Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 43
Umræðan 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 HROLLVEKJANDI fréttir berast úr Skuggamálaráðuneyti Davíðs. Yf- irmaður skuggamála, Hannes Hólm- steinn, útilokar ekki endurkomu Davíðs í stjórnmálin. Fyrir það fyrsta: ef hann sér ekki að Davíð er nú þegar á fullu í stjórnmálum þá er Hannes í átak- anlegri stöðu og inni í skáp ásamt hinum blindu. Guð forði okkur frá því að Davíð komist til valda og reyni sig sem þing- mann eða ráðherra eina ferðina aftur. Það er komið nóg. Hann er ekki fær um það lengur. Til þess eru brestirnir orðnir of djúpir og sjáanlega stórir. Við vitum öll hvað er að á þeim bæ. Ræða Davíðs hjá Við- skiptaráði um daginn var sett fram með einum til- gangi og það var að fella ríkisstjórnina. Enn og aftur kyssir Geir höndina sem heldur á svipunni sem strauk honum um bakið. Ingibjörg reynir að láta svo líta út að hún sjái þetta ekki. Stað- an er að verða eins og á heimili alkóhólistans. Heim- ilisfaðirinn er dauðadrukkinn en allir láta líta svo út að allt sé í stakasta lagi, þó svo að fólk utan veggja heimilisins sjái að maðurinn er ekki heill. Ingibjörg veit hver staðan er á heimilinu, en hún veit líka að kosningar í bráð væru glapræði. Eini kosturinn í þeirri stöðu yrði ný ríkisstjórn með Vinstri grænum og þá yrði Evrópuumræðan úti, eitt kjörtímabil í við- bót. Hún veit að Evrópuinngangan er það eina rétta fyrir þjóðina og það eina sem gæti tryggt okkur og heimilunum í landinu öryggi. Það er ein manneskja í Sjálfstæðisflokknum sem stigið hefur fram undanfarið og sagt að flokkurinn verði að taka Evrópumálin á dagskrá og ber að fagna því að eitthvað sé að þokast í þá átt. Það er framtíðarleiðtoginn, menntamálaráðherra, sem er í fararbroddi fyrir þeim öflum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja Evrópumálin upp á borð. Hún ein hefur til dæmis haft kjark til þess að spyrna við árásargirni Davíðs í garð eigin flokks. Evrópuinnganga í augum Davíðs virðist vera nóg til þess að hann sé tilbúinn að kljúfa flokkinn og ráðast á forsætisráðherra og menntamálaráðherra með öllum ráðum sem hann hefur yfir að ráða. Menntamálaráðherra sér líka ef- laust að flokkurinn hverfur ef ekki verður farið í þessi mál. Evrópu-inngangan og upptaka eru það skynsamlega í málinu. Það er líka komið nóg af doða og við skulum horfa í hina áttina hvað viðkemur ábyrgð á bankahruninu. Á ekki að fara að rannsaka þá sem settu landið á kúpuna? Bankastjórana og Seðlabankann sem og rík- isstjórnina, fjármálaeftirlitið? Eiga gömlu bankastjór- arnir að labba hlæjandi í burt með milljarða í vas- anum og koníaksglas í hendinni ofan í vínkjallarahvelfingu sína við ána eða Bretlandi eða hvar sem þeir eru og segja: „Látum liðið borga skuldirnar okkar sem við stofnuðum til og við berum ábyrgð á. Við erum frjálsir og lausir“. Ha, ha, ha … bergmálar hláturinn milli veggja. Hver nagli ber merki svívirðinga þessara í húsinu, þá er ekkert athugavert við það að þjóðnýta auðinn þeirra með lögum úr því það var hægt að þjóðnýta bankana. Sama liðið er ennþá í bönkunum að stjórna. Hvern- ig má það vera? HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA?! Krafan um ábyrgð er sanngjörn. Það er þyngra en tárum tekur að verða vitni að þeim rökum að ekkert sé hægt að gera. Sjö vikum eftir nótt hefndarinnar. Við megum ekki persónugera vandann. Við megum ekki draga neina til ábyrðar. Gera menn sér grein fyrir því að í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar liggur uppreisn í loftinu – það munu verða blóðug mótmæli ef ekki verður gert neitt í því að draga menn til ábyrgðar. Það hefði átt fyrir löngu að vera búið að setja á stofn óvilhalla rann- sóknarnefnd. Hvernig heldur ríkisstjórnin að einhver treysti henni með sitt fólk, sem þekkir þennan, sem þekkir hinn, að rannsaka eitthvað? Nefnd á vegum Björns Bjarnasonar, á hún að rannsaka Seðlabank- ann. Bara sem dæmi – NEI! Aldrei. Bylting liggur í loftinu Bubbi Morthens tónlistarmaður. SAMKVÆMT drögum að nýjum efnahagsreikningum ríkisbankanna eru heildareignir þeirra um 2.900 millj- arðar króna og eigið fé um 385 milljarðar – þetta eru önnur drögin sem birt eru – í þeim fyrstu var gert ráð fyrir að heildareignirnar yrðu um 4.000 milljarðar króna og eigið fé um 385 milljarðar. Þessi lækkun á heildareignum er ágæt svo langt sem hún nær en bet- ur má ef duga skal. Hluti af ástæðum þess errakinn hér að neðan. Ef tekið er tillit til að eignir annarra innlendra fjármála- og tryggingarfélaga eru á bilinu 1.500-2.000 milljarðar má gera ráð fyrir að heildareignir kerfisins séu á bilinu 3-4-föld þjóðarframleiðsla og gætu slagað í 5-falda verði verulegur samdráttur í þjóðarframleiðslu. Af þessari tölu eru heildareignir innláns- stofnana um 3.500 – 4.000 milljarðar eða um þreföld þjóðarframleiðsla. Þetta nýja fjármálakerfi er um helmingi stærra en það sem hér var um áramótin 2003/4 þrátt fyrir þær „aðgerðir“ sem gripið hefur verið til og sem minnka kerfið um allt að tvo þriðju hluta frá því sem var í lok sept- embermánaðar. Til samanburðar voru í lok síðasta árs heildareignir inn- lánsstofnana í Bandaríkjunum ríflega 1-föld þjóðarframleiðsla, á evru- svæðinu um 2,5-föld þjóðarframleiðsla en um fimmföld í Bretlandi. Þessar tölur eru þó ekki fyllilega samanburðarhæfar þar sem um ólíka umgjörð starfsleyfa bankastofnana sérstaklega getur verið að ræða en gefa samt sem áður vísbendingu um stærð kerfisins. Þá vaxa heildar- eignir fjármálakerfisins áfram með ógnarhraða í ljósi þess að bæði fyr- irtæki og einstaklingar eru umvörpum að óska eftir að fresta afborg- unum og vaxtagreiðslum af sínum skuldbindingum. Því má búast við – að óbreyttu – að fjármálakerfið eigi eftir að stækka umtalsvert í hlutfalli við hagkerfið á næstu misserum. Í greinargerð IMF og sem birt var á heimasíðu þeirra 25. nóvember síðastliðinn kemur fram að veruleg óvissa umlykur þá áætlun sem gerð hefur verið í samvinnu sérfræðinga sjóðsins og innlendra sérfræðinga og mikilvægt sé að endurreisn fjár- málakerfisins heppnist vel. Nokkuð ljóst er að þeim mun minna sem fjár- málakerfið er í upphafi þeim mun meðfærilegra verður það. Loks er lík- legt að m.v. núverandi áætlanir mun innlent hagkerfi ekki hafa trúverðugan lánveitanda til þrautavara – til þess er fjármálakerfið – m.v. fyrirliggjandi opinberar upplýsingar – ennþá allt allt of stórt. Er „nýja“ fjármálakerfið enn allt of stórt? Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur. Svavar Guðnason Kristján Davíðsson Jóhannes Jóhannesson Jóhannes S. Kjarval Þorvald Skúlason Carl- Hennig Pedersen Mogens Andersen. Þórainn B. Þorláksson Hafsteinn Austmann Stefán V. Jónsson Stórval. Dag Sigurðarson Jón Stefánsson Karl Kvaran wwww.studiostafn.is, sími: 552-4700 Ingólfsstræti 6, 101 Reykjavík SÖLUSÝNING um helgina S T U D I O STAFN Einnig verk eftir: Gosbrunnur áritaður Guðmundur frá Miðdal, Keramik, Skúlptúrar Gunnlaugur Scheving, Tréristur, Teikningar Snorri Arnibjarnar, Dúkristur HAGKERFI þjóðarinnar er í rúst og orsakir þess eru ljósar, fyrirsjáan- legar og fyrirbyggjanlegar. Sjálf- stæðisflokkurinn og stefna hans hefur beðið gjaldþrot. Þjóðarinnar, þeirra sem ekki tekst að flytja úr landi, bíða sömu örlög. Losa þarf þjóðina strax við þá embættismenn sem eru ábyrg- ir. Nýtt fólk þarf að koma að stjórn landsins og stjórnmálamenn, sem ekki hafa verið starfi sínu vaxnir, þurfa að hverfa á braut. Það þarf að skipta út alþingismönnum og ráð- herrum, fyrst í prófkjörum og svo í kosningum á næsta ári. Umtalsverðar breytingar þarf að gera á flokkunum sjálfum í lýðræðisátt og gegn valdi flokksforystunnar. Horfast verður í augu við það að stærsti hluti vandans er flokkakerfið og stjórnarskráin, frekar en mannlegur breyskleiki. Gera þarf stórtækar breytingar á kosn- ingalöggjöf og stjórnarskrá til aukins lýðræðis á kostn- að flokksræðis og ráðherraræðis. Styrkja þarf þingræð- ið á kostnað framkvæmdavaldsins og aðgreina t.d. með því að ráðherrar sitji ekki á löggjafarþingi, heldur starfi í raunverulegu umboði þingsins. Fyrsta skrefið er að boða til kosninga á næsta ári. Al- menningur krefst þess að umboð stjórnmálamanna verði endurnýjað, enda augljóst að þeir sem nú stýra landinu, eru þeir sem komu okkur í þennan vanda, beint og óbeint, og því ófærir um að leysa hann á trú- verðugan hátt. Það á við um báða stjórnarflokkana. Samfylkingin getur slitið samstarfinu við þann aðila sem mestan skaða hefur gert og unnið mest gegn hug- sjónum jafnaðarmanna. Ábyrgð Samfylkingarinnar er mikil og traust almennings á henni fer ört þverrandi. Hún þekkir vart sína eigin þjóð á fundum. Þjóðin er að missa þolinmæðina og brátt mun hin réttláta reiða breytast í eitthvað annað nema Samfylkingin komi með yfirlýsingu um að hún muni óska eftir endurnýjuðu um- boði kjósenda sinna á næsta ári. Formaður Samfylkingarinnar segir aftur á móti að nú sé það fólkið fyrst og Flokkurinn svo og að einungis andstæðingar Samfylkingarinnar tali fyrir kosningum í náinni framtíð. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi má skilja þessi orð á þann hátt að jafnan sé það Flokkurinn fyrst og fólkið svo. Það er vandi þjóð- arinnar í hnotskurn og er jafnframt ein helsta upp- spretta spillingar í íslenskum stjórnmálum. Hingað til hafa flokkseigendafélögin, flokksgæðingarnir og flokks- klíkurnar stjórnað landinu með sína eigin hagsmuni í fyrirrúmi. Eitt dæmi, einkavæðing bankanna, annað ráðning seðlabankastjóra. Í öðru lagi, ef fólkið á loksins að fá að ráða, þá er vilji þess ljós: kosningar á næsta ári. Það er skýlaus krafa að stjórnmálamenn hlýði kröfu fólksins og boði til kosninga þar sem verk þeirra verða lögð í dóm kjósenda. Skiljanlega er kvíðbogi hjá mörg- um stjórnmálamönnum, enda margir vanir því að und- irbúa kosningar með því að dreifa fé um kjördæmið mánuðina á undan. Margir munu þurfa að læra upp á nýtt á bloggsíður sínar, sem hafa verið þöglar síðan kosið var síðast. Í ljósi aðstæðna verða flokkarnir að endurnýja umboð sitt, ef þeir vilja reyna að ávinna sér aftur traust fólksins. Annars mun fólkið finna aðrar leiðir til lýðræðis. Fólkið fyrst og fólkið svo. Fólkið fyrst og fólkið svo Pétur Henry Petersen, líffræðingur og jafnaðarmaður. SÍÐASTLIÐIN 20 ár eða svo, að kalla má einnar kynslóðar tímabil, hafið þið báðir verið áberandi í ís- lensku þjóðlífi. Hlýtur að mega full- yrða, að báðir hafið þið náð þeim starfsframa sem að var stefnt á þess- um tíma. Líkt og verða vill með for- ystumenn, þá skiptist viðhorf al- mennings til ykkar með afgerandi hætti í tvennt, með og á móti. Í ofanálag hafa þróast tvær andstæðar fylkingar, með öðrum ykkar og þar með á móti hinum, og öfugt, vegna þess ágreinings sem orðið hefur ykkar í millum. Íslenska þjóðin á nú í miklum þrengingum. Þið hafið báðir sýnt, að þið viljið taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þannig háttar þó til, að þátttaka ykkar stendur uppbyggingunni mjög fyrir þrifum. Ykkur kann að finnast það ósanngjart, en persóna ykk- ar er fyrir í veigamiklum verkefnum. Líkt og undanfarin ár líður varla sá dagur, að fjöl- miðlar slái ekki upp frétt af öðrum ykkar eða báðum, sem elur á óeiningu þjóðarinnar. Hversu vel sem hvor ykkar starfar áfram á núverandi vettvangi, þá munu sí- felldar deilur og tortryggni sundra samstöðu þjóð- arinnar. Ljóst er, að til eru einstaklingar sem gætu fyllt ykkar skörð. Sá vinnufriður og þær aðstæður sem þeim einstaklingum gæfist, gerðu árangur mun líklegri við enduruppbyggingu íslensks efnahags- og mannlífs. Sýnið þann þroska, óháð hvor öðrum, að þekkja vitj- unartíma ykkar. Beinið kröftum ykkar í annan farveg, og takið þjóðarhag fram yfir eigin löngun til að taka áfram þátt. Engu skiptir, þótt einhverjir muni halda fram að þið hafið hopað. Nú er ekki réttlætanlegt að storka með stolti, heldur skyldi vægja af viti. Davíð: Ég skora á þig að víkja úr stóli seðla- bankastjóra og gefa öðrum kost á að leiða mótun nýrr- ar peningamálastefnu á Íslandi. Allir vita hvaða hæfi- leikum þú býrð yfir, m.a. sem listamaður, og myndi þjóðin taka þér fagnandi, t.d. á þeim vettvangi. Jón Ásgeir: Ég skora á þig að selja öll hérlend hluta- bréf þín og fyrirtæki til margra óskyldra og þér ótengdra aðila. Viðbúið er að þú fáir lágt verð fyrir hlut þinn sem stendur, en að sama skapi eru mörg góð kauptækifæri erlendis, með nýjum áskorunum. Jón Gunnar Bergs er rekstrarhagfræðingur og þriggja barna faðir. Áskorun til Davíðs og Jóns Ásgeirs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.