Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hin víðtækuhöft, semAlþingi lagði í fyrrinótt á gjaldeyrisviðskipti með lögum, eru skref marga áratugi aftur í tímann. Ís- land býr ekki lengur við frjálsa fjármagnsflutninga, sem komu til með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Viðbrögð talsmanna atvinnu- lífsins við þessari löggjöf eru vel skiljanleg. Þegar forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja eru skikk- aðir til að flytja gjaldeyri til landsins, skilyrðislaust og að viðlögðu fangelsi og fésektum, er ekki furða að hljóð heyrist úr horni. Forsvarsmenn fyrirtækja benda réttilega á þá hættu að reynt verði að fara í kringum hömlurnar. Áhrifin af þeim gætu þá í raun orðið önnur en að var stefnt. Hins vegar verða menn að horfast í augu við að líklega er þetta eini kosturinn við núver- andi aðstæður, þótt hann sé vondur. Ákvörðunin um gjald- eyrishömlurnar er augljóslega tekin vegna ótta um að fljótlega eftir að krónan verður sett á flot muni hún sökkva eins og steinn vegna fjármagnsflótta úr land- inu. Það sem stjórnvöld eru því í raun að gera er að minnka markaðinn, sem krónan fær að fljóta á, þannig að á endanum fljóti hún aðeins í lítilli tjörn, sem endurspeglar ekki hinn raunverulega gjaldeyr- ismarkað. Fólk verður líka að horfast í augu við að hömlur og höft af þessu tagi eru hluti af því verði, sem við greiðum nú fyrir pínulítinn, sjálf- stæðan gjaldmiðil. Gildistími laganna sem Alþingi setti í fyrrinótt er tvö ár, sem er sá tími sem áætlunin um aðstoð Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins við Ís- land er í gildi. Fólk hlýtur að spyrja hvað taki þá við. Verður hægt að styðja við gengi krón- unnar áfram án gjaldeyrishafta? Ísland þarf nýjan gjaldmiðil, þótt hann fáist ekki strax. Nær- tækasti kosturinn er evran, sem Ísland gæti fengið einhverjum árum eftir inngöngu í Evrópu- sambandið. Strax eftir inngöngu í ESB gæti Ísland hins vegar átt kost á þátttöku í myntsamstarfi sambandsins, ERM II, sem fæli í sér stuðning Seðlabanka Evr- ópu við gengi krónunnar. Yfirlýsing um að Ísland stefni að ESB-aðild og upptöku evru myndi strax virka í þá átt að styrkja tiltrú umheimsins á ís- lenzku efnahagslífi. Krónan myndi njóta þess. Þannig er það í raun forsenda þess að krónan hjari næstu árin, að taka ákvörðun um evruna. Flestir hljóta hins vegar að vera farnir að sjá að áframhald- andi líf með krónunni er óbæri- legt fyrir íslenzk fyrirtæki og al- menning og útheimtir hömlur af því tagi sem Alþingi hefur sam- þykkt. Forsenda þess að krónan hjari næstu árin er að taka ákvörðun um evruna} Þetta kostar krónan Launamunurkynjanna er föst stærð í lands- lagi íslensks at- vinnulífs. Sam- kvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofn- unar Háskóla Ís- lands eru konur á höfuðborgarsvæðinu með 86% af heildarlaunum karla og kon- ur á landsbyggðinni með 77% af heildarlaunum karla. Ef allt væri með felldu í ís- lensku samfélagi væri launa- munurinn enginn. Fólk fengi sömu laun fyrir sams konar störf án tillits til kyns. Það er merkilegt hvað launa- munurinn er mikill í þeim störf- um sem eru lægst launuð. Með- allaun kvenna í ósérhæfðum störfum eru 234 þúsund krónur, en karla 396 þúsund krónur. Þyrftu tekjur kvenna að hækka um 41% til að þær yrðu jafnokar karla í þessum störfum. Þegar kemur að stjórnendum er launamunurinn hins vegar hverfandi. Sláandi er að sjá launamun- inn á konum og körlum í op- inberum störfum á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæð- inu er enginn mun- ur á tímalaunum karla og kvenna hjá hinu opinbera, en á landsbyggðinni eru konur í opinberum störfum að jafnaði með 69% af launum karla. Á þessum skammarlega mun þarf að leita skýringa og leiða til leiðréttingar. Í könnuninni var reiknaður út leiðréttur launamunur kynjanna á þeirri forsendu að það sýni raunsanna mynd. Hins vegar er augljóst að þau atriði, sem notuð eru til leiðréttingar, eru einnig hluti af vandamálinu. Hvers vegna hafa karlar oftar mannaforræði? Hvers vegna bera karlar oftar fjárhagslega ábyrgð? Hluti af vandamálinu er að framgangur karla og kvenna er ekki jafn. Konur eiga einfaldlega minni möguleika á framgangi og fá í þokkabót mun lægri laun fyrir sambærilega vinnu. Þetta er óafsakanlegt í nútímaþjóðfélagi og breytist hægt. Allt of hægt. Konur eiga einfald- lega minni mögu- leika á framgangi og fá í þokkabót mun lægri laun fyrir sambærilega vinnu} Óafsakanlegur launamunur M ér varð hugsað til vinkonu minn- ar Guðrúnar heitinnar í Galt- arey þegar ég las að nú ætti að leggja niður morgunleikfimi ríkisútvarpsins. Morg- unleikfimin yfir árið kostar ef til vill ein mán- aðarlaun útvarpsstjóra og fríðindi, eða hálf? „Listin að týna sjálfum sér“ er afbragðs und- irtitill nýútkominnar bókar Guðmundar Magn- ússonar sagnfræðings um „Nýja Ísland“, nýja Ísland og gamla Ísland og muninn þar á. Í hverri viku glötum við einhverju sem aðrir lögðu svo hart að sér að byggja upp. Hvenær ætlar okkar kynslóð að hefja endurreisn af alvöru? Hjá Guðrúnu alþýðulistakonu í Breiðafirði var kveikt á útvarpi allra landsmanna snemma á morgnana. Stundum suðaði svolítið í útvarpinu til að byrja með en að lokum náðist samband. Guðrún sagðist sakna Valdimars en viðurkenndi að „nýja konan“ í morgunleikfiminni væri ágæt líka. Á eftir göngu á staðn- um var drukkið kaffi, laumast í sígarettu og talað um Ein- ar Olgeirsson. Morgunleikfimin varð gjöful réttlæting á syndum síðdegisins. Ég þekki konu sem hefur talað fyrir frjálsu og fjöl- breyttu ríkisútvarpi í mörg ár. Þegar hún talar af ástríðu um menningarstofnunina sem fátæk þjóð kom á laggirnar fær hana ekkert stöðvað. „Sjónvarpið“ segir hún hneyksl- uð, „glamúr-sjónvarpið! RÚV er ekki sjónvarpið, það er útvarpið!“ Og nýríka neyslukynslóðin klórar sér í koll- inum. Fyrir marga er ríkisútvarpið Rás 1 ákveð- inn stólpi í lífinu, eitthvað sem hægt er að ganga að sem vísu í hruni vitstola heims. Þannig getur gamalkunnugt fréttastef verið örlítill vitavörður þess að týna ekki sjálfum sér, agnarsmá tenging kynslóðanna. Því sem er gott þarf ekki að breyta. Hún virðist því býsna undarleg forgangsröðunin í nið- urskurðinum þessa dagana þegar bruðl og gripadeildir græðginnar blasa við allt um kring. Væri nær að skera niður glamúrinn of- ar í tröppunni? Morgunleikfimi útvarps var sett á laggirnar þegar lýðveldið var 13 ára gamalt. Það bar með sér frumkvöðlahugsun í lýðheilsu og er enn fastur liður í lífi gamals fólks. Það er líka fastur liður í lífi sumra ungra Íslendinga. Fregnir af fjölda- uppsögnum RÚV eru enn eitt áfall okkar tíma. Ýmsir dag- skrárgerðarmenn vinna eilítil þrekvirki á hverjum degi. Þættir sem í stærri löndum útheimta fjölda manns eru hér unnir af einni manneskju og eru samt í hæsta gæðaflokki. Það getur reynst samfélagi dýrt að skera niður hið smáa. Enn dýrara reynist að hola sameiginlegar stofnanir og auðlindir að innan. „Ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst …“ var sungið. Guð býr í hinu smáa hugsaði Albert Einstein og Guð býr í garðslöngunni amma söng Megas. Býr ef til vill eilít- ill guð í hálfrar aldar morgunleikfimi þegar allt annað hrynur? liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Dýr sparnaður? Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is G reiðslujöfnun fast- eignalána felur á engan hátt í sér eftirgjöf á skuldum, heldur er um að ræða frestun afborg- ana að hluta. Til lengri tíma leiðir greiðslujöfnun til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta og því ekki sjálfgefið að fólk kjósi eða hafi hag af greiðslujöfnun. Þetta skrifaði Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra í Morg- unblaðið fyrir rúmri viku, nokkrum dögum eftir að lög um greiðslujöfnun fasteignalána til einstaklinga höfðu verið samþykkt. Greiðslujöfnun gagnast ekki þeim heimilum sem vegna atvinnumissis og verðbólgu standa frammi fyrir mögulegu gjaldþroti, að því er for- maður Félags fasteignasala, Ingi- björg Þórðardóttir, bendir á. Höf- uðstóll lánanna hefur hækkað reglulega þrátt fyrir samvisku- samlegar afborganir. Í mörgum til- fellum skulda einstaklingar töluvert meira í fasteign sinni, heldur en þeg- ar gengið var frá kaupum á henni. Stór hluti skuldanna er ýmist vísi- tölutryggður eða gengisbundinn og jafnvel hvorttveggja. Einstaklingar illa varðir Ingibjörg getur þess að enn sem komið er sé óljóst hvernig heim- ilunum muni reiða af. „Það er stutt síðan kreppan skall á en ein- staklingar eru samt sem áður illa varðir í því ástandi sem nú ríkir. Fólk er farið að hringja og spyrja hvort það eigi að hætta að borga af eigninni og lýsa sig gjaldþrota. Ég hef sagt að það skuli ekki láta sér detta slíkt í hug. Viðkomandi gæti í kjölfarið varla eignast kött án þess að tekið yrði í honum lögtak. Eignastaða fólks er vöktuð í kjölfar gjaldþrots. Þess vegna ráðlegg ég því að reyna til þrautar að komast að samkomulagi um lengingu í lánum. En auðvitað er það skylda stjórnvalda að taka á þessum þrengingum sem á okkur dynja með öðrum hætti en að velta þeim yfir á húseigendur og fjöl- skyldur þessa lands.“ Kerfið þykir Ingibjörgu ekki mannsæmandi. „Það ætti að vera eins og í Bandaríkjunum. Þar má samkvæmt lögum ekki ganga nær fólki en sem nemur því sem bankinn hefur lánað. Þar er ekki hægt að elta fólk endalaust.“ Nær ein milljón bandarískra fjöl- skyldna hefur neyðst til þess að af- henda bönkunum húsið sitt frá því í ágúst í fyrra, að því er greint var frá á fréttavef CNN nú í nóvember. Hús- eigendur hafa afhent bönkunum hús- lyklana og þar með verið lausir við allar skuldir. Ingibjörg efast um að fjármálastofnanir hér á landi myndu ganga að slíkum samningum við við- skiptavini og telur að setja þyrfti lög þar um. Eins og að bjóða ölmusu Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórn- valda um áform vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum segir meðal annars að fara eigi yfir lagarammann um gjald- og greiðsluþrot þannig að taka megi á niðurfærslu skulda og heimtu eigna í bönkum, fyrirtækjum og hjá heim- ilum. „Það ætti að breyta gjald- þrotalögunum þannig að þeir sem missa eignir sínar geti farið úr þeim án þess að skuldirnar hvíli áfram á þeim,“ leggur Ingibjörg áherslu á. Að bjóða einstaklingum að taka á leigu hús sín sem þeir geta ekki lengur greitt af þykir Ingibjörgu eins og ver- ið sé að bjóða þeim ölmusu. Niðurfelling skulda eða ölmusa yfirvalda Morgunblaðið/Árni Sæberg Hús í smíðum Formaður Félags fasteignasala segir eignastöðu þeirra sem lýsa sig gjaldþrota vera vaktaða í kjölfarið. Alls hafa 939.439 bandarískar fjölskyldur afhent bönkunum húsið sitt frá því í ágúst í fyrra. Um leið og menn hafa skilað lyklunum eru þeir laus- ir við allar skuldir. Greint var frá þessu á fréttavef CNN um miðjan nóvember. Þar var jafnframt greint frá því að í ágúst síðastliðnum hefðu bankarnir í Bandaríkjunum tekið 304 þúsund hús til sín og var það mesta eignaupp- takan á einum mánuði frá því í ágúst í fyrra. Í kjölfarið reyndu yfirvöld og bankar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna að koma til móts við húseigendur með ýmsum aðgerðum til þess að þeir gætu ráðið við afborg- anirnar. Sumar lánastofnanir hafa til dæmis lækkað mán- aðarlega greiðslubyrði. Bandarískir húseigendur yf- irgefa ekki bara heimili sín vegna atvinnuleysis. Vegna lækkaðs fasteignaverðs finnst þeim ekki lengur þess virði að greiða af húsunum og hætta því. Þetta hefur fréttavefur CNN eftir hagfræðingnum Pat Newport hjá Global Insight. Lausir allra mála
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.