Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 33
dönsku samtökunum og allt í einu opnuðust gáttir sem áður höfðu ver- ið mér lokaðar. Í huga mínum hafði samkynhneigð verið tengd skömm, leynd og neðanjarðarstarfsemi. En þarna fór að þróast sú hugsun að berjast af fullum krafti fyrir því að fá að vera ég sjálfur.“ Eins manns leikhús Þú varst orðinn þekktur maður vegna tónlistarflutnings þíns þegar þú komst út úr skápnum. Fékkstu snemma áhuga á tónlist? „Já. Ég man að í barna- og ungl- ingaskóla þurftu nemendur að standa upp og fara með ljóð. Þetta var öllum mikil þraut, líka mér. Mér hefur alltaf gengið illa að læra ut- anað en þegar ég setti lag við ljóðin þá gat ég sungið þau í huganum. Það var nokkurs konar rappstíll á þessu hjá mér. Þetta varð til þess að innan við tvítugt átti ég til alls konar lög sem ég hafði samið en gekkst ekki alveg við fyrr en seinna. Ég ákvað að verða leikari, lærði leiklist í Leiklistarskólanum og fékk pappíra upp á að vera listamaður frá Þjóðleikhúsinu árið 1970. En um leið fengum við ungu leikararnir að vita að ekki yrði hægt að taka mark á okkur fyrr en allavega tíu árum eftir að við útskrifuðumst. Það var erfitt fyrir 25 ára gamlan mann að fá að vita að hann væri eiginlega einskis virði, skyldi bara hlusta og gera það sem honum væri sagt. Það er að vísu hluti af tilverunni að hlusta á sér reyndara fólk en mér fannst þetta nánast vera þrælabúðir. Ég vildi ekki sitja árum saman inni í horn- herbergi í Þjóðleikhúsinu og bíða eftir að einhver leyfði mér náð- arsamlegast að stíga á svið. Ég ákvað að fara bara mína eigin leið. Þá sögðu mér eldri og reyndari leik- arar: Ekki gera þetta, með því ertu að rústa ferli þínum. Það fór ekki þannig. Ég fór að semja fyrir alvöru og valdi þá leið að tjá mig í textum um tilfinningalegt ástand mitt og upp- lifun. Það var mín leið til að nýta mér ósigur og breytti honum í sigur. Ég var að gera hið neikvæða já- kvætt. Ég hef aldrei sagt skilið við leikhúsið því það að syngja er ákveðið form af leikhúsi. Þess vegna hef ég alltaf sagt að ég sé eins manns leikhús. Tónleikar mínir eru líka alltaf á vissan hátt eins og leik- sýning. Það er mikið hugað að um- gjörð, markmiði og framsetningu söngva og sagna, því það skiptir máli í hvaða röð efnið er flutt.“ Alltaf tvítugur Þú fórst í frægt viðtal í Samúel árið 1975 þar sem þú viðurkenndir samkynhneigð þína. Viðbrögðin voru þannig að þú fórst úr landi um tíma. Segðu mér frá þessu. „Ég varð að gera þetta. Fólk hafði sagt við mig: Það er allt í lagi að þú sért hommi af því þú ert svo klár en þú skalt engum segja frá því og við höldum bara áfram að vera vinir. Sömu einstaklingar og sögðu þetta gátu hins vegar gengið að öðrum homma af því hann var ekki frægur og lamið hann. Ég gat ekki sætt mig við það. Ég hefði getað farið aðra leið, leikið leikrit og ekki lifað eins og mér var eðlislægt, heldur verið í þykjustuleik. Ég gat það ekki. Eftir viðtalið fékk ég símhring- ingar þar sem mér var hótað, það var ráðist á mig úti á götu, hrækt á mig og öskrað. Ég fór til Kaup- mannahafnar og var þar í sex til sjö mánuði og kom svo heim aftur og hélt baráttunni áfram. Eftir það leið ekki á löngu þar til farið var að huga að stofnun Samtakanna 78. “ Og nú er ævisaga þín komin þar sem þessi barátta er rakin. Af hverju ævisaga? „Menn voru alltaf að biðja mig um að skrifa ævisögu mína en ég hafði takmarkaðan áhuga á því vegna þess að inni í mér er ég alltaf tvítug- ur. Lífið heldur áfram og ég hef engan tíma til að setjast niður og skrifa ævisögu og hefði aldrei gert það sjálfur. Svo kom rithöfundur, Ævar Örn, sem ég treysti og þekkir sögu mína vel og við höfum unnið þetta verk í þrjú ár með hléum. Þetta er útkoman.“ Ertu sáttur maður? „Sáttur við sjálfan mig í dag? Já, ég er það, loksins. Ég vakna snemma, yfirleitt milli fimm og sex á morgnana. Fallegustu stundir sem ég á með mér einum eru morgn- arnir. Mér líður svo vel þegar ég vakna að meira að segja á fyrstu tíu mínútunum finnst mér ég vera gáf- aður. Annars líður mér best með eiginmanni mínum þegar við erum tveir í rólegheitum. Hann er ítalskur og við höfum verið saman í tíu ár. Við ferðumst mikið, förum saman í gönguferðir, tökum símann úr sam- bandi og leggjumst upp í sófa og ræðum lífið og tilveruna. Erum til og njótum þess.“ Þú ert mótmælandi í eðli þínu. Heldurðu að þú eigir einhvern tíma eftir að setjast í helgan stein? „Ætli það verði nokkurn tíma af því. Ég segi við sjálfan mig að ég sé kominn á sjötugsaldur og vilji gjarn- an fara að slaka á. En ég veit ekki hvort ég get það. Ég vil frekar kalla mig jákvæðan hvetjanda en mót- mælanda, mér finnst það orð lýsa hugsunum mínum betur. Ég er mjög iðinn, er alltaf að. Það er ein- hver árátta í mér að efna til umræðu og skoðanaskipta. Það er kjarninn í mér. Með störfum mínum öll þessi ár hef ég verið að segja við fólk: Takið nú heilann úr sambandi, setjið hjartað í gang og finnið til með öðr- um.“ Morgunblaðið/Kristinn » „Daginn áður var ég í sambandi við mannsem missti húsið sitt og er að missa fyrirtækið sitt. Hann segir að um þessi mánaðamót verði allt búið hjá sér. Hann íhugaði að fyrirfara sér en ég sagði honum að hann mætti ekki hverfa frá þessu lífi, gæti ekki gert börnum sínum það.“ Daglegt líf 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.