Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 37
37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Dansinn dunar Það var líf og fjör og mikil litagleði á danssýningu Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar um síðustu helgi í Kópavoginum.
RAX
Gunnlaugur B. Ólafsson | 28. nóv.
Áfram morgunleikfimi
á Gufunni!
Það er ótrúlegt að Rás 1
ætli að skera niður nokk-
ura mínútna morg-
unleikfimi í sparnaðar-
skyni. Það er ekki
ráðdeild á krepputímum
að leggja af eitt elsta
tákn þess að ríkisvaldið hafi skilning á
mikilvægi lýðheilsu í landinu.
Amma mín varð 106 ára og var um
skeið elsti Íslendingurinn. Ég ólst upp
við að hún væri með bros á vör, full af
stolti yfir því hvað hún væri flink í að
gera teygjur, beygjur og sveigjur eftir
hressilegri leiðsögn Valdimars Örnólfs-
sonar við undirleik Magnúsar Péturs-
sonar.
Þetta eru ekki góðar kveðjur til þeirra
sem ekki komast út í líkamsþjálfun.
Eldri borgarar sem hafa vanist þessum
þætti áratugum saman eiga ekki að
þurfa að missa af þessum dagskrárlið á
miðjum vetri í rótleysi efnahagsþreng-
inga.
Nær væri að skera niður í síbyljunni
sem er eins á öllum stöðvum, frekar en
tapa niður sérkennum Ríkisútvarpsins
og þá einkum Gufunnar. Ef allir popp-
fræðingarnir halda sínum skerf, en
morgunleikfimin þarf að fara út, þá eru
áherslur stofnunarinnar taktlausar.
Meira: gbo.blog.is
Kristinn Jón Bjarnason | 28. nóv.
Kominn tími til að texta
allt innlent efni
Í dag tilkynnti Rík-
isútvarpið að það ætlaði
að segja upp starfsfólki
og spara 700 milljón
króna. Þegar við skoðum
stöðu þess í samanburði
við ljósvakafjölmiðla á
Norðurlöndum, í Bretlandi og Banda-
ríkjunum stendur Ríkisútvarpið mjög illa
varðandi textun. Ekki er textun í beinni
útsendingu á fréttatíma og þó er text-
inn til þar sem fréttaþulir lesa af skján-
um. Kannski kemur það heyrnarlausum
það ekki við, hvað sé að tala um í
fréttatímanum. Sama má segja um Silf-
ur Egils og Kastljós sem eru end-
ursýndir án texta. Þegar við skoðum
stöðu Ríkisútvarpsins miðað við önnur
lönd sjáum við að þeir standa sig mjög
illa varðandi aðgengi.
Meira: kristinnjon.blog.is
Vilhjálmur Þorsteinsson | 28. nóv.
Ný lög um gjaldeyrisvið-
skipti vekja spurningar
Loks verður athyglisvert
að sjá hvort stjórnvöld
komast yfirleitt upp með
þessa lagasetningu þegar
á reynir fyrir dómstólum,
innlendum og erlendum.
Gjaldeyrishöft eru and-
stæð EES-samningnum, grunnreglum
OECD og reyndar einnig stofnsáttmála
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Vissulega er
gert ráð fyrir neyðarrétti en það er eng-
an veginn augljóst að slíkt eigi við um Ís-
land, hér er ekki stríðsástand eða nátt-
úruhamfarir.
Meira: vthorsteinsson.blog.is
HVERS vegna er svo hörmulega
komið fyrir okkur Íslendingum sem
raun ber vitni? Þeir sem leita munu
svara við þessari spurningu úr meiri
fjarlægð frá viðfangsefninu í framtíð-
inni munu sjálfsagt velta fyrir sér
ýmsum vísbendingum um siðferðilega
hnignun þjóðar, sem hafði ekki nógu
sterk bein til að þola góða daga.
En menn munu einnig rannsaka
brotalamir og veilur í stjórnskipun og
stjórnarfari lýðveldisins. Slímusetur
eins flokks – og raunar lítillar valda-
klíku í forystu hans – hátt í tvo áratugi
samfellt, kann ekki góðri lukku að stýra. Það býður
einfaldlega upp á spillingu og nærir valdhroka
þeirra sem telja sig smám saman eðalborna til auðs
og valda. Fjölmiðlar – eða eiga þeir kannski að
heita fámiðlar – í eigu tveggja auðkýfinga eða undir
húsbóndavaldi Flokksins, í krafti ríkisins, bætir
ekki úr skák. Illkynja meinsemdir eins og t.d. lög-
laust og siðlaust kvótakerfi og ónothæfur gjaldmið-
ill, fá að grafa um sig í þjóðarlíkamanum og eitra út
frá sér. Þjóðmálaumræðan er yfirborðskennd og
snýst um aukaatriði, samkvæmt hinni frægu
„smjörklípuaðferð“ seðlabankastjórans.
Margir sem leita að orsökum ófaranna nefna til
sögunnar nokkrar skýringartilgátur, sem sjálfsagt
er að taka til skoðunar: Kvótakerfið, einkavæðingu
bankanna, klíkuvensl fámennisins og jafnvel EES-
samninginn. Ókeypis úthlutun veiðiheimilda – sem
eru mikil fémæti – til útvalins hóps útgerðarmanna
er skýrt dæmi um siðlausa stjórnsýslu. Misbeiting
ríkisvaldsins til að skapa sumum forréttindi af
þessu tagi brýtur í bága við grundvallarreglur
stjórnskipunarinnar um atvinnufrelsi og jafnræði
fyrir lögum. Slíkt getur aðeins staðist til skamms
tíma og þá í nafni neyðarréttar. En sú staðreynd að
lögbundin þjóðareign á auðlindinni er hvorki virt né
virk í framkvæmd, stenst ekki til frambúðar.
Líta má á kvótaauðinn, sem tekinn hefur verið út
úr skuldsettum sjávarútvegi, sem fyrsta heim-
anmund ójafnaðarþjóðfélagsins. Fyrir daga kvóta-
kerfisins voru ríkisbankarnir íslensku eins og
hverjir aðrir sparisjóðir – venjulegir viðskipta-
bankar. Fyrir tilverknað kvótaauðsins og með
greiðum aðgangi að ódýru lánsfé erlendis, breytt-
ust þeir í eins konar vogunarsjóði. Þar með varð til
pappírsauður hinnar nýríku yfirstéttar. Hinir ís-
lensku ólígarkar eiga það sameiginlegt með sínum
rússnesku kollegum að eignarhald þeirra á þjóð-
arauðlindum og fjármálastofnunum hefur skapað
hráslagalegt ójafnaðarþjóðfélag heima fyrir og
flutt mikinn auð úr landi.
Einkavæðing bankanna:
Pólitísk helmingaskipti
Það var löngu tímabært að ríkið hætti banka-
rekstri. En undirbúningnum að sölu bankanna var
ábótavant og aðferðirnar voru vítaverðar. Yfirlýs-
ingar ráðamanna um dreifða eignaraðild stóðust
ekki. Áformum um innkomu erlends banka af hag-
kvæmnis- og samkeppnisástæðum var ekki fylgt
eftir. Niðurstaðan varð framlenging á helminga-
skiptareglu Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks sem var grundvall-
arregla hinnar spilltu stjórnsýslu
liðinnar aldar. Bankarnir voru af-
hentir á undirverði fáeinum útvöld-
um, sem voru í „góðu talsambandi
við“ forystuklíkur stjórnarflokkanna.
Allt regluverk og eftirlit með starf-
semi þeirra var í skötulíki með þeim
afleiðingum sem nú blasa við sex ár-
um síðar með hruni fjármálakerf-
isins, falli gjaldmiðilsins og gjaldþroti
Seðlabankans. Sjálfsagt eiga kross-
vensl klíkusamfélagsins, bæði í
stjórnmálum og viðskiptum, sinn
þátt í því, hve illa fór. Það er þá enn
eitt dæmið um nauðsyn þess að opna þetta litla
samfélag upp á gátt fyrir veðri og vindum utan-
aðkomandi samkeppni.
Sumir vilja meina að upphaf ógæfunnar megi
rekja til EES-samningsins, sem gekk í gildi í árs-
byrjun 1994, eða fyrir fjórtán árum. Sjálfur forseti
lýðveldisins, hinn rómaði lofsöngvari útrásarauð-
kýfinganna, hefur jafnvel tekið undir þennan söng
líka. Rökin eiga að heita þau að EES-samningurinn
feli meðal annars í sér gagnkvæman rétt til stofn-
unar fyrirtækja, fjárfestinga og fjármagnsflutninga
yfir landamæri á svæðinu öllu. Án EES-samnings-
ins hefðu íslensku bankarnir því ekki átt rétt á að
hefja starfsemi á evrusvæðinu, utan Íslands.
Að þessu leyti má líkja EES-samningnum við
hraðbraut með mörgum akreinum í báðar áttir, sem
lögð er til að greiða fyrir umferð fólks og varnings
og auka um leið umferðaröryggi. Er þá rétt að gera
vegargerðarmanninn ábyrgan fyrir ofsa- eða ölv-
unarakstri, sem stofnar lífi og limum vegfarenda í
hættu? Er það ekki ökumaðurinn sjálfur sem ber að
lögum ábyrgð á aksturslaginu? Og sætir eftir atvik-
um refsingu lögum samkvæmt, jafnvel ökuleyf-
issviptingu? EES-samningurinn greiddi vissulega
götu einstaklinga og fyrirtækja í hvers kyns við-
skiptum á stærsta fríverslunarmarkaði heims.
Samningurinn átti stóran þátt í að skapa okkar
þjóðarbúi ný tækifæri til vaxtar, sem kom þjóðinni
allri til góða. En seint verður það sannað fyrir dómi
að samningurinn beri ábyrgð á hruni bankakerf-
isins fjórtán árum síðar. Þrjátíu ríki eiga aðild að
evrópska efnahagssvæðinu. Aðeins eitt þessara
ríkja situr uppi með hrunið fjármálakerfi og ónýtan
gjaldmiðil. Bendir það ekki til þess að vandinn sé í
stórum dráttum heimatilbúinn?
Stærstu mistökin
Hitt má til sanns vegar færa að Íslendingar hefðu
sýnt framsýni og fyrirhyggju í því að feta í fótspor
fyrrverandi bandalagsþjóða í EFTA með því að
stíga skrefið til fulls og ganga í Evrópusambandið
og peningamálasamstarfið (European Monetary
Union) í framhaldi af því. Þetta var sú stefna sem
Alþýðuflokkurinn undir minni forystu boðaði þjóð-
inni þegar fyrir kosningarnar 1995, fyrir þrettán ár-
um. Sú var tíð að við Íslendingar fullnægðum öllum
settum skilyrðum (um stöðu ríkisfjármála, rík-
isskuldir, vexti og verðbólgu) til þess að verða full-
gildir aðilar að EMU. Hefði þessi leið verið farin
hefðum við getað skipt út krónunni fyrir evrur,
jafnvel áður en bankarnir voru einkavæddir á ár-
unum 2001 til 2002. Jafnframt hefðum við notið
styrks af Seðlabanka Evrópu sem þrauta-
varabanka. Íslensku bankarnir hefðu trúlega vaxið
íslenska hagkerfinu yfir höfuð jafnt fyrir því. Og
þeir hefðu allt eins getað lent í erfiðleikum vegna of
mikillar skuldsetningar eins og reynslan sýnir að
hent hefur einstaka banka og fjármálafyrirtæki á
evrusvæðinu, jafnt sem annars staðar. En það sem
felldi íslensku bankana og lagði um leið allt fjár-
málakerfi Íslands í rúst var ekki skortur á krónum
– það var skortur á gjaldeyri, sérstaklega evrum, til
að endurfjármagna skuldirnar.
Á því er mikill munur hvort einstaka fjár-
málastofnanir lenda í erfiðleikum fyrir áhrif alþjóð-
legar bankakreppu eða að heilt þjóðfélag riði til
falls sem fórnarlamb gjaldeyriskreppu. Sú stað-
reynd að íslenski gjaldmiðillinn er hvergi gjald-
gengur í viðskiptum og að hann er varnarlaus í
sviptibyljum alþjóðlegra fjármagnsmarkaða, varð
fjármálakerfinu að falli. Þjóðir með traustan gjald-
miðil og öflugan bakhjarl eins og t.d. Seðlabanka
Evrópu geta staðist afleiðingar alþjóðlegrar banka-
kreppu. En smáþjóð sem á hvorki nothæfan gjald-
miðil né trúverðugan seðlabanka fær ekki rönd við
reist þegar hún verður fórnarlamb tvíburakreppu,
sem er hvort tveggja í senn banka- og gjaldmiðilsk-
reppa. Það er gengisfall gjaldmiðilsins sem hefur
leikið okkur harðast. Það er þetta gengisfall gjald-
miðilsins sem hefur sett af stað hringekju verð-
bólgu, okurvaxta, gjaldþrota, atvinnuleysis og
eignamissis fólks og fyrirtækja; og neyðir Íslend-
inga nú til að knýja dyra hjá hjálparstofnunum og
grannþjóðum með betlistaf í hendi.
Ég fullyrði að með traustan gjaldmiðil eins og
evruna í höndunum síðastliðin sex til sjö ár, hefðu
Íslendingar ekki staðið í þeim sporum sem þeir
standa í nú. Ábyrgð þeirra, sem hafa staðið í vegi
fyrir því að þjóðin léti reyna á þá kosti sem byðust í
samningum um aðild að Evrópusambandinu og um
upptöku evru er því mikil. Hrunið var nefnilega
hvort tveggja í senn fyrirsjáanlegt og fyrirbyggj-
anlegt. Enda urðu margir innanlands og utan til
þess að vara við því í tæka tíð.
Af öllum þeim mistökum sem leitt hafa til
ríkjandi neyðarástands á Íslandi, eru þau mistök
stærst og örlagaríkust að hafa ekki leitað inngöngu
í Evrópusambandið meðan allt lék í lyndi og við
gátum gengið þangað inn uppréttir sem fullir þátt-
takendur í samstarfi lýðræðisríkja Evrópu.
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson » Af öllum þeim mistökum
sem leitt hafa til ríkjandi
neyðarástands á Íslandi, eru
þau mistök stærst og örlaga-
ríkust að hafa ekki leitað inn-
göngu í Evrópusambandið með-
an allt lék í lyndi og við gátum
gengið þangað inn uppréttir.
Jón Baldvin
Hannibalsson
(Höfundur var utanríkisráðherra 1988-1995 og
leiddi samningaviðræður Íslendinga
við Evrópusambandið um EES 1989-93).
Fyrirbyggjanlegt?
BLOG.IS
Stefán Friðrik Stefánsson | 28. nóv.
Sorgardagur fyrir svæð-
isstöðvar Ríkisútvarpsins
Mér finnst það afleit
skilaboð sem sýnd eru
með því að leggja niður
mestallt starf á svæð-
isstöðvum Ríkisútvarps-
ins, í raun leggja í rúst allt
það góða starf sem þar
hefur verið unnið í rúma tvo áratugi, á
meðan Páll Magnússon heldur jeppanum
sínum. Hver er forgangsröðin hjá þessu
liði? Hefði ekki verið nær að skera niður
sporslur og fríðindi toppanna fyrst og
fara svo í uppstokkun. Þetta eru ekki
góð skilaboð. Krafa dagsins er því burt
með jeppann. Hreint út sagt.
Þetta er sannarlega sorgardagur fyrir
fjölmiðil sem á tyllidögum stillir sér upp
sem fjölmiðli allra landsmanna. Eftir
daginn í dag er það blaður bara orða-
flaumur á blaði.
Meira: stebbifr.blog.is