Morgunblaðið - 29.11.2008, Page 16

Morgunblaðið - 29.11.2008, Page 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GRUNUR hefur leikið á því um langa hríð að færeyskir togarar hafi stundað ólöglegar veiðar í íslenskri lögsögu milli Íslands og Færeyja. Þetta hefur sannast í einstaka tilfellum en framferði skipstjóra færeysku togaranna hefur leitt að því líkur, að þessar veiðar hafi verið stundaðar í enn meira mæli. Þeir leita í gjöful mið og dæmi munu vera um allt að 30 tonna þorskafla á einum sólar- hring, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Nýjasta dæmið kom upp í vikunni, þegar frétt- ir bárust af því að færeyskt varðskip hefði tekið tvo færeyska togara, Bresti og Vestleika, við miðlínuna, og fært þá til hafnar í Þórshöfn, vegna gruns um fiskveiðibrot. Landhelgisgæslan fékk enga tilkynningu um þetta mál og fréttu starfsmenn Gæslunnar fyrst af því á heimasíðu færeyska dagblaðsins Dimmalætting. Skipstjórarnir viðurkenndu að hafa slökkt á fjareftirlitsbúnaði togaranna Samkvæmt frétt blaðsins telur ákæruvaldið í Færeyjum sig hafa rökstuddan grun um að báðir togararnir hafi verið á ólöglegum veiðum í ís- lenskri lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði, sem sýnir hvar skipin eru stödd. Samkvæmt frétt Dimmalætting hafa skipstjórar beggja togaranna viðurkennt að hafa slökkt á fjareft- irlitsbúnaðinum. Þá hefur skipstjórinn á Bresti jafnframt viðurkennt að hafa gengið skrefinu lengra og kastað siglingatölvu skipsins í sjóinn, þegar skipið var á leið til hafnar í Færeyjum 16. nóvember sl. Þar með fór helsta sönnunargagn ákæruvaldsins í sjóinn. Að sögn Halldórs B. Nel- lett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelg- isgæslunnar, kostar svona tölva nokkur hundruð þúsund krónur, sem er lág upphæð ef miðað er við sektir fyrir landhelgisbrot, ef þau sannast. Þá getur sektin numið milljónum króna auk þess sem afli og veiðarfæri eru gerð upptæk. Segir Halldór að þessi háttsemi skipstjórans bendi vissulega til þess, að hann hafi ekki haft hreint mjöl í pokahorninu. Skipstjórinn á Bresti kom einnig við sögu í janúar 2006. Þá flaug gæsluflugvélin Sýn yfir togarann, þar sem hann var að ólöglegum veið- um innan landhelginnar. Skipstjórinn svaraði engu, þegar áhöfn flugvélarinnar reyndi að hafa samband við hann. Færeyska lögreglan tók á móti togaranum þegar hann kom til hafnar og skoðaði m.a. afladagbækur. Skipstjórinn var kærður fyrir athæfið og er málið enn til rann- sóknar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í Reykjavík. Í desember 2007 kom upp mál þar sem Brestir kom við sögu enn og aftur, nú ásamt togaranum Rankin. Varðskipið Týr kom að togurunum við ólöglegar fiskveiðar austur af landinu. Týr gat eðlilega ekki fylgt báðum togurum eftir. Varð Rankin fyrir valinu en Brestir slapp. Að sögn Halldórs B. Nellett, var Rankin kominn langt inn í færeyska lögsögu þegar hann stoppaði loks. Að beiðni Landhelgisgæslunnar kom færeyska varðskipið Brimill á staðinn. Varðskipsmenn vildu fá að fara um borð en fengu neitun frá fær- eyskum yfirvöldum. Að sögn Halldórs taldi Landhelgisgæslan sig hafa fulla heimild til að fara um borð samkvæmt ákvæðum hafrétt- arsáttamálans því Týr hafði veitt togaranum óslitna eftirför. Stóð í stappi í heilan dag. Þegar þetta lá fyrir vildi Landhelgisgæslan að togarinn yrði færður til hafnar á Íslandi, en því var einnig neitað. Loks var óskað eftir því að hann yrði færður til hafnar í Þórshöfn en færeysk yfirvöld töldu það ástæðulaust. Togaranum var leyft að klára túrinn en ekkert hefur gerst í málinu síðan. „Við erum mjög óhress með það,“ segir Halldór. Samkvæmt samningi milli Íslands og Færeyja mega færeyskir línu- og handfærabátar stunda veiðar í íslenskri landhelgi. Enginn færeyskur togari hefur leyfi til að veiða innan lögsögunnar. Halldór B. Nellett segir að það séu 5-6 fær- eyskir togarar sem Landhelgisgæslan reyni að hafa auga með. Það sé erfitt verkefni því athug- anir hafi leitt í ljós, að togararnir reyni helst að lauma sér inn fyrir línuna á nóttunni eða í þoku og dimmvirði, þegar ómögulegt sé að fylgjast með þeim úr lofti. Hífa trollið upp umsvifalaust Þá er mjög erfitt fyrir íslensku varðskipin að nálgast togarana. Þeir eru mjög varir um sig og hífa trollið umsvifalaust þegar þeir verða varir við ferðir varðskipanna. Síðan taka þeir strikið út úr íslenskri lögsögu og svara engum köllum varðskipanna. Ekki bætir úr skák, að Landhelg- isgæslan hefur ekki getað haldið úti varðskipum með eðlilegum hætti undanfarna mánuði vegna fjárskorts. Landhelgisgæslan hefur sent skýrslur um framferði færeysku togaranna til viðkomandi ráðuneyta. Þau hafa komið þeim boðum til færeyskra stjórnvalda, að þau sætti sig ekki við þetta ástand. Sönnunargagnið í sjóinn  Grunur um alvarleg landhelgisbrot Færey- inga í lögsögu okkar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Landhelgisbrjótur Færeyski togarinn Sancy í Eskifjarðarhöfn sumarið 2006. Varðskipið Óðinn færði hann til hafnar eftir að togarinn hafði verið staðinn að ólöglegum veiðum í Rósagarðinum. FÆREYSKI togarinn Sancy var staðinn að ólög- legum veiðum í Rósagarðinum í júní 2006. Varð- skipið Óðinn gaf togaranum stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki. Varðskipsmenn komust um borð á gúmmítuðrum þegar togarinn var á fullri ferð. Ástæða þess að togarinn stoppaði ekki strax þegar Óðinn gaf stöðvunarmerki var sú að skip- stjórinn var að reyna að eyða gögnum úr sigl- ingatölvu skipsins. Hún geymir mikilvægar upp- lýsingar um staðsetningar skips hverju sinni með gps-staðsetningartækni. Hægt er að sjá miðað við hraða skipsins hvort það er að toga eða ekki. Íslenskir tæknimenn skoðuðu tölvuna og komust að athæfi skipstjórans. Tókst þeim að ná út úr tölvunni upplýsingum sem sönnuðu að togarinn hefði margsinnis farið inn í íslenska lögsögu. Væntanlega hefur skipstjórinn á Bresti haft þetta bak við eyrað þegar hann ákvað að henda staðsetningartæki togarans fyrir borð þegar hann var tekinn á dögunum. Samkvæmt afladagbókum Sancy átti skipið að hafa verið á veiðum í færeyskri lögsögu. Fyrir dómi neitaði skipstjórinn allri sök. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 600 þúsund krónur í sekt fyrir ólöglegar veiðar innan íslenkrar lögsögu og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum varðskipsins. Skipstjórinn reyndi að eyða gögnum úr siglingatölvunni FÍKNIEFNI fundust við húsleit í Mosfellsbæ í fyrrakvöld en um var að ræða marijúana, samtals um 700 grömm. Húsráðandinn, karl á fer- tugsaldri, var handtekinn en hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Við aðgerð- ina, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar fíkniefnaleitarhunds frá tollgæslunni. Lögreglan minnir á fíkniefnasím- ann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverk- efni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefna- vandann. Fundu fíkni- efni við húsleit KRÓNAN opnaði í gær nýja verslun í Rofabæ 39 í Árbæjarhverfinu. Skv. upplýsingum frá versluninni verður kappkostað að þjóna Árbæ- ingum og öðrum viðskiptavinum á sem bestan hátt. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Krónunnar er þetta ellefta Krónuverslunin. Ný Krónu- verslun „TRYLLTUR flóamarkaður“ verð- ur haldinn í dag kl. 11-18 í Lind- argötu 6 (Leikarafélagshúsinu á bak við Þjóðleikhúsið). Yfirskvís- urnar Helga Braga Jónsdóttir og Elma Lísa og Nína Björk Gunn- arsdætur ætla að selja skvísufötin sín. Tískuráðgjöf, magadans og léttar veitingar á staðnum. Skvísur selja STJÓRN Félags íslenskra heim- ilislækna segir í fréttatilkynningu að á þessum erfiðu tímum sé mik- ilvægara en áður að standa vörð um heilsufar þjóðarinnar. Stjórnin var- ar við lækkun útgjalda til heilbrigð- ismála, sérstaklega í heilsugæslu landsmanna „enda um að ræða hag- kvæmasta kost heilbrigðisþjónust- unnar, fyrsta viðkomustað sjúk- linga og nauðsynlega grunnþjónustu. Niðurskurður í heilsugæslu mun fela í sér þjón- ustuskerðingu og hafa neikvæð áhrif bæði á sjúklinga og starfs- fólk.“ Niðurskurður gæti bitnað á heilsu                                                                      STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.