Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 42
42 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Í þessum drullupytti sem
„viðskiptavíkingarnir“ og
okkar lýðræðislegu
kjörnu stjórnmálamenn
hafa komið okkur í er verkefnið yf-
irþyrmandi og ekki á hvers manns
færi að halda yfirvegun og leiða
jafnflókið verkefni og það sem
þjóðin þarf að glíma við. Skoð-
anakannanir nú benda eðlilega til
þess að pólitískt landslag breytist í
kjölfar þessara manngerðu hörm-
unga. Þrátt fyrir þau afglöp sem
mönnum hafa orðið á getur það
ekki talist þjóðinni til framdráttar.
’
HINN 6. nóvember síðast-
liðinn mælti viðskiptaráð-
herra, Björgvin G. Sigurðs-
son, fyrir tiltölulega einföldu
og ásættanlegu frumvarpi
um breytingu á lögum um
fjármálafyrirtæki nr. 161/
2002 til að breyta rétt-
arstöðu hinna gjaldþrota
banka samkvæmt gjald-
þrotaskiptalögum.
Rúmum hálfum sólarhring síðar og án nokk-
urrar viðvörunar voru kynntar til sögunnar stór-
ar og víðtækar breytingar á frumvarpinu, meðal
annars á gjaldþrotaskiptalögum, að sögn til að
fullnægja meintum vilja erlendra kröfuhafa um
að bankarnir færu í greiðslustöðvun.
Ritari réttarfarsnefndar kom á fund viðskipta-
nefndar og taldi Alþingi vera komið inn á „jarð-
sprengjusvæði“ með tillögunum. Hann talaði
fyrir daufum eyrum. Það er orðin hefð í Stjórn-
arráði Íslands að heimta hroðvirknisleg vinnu-
brögð á Alþingi Íslendinga, fljótvirka stimpla á
meingölluð frumvörp, og málefnalegum and-
mælum er lítið sinnt.
Bútasaumur, skyndilausnir
og hroðvirkni
Enn voru eftir þetta gerðar breytingar á
frumvarpinu með bútasaumi og skyndilausnum.
Ég krafðist þess fyrir hönd Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs að réttarfarsnefnd
gæfi umsögn um breytingarnar. Því var fálega
tekið og í fyrstu ekki svarað, en það hafðist að
lokum með miklum eftirgangsmunum að tryggja
staðfesta að það sé þeirra mat að þetta sé klár-
lega brot á 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þar kveð-
ur á um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um
réttindi sín og skyldur með réttlátri máls-
meðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og
óhlutdrægum dómstóli. Þessa grundvallarreglu
taka hin nýsettu lög úr sambandi og standast
ekki. Fyrirsjáanlegt er að Hæstiréttur muni
víkja þessum ákvæðum laganna til hliðar.
Stjórnarskráin, svo ekki sé talað um mannrétt-
indaákvæði hennar, er æðri almennum lögum
sem brjóta gegn henni.
Vopnabúr gegn Íslandi?
Mér er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin vill
láta gömlu einkabankana lifa án þess að gera
grein fyrir framtíðarskipan þeirra og banka-
mála í landinu. Ég gagnrýni jafnframt harðlega
að það skuli gert með afdrifaríkum breytingum
á gjaldþrotaskiptalögum og stjórnarskrár-
brotum þvert á aðvörunarorð réttarfarssérfræð-
inga og þingmanna VG.
Frumvarp um breytingu á lögum um fjármála-
fyrirtæki er varð að lögum 13. nóvember síðast-
liðinn er hreinlega vopnabúr málaferla erlendra
sem innlendra kröfuhafa gegn ríkinu vegna
hinna gjaldþrota einkabanka. Við blasir ómælt
tjón og aðför að grundvelli neyðarlaganna frá 6.
október 2008.
Það er óþolandi að ríkisstjórn Samfylking-
arinnar og Sjálfstæðisflokksins, sem bera fulla
ábyrgð á efnahagshruninu, sé einnig að klúðra
björgunaraðgerðum í kjölfar þess.
að Markús Sigurbjörnsson, formaður réttar-
farsnefndar, kæmi á fund viðskiptanefndar. Að
þeim fundi loknum var ljóst að frumvarpið með
áorðnum breytingum var meingallað og full-
nægði ekki meintum væntingum og kröfum
hinna erlendu kröfuhafa. Þeir vilja að hinir
einkavæddu gjaldþrota bankar verði lagðir nið-
ur hægt og bítandi með áframhaldandi við-
skiptum og hægfara sölu eigna og uppgjöri
skulda.
Frumvarp viðskiptaráðherra mælir hins vegar
fyrir greiðslustöðvun í allt að 24 mánuði.
Greiðslustöðvun er og á að vera frystikista end-
urskipulagningar og innan þess ferils má hvorki
selja eignir né greiða skuldir. Steininn tók svo úr
með síðustu breytingum meirihluta viðskipta-
nefndar á frumvarpinu þar sem hroðvirknin
stjórnaði enn för. Rúmum þremur klukkustund-
um fyrir þriðju og síðustu umræðu um frum-
varpið lagði meirihluti viðskiptanefndar, með
formanninn Ágúst Ólaf Ágústsson og varafor-
manninn Guðfinnu Bjarnadóttur í broddi fylk-
ingar, enn fram breytingatillögur. Þær tillögur
voru í sjálfu sér ekki flóknar en mjög af-
drifaríkar. Með breytingunum var kveðið á um
að óheimilt væri að höfða dómsmál eða halda
áfram meðferð dómsmáls á hendur bönkunum á
meðan greiðslustöðvun stendur eða í allt að 24
mánuði. Hér er beinlínis lokað fyrir allar máls-
höfðunarleiðir á greiðslustöðvunartímabili.
Ríkisstjórn og þingmeirihluta
sama um stjórnarskrána?
Ég benti ítrekað á að slíkt bryti gegn stjórn-
arskrá lýðveldisins Íslands. Réttarfarsfræðingar
Ríkisstjórnin brýtur vísvitandi gegn stjórnarskránni
Atli Gíslason alþingismaður.
NÚ er tor-
tryggni orðin
rosaleg í þjóð-
félaginu og ekki
aðeins „heið-
arleg kreppa“,
heldur er í
gangi óheið-
arleiki og
ósannindi á milli
tveggja valdamestu stjórna lands-
ins, Seðlabanka og ríkis.
Og hrokafull samskipti eru
áberandi milli stjórnvalda og al-
mennings. Það eru allir í varn-
arstöðu, almenningur vill skýrari
svör en fær þau ekki. Við viljum
kosningar á nýju ári. En ég er
það tortrygginn að ég efast um
að þær myndu breyta einhverju.
En til að undirbúa nýjan kom-
andi þingheim langar mig að
kynna hugmyndir sem hafa lítið
verið í umræðunni: Aðalsalur Al-
þingis virkar ekki mjög hvetjandi
vinnuumhverfi. Hönnun alls stóla-
kostar er nógu flott, leð-
urbólstrun með gylltum skjald-
armerkjum, en eru þeir hannaðir
fyrir rétta líkamsbeitingu í langri
setuvinnu? Ég er ekki viss um
það. Hef sjálfur í minni geðv-
anheilsu verið við ýmiss konar
endurhæfingu og iðjuþjálfun und-
anfarin ár og þá lærist betur að
beita líkamanum rétt, sem þarf
að vera grunnur að athöfnum,
hvort sem er á vinnustað eða
heimili, sem lagar þar með alla
aðra líðan og lundarfar.
Talsverð breyting var gerð inn-
andyra á Alþingi á flestum hlut-
um fyrir fáum árum en mér
finnst þó margt vera orðið ansi
staðnað: Vinnuborð þingmanna og
litaval á veggjum er mjög letjandi
og gömul stór málverk af liðnum
forsetum prýða veggi í þingsal.
Ég er það móðursjúkur að ég
hef lítinn áhuga á að kjósa nýtt
fólk inn á svona vinnustað. Ég er
ekki að tala um milljónakostnað
til að hressa upp á aðstæður,
heldur að skipta um nokkra stóla
og borð og kaupa ódýra orku og
jafnvægisliti á veggina.
Síðan er komið tilefni fyrir
okkur alþýðulistamenn að sýna
auð- og valdamönnum hvað ís-
lensk alþýðulist er gott efni til
landkynningar erlendis, með því
að skreyta þingsalinn með „ís-
lenskri alþýðulist“ (list gerð úr
ódýru eða endurvinnsluefni og
unnið af launalitlum listamönnum,
í eða án geðröskunar). – Lista-
menn eru yfirleitt ekki á of-
urlaunum.
Nú í kreppunni er það meira
áríðandi en oft áður að minna
okkar auð- og valdamenn á að
styrkja okkar lista- og afreksfólk
til útrásar: Við eigum fallegustu
konur í heimi, landslið handbolta-
manna og kvennalandslið í fót-
bolta sem storka stærstu þjóðum
og tónlistarmenn á heims-
mælikvarða: Mezzoforte, Björk,
Sigur Rós og fl.
Áfram alþýðufólk á Íslandi en
niður með auð- og valdamenn.
Alýðuinnlit í
Alþingishús
Atli Viðar Engilbertsson,
fjöllistamaður.
ÞEGAR allt kemur til alls er líklegt að stór hluti
Íslendinga hafi einhverskonar „socialdemokratiska“
lífssýn. Þessi sýn á líf og samfélag virðist geta rúm-
ast í flestum stjórnmálaflokkum landsins, þó með
mismunandi skýrum hætti og áherslum. Hvernig á
þá kjósandi með slíka lífssýn að velja farveg fyrir
sitt litla atkvæði í lýðræðisríkinu Íslandi? Sá sem
telur sig þokkalegan mannþekkjara gæti þá freist-
ast til að velja fremur fólk en flokk. Hafi hann þess
vegna treyst best fólki í þeim flokki sem kennir sig
við sjálfstæði fyrir fjöreggi þjóðarinnar, varð honum alvarlega á í
messunni. Sök sér að sjálfstæðismenn hafi selt eða hálfgefið gömlu
ríkisbankana, en ömurlegt er að þeir, reyndar með fulltingi fram-
sóknarmanna og nú samfylkingarmanna, skuli hafa látið óáreitt það
óábyrga hættuspil sem átt hefur sér stað með fjöregg þjóðarinnar.
Það blasir við öllum sem vilja sjá að örfáir svokallaðir „við-
skiptavíkingar“ í krafti frelsis, sem var án ábyrgðar, hafa knésett
hag þjóðar sinnar. Og það með afskiptaleysi, sinnuleysi eða ein-
hverju þaðan af verra, þeirra sem meirihluti landsmanna hefur val-
ið til að halda um fjöregg þjóðarinnar.
Í þessum drullupytti sem „viðskiptavíkingarnir“ og okkar lýðræð-
islegu kjörnu stjórnmálamenn hafa komið okkur í er verkefnið
yfirþyrmandi og ekki á hvers manns færi að halda yfirvegun og
leiða jafnflókið verkefni og það sem þjóðin þarf að glíma við. Skoð-
anakannanir nú benda eðlilega til þess að pólitískt landslag breytist
í kjölfar þessara manngerðu hörmunga. Þrátt fyrir þau afglöp sem
mönnum hafa orðið á getur það ekki talist þjóðinni til framdráttar
að setja pólitískt þras og uppgjör í brennidepil á þessari stundu.
Ekki verður þó sagt að stjórnarherrarnir og embættismenn sem hér
hafa vélað um njóti mikils traust meðal þjóðar sinnar. Skylda þeirra
er að standa saman og láta þjóðarhag ganga fyrir öllum öðrum
hagsmunum og leita allra ráða til að lágmarka þann skaða sem þeir
hafa valdið.
Vegna aðgerða núverandi ráðamanna og „viðskiptavíkinganna“
hefur heil kynslóð ungra Íslendinga skuldsett sig til að kaupa íbúðir
á verði sem allt of mikið aðgengi að lánsfé skrúfaði upp og á láns-
kjörum sem jaðra við geðveiki. Að taka lán til íbúðarkaupa til
margra áratuga á verðtryggðum kjörum jaðrar við geðveiki.
Hérlendis á almúginn ekki annarra kosta völ og skuldbindur sig á
þessum kjörum í trausti þess að lýðræðislega kjörnir fulltrúar
okkar haldi þannig um fjöreggið að slík skuldbinding hneppi hann
ekki í skuldafjötra um ókomna tíð. Verðtryggingin virðist við
núverandi aðstæður hafa burði til að gera 2008-kynslóðina
gjaldþrota eða festa í skuldafen til langrar framtíðar. Skylda þeirra
sem við höfum kosið til að halda um fjöregg þjóðarinnar er að koma
til móts við þessa kynslóð framtíðarinnar og frysta strax verðtrygg-
ingu á íbúðarlánum tímabundið meðan væntalegt verðbólguskot
gengur yfir. Hér verður að láta meiri hagsmuni ganga fyrir minni.
Þá fær 2008-kynslóðin von um framtíð sem ekki litast af fjölda-
gjaldþrotum heimila, skuldahelsi eða leiðir til landflótta. Eru það
ekki verðmæti?
Fjöreggið og framtíðin – Frysting
verðtryggingar er verðmæti
Jón Steinar Jónsson læknir.
NÚ hafa stjórnvöld fengið lán til að bjarga sökkvandi
skipinu. Þessu áður fallega fleyi með þessa afbragðs
áhöfn! Því miður voru einvörðungu þeir hrokafyllstu og
gráðugustu skipstjórar við stýrið sem skipið lumaði á og
þeir fengu að sigla skipinu á sker. Skipið liggur þar enn.
Áhöfnin, sem var of önnum kafin til að gæta að því hvert
var siglt, situr nú á skipinu og bíður eftir björgun. Skip-
stjórarnir hafa flúið af þessu sökkvandi skipi eins og rott-
urnar, sem kunna alltaf að bjarga sér. Ég sagði að áhöfnin
biði eftir björgun. En þessi áhöfn vill ekki hvaða björgun
sem er. Þessi áhöfn fékk engu um það ráðið að siglt var á heimsins mesta
sker. En þessi áhöfn er hins vegar fullfær um að bjarga sér. Þessi áhöfn vill
fá að hafa hönd í bagga með björgun. Þessi þjóð er fullfær um að velja hæf-
asta fólkið á allar vinnustöðvar skipsins svo hægt sé að koma því af skerinu í
gott var þar sem hlúð verður að því af alúð og virðingu, en ekki af græðgi,
hroka eða valdníðslu.
Það er staðreynd að engum er hollt að vera lengi við völd. Það sem mér
finnst hafa einkennt pólitíkina er lygi, leikur að orðum til að fá atkvæði, til að
koma sínu á framfæri. Er það þess vegna sem við kjósum flokka, fólk á þing?
Ég hef enga trú á pólitík í þeirri mynd sem hún er í dag. Þessir flokkar hafa
básúnað loforð til hægri og vinstri, loforð sem er vitað mál að ekki er hægt að
framkvæma. Það væri nær að kjósa fólk sem hefur menntun til að sinna
„pólitík“. Viljum við mann í fjármálin sem hefur góða menntun á því sviði? Er
þá ekki hægt að kjósa sérstaklega um það? Viljum við heilbrigðismálaráð-
herra sem hefur menntun á því sviði? Er þá ekki hægt að kjósa sérstaklega
um það? Við erum jú flestöll ráðin í störf vegna getu, menntunar. Er ekki ráð
að breyta kerfinu þannig að við fáum hæft fólk í störfin?
Ég hef tamið mér gagnýna hugsun og ég veit hvað drífur þessa pólitíkusa
áfram. Ég hef enga trú á þeirra starfi lengur og hef ekki haft lengi vel. Það er
til dæmis fáránlegt að við séum að borga þessu fólki eftirlaun þó svo að það
sé hætt að sinna starfinu. Ég fæ ekki skilið þennan hugsunargang. Ég sinni
starfi og ef ég segi því upp, eða mér er sagt upp, þá verð ég að leita annarra
lausna hvað varðar fjármál. Hvernig er hægt að reka fyrirtæki á þessum for-
sendum? Þetta er okkur einfaldlega of dýrt. Við erum með marga forseta á
launum og ekkjur. Við greiðum þeim laun uns þau hverfa yfir móðuna miklu.
Eru þau of góð til að sinna öðrum störfum þó að þau hafi gegnt þessu starfi
sem þau voru kosin til af okkur, þjóðinni? Ef við lítum á heildarmyndina, að
Ísland er um 300.000 manna þjóð, þá er þetta ansi skondið. Við hugsum eins
og stórveldi. Við höfum enga burði til að halda þessu uppi.
Það er svo margt annað sem er ekki í lagi, t.d. heilbrigðiskerfið og hvernig
við hugum að öldruðum svo dæmi séu tekin. Ég persónulega hef aldrei kosið
Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur nú verið við völd bróðurpartinn af mínum
fullorðinsárum og ég tel komið nóg. Það bara verður að stokka upp, breyta,
endurhugsa kerfið þannig að það virki sem best fyrir okkur öll. Við erum svo
afskaplega lítil þjóð að það er óhjákvæmilegt að fólk hneigist til hroka og
spillingar eftir svo langa valdatíð. Það er mannlegt eðli. Þegar manneskja
telur sig komast upp með svindl, þjófnað, valdníðslu – hvað gerir hún? Hún
reynir, hún misnotar aðstöðu sína og þegar hún fær enga endurgjöf, engar
hömlur þá seilist höndin lengra og lengra í þá áttina. Lítið um öxl, skoðið sög-
una, fjöldamorðin, yfirganginn og viðbjóðinn. Við erum eins og við erum og
því verður að stokka upp, skipta út fólki, fá fagfólk inn og jafnvel í fyrirfram
ákveðinn tíma. Það er hægt að kjósa yfir sig algerlega vanhæfa einstaklinga
og skýrasta dæmið er George Bush, bráðum fyrrverandi forseti Bandaríkj-
anna. Þarf ekki að útskýra það neitt frekar.
Vangaveltur
Helga Guðmundsdóttir er kennari að mennt