Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 32
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is H örður Torfason söngvaskáld hefur undanfarnar vikur staðið fyrir mótmæl- um á Austurvelli vegna efnahagsástandsins. Yf- irskrift mótmælanna er Breiðfylk- ing gegn ástandinu. Áttundi mót- mælafundurinn er í dag og Hörður segir framhald verða á. En það eru ekki einungis mótmæli sem setja mark sitt á líf Harðar þessa dagana því út er komin ævisaga hans Tabú sem Ævar Örn Jósefsson skráir en þar rekur Hörður viðburðaríka ævi sem einkennst hefur af baráttu, ekki síst fyrir réttindum samkyn- hneigðra en hann var hugmynda- smiðurinn og aðaldriffjöðrin að stofnun Samtakanna 78. Hann er fyrst spurður um hug- myndina á bak við mótmælin. „Mér finnst það vera starf listamanna að gagnrýna vald og ljá málstað eða einstaklingum sem standa höllum fæti rödd sína og það hef ég verið að gera í rúm þrjátíu ár. Þetta hófst með því að ég fór niður í bæ á laug- ardegi og sagði fólki frá því. Þar stóð ég í heila viku daglega á hádegi ásamt fámennum hópi og við héld- um ræður og ræddum ástandið. Ég stefndi að því að stækka fund- araðstöðuna og fjölga gestunum og það tókst. Næsta laugardag komu fleiri og síðan streymdi fólk að. Nú er áttundi laugardaginn. Ég vil finna stað fyrir þá sem verða fyrir óréttlæti valdhafa, stað þar sem þeir geta tjáð tilfinningar sínar og miðlað til annarra og efnt til skoðanaskipta. Það er siðferðileg skylda okkar og lagalegur réttur að nýta okkur mót- mælaréttinn. Það er verið að gera á Austurvelli á hverjum laugardegi. Það skiptir ekki máli hvar í flokki fólk stendur eða hvaða lífsviðhorf það hefur, fyrst og fremst er verið að kalla fólk saman svo það verði meðvitað um að það stendur ekki eitt í baráttunni. En fulltrúar stjórn- málaflokka fá ekki að fara á pall- inn.“ Nýtt stjórnmálaafl? Menn mæta á Austurvöll á mis- munandi forsendum, sumir vilja kosningar, aðrir vilja þær ekki held- ur mæta til að sýna samstöðu. Skiptir ekki máli hverju fólk er að mótmæla? „Fjöldinn var óöruggur vegna þess að hann var gerður óöruggur. Fjöldinn er óðum að ná áttum. Vald- hafar og þjóðin eru að átta sig á að gamla kerfið er hrunið og hefð- bundnar aðferðir duga ekki lengur. Það varð vendipunktur fyrir nokkrum dögum þegar vantrausts- tillaga á ríkisstjórnina var felld, eins og mátti reyndar búast við. Enda var hún sett fram á röngum tíma. Nú breytum við áherslunum. Það er ekki alveg ljóst hvernig þær breyt- ast en þær munu breytast.“ Ef krafan hefur verið að rík- isstjórnin segi af sér, sérðu þá stjórnarandstöðuna sem valkost? „Nei, ég er að kalla eftir nýju Ís- landi. Talsmenn stjórnmálaflokk- anna segja að fólk eigi að streyma inn í flokkana og breyta þeim innan frá. En margir sjá það ekki sem vænlega leið því hættan er sú að flokkarnir lagi fólkið að gamla flokkakerfinu og þá nást engar breytingar fram. Það má vel vera að þessi fjöldahreyfing verði að nýju stjórnmálaafli. Það er sagt að með lögum skuli land byggja. Ég segi: Með siðferði skal land byggja. Mér finnst að siðferði eigi að vera ofar lögum. Það eru stjórnunarhættirnir sem hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í. Við verðum að end- urskoða allt stjórnkerfið og móta nýtt.“ Hversu lengi eiga mótmælin að standa, varla er hægt að halda þeim endalaust áfram? „Hversu lengi ætlar núverandi stjórn að sitja? Varla getur hún það endalaust. Því fyrr sem hún fer því betur fer íslensku þjóðinni að líða. Og svo er að bretta upp ermarnar og takast á við allan þennan vanda.“ Gætirðu hugsað þér að fara í stjórnmál? „Nei, ég er ekki stjórnmálamað- ur. Ég er listamaður. Ég hef verið að vinna í tvo mánuði í sambandi við þessi mótmæli og er oft og tíðum undir miklu tilfinningalegu álagi. Um daginn stakk ég upp á því að ég hætti sem forsvarsmaður þessarar breiðfylkingar. Mér var sagt að ég gæti það ekki og mætti það ekki. Svo ég held áfram. Ég væri tilbúinn að aðstoða við að koma nýrri stjórn- málahreyfingu saman. Ég svík ekki skyldur mínar en tilgangur minn er ekki að verða stjórnmálamaður.“ Þú ert í sambandi við fólk öllum stundum. Hvernig er ástandið hjá þeim sem hafa farið verst út úr kreppunni? „Nýlega talaði ég við að tvo menn á mínum aldri sem hafa misst allt. Þeir slógu saman í lélegan húsvagn, eru með hann úti á Reykjanesi, sofa í þessum óupphitaða vagni með sængurnar sínar og eiga ekki fyrir mat. Ég ætla að hjálpa þessum mönnum. Daginn áður var ég í sam- bandi við mann sem missti húsið sitt og er að missa fyrirtækið sitt. Hann segir að um þessi mánaðamót verði allt búið hjá sér. Hann íhugaði að fyrirfara sér en ég sagði honum að hann mætti ekki hverfa frá þessu lífi, gæti ekki gert börnum sínum það. Ég verð afar dapur yfir þessum aðstæðum og depurð mín breytist oft í reiði þannig að ég virka hryss- ingslegur og fráhrindandi. Ég varð líka mjög reiður þegar ég hlustaði á svör ráðamanna á fundinum í Há- skólabíói. En ég vil ekki missa vald á reiði minni heldur nýta hana í skapandi orku. Mótmæli mín byggj- ast ekki bara á því að vera á móti vegna þess að um leið og ég er á móti er ég að byggja upp. Ég set mig í samband við annað fólk. Ég er óhræddur, stend ekki og skelf. Með því að þora er ég að kalla á aðra og hvetja til samstöðu því mannlífið byggist á samstöðu. Lífsviðhorf mitt byggist á trú á það að slæmu ástandi sé hægt að breyta til hins betra. Þannig hófst barátta mín fyrir réttindum sam- kynhneigðra fyrir þremur áratug- um. Þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég skipulegg mótmæli. Ég hef gert það svo ótal oft áður leynt og ljóst. Öll reynsla mín sam- einast í því starfi sem ég er að vinna í dag. Og eins og ég segi við fólk þá er bara einn leikstjóri. Og mótmæli verða að fara friðsamlega fram, byggjast á gagnkvæmri virðingu. Annars næst enginn árangur.“ Guðir á Hressingarskálanum Hvernig var þín mannréttinda- barátta sem samkynhneigður mað- ur? „Ég man eftir því að sem barn hugsaði ég stundum um það af hverju ég væri eins og ég væri. Af hverju ég væri ekki eins og hinir, eða hvers vegna hinir væru ekki eins og ég. Þegar ég sem unglingur varð fyrir höfnun af því ég mátti ekki vera með vegna þess að ég var öðruvísi þá hafði ég ekki orð á því af því ég kunni ekki að réttlæta tilveru mína. Mín aðferð var að ég nýtti tíma minn vel í stað þess að gráta og lamast. Ég fór inn í heim skáldskap- arins. Ég las ljóð, reyndi að kryfja þau og skilja, þar á meðal las ég skáld- skap Steins Steinars sem var í mikl- um metum hjá fjölskyldu minni. Faðir minn, sérstaklega, las ljóð hans af mikilli lotningu og virðingu og mér fannst foreldrar mínir oft tala um Stein Steinar sem nokkurs konar guð. Mamma vann á Hress- ingarskálanum og eitt sinn á unga aldri sá ég Stein Steinar þar sem hann sat við borð ásamt öðru fólki. Ég horfði á hann út undan mér en þorði ekki að færa mig að borðinu. Þetta fannst mér mikil upplifun. Einn daginn á Hressingarskálanum kynnti mamma mig fyrir ein- staklega fallegum svarthærðum manni frá Spáni sem hét Jesú. Þá hugsaði ég með mér að guðirnir byggju á Hressingarskálanum. Þar voru bæði Jesú og Steinn Steinarr. Ég vissi fremur snemma að ég væri samkynhneigður. Ég var ekki alinn upp í því viðhorfi heima hjá mér að samkynhneigð væri skamm- arleg heldur var það eitthvað sem lá í lofti götunnar. Þess vegna, þegar ég fór að fullorðnast, þagði ég yfir tilfinningum mínum því ég vildi ekki kalla skömm yfir foreldra mína og ættingja. Þegar ég var kominn yfir tvítugt var fólk að segja mér að ég hefði margskonar hæfileika og þá hugsaði ég: En samt er ég hommi. Svo fór ég að gera mér grein fyrir að það var ákveðin hneigð í þá átt hjá þjóðinni að það væri í lagi að niðurlægja ákveðna einstaklinga, eins og þá samkynhneigðu, og það gat ég ekki samþykkt. Ég var ungur og óviss og ekki eins fastur fyrir og maður verð- ur þegar maður er kominn á sjö- tugsaldur. En hugsunin um að ég ætti ekki að láta aðra kúga mig var farin að verða sterk. Ég vissi að ég ætti sama rétt og aðrir á því að vera til. Ég var 25 ára gamall þegar ég fór til Kaupmannahafnar og komst að því að til voru samtök samkyn- hneigðra. Ég kom inn á klúbb fyrir samkynhneigða og sá tvær mann- eskjur af sama kyni vera að dansa saman. Þessar tvær manneskjur voru elskendur og tilfinningar þeirra voru virtar. Það var mér al- gjör opinberun. Ég ræddi við fólk í H ö r ð u r T o r f a s o n s ö n g v a s k á l d » „Um daginn stakk ég upp á því að ég hættisem forsvarsmaður þessarar breiðfylkingar. Mér var sagt að ég gæti það ekki og mætti það ekki. Svo ég held áfram. Ég væri tilbúinn að að- stoða við að koma nýrri stjórnmálahreyfingu sam- an. Ég svík ekki skyldur mínar en tilgangur minn er ekki að verða stjórnmálamaður.“ Gamla kerfið er hrunið 32 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.