Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 26
NORRÆNA félagið í Reykjavík mun í sam- starfi við ríflega 100 kaupmenn og veitinga- húsaeigendur í miðborginni gefa út 70 þús- und afsláttarkort sem gilda munu allan desembermánuð. Kort sem þessi hafa staðið félagsmönnum til boða áður en nú verður þeim dreift með næsta Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Kortin veita yfirleitt afslátt á bilinu 10- 20% af vöru og þjónustu í verslunum og veit- ingahúsum. Philippe Baltz Nielsen, verkefnastjóri hjá Norræna félaginu, segir kortin hugsuð sem kjarabót um leið og þau muni auka líf og stemningu í miðbænum á aðventunni. „Við viljum leggja okkar af mörkum á erf- iðum tímum og auka samheldni fólks og samstöðu,“ segir Nielsen en erlendir ferða- menn geta einnig notað afsláttarkortin og handhafar Norden Voyager kortanna geta fengið viðbótarafslátt. Kakó og kórsöngur Fulltrúar frá Norræna félaginu og Hjálp- ræðishernum verða á 13 stöðum í mið- bænum þrjá laugardaga til jóla og bjóða gestum og gangandi upp á heitt kakó, mandarínur og kökur. Jólasveinar verða á ferðinni ásamt kórum og fleiri tónlist- armönnum. Viðburðirnir fara fram 6., 13. og 20. des- ember frá kl. 14 til 18. Á þessum sömu stöð- um verða kortin einnig til reiðu sem og hjá viðkomandi kaupmönnum. Afsláttarkort á að- ventu í miðborginni Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is KAUPMENN í miðborginni segjast klárlega finna fyrir minni verslun en áður. Nóvember hafi yfirleitt verið frekar daufur, eftir að ágæt sala hafi verið í október. Þeir binda vonir við að átak Norræna félagsins og fleiri glæði miðborg- ina lífi á aðventunni. Engu að síður er hætt við að einhverjar verslanir og fyrirtæki á svæðinu hætti starfsemi að lokinni jólaverslun. Þegar er farið að bera á að verslanir hafa lokað, eða til- kynnt viðskiptavinum sínum að hætt verði eftir áramót. „Kaupmenn munu svo sannarlega reyna að þrauka sem lengst og þá helst fram yfir jól og janúarútsölurnar. Spurningin er hve lengi menn geta þraukað. Það er hætt við að ein- hverjir lifi þetta ekki af,“ segir einn viðmælenda blaðsins úr röðum kaupmanna. Klara Jóhannsdóttir, eigandi verslunarinnar Munthe plus Simonsen á horni Laugavegar og Vatnsstígs, segir að það þýði ekkert annað en að reyna að vera bjartsýn. Hún fagnar átaki Nor- ræna félagsins og Hjálpræðishersins og vonar að afsláttarkortin og stemningin sem til stendur að skapa muni laða fólk í miðbæinn á aðvent- unni. „Óneitanlega eru þetta erfiðir tímar fyrir kaupmenn og eitthvað verður að gera. Það þyrfti til dæmis að lækka húsaleiguna og bæði ríki og borg ættu að reyna að koma til móts við kaupmenn, svo ekki sé nú minnst á að reyna að festa gengið,“ segir Klara og bendir á að kaup- menn geti hreinlega ekki lagt á vörurnar þær upphæðir sem breytist kannski á viku frá því að pöntun fer fram þar til að þær koma í hús. Verið sé að selja vörurnar langt undir innkaupsverði. Vantar líf í húsin Hún hefur verið við Laugaveginn í bráðum tvö ár og segist finna mikinn mun milli ára. Fyr- ir utan erfiðleika í efnahagslífi þjóðarinnar vanti líka fólk og meira líf í húsin við Laugaveg og víðar í póstnúmeri 101, þau standi mörg hver auð og yfirgefin. Þannig hafi þetta verið í nokk- ur ár. „Samt sem áður trúi ég því að þetta eigi allt eftir að lagast og Laugavegurinn lifi þetta af. Hér er sál og saga Reykjavíkur,“ segir Klara. Kaupmenn ætla að þrauka fram yfir jól  Hætt við að mörgum verslunum í miðborginni verði lokað eftir áramót  Kaupmenn fagna átaki Norræna félagsins og vona að verslunin glæðist Morgunblaðið/Valdís Thor 26 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÞAÐ getur verið erfitt að finna út úr því hvernig á að láta á krónurnar end- ast í jólagjafainnkaupunum sem fara nú í hönd. Það þarf þó ekki alltaf dýr- ar gjafir til að gleðja vini og vanda- menn og nú hefur hópur fólks á aug- lýsingastofunni Kapital ákveðið að létta fólki leitina að hinni fullkomnu jólagjöf með vefsíðunni undir5000.is. Á síðunni má finna alls kyns jóla- gjafir sem jú, eiga það allar sameig- inlegt að kosta minna en 5.000 krón- ur. Margar kosta mun minna og eru vörur framleiddar á Íslandi áberandi enda sérmerktar með fánalitunum. Rúsínan í pylsuendanum er svo að um leið og ný vara er sett inn á vefinn bætast 5.000 krónur í sjóð sem renn- ur til góðagerðarmála. „Þetta er í rauninni hugmynd sem vaknaði hérna innanhúss hjá okkur,“ útskýrir Kristinn Svanur Jónsson, verkefnastjóri hjá Kapital. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt fyrir jólin og láta gott af okkur leiða. Ég veit ekki hvort við hefðum gert þetta fyrir ári en eins og ástandið er núna ákváðum við bara að keyra á þetta.“ Jólagjafahandbók á netinu Vefurinn virkar þannig að seljandi borgar 10 þúsund krónur fyrir hverja vöru sem sett er inn á vefinn en af því renna 5.000 krónur til góðagerð- armála. Ákveði seljandinn að auglýsa fleiri en tvær vörur með þessum hætti borgar hann aðeins 5.000 krón- ur og fer upphæðin þá öll í góðagerð- arsjóðinn. „Í rauninni er þetta bara eins og jólagjafahandbók á netinu,“ heldur Svanur áfram. „Þú kaupir ekki vörurnar þarna en færð upplýs- ingar um hvar þær fást. Í mörgum til- fellum er um að ræða litla aðila á markaði, þannig að fólk hefði annars þurft að hafa talsvert fyrir því að finna þessar vörur.“ Sem dæmi um jólagjafir á síðunni eru sultuskeiðar úr postulíni, t.d. til að láta fylgja með heimagerðu sult- unni, lítið segulmagnað stykki sem heldur saman I-pod heyrnartólunum, Íslandstuskan svokallaða, merktar svuntur og prjónuð hálsbindi, sem allt flokkast sem íslensk framleiðsla. Kartöfluhanskar, ljónainniskór, lit- breytingarkerti og púsluspil eru inn- fluttir hlutir sem einnig gætu glatt um jólin. „Þarna er mjög mikið af smærri, íslenskum söluaðilum og fyr- irtækjum sem sjá þetta sem ódýra auglýsingu enda er ekki á færi allra að ráða til sín stóra auglýsingastofu og birta auglýsingar í blöðum og sjón- varpi,“ útskýrir Svanur. „Viðtök- urnar hafa verið frábærar. Eftir tvo og hálfan sólarhring höfum við fengið 5.000 heimsóknir á síðuna, búin að safna rúmum 300 þúsund krónum til góðgerðarmála og erum með 450 manna hóp á Facebook-samfélags- vefnum.“ Barnaspítali Hringsins, Mæðra- styrksnefnd og ABC-barnahjálp munu njóta góðs af peningunum sem safnast til góðgerðarmála á síðunni. Morgunblaðið/Valdís Thor Stoltir Svanur og félagar hans á Kapital eru að vonum ánægðir með síðuna, sem hefur fengið frábærar undirtektir hjá seljendum og kaupendum. Gluggi að ódýrum gjöfum  Safnað til góðagerðarmála með jólagjafahugmyndum á netinu  Minni fram- leiðendur og seljendur duglegir að nýta síðuna  Íslenskar vörur áberandi JÓLAMARKAÐUR verður opnaður á hádegi í dag í Byko-húsinu við Hringbraut. Undirbúningur að at- vinnuskapandi jólamarkaði hefur staðið yfir í nokkra mánuði og er verði bása, sem hægt er að leigja allan desembermánuð eða bara í einn dag, stillt í hóf, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstand- endum markaðarins. Boðið verður upp á afnot af sviði miðsvæðis á markaðnum. Jólamarkaður á Hringbraut LJÓSIN verða tendruð á Ham- borgartrénu í fertugasta og þriðja sinn á Mið- bakka Reykja- víkurhafnar í dag kl. 17. Að lokinni athöfn bjóða Faxaflóa- hafnir upp á heitt súkkulaði og meðlæti í Lista- safni Reykjavíkur. Afhending trés- ins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Hamborg sem þeir færðu stríðshrjáðum börnum eftir síðari heimsstyrjöldina. Ljósin tendr- uð í dag KRISTÍN Tóm- asdóttir frí- stundaráðgjafi, Stefán Jónsson leikstjóri og Ill- ugi Jökulsson rit- höfundur verða ræðumenn á úti- fundi á laug- ardag á Aust- urvelli. Fundurinn hefst kl. 15. Yfirskrift fundanna, sem hófust 11. október, hefur verið „Breiðfylk- ing gegn ástandinu“. Fjöldi fund- armanna hefur vaxið milli funda. Í fréttatilkynningu frá fund- arboðendum segir að krafa fund- armanna sé afsögn stjórnar Seðla- bankans og stjórnar Fjármálaeftirlitsins og að boðað verði til nýrra kosninga. Einnig verður fundur á Ak- ureyri. Útifundur á Austurvelli Illugi Jökulsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.