann tíma sem flestallir þessir bílar komu til landsins, sem var um mitt sum- ar,“ segir Özur. Bílgreinasambandið hefur óskað eftir fundi með fjár- málaráðherra um málið. „Öll bílaumboðin hafa reynt að flytja út og selja það sem þau geta,“ segir Özur. „Við höfum verið í sam- bandi við erlenda bílasala og til að mynda var hjá okkur danskur bíla- sali í síðustu viku,“ upplýsir hann. Markaðurinn svo gott sem lok- aður Sá sagði Özuri að markaður fyrir nýja bíla í Evrópu væri svo gott sem lokaður. „Þetta er orðið þannig t.d. í Þýskalandi að menn eru farnir að bjóða tvo fyrir einn í sumum til- fellum.“ Özur segir þó enn hægt að koma út notuðum bílum þó að mögu- leikinn á slíku minnki hratt. Danann segir Özur vera einn af mörgum sem hafi hug á að kaupa hér notaða bíla til að selja erlendis. „Það er bara vegna þess að gengið á krónunni er eins og það er,“ segir hann, „það er hægt að bjóða þessa bíla á mun betra verði heldur en gengur og gerist núna.“ Mælt hefur verið fyrir frumvarpi um endurgreiðslu vörugjalda og virðisaukaskatts á Alþingi. Özur segir frumvarpið koma mjög til góða að sumu leyti. „Það eina sem ég hefði viljað sjá öðruvísi í þessu frum- varpi er tímalengdin. Þegar bílar eru orðnir fimm ára gamlir eru þeir að fullu afskrifaðir. Það er nátt- úrlega heilmikið af fimm ára göml- um bílum hérna sem eru dýrir í aug- um þeirra sem eiga þá,“ segir Özur. Takmarkað við fimm árin „Þarna er búið að takmarka þetta við fimm ára aldurinn. Útflutning- urinn miðast fyrst og fremst við eins til þriggja ára gamla bíla.“ Með þessu telur Özur að ekki sé gætt jafnræðis. Özur vill sjá frumvarpið komast til framkvæmda ekki seinna en strax. „Þó svo að við sjáum enn tækifæri til að flytja notaða bíla út er sá gluggi að lokast líka. Það er nefnilega ekki bara kreppa á Ís- landi,“ segir hann. Betur horfir með útflutning at- vinnutækja og þegar hefur tekist að selja mörg slík úr landi og enn eru menn að því. Aðrar reglur gilda um þau, t.d. eru ekki sömu gjöld á þeim og nýjum bílum. Helst eru það ein- staklingar og verktakafyrirtækin sjálf sem standa að útflutningi á at- vinnutækjum. Tveir fyrir einn í Þýskalandi  Festa þarf tollgengi til að liðka fyrir sölu nýrra bíla  Umboðin panta með sex mánaða fyrirvara  Erfitt um vik að selja nýja bíla aftur úr landi Morgunblaðið/Ómar Bílamergð Fjöldi nýrra bifreiða er óleystur úr tolli enda eftirspurnin sama og engin. Umskiptin eru mikil frá síðustu árum sem hafa verið góð í sölu. Í HNOTSKURN »Gengishrun krónunnarveldur því að fýsilegt er orðið að flytja notaðar bifreið- ar héðan til markaða erlendis. »Sala á nýjum bifreiðumhefur víðast hvar dregist mikið saman. » Í Bandaríkjunum er útlitfyrir að heildarsalan í árs- lok verði rétt rúmlega 13 milljónir bifreiða, um 3 millj- ónum færri en 2007. ALMA Guðmundsdóttir, sem býr í Grindavík, ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar Morgunblaðið til- kynnti henni að hún hefði hlotið fyrsta, stóra vinn- inginn í nýstofn- uðum Mogga- klúbbi áskrifenda. Vinn- ingurinn er tveggja vikna sigling með stærsta skemmti- ferðaskipi heims í Karíbahafinu í vor og er fullt fæði innifalið. „Ég ætla að bjóða mann- inum mínum, Kára Guðmundssyni, með en hann hefur dreymt um svona ferð í 10 ár,“ segir Alma sem er ný- orðin áskrifandi að Morgunblaðinu á ný eftir sumarhlé. Alma verður 35 ára í febrúar og er því eiginlega um einskonar afmæl- isferð að ræða. ,,Ég hafði lagt allar áætlanir um utanlandsferð á hilluna vegna efnahagsástandsins,“ segir hún og bætir því við að hún ætli svo sannarlega að njóta lífsins á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas sem er fimm stjörnu lúx- ushótel. Alma og eiginmaður hennar eiga þrjú börn og gerir hún ráð fyrir því að ættingjar verði fúsir til þess að gæta þeirra meðan foreldrarnir sigla um Karíbahafið. ingibjorg@mbl.is Á leið í Karíba- hafið Alma Guðmundsdóttir Fékk stóra vinning- inn í Moggaklúbbi TRYGGINGASTOFNUN ritaði í byrjun mánaðarins bréf til allra systurstofnana sinna á Norðurlönd- unum til að gera grein fyrir stöðu mála hér á landi og hugsanlegum vandræðum hjá íslenskum lífeyr- isþegum sem þar búa. Jafnframt var óskað eftir liðsinni þeirra við að stuðla að því að þeir sem þurfa að leita aðstoðar opinberra aðila þar fái eins góða þjónustu og mögulegt er. Tryggingastofnun hefur fengið fyrirspurnir frá lífeyrisþegum sem búsettir eru erlendis. Þeir hafa áhyggjur af afkomu sinni vegna efnahagsástandsins og erfiðleika með gjaldeyrisviðskipti. Trygg- ingastofnun hefur birt upplýsingar um nokkur atriði á vef sínum og tek- ur fram að hún muni senda lífeyr- isþegum búsettum erlendis bréf með upplýsingum strax eftir helgi. Fram kemur að stofnunin greiðir lífeyri mánaðarlega inn á banka- reikninga á Íslandi. Það er því í höndum viðkomandi lífeyrisþega hvort og hvenær hann yfirfærir líf- eyrinn í erlenda mynt. Viðmiðunargengi endurskoðað Við útreikning á tekjum lífeyr- isþega erlendis notar Trygg- ingastofnun sem viðmiðunargengi meðaltal fyrstu tíu mánaða ársins, ár hvert. Áformað er að endurskoða þetta viðmiðunargengi í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið, í ljósi aðstæðna. Lífeyrisþegar hafa áhyggjur MIÐAÐ við eðlilegt árferði er lag- erinn af bílum hér á landi eðlileg- ur. Vonast er til að eitthvað af bíl- um seljist hér á komandi ári, jafnvel allt að þrjú til fimm þús- und bílar, en þó ekkert í líkingu við það sem verið hefur und- anfarin ár. Í síðustu viku voru seldir 13 ný- ir bílar á Íslandi. Miðað við sömu viku í fyrra er samdrátturinn 96,4%. Bílaumboðin halda því að sér höndum í pöntunum og berjast í bökkum eins og staðan er í dag. Özur bendir á að um 1.000 manns starfi hjá átta bílaumboð- um bara á höfuðborgarsvæðinu. Bílgreinin skapar þúsundir starfa á landinu öllu og á árunum 2005-2007 skilaði hún um 13% af heildartekjum þjóðarbúsins. „Þetta er grein sem skiptir gríð- arlega miklu máli, en hefur þurft að búa við erfitt starfsumhverfi,“ segir Özur. 13% af tekjunum STJÓRN Íbúasamtaka Bústaða- hverfis mótmælir harðlega fyr- irhugaðri lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Í fréttatilkynningu segir að þessi breyting muni óhjákvæmilega stór- auka umferð um Réttarholtsveg sem nú þegar sé allt of þung og hröð. Borgarstjórn verði að leið- rétta þau mistök borgarráðs að samþykkja lokunina. Mótmæla lok- un harðlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.