Morgunblaðið - 29.11.2008, Page 40

Morgunblaðið - 29.11.2008, Page 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 FYRIR réttu ári efndi Bush Banda- ríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísr- aels og Palest- ínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Olmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölg- að. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinn- um lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleið- ingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipu- legri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sam- einuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og rík- isstjórnir til að efna til samstöðufunda og að- gerða til stuðnings réttindabaráttu palest- ínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Stefnan er á skjön við réttlæti og frið Sveinn Rúnar Hauksson biður fólk að gefa mann- réttindbaráttu pal- estínsku þjóð- arinnar gaum Sveinn Rúnar Hauksson » Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísr- aelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakk- anum. Höfundur er læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína. Á SVONA tímum er von að fólk spyrji: ,,Og hvað næst?“ Hver eru hin raun- verulegu verðmæti landsins? Það er auð- vitað náttúra okkar; fiskurinn, landbún- aðurinn, orkan og mannfólkið. Í þessu liggja helstu verð- mætin. Við minnum okkur á þetta með því að hafa fisk aftan á krón- unni og á seðlum eru gjarnan myndir frá sveitum landsins. Ég hef lagt það til nokkrum sinnum að við ættum að snúa bök- um saman og gera Ísland að fyrsta sjálfbæra landi heims. Verkefni sem ég vinn við lagði til á sínum tíma við íbúa í Hrísey, að þeir gerðu eyjuna að sjálfbærri eyju. Það tókst! Við stóðum einnig að því að kynna fyrir íbúum Snæfells- bæjar sömu hugmynd og þar hafa íbúarnir staðið sig frábærlega við uppbygginu á þessum forsendum sem vakið hefur athygli víða um lönd. Sólheimar í Grímsnesi, það fyrirmyndarsamfélag, er sennilega einn fyrsti sjálfbæri byggðakjarni í Evrópu og fleiri dæmi mætti nefna, svo sem Suðureyri og Flat- eyri. Þar er unnið mikið fyr- irmyndarstarf á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Fleiri samfélög hafa sýnt áhuga og eru komin af stað. Í landinu starfa einnig öflug grasrótarsamtök svo sem Vist- vernd í verki, Blái herinn og áhugafólk um lífræna búskap- arhætti, vistvæna og lífræna rækt- un og svo mætti lengi telja. Þegar grannt er skoðað stöndum við á mörgum sviðum mjög nærri því að búa í sjálfbæru landi. Lög um sjálfbærar veiðar voru sam- þykkt af Alþingi árið 1983 og það er meginstef sjávarútvegsstefnu okkar að stunda sjálfbærar veiðar. Nær allur landbúnaður á fjöl- skyldubúum er sjálfbær og margar landbúnaðarafurðir okkar hafa nú þegar vottun sem sjálfbær mat- vælaframleiðsla. Um orkuna þarf ekki að fjölyrða, hún er einstök á heimsvísu. Hugmyndin er að háskóli eða önnur stofnun muni vista verkefnið Sjálfbært Ísland. Reka þarf öfl- ugan gagnagrunn og hafa vefsíðu opna á mörgum tungumálum til að dreifa boðskapnum. Stofnunin setti reglur um sjálfbæra búskap- arhætti og þar gætu menn fengið vottun þegar áföngum er náð. Ríkisstjórn Ísands kynnti stefnu þjóðarinnar um sjálfabæra þróun til ársins 2020 á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 2002 í Jóhann- esarborg og vakti verðskuldaða athygli. Þessi stefnumótun var unnin mjög faglega og öllum til sóma sem að henni stóðu. Stefnan er vistuð í umhverf- isráðuneytinu. Það er mikilvægt að staðsetja sig á mörkuðum og gefa viðskiptavinum skýr skilaboð. Sjálf- bært Ísland gerir það og þjónar hagsmunum heildarinnar. Prófess- or í markaðsfræðum við Háskólann í New York hefur haldið því fram að þetta væri snjöll leið til að koma réttum skila- boðum á framfæri og að vera fyrst til að lýsa þessu yfir, því enginn geti orðið fremri en sá fyrsti. Nú er verðandi forseti Banda- ríkjanna að kynna áætlun sína í umhverfismálum. Bandaríkjamenn búa sem stendur við mikla fjár- hagserfiðleika og atvinnuleysi. At- hyglivert er að þriðjungur af þeim 2,5 milljónum starfa sem stefnt er að að skapa skuli vera við upp- byggingu nýrra, sjálfbærra orku- gjafa. Þarna tvinnast því atvinnu- og umhverfismálin saman með skýrum hætti. Við Íslendingar þurfum að bretta upp ermar í umhverfismál- unum. Rétt væri að stefna að því að koma upp öflugum hópi sér- fræðinga sem hefði það hlutverk að fræða og vera til ráðgjafar við sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklinga. Þessi fræðsla þarf að sjálfsögðu líka að ná inn í kennslu- stofur barna okkar. Það væri fjár- festing til framtíðar sem engin verðbréf stæðust samanburð við. Sjálfbært Ísland er metn- aðarfullt markmið en ef vel tekst til mun það ótvírætt styrkja stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Við eigum raunverulegan möguleika á því að verða fyrirmynd annarra, eins og við erum nú þegar á orku- og sjávarútvegssviðinu. Þennan grunn eigum við að víkka út. Með trúverðugri stefnu getum við stefnt að því að taka að okkur það hlutverk að annast þjálfun og fræðslu á sviði sjálfbærrar nýt- ingar náttúrulegra auðlinda fyrir aðrar þjóðir. Fyrirmyndirnar eru þegar til staðar hér, t.d. í Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi. Við eigum skýlaust að stefna að því að allar okkar afurðir verði seldar undir merkjum Sjálfbærs Íslands, landsins sem markað hef- ur sér metnaðarfyllstu stefnu á sviði sjálfbærrar þróunar í veröld- inni. Látum afuðir okkar, matinn, orkuna og landið sjálft vera okkar málsvara. Þessa dagana er unnið að því í samvinnu við eina virtustu mat- vælakeðju Bandaríkjannna að kynna íslenskar afurðir beint til neytenda. Samstarfið hefur vaxið með hverju ári og nú liggur fyrir að verslanir fyrirtækisins víðs- vegar um Bandaríkin munu kynna Ísland með margvíslegum hætti allan janúarmánuð. Myndir af fisk- vinnslufólki frá Íslandi munu prýða allar búðirnar og kynning- arefni um landið verður dreift. Öll áherslan er á gæði og hreinleika landsins og afurða þess. Öll þau íslensku fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu hafa gengið í gegnum strangt skoðunarferli í samræmi við reglur matvælakeðj- unnar. Dæmin sanna að maturinn getur orðið einn okkar helsti málsvari. Hreinar afurðir landsins auka hróður okkar á erlendum mörk- uðum og skilaboðin um Sjálfbært Ísland geta staðið fyrir það sam- félag sem býr á Íslandi. Leggjum nú þegar af stað í þennan leið- angur. Hefjumst handa til að kom- andi kynslóðir njóti þess besta sem landið hefur upp á að bjóða og tök- um að okkur fyrirmyndarhlutverk fyrir aðrar þjóðir. Sjálfbært Ísland er raunveruleg- ur möguleiki. Það gerist ekki á einni nóttu en hálfnuð er ferð þá hafin er. Látum verkin tala, það flýgur enginn flugdreki án mót- vinds. Maturinn er málsvari - Sjálfbært Ísland 2020 Baldvin Jónsson hvetur Íslendinga til að þróa sjálf- bæran búskap » Við eigum skýlaust að stefna að því að allar okkar afurðir verði seldar undir merkjum Sjálfbærs Íslands, landsins sem markað hefur sér metnaðar- fyllstu stefnu á sviði sjálfbærrar þróunar í veröldinni. Baldvin Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri Áforms. A MILDER COUSIN OF SALMON RAISED RESPONSIBLY IN LAND-BASED TANKS BY ICELANDIC FISH FARMERS. Not Just Another FISH STORYstarring VIGNIR STEFANSSON Farm Vogar Vatnsleysustrond on the South Coast of Iceland ÁR hvert er haldin forvarnarvika á lands- vísu í lok nóvember, sem er samstarfsverk- efni Landssambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna og slökkviliða auk styrkt- araðila. Slökkviliðs- menn um land allt heimsækja 3. bekk grunnskólanna með fræðslu um eldvarnir. Tilgangurinn er að fræða börnin og fá þau til að fara með upplýsingar inn á heimilin og hvetja foreldrana til að gæta að eldvörunum heima, þ.e. reykskynj- urum og slökkvitækjum. Þessi árs- tími er valinn því í hönd fer aðvent- an með allri sinni ljósadýrð. Við hjá Brunavörnum Suðurnesja höfum verið þátttakendur í þessari viku og er þetta skemmtilegur tími. Þá get- um við farið aftur á fund fræðslu- þystra nemenda. Fyrir mánuði vor- um við hjá BS með rýmingaræfingu í skólunum en þar æfa nemendur og starfsfólk skólans viðbrögð ef upp kæmi eldur í skólanum. Allt þarf að ganga upp, það er að allir komist út úr byggingunni, fylgi sín- um bekk, fari í röð og komi saman á fyrirfram ákveðnum stað. Starfs- menn þurfa að telja nemendur og koma skilaboðum til slökkviliðsins þegar það mætir á staðinn. Tryggja þarf að það allir séu komnir út, ef svo er ekki fer af stað vinna hjá slökkviliðsmönnum í leit í skólanum að þeim sem er saknað við talningu þar til þeir eru fullvissir um að allir séu komnir út. Svona forvarna- æfingar eru framkvæmdar í öllum skólum og leikskólum á starfssvæði BS, en á því svæði eru átta grunn- skólar og tólf leikskólar. Þessar æf- ingaferðir í skólana hafa staðið yfir síðastliðin 14 ár. Jafnframt fer BS í leikskólana með verkefni sem heitir „Logi og Glóð“. Auk þess að heim- sækja leikskólana fá börnin að koma í heimsókn á slökkvistöðina. Nemendur í heim- ilisfræði í 10. bekk koma í heimsókn á slökkvistöðina til að fræðast um slökkvi- tæki og notkun á eld- varnateppi og fá æf- ingu í að slökkva eld í logandi potti. Eins og sjá má er ég í mjög skemmtilegu starfi, við forvarnir og fræðslu- mál hjá BS. Hluti af því er að fræða nem- endur leikskóla, grunnskóla og starfsmanna skólanna um eldvarnir. Svo er það spurningin: Skilar þetta einhverum árangri? Jú forvarna- fræðslan virkar. Foreldrar hringja og segja okkur frá því að börnin neiti að fara að sofa á kvöldin fyrr enn búið er að athuga með reyk- skynjarana, að þau séu fullviss um hvar sími heimilisins sé til að hringja í 112 og hvort það sé búið að tala við hann „Sigga á móti“ hvort að þau geti komist í skjól ef það þyrfi að rýma húsið. Eitt af því sorglegra sem við heyrum í fréttum er þegar hefur orðið eldsvoði. Ég man eftir tilviki þar sem kviknaði í út frá tauþurrkara um miðja nótt. Eldurinn uppgvötaðist vegna þess að barn á heimilinu vaknaði og var að biðja um vatnsglas vegna þorsta. Í þessari íbúð var ekki reykskynj- ari, enginn veit hvað hefði getað gerst ef barnið hefði ekki vaknað? Er þinn reykskynjari í lagi? Eldvarnaátak slökkviliðanna Ólafur Ingi Jónsson fjallar um eldvarnir Ólafur Ingi Jónsson » Fræðslan virkar. Foreldrar hringja og segja okkur frá því að börnin neiti að fara að sofa á kvöldin fyrr enn búið er að athuga með reykskynjarana. Höfundur er verkefnisstjóri forvarna- og fræðslusviðs Brunavarna Suðurnesja. Í NÝLEGRI skýrslu fjár- málaráðuneytisins fær skatt- kerfið ágætiseinkunn, þar er loks viðurkennt að dregið hafi úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að há- tekjuskattur hafi verið afnuminn og raunlækkun orðið á persónu- afslætti umfram lækkun álagn- ingarhlutfalls. Ástæða er til að hrósa ráðu- neytinu fyrir að láta ekki póli- tískan metnað stjórna útreikn- ingum! Í þessari skýrslu viðurkennir ráðuneytið að skatt- byrði láglaunafólks, ungra sem eldri, hafi aukist vegna þess að skattleysismörk hækkuðu ekki í takt við launaþróun. T.d. hefur skattbyrðin þrefaldast frá 1988 fyrir fólk með 150 þúsund á mánuði miðað við sömu raun- tekjur. Þá dugar ekki sá út- reikningur að skattar hafi ein- ungis hækkað vegna tekjuaukningar. Þetta er í raun einfalt reiknisdæmi sem almenn- ingur skilur og þarf ekki há- skólapróf til. En meðgöngutími þessarar viðurkenningar er a.m.k. 11 ár því málið var tekið upp á Alþingi árið 1997 (Ágúst Einarsson og fleiri) og síðan af félagsskap eldri borgara. Allt frá árinu 2000 hefur Félag eldri borgara og Landssamband eldri borgara haldið þessu fram ítrekað af miklum þunga. Við fengum góð- an stuðning fjölmargra hagfræð- inga (Einar Árnason og fleiri), fræðimanna við háskóla (Stefán Ólafsson prófessor og fleiri), ASÍ, fyrrverandi ríkisskattstjóra (eftir að hann fór á eftirlaun) og núverandi félagsmálaráðherra 12.05. 2006 í Mbl. Sannleikurinn er vissulega dýrmætur en óþarfi er að fara sparlega með hann. Ólafur Ólafsson 11 ára meðgöngutími Höfundur er fyrrv. landlæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.