Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 29
Fréttir 29VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Hefur þú skaðast í slysi? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys breyta aðstæðum í starfi og frítíma. Gættu réttar þíns. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill að Landsbanki, Kaupþing og Glitnir birti uppgjör peningamarkaðssjóða sinna. Aðspurður segir hann eðlilegt að bæði samsetn- ing sjóðanna og það verðmat sem lá til grundvallar þegar bréf voru keypt úr sjóðunum verði gert op- inbert. Hljóta að birta uppgjör „Mér finnst eðlilegt að bankarnir gefi þessar upplýsingar upp. Það liggur þessu uppgjöri sjóð- anna til grundvallar. Við fengum á sínum tíma upplýsingar frá bankastjórnunum að þetta hefði verið gert á viðskiptalegum forsendum og að mat- ið hefði verið framkvæmt af hlutlausum aðila, end- urskoðendafyrirtækjum. Þess vegna hljóta bank- arnir að birta einhvers konar uppgjör á þessu sjóðum. Það er gagnrýni á báða vegu vegna upp- gjörs þeirra og mér finnst alveg einboðið að þetta verði birt.“ Ríkisbankarnir þrír hafa til þessa ekki viljað gefa upp hvaða fyrirtæki hafi átt bréf í sjóðum þeirra né við hvaða verðmat þeir hafi stuðst þegar þeir keyptu út öll skuldabréf sem eftir voru í sjóð- unum eftir fall fyrirrennara þeirra þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Morgunblaðsins. Morgunblaðið hefur hins vegar samsetningu peningamarkaðssjóðs Spron undir höndum. Í þeim sjóði voru meðal annars skuldabréf frá Milestone, Samson, Baugi, Landic Properties, Ex- ista, Jarðborunum og Vodafone. Öll þessi fyrir- tæki tengjast fyrrum stærstu eigendum bankanna þriggja. Heimildir Morgunblaðsins herma að út- gefendur skuldabréfa í sjóðum ríkisbankanna hafi að mestu leyti verið sömu aðilar og voru með bréf í sjóði Spron auk þess sem bréf frá bönkunum sjálf- um voru í sjóðunum. Skuldabréf ríkisbankanna eru að mestu talin verðlaus og virði bréfa marga útgefenda slíkra talin verðlítil. Viðskiptaráðherra vill að bankar birti uppgjör sjóða  Björgvini G. Sigurðssyni finnst að birta eigi samsetningu sjóða og verðmat bréfa Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eðlilegt Björgvin vill að bankarnir skýri frá sam- setningu og verðmati peningamarkaðssjóðanna. TAP Spalar ehf., rekstr- araðila Hval- fjarðarganga, á síðustu tólf mánuðum nam kr. 366 millj- ónum króna, á sama tíma fyrir ári var 282 milljóna króna hagnaður af rekstri félags- ins. Tap Spalar ehf. eftir skatta á fjórða ársfjórð- ungi félagsins sem er 1. júlí 2008 til 30. september 2008 nam 47 millj- ónum króna. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 112 milljónum króna. Veggjald ársins nam 979 millj- ónum króna til samanburðar við 1.040 milljónir árið áður sem er 5,8% lækkun. bjarni@mbl.is Göng Spölur rekur Hvalfjarðargöng. Spölur tapar 336 milljónum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TAP SPRON á fyrstu níu mánuðum ársins nam 16,5 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra var 9,3 milljarða króna hagnaður á rekstri bankans. Á þriðja ársfjórðungi á þessu ári var ríflega þriggja millj- arða króna tap á rekstri bankans, samanborið við 850 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Eigið fé bankans var við lok sept- ember á þessu ári 10,4 milljarðar króna, en var 27,8 milljarðar í upp- hafi árs.CAD eiginfjárhlutfall var 10,1% í lok september, en var 13,4% á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður dróst töluvert saman á tímabilinu og nam 1,6 millj- örðum króna, samanborið við 4,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum árs 2007. Heildarútlán til viðskiptamanna námu 206,5 milljörðum króna og voru innlán 45% af heildarútlánum. Alvarlegar afleiðingar Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir í fréttatilkynningu að afkoman fyrir fjórðunginn endur- spegli stöðuna við hrun viðskipta- bankanna þriggja. Fallið og afleið- ingar þess séu ekki enn að fullu komnar fram og muni snerta öll fyr- irtæki og heimili í landinu. Spron hafi ekki farið varhluta af því, en að- stæður geri það að verkum að erfitt sé að meta verðmæti eigna og aðrar stærðir af fullri nákvæmni. SPRON hafi hins vegar gripið til aðgerða til að styrkja stöðu bankans með langtímahagsmuni hans að leið- arljósi. Niðurstaðna áðurnefndra að- gerða sé að vænta áður en langt um líði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fé Eigið fé SPRON hefur minnkað um rúma 17 milljarða króna það sem af er árinu og hefur CAD eiginfjárhlutfall bankans farið úr 13,4% í 10,1%. Tap SPRON nemur 16,5 milljörðum króna HÆTT hefur verið við sölu á 5,49% eignarhlut Kaupþings í norska trygg- ingafélaginu Storebrand, sem boðuð var á fimmtudag. Í ljós kom að bústjóri Kaupþings í Noregi var andvígur sölunni. Gengi bréfa Storebrand hækkaði um 9,16% í kauphöllinni í Ósló í gær. Dótturfélag Kaupþings í Noregi var sett undir skilanefnd þegar íslenska Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur móðurfélagsins á Íslandi. Þá gerði tryggingasjóður banka lögtak í eign- um útibúsins en meðal þeirra eigna var stór eignarhlutur í Storebrand. Á fimmtudag tilkynnti skilanefnd norska bankans að 24,7 milljónir hluta yrðu seldar í svonefndri „book-build- ing“ sölu. Var sölutímabilið frá því að lokað var fyrir viðskipti í kauphöllinni í Ósló í gær og þar til viðskipti hæfust í morgun. Fram kemur á vefnum Dagens Næringsliv, að í gærmorgun sendi bústjórn norska Kaupþingsbankans hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem lagst er gegn sölunni. Því ákvað skila- nefndin að hætta við. gummi@mbl.is Hætt við sölu á hlut Kaupþings í Storebrand Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.