Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 27
Fréttir 27INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON 30. NÓVEMBER 1. sunnudagur í aðventu kl. 20 3. DESEMBER miðvikudagur kl. 20 7. DESEMBER sunnudagur kl. 17 Gestir: Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson Aðgangseyrir: 2500 UT Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju. Sími: 510 1000. listvinafelag.is ME N N TA M Á L A R Á Ð U N E Y T I Ð MIKIÐ var bók- að á fundi borgar- ráðs Reykjavíkur á fimmtudaginn og fór Ólafur F. Magnússon, fyrr- verandi borgar- stjóri, þar fremst- ur í flokki. Hann sakaði m.a. meiri- hlutaflokkana tvo um spillingu og beindi spjót- um sínum að Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra vegna ferðalaga hennar til útlanda. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá bókun Ólafs þar sem hann mót- mælti lokun vinstri beygju af Bú- staðavegi inn á Reykjanesbraut. Á fundi borgarráðs flutti Ólafur til- lögu um niðurfellingu fargjalda hjá Strætó bs. Tillagan var felld með 7 samhljóða atkvæðum en Ólafur gat ekki greitt atkvæði þar sem hann er áheyrnarfulltrúi. Í kjölfarið lét Ólafur bóka eftirfarandi: „Undirritaður harmar að borgar- ráð skuli fella sjálfsagða og eðlilega tillögu um að fargjöld hjá Strætó verði felld niður. Tillagan er í senn umhverfisvæn, réttlát og nauðsynleg því fjölskyldum í Reykjavík blæðir svo sannarlega vegna þess efna- hagshruns sem einkavinavæðing og spilling borgarstjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, hefur kallað yfir þjóð- ina. Þessi afgreiðsla sýnir svo ekki verður um villst að borgarstjórnar- meirihlutinn forgangsraðar í eigin þágu. Gott dæmi um það er að borg- arstjóri er fjarverandi á fundi borg- arráðs í dag vegna ferðalags erlendis á kostnað borgarbúa. Nær væri að borgarstjóri og aðrir kjörnir fulltrúar forgangsröðuðu í þágu almennings en ekki sjálfra sín.“ Borgarráðsfulltrúar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu þá að bókað yrði: „Að bera saman tillögu um að fella niður fargjöld Strætó við alþjóðleg samskipti Reykjavíkurborgar við aðr- ar borgir er sérkennilegur saman- burður. Borgarstjóri er í embættis- erindum á aðalfundi Eurocities í Haag. Reykjavíkurborg er þar til- nefnd til verðlauna vegna verkefnis- ins 1, 2 og Reykjavík. Enn fremur er þar flutt erindi um verkefnið. Það væri miður ef Reykjavíkurborg stæði ekki við skuldbindingar sínar á al- þjóðavettvangi.“ Undir lokin ítrekaði Ólafur fyrir- spurn um ýmsan kostnað og sagði að nær væri að stjórnmálamenn tækju til heima hjá sér áður en frekar væri þjarmað að efnahag fjölskyldna í borginni. sisi@mbl.is Meirihlutinn sak- aður um spillingu Ólafur F. Magnússon Á KAFFISTOFU Samhjálpar, þar sem boðið er upp á ókeypis máltíðir, hafa komið allt að 100 gestir á dag undanfarnar vikur en þeir voru að jafnaði 70 áður. Ný andlit, til dæmis fjölskyldur með börn, eru farin að sjást meðal fastagestanna, að sögn Heiðars Guðnason- ar, framkvæmdastjóra samtakanna. Til þess að létta á rekstri kaffistofunnar og annarrar starfsemi, eins og til dæmis rekstri meðferðarheimilis þar sem fækka hef- ur þurft innlögnum, hefur Samhjálp opnað nytjamark- að í kjallaranum að Stangarhyl 3. Morgunblaðið/Valdís Samhjálp opnar nytjamarkað SJÓÐURINN Auðlind – Nátt- úrusjóður verður formlega stofn- aður hinn 1. des- ember næstkom- andi, en tilgangur sjóðsins er að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjölbreytni ís- lenskrar náttúru. „Það er jafnvel ennþá mikilvægara að koma verkefnum í gang núna þar sem þjóðfélagsaðstæður eru eins og þær eru í dag,“ segir Ragnhildur Sig- urðardóttir, vistfræðingur og einn stofnenda sjóðsins. „Þegar áfallið dundi yfir í haust vildu ýmsir framá- menn þjóðarinnar ráðast strax í allar framkvæmdir sem hægt væri en náttúruvernd kom hvergi inn í þá um- ræðu sem verðmætasköpun.“ Unnið hefur verið að stofnun nátt- úrusjóðs um árabil. Ragnhildur segir að Auðlind standi fyrir verklegri um- hverfisvernd en fyrirhuguð verkefni eru m.a. endurheimt votlendis og við- hald arnarstofnsins. „Við viljum auð- velda fólki að búa með rándýri, þann- ig að hægt verði að sækja í sjóðinn ef staðfest arnarvarp er á landinu. Það verður vonandi hvatning til góðra samskipta við arnarstofninn,“ segir Ragnhildur en bendir á að end- urheimt votlendis sé jafnvel enn stærra verkefni. „Ef við tökum Suðurland þá hefur 97% af votlendi þess verið raskað. Þetta er spurning um að ná að vernda einstök votlendi, en líka auðvelda landeigendum og bændum ef þeir vilja endurheimta votlendi á sínu landi.“ Röskun votlendis hefur leyst úr læðingi gríðarlegt útstreymi gróð- urhúsalofttegunda og segir Ragnhild- ur því að verndun þess sé vænleg til árangurs í þeirri baráttu. Margir skurðir, sem grafnir hafi verið á sínum tíma til að þurrka upp, hafi síðan ekki reynst þarfir og því sé ekki um það að ræða að fórna túnum eða jarðyrkjusvæðum með því að aft- urkalla þá. „Það var nú atvinnubóta- vinna á sínum tíma að moka þessa skurði, nú getur þá kannski orðið at- vinnubótavinna að moka ofan í þá aft- ur.“ Sjóðurinn á sér ekki fyrirmyndir hér á landi, en erlendis eru til hlið- stæðir sjóðir sem oft eru samstarfs- vettvangur einkaaðila, fyrirtækja og hins opinbera. Auðlind – Nátt- úrusjóður verður formlega stofnaður í Þjóðleikhúsinu kl. 17 hinn 1. desem- ber og eru fundurinn opinn öllum. Þar verða flutt bæði erindi og tónlist- aratriði, auk þess sem einstaklingum, félögum og fyrirtækjum býðst að ger- ast stofnfélagar með því að leggja framlög í sjóðinn að lágmarki 10.000 krónum. „Markmið okkar er að sjóðurinn sé eitthvað sem allir Íslendingar eigi að geta sameinast um. Við viljum styðja við verklega umhverfisvernd en líka stuðla að vitundarvakningu um þessi átaksverkefni og það er virkilega þörf á meiri vitundarvakningu um þessi málefni, ekki síst tegundir í útrým- ingarhættu, þar erum við aftarlega á merinni.“ una@mbl.is Þörf er á vit- undarvakningu Náttúrusjóðurinn Auðlind verður stofn- aður 1. des. til verndar íslenskri náttúru Í HNOTSKURN »Verndari sjóðsins er frúVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. »Að Auðlind standa ein-staklingar með ólíka reynslu í atvinnulífinu en áhuga á náttúruvernd, m.a. Andri Snær Magnason, Jó- hann Ísberg, Salvör Jónsdóttir og Þórólfur Árnason. »Stofnfundurinn verður 1.desember í Þjóðminjasafni Íslands kl. 17.0 Ragnhildur Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.