Morgunblaðið - 29.11.2008, Page 41
Umræðan 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
VIÐ höfum öll þörf
fyrir að heyra góðar
fréttir á þessum síð-
ustu og verstu tímum.
Ákvörðun fimmtíu
ríkja um að undirrita
sáttmála um að banna
notkun klasa-
sprengna eru svo
sannarlega góðar
fréttir. Í sáttmál-
anum sem verður undirritaður í
Ósló 3. desember, felst tækifæri
fyrir ríkisstjórnir heims til að
bjarga lífi óteljandi óbreyttra
borgara, sérstaklega barna og
draga úr þjáningum. Ákvörðun
þessara ríkja er til marks um sið-
ferðislegan styrk og öfluga al-
þjóðlega forystu. Það er gríð-
arlega þýðingarmikið af
mannúðarástæðum að gera klasa-
sprengjur útlægar úr vopnabúrum
og af vígvöllum. Óbreyttum borg-
urum stafar hætta af þessum
vopnum jafnt á meðan á átökum
stendur og eftir að þeim lýkur.
Klasasprengja er málmhylki
sem opnast á flugi og losar fjölda
smásprengna sem dreifast yfir
stórt svæði, jafnvel hundruð
metra. Þegar smásprengjurnar
springa eyðileggja þær eignir og
innviði og drepa og særa fólk.
Upphaflega voru þessi vopn fram-
leidd til þess að ráðast gegn skot-
mörkum á borð við flugvelli en
þeim er oft beitt af ónákæmni og
handahófi.
Stundum springa smásprengj-
urnar ekki, ýmist viljandi eða
óviljandi. Margar springa síðar
þegar bifreiðar aka yfir þær eða
fólk eða dýr stíga á þær. Þannig
verða bændur, flóttamenn á heim-
leið, hjálparstarfsmenn og frið-
argæsluliðar fyrir barðinu á þeim.
Klasasprengjur hafa
verið notaðar á stöð-
um á borð við Afgan-
istan, Tsjad, Erítreu,
Eþíópíu, Írak og Kos-
ovo á undanförnum
þrjátíu árum. Þær eru
enn þann dag í dag
banvæn arfleifð átaka
sem menga rækt-
arland og skaða íbúa
þúsunda samfélaga.
Báðar stríðandi
fylkingar í átökunum í
Líbanon 2006 notuðu
klasasprengjur. Tvö hundruð þús-
und flóttamenn gátu ekki snúið
aftur heim til sín vegna fjölda
ósprunginna klasaspengna í þétt-
býli. Fátækir bændur máttu ekki
við því að geta ekki ræktað land
sitt vegna fjölda ósprunginna
sprengna.
Nú síðast í ágúst var klasa-
sprengjum beitt í hinu stutta stríði
Rússa og Georgíumanna í Suður-
Ossetíu.
Þegar til lengri tíma er litið
stafar óbreyttum borgurum meiri
hætta af þessum vopnum en her-
mönnum. Þau eru börnum sér-
staklega skeinuhætt. Forvitni er
börnum eðlislæg og vopnin minna
oft á leikföng. Þegar smásprengj-
urnar springa deyja börnin, eða
særast og verða fyrir áfalli sem
varir alla ævi.
Þau ríki sem undirrita og stað-
festa sáttmálann í Ósló munu þeg-
ar í stað banna notkun allra klasa-
sprengna. Í sáttmálanum er einnig
hvatt til eyðileggingar allra birgða
innan átta ára. Þetta er mikilvægt
til þess að hindra að vopnin verði
seld til landa sem leyfa notkun
þeirra.
Það er einnig þýðingarmikið að
samkomulagið nær ekki aðeins til
hugsanlegra fórnarlamba heldur
einnig til þeirra sem nú þegar hafa
skaðast af völdum þessara vopna.
Í sáttmálanum eru ríki hvött til
þess að veita eftirlifandi fórn-
arlömbum klasasprengna lækn-
isfræðilega, fjárhagslega og sál-
fræðilega aðstoð. Þá er kveðið á
um að hreinsa beri landsvæði sem
þakin eru ósprungnum klasa-
sprengjum innan tíu ára.
Þetta yrði sérstakt fagnaðarefni
fyrir ríki á borð við Laos, Víetnam
og Kambódíu. Þau voru meðal
fyrstu ríkja þar sem klasa-
sprengjum var beitt á sjöunda ára-
tugnum og líða enn fyrir notkun
þeirra meira en þrjátíu árum síð-
ar. 80 milljónir ósprunginna smá-
sprengna eru dreifðar um allt La-
os og er fjórðungur alls
landsvæðis talinn of hættulegur til
að leyfa umferð fólks. Klasa-
sprengjur kosta enn mannslíf í La-
os, hindra örugga nýtingu lands og
þróun samgöngukerfa og annara
inniviða.
Ég hvet öll ríki til að undirrita
og staðfesta sáttmálann um klasa-
sprengjur án tafar og hrinda hon-
um síðan í framkvæmd. Jafnvel
þau ríki sem hvorki framleiða né
beita slíkum vopnum ættu að
leggja sitt lóð á vogarskálarnar, til
þess að stuðla að víðtækri sam-
stöðu gegn hugsanlegri beitingu
þeirra í framtíðinni.
Það er á okkar valdi að hindra
enn frekari mannlega harmleiki
vegna notkunar klasasprengna.
Grípum þetta tækifæri.
Klasasprengjur ógna óbreytt-
um borgurum, einkum börnum
John Holmes segir
frá banni við notk-
un klasasprengna
» Þegar smásprengj-
urnar springa deyja
börn eða særast og
verða fyrir áfalli sem
varir alla ævi.
John Holmes
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
og sinnir mannúðaraðstoð
GARÐBÆINGAR
eru ánægðir með sitt
sveitarfélag skv.
nýrri könnun sem
Capacent Gallup
vann fyrir Garðabæ
sl. sumar. Garðabær
fær einkunnina 4,5 (á
skalanum 1-5) þegar
íbúar eru spurðir hversu ánægðir
eða óánægðir þeir eru með að búa
í Garðabæ. Þetta er hæsta gildi
sem mælst hefur í viðhorfakönn-
unum sem Capacent Gallup hefur
gert fyrir íslensk sveitarfélög frá
árinu 2003.
Í heild eru niðurstöður könn-
unarinnar mjög jákvæðar fyrir
stjórnendur og íbúa Garðabæjar.
Einkunn flestra þátta sem spurt
er um hefur hækkað frá síðustu
könnun sem gerð var fyrir bæinn
árið 2005.
Greinilegt er að fólk er almennt
mjög ánægt með uppvaxtarskil-
yrði fyrir börn í Garðabæ. Þegar
spurt er um ánægju með starf
leikskólanna í bænum er heildar-
einkunnin 4,1 en var 4,0 árið 2005.
Starf grunnskólanna fær sömu
einkunn og hefur hækkað úr 3,9
árið 2005. Þegar spurt er um ein-
staka þætti í starfi leik- og grunn-
skóla hefur einkunnin í svo til öll-
um tilfellum hækkað. Þetta er
mjög góð niðurstaða og sýnir að
sá mikli metnaður sem lagður er í
skólastarf í Garðabæ skilar sér í
ánægju foreldra og bæjarbúa al-
mennt.
Það er ekki síður ánægjulegt að
sjá að ánægja með uppvaxtarskil-
yrði fyrir unglinga hefur aukist
frá árinu 2005. Hluti skýring-
arinnar á því getur verið sú mikla
ánægja sem kemur fram með
starf félagsmiðstöðv-
arinnar Garðalundar
og aukin ánægja með
forvarnastarf í bæn-
um, en þung áhersla
hefur verið lögð á það
á undanförnum árum.
Af öðru sem fram
kemur í niðurstöðum
könnunarinnar má
nefna að útivist-
arsvæðin í Garðabæ,
utan þéttbýlis, njóta
mikilla vinsælda en rúmlega 90%
íbúa eru ánægð með þau og 72,2%
hafa nýtt þau undanfarna 12 mán-
uði.
Niðurstöður könnunarinnar eru
mjög ánægjulegar fyrir stjórn-
endur og starfsfólk bæjarins. Þær
eru hvatning til okkar að halda
áfram að vinna af metnaði og
krafti fyrir íbúa Garðabæjar. Með
jafn ítarlegri könnun getum við
greint hvar við stöndum okkur vel
og hvar við megum gera betur.
Þetta skiptir okkur miklu máli.
Könnunin var löng og nokkuð
tímafrekt að svara henni en það
er til þess að við fáum mat bæj-
arbúa á sem flestum þáttum starf-
seminnar. Ég þakka öllum þeim
sem gáfu sér tíma til að svara
könnuninni og fullvissa þá og aðra
um að við tökum niðurstöður
hennar alvarlega og munum nýta
þær í vinnu okkar á næstu miss-
erum.
Hæsta einkunn
sem mælst hefur
Gunnar Einarsson
segir frá viðhorfs-
könnun til búsetu í
Garðabæ
Gunnar Einarsson
» Íbúar Garðabæjar
gefa sínu sveitarfé-
lagi hærri einkunn en
íbúar annarra sveitarfé-
laga skv. nýrri könnun
Capacent Gallup.
Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
FEGURÐ Á FRÁBÆRU VERÐI
–fegurðin býr í bókum
Bræðraborgarstíg 9 | Sími 899 7839 | crymogea@crymogea.is
GUÐRÚN EINARSDÓTTIRMYNDLIST
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Kynningarverð
2.500 kr.
Guðrún Einarsdóttir áritar bók sína í i8 gallerí, Klapparstíg 33,
í dag frá kl. 13–16.
„Heimild eins og
best verður á kosið.“
– Jón B. K. Ransu, Morgunblaðið
@