Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 ✝ Helgi MagnúsArngrímsson fæddist á Borg- arfirði eystri 12. júní 1951. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Helga voru Arn- grímur Magnússon frá Másseli í Jökuls- árhlíð, f. 22. mars 1925, d. 14. mars 2007 og Elsa Guð- björg Jónsdóttir frá Svalbarði, Borgarfirði eystra, f. 7. september 1928. Systkini Helga eru Ásgeir, f. 1949, Jón Ingi, f. 1955, Sigrún Halldóra, f. 1957, Jó- hanna Guðný, f. 1958 og Ásgrímur Ingi, f. 1973. Eiginkona Helga er Bryndís Snjólfsdóttir, f. á Djúpa- vogi 30. apríl 1956. Foreldrar hennar eru Snjólfur Björgvinsson frá Djúpavogi, f. 13. ágúst 1934, d. 22. janúar 2007 og Hrefna Hjálm- arsdóttir frá Berufirði, f. 8. janúar 1928. Helgi og Bryndís giftu sig 30. apríl 1981 og hafa búið á Borg- loknu grunnskólanámi á Borg- arfirði fór Helgi í Alþýðuskólann á Eiðum og síðar í Samvinnuskólann á Bifröst þaðan sem hann útskrif- aðist árið 1974. Eftir það stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Lengstan hluta starfsævi sinnar stýrði hann steiniðjunni Álfasteini á Borgarfirði, frá árinu 1981- 2003. Eftir að Helgi lauk störfum í Álfasteini helgaði hann sig alfarið ferðamálum. Hann hafði umsjón með útgáfu fjölda gönguleiða- korta víða á landinu en hann hafði víðtæka þekkingu á skipulagningu göngusvæða. Hann hafði mikinn áhuga á jarðfræði, gróðri og dýra- lífi og var útivist hans helsta áhugamál og þá sérstaklega á Víknaslóðum við Borgarfjörð. Síð- astliðin ár kom Helgi mikið að skipulagningu gönguferða um Víknaslóðir og Borgarfjörð og fór þar oftast með sem leiðsögumað- ur. Tónlist var ætíð stór hluti af lífi Helga og hann spilaði og söng með fjölmörgum hljómsveitum. Helgi var einnig mikill áhugamað- ur um félagsmál. Hann var m.a. formaður Ungmennafélags Borg- arfjarðar um árabil og formaður Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri. Útför Helga fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. arfirði síðan. Þau eignuðust 4 börn saman en Bryndís átti fyrir eina dóttur og gekk Helgi henni í föðurstað. Börn þeirra eru: 1) Birg- itta Ósk Birgisdóttir, f. 15. október 1975, faðir Birgir Bjarna- son, f. 1953. Sam- býlismaður Gutt- ormur Pálsson, f. 7. október 1969. Þau eiga 4 börn, Valmar, f. 1996, Andreu, f. 1999, móðir þeirra er Baldvina Jónsdóttir, f. 1972, Patrekur Leó, f. 2001, faðir hans er Ingi Björn Jónsson, f. 1979, og Páll, f. 2006. 2) Hafþór Snjólfur, f. 4. apríl 1980. Sambýliskona Berglind Ósk Guð- geirsdóttir, f. 7. desember 1982. 3) Guðmundur Ingi, f. 23. desember 1981, d. 8. janúar 1982. 4) Elsa Arney, f. 26. mars 1983. Sambýlis- maður Gunnlaugur Garðarsson, f. 8. mars 1982, sonur þeirra er Helgi Magnús, f. 2008. 5) Eyrún Hrefna, f. 28. desember 1988. Að Elsku pabbi og afi. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga, björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur, syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin, þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Höf. ók.) Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Takk fyrir allt. Birgitta, Elsa, Eyrún, Patrekur, Páll og Helgi. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlý- lega til mín og leiði mig á endanum aftur heim til þín. (Magnús Þór Jónsson.) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Hafþór Snjólfur. Hinir bræður mínir tveir höfðu þegar eignast samtals þrjá stráka þegar ég fæddist en Helgi var hins vegar barnlaus og ólofaður og ég ákvað, ómeðvitað held ég, að ég ætti hann bara út af fyrir mig. Tilhlökkunin var alltaf mikil þeg- ar von var á Helga heim í Sæberg. Mér eru minnisstæðar ökuferðir með honum í Bronkónum hans og þegar við bræður keyrðum saman um ómalbikaðar götur litla þorpsins á Borgarfirði fannst mér ég vera heppnasti strákur í heimi. Þótt það dýrmætasta sem hann gaf mér hafi verið stundir á borð við þessar gleymi ég aldrei einni áþreifanlegri gjöf. Ég hef trúlega verið sjö ára og eitt kvöldið þegar ég kom heim stóð á gólfinu í stofunni allstórt hús sem var ætlað fyrir hornabúskap. Húsið hafði Helgi smíðað handa mér í frí- stundum í Trésmiðju Fljótsdalshér- aðs þar sem hann var framkvæmda- stjóri þá. Ég hafði nú ekki beinlínis brunnið fyrir hornabúskapinn fram að þessu en við þetta fylltist ég miklum eldmóði við bústörfin. En í hvassviðri fauk þetta flottasta hornahús landsins á haf út og án þess fannst mér ég aldrei vera ann- að en kotbóndi og brá búi. En það kom að því að fleiri gerðu tilkall til Helga. Hann kynntist Bryndísi og Birgittu dóttur hennar og mér er sagt að ég hafi alls ekki tekið því vel í upphafi að deila hon- um með þeim. Fljótlega aflétti ég þó einokuninni. Það duldist eflaust engum á þessum tíma að ég leit mikið upp til Helga en í mínum huga skiptir það mestu máli að ég hætti því aldrei. Þvert á móti dýpk- aði virðing mín fyrir honum á svo margan hátt þegar ég fullorðnaðist. Þegar hann fluttist á Borgarfjörð til að taka við Álfasteini buðust honum a.m.k þrjú önnur mun betur launuð störf annars staðar. Helgi var hins vegar drifinn áfram af svo sterkri hugsjón um velferð Borgarfjarðar að allt hans líf var samofið henni. Störf hans að félags- og framfara- málum þar voru á við heilt ævistarf þótt ekki sé talin með uppbygging Álfasteins sem hann lagði líf sitt og sál í. Ég þakka fyrir að hafa lært að bera virðingu fyrir þessum hugsjón- um og þeirri nægjusemi og heið- arleika sem einkenndi allt líf Helga. Jafnvel enn meiri virðingu ber ég fyrir því fordæmi sem Helgi og Bryndís hafa sýnt okkur öllum. Ég man varla eftir þeim saman öðruvísi en brosandi. Sá banvæni sjúkdómur sem Helgi greindist með í fyrra- haust megnaði ekki einu sinni að breyta þessu og samhentari hjónum hef ég ekki kynnst. Þau hafa á þennan hátt miðlað til sinna elsku- legu barna sannleikanum um hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Ef mér skjátlast ekki er það táknað með þriggja stafa orði sem of oft er notað í óhófi. Við þekkjum öll hug- takið en mér finnst ég hafa lært ansi mikið um merkingu þess með því að fylgjast með þessari fjöl- skyldu. Við litla Helga Magnús myndi ég segja ef hann skildi mig að hann væri sérdeilis heppinn með nafn. Ég ber sjálfur nafn sem var mér dýrmæt vöggugjöf vegna þess að því fylgdu svo margar góðar minningar og tilfinningar fólks. Ég á a.m.k. eftir að minna strákinn á það þegar hann eldist hvað hann geti verið stoltur af nafninu sínu og hvers vegna. Ásgrímur Ingi Arngrímsson. Elsku Helgi – minn kæri mágur og vinur. Ég átta mig engan veginn á því að þú sért farinn og á bágt með að finna nógu sterk orð til þess að lýsa því hvað mér þykir vænt um þig og allt það sem þið Bryndís haf- ið verið mér í gegnum árin. Ég vil með fátæklegum orðum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, minn- ingaperlurnar sem ekkert fær frá mér tekið og ég geymi í hug mér og hjarta um alla eilífð. Þegar þú komst inn í líf systur minnar var ég nú ósköp feimin við þig og það tók þig langan tíma að fá mig til að kíkja í heimsókn í Lag- arfellið. Ég á ennþá bréfið sem þú sendir mér, í Völundar-umslaginu, þar sem mér var formlega boðið í heimsókn. Ég lét nú til leiðast og eftir það losnaðir þú ekkert við mig. Þú og þið öll hafið verið svo stór partur af lífi mínu og barnanna minna. Án ykkar hefði allt verið svo miklu erfiðara, þið léttuð okkur svo sannarlega róðurinn og lýstuð okk- ur leið. Sumrin og jólin snerust um að komast til ykkar á Borgarfjörð og alltaf var opið hús og opinn faðmur fyrir okkur. Elsku Helgi minn, þakka þér fyr- ir allar góðu og skemmtilegu söng- stundirnar, fyrir dýrmætar minn- ingar frá öllum stikuferðunum. Takk fyrir að miðla mér af óþrjót- andi fróðleik um íslenska náttúru, landslag og sögu. Takk fyrir að fá að vera hluti af þínu lífi. Takk fyrir að vera þú. Takk fyrir ALLT. Ég mun sakna þín mikið en minning þín er ljós í lífi mínu. Við sjáumst svo síðar og syngjum þá saman á ný. Guð geymi þig, elsku vinur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Bryndís mín, Birgitta Ósk, Hafþór Snjólfur, Elsa Arney, Eyrún Hrefna og aðrir ástvinir; Guð veri með ykkur öllum, styðji og styrki um lífsins veg. Kveðja Ásdís Snjólfsdóttir. Þegar ég frétti af alvarlegum veikindum Helga frænda míns fyrir rúmu ári trúði ég tæpast að rétt væri frá sagt. Fyrir mér sem fleir- um hafði hann ætíð verið ímynd heilbrigði og góðra lífshátta, mikill reglu- og útivistarmaður og því manna ólíklegastur til að veikjast. Svona er þó lífið óútreiknanlegt og kemur sífellt á óvart. Leiðir okkar Helga lágu fyrst saman í 5. bekk Alþýðuskólans á Eiðum. Við þekktumst þó áður, en kynntumst þar fyrst að marki. Þarna áttum við góðan vetur með Ármann Halldórsson sem bekkjar- kennara og í skemmtilegu fé- lagsstarfi innan skólans. Báðir spil- uðum við á hljóðfæri og vorum saman í einni skólahljómsveitinni. Helgi var þó eldri og forframaðri okkur hinum, búinn að vera í Fær- eyjum og spilaði og söng færeysk lög í bland við lög Bobs Dylans. Þetta var okkur hinum nokkuð framandi en breikkaði sjóndeildar- hringinn og litum við ögn upp til hans fyrir vikið. Tveimur árum síðar vorum við samtíða við nám á Bifröst og þar héldum við áfram að spila í skóla- hljómsveit. Enn liðu tvö ár og þá spiluðum við saman í hljómsveitinni Völundi og áttum þar margar góðar stundir. Okkar samstarf var alltaf traust og gott. Tíminn leið, báðir eignuðumst við fjölskyldur, brauðstritið tók við og samverustundunum fækkaði því um sinn. Þegar Helgi og Bryndís sneru sér að ferða- og leiðsöguþjónustu um Stór-Borgarfjarðarsvæðið, nutum við hjónin frændsemi og kunnings- skapar við þau og fórum með þeim í nokkrar frábærar gögnuferðir á þeim slóðum. Þarna voru þau á réttri hillu, þekktu öll helstu kenni- leiti, steintegundir og blóm sem á vegi okkar urðu og voru óþreytandi við að miðla þeim fróðleik. Þar má nefna sólstöðugöngu á Svartfell, æv- intýraferð í Stórurð og góða göngu í Brúnavík og Breiðuvík. Þó hljómsveitarstúss, gönguferðir og náttúruskoðun standi upp úr í minningunni um góðan dreng, vilj- um við þakka honum allar góðar samverustundir fyrr og síðar. Þær munu lifa með okkur alla tíð. Bryndísi og börnunum, Elsu móð- ur Helga, systkinum hans og stór- fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu kveðjustund. Stefán Bragason, Anna Björk og fjölskylda. Heilbrigð sál í hraustum líkama er lýsing sem kemur upp í huga minn þegar Helgi Arngrímsson, frændi minn, er annars vegar. Það gerir endalokin illskiljanleg og órannsak- anlegir vegir koma upp í hugann. Þegar horft er til baka eru margar minningar sem skjóta upp kollinum. Ég, rúmlega 10 ára, á sundnám- skeiði á Eiðum ásamt Jóni Braga bróður. Á sunnudegi birtist Helgi á rauða Moskwitchinum sínum og býð- ur okkur á rúntinn og skoðunarferð um Úthérað. Sólskin, rykmökkur á niðurgröfnum vegi. Helgi reynir að fræða okkur um bæi og staði, en það fer inn um annað og útum hitt, engin fjöll eða staðir merkilegir ofan fjalls. Nema helst bakhliðin á Dyrfjöllun- um. Helgi að koma af vertíð á fær- eyskum saltfisktogara, sigldur og síðhærður. Helgi með nýja plötu með Dylan, eða Bítlunum. Helgi að ganga á höndum. Pabbi og Helgi að koma af sjónum. Helgi með mynda- vélina, alltaf með vélina á lofti. Mikið eigum við Borgfirðingar Helga að þakka hversu ötull hann hefur verið að halda saman minn- ingum í myndum. Sá sjóður er ómet- anlegur. Helgi var lífið og sálin í Ungmennafélagi Borgarfjarðar í mjög langan tíma og vann þar þrek- virki. Uppbyggður löglegur knatt- spyrnuvöllur með hlaupabrautum í rúmlega 200 manna plássi! Frjáls- íþróttastarfið, sigrarnir á Sumarhá- tíðunum, útgáfa Gusu, félagsmála- námskeið, ferðir m.a. í Kverkfjöll og Kópasker, þrettándabrennurnar og álfadans. Það var svo margt sem þetta litla félag gat á meðan manna eins og Helga og Péturs Eiðs naut við. Helgi stóð þétt við bakið á okkur fótboltastrákunum þegar við fengum þá ótrúlegu hugmynd að skrá lið í Íslandsmótið í knattspyrnu og fram- kvæmdum hana. Við héldum úti liði í 200 manna plássi á þeim dögum sem það var stórmál að ferðast þó ekki væri nema á Vopnafjörð. Og það eru bara 30 ár síðan. Helgi Magnús fékk bæði nöfnin úr föðurættinni og kannski var það þess vegna sem honum kippti meira í kynið í þá áttina. Frændræknina fékk hann ómengaða frá Arngrími og einnig ýmsa takta, samviskusem- ina ofl. Hann fékk að minnsta kosti ekki bílaviðgerðarputtana frá Elsu. Í mörg ár reyndi ég alltaf að líta inn í Álfastein í hvert skipti sem ég kom heim á Borgarfjörð. Það var alltaf jafn gaman að spjalla við félagsmála- manninn og eldhugann Helga og heyra af hugmyndum hans um hans helsta áhugamál, Borgarfjörð eystri og lífið þar. Að lokum vil ég senda Bryndísi, Birgittu, Hafþóri Snjólfi, Elsu Arn- ey og Eyrúnu Hrefnu og þeirra fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur frá Svalbarðsbræðrum og þeirra fjölskyldum. Einnig Elsu og systk- inum Helga og þeirra fjölskyldum. Missir okkar allra er mikill. Magnús Ásgrímsson. Látinn er langt um aldur fram frændi minn og nafni, Helgi Magnús Arngrímsson. Á kveðjustund streyma fram minningar frá þeim stundum sem við áttum saman. Þar sem við áttum heima sinn á hvorum enda landsins þá hittumst við ekki reglulega. Alltaf þegar við hittumst eða heyrðum hvor í öðrum þá köll- uðum við hvor annan „nafna“. Sem unglingur var ég tvö sumur á Borg- arfirði og dvaldi á heimili nafna hjá Arngrími og Elsu, foreldrum hans. Það var oft glatt á hjalla á heimilinu, margir krakkar og unglingar. Allir sem höfðu aldur til voru í vinnu, síld, heyskap og öðru sem til féll. Nafni starfaði sem búðarsveinn í kaup- félaginu hjá afa sínum Jóni. Nafni átti forláta nikku sem hann þandi í tíma og ótíma og man ég hvað ég öf- undaði hann að geta spilað á hana hvaða lag sem var bara eftir eyranu. Eins var með gítarinn og þau hljóð- færi sem hann kom nálægt, allt lék í höndunum á honum. Seinna lá leið hans í gagnfræða- og framhalds- skóla og alls staðar kom hann sér í hljómsveitir. Margt var brallað á Borgarfirði í frítímanum því ekki var sjónvarpið komið til að hanga yfir. T.d. gengum við á Dyrfjöll, Geitavík- urþúfu, syntum í Kílnum niður við Fjarðará, gengum yfir í Víkurnar og margt fleira. Þetta voru yndislegir tímar og alltaf nóg að gera. Það má segja að endurnýjun kynna hafi orðið fjörutíu árum seinna þegar við nafnarnir og aðrir Helgar og Helgur vorum skip- uð í undirbúningsnefnd fyrir ætt- armót afkomenda afa okkar og ömmu, þeirra Magnúsar Arngríms- sonar og Guðrúnar Helgu Jóhann- esdóttur. Nefndin ákvað að halda ættarmótið að Syðri-Vík í Vopnafirði þaðan sem amma okkar er ættuð. Nafni var auðvitað settur yfir nefnd- ina og með sínum samböndum og sinni góðu skipulagsgáfu var hann fljótur að útvega tól, tæki og annað sem til þurfti. Þarna á ættarmótinu ákváðum við nafnarnir að ég kæmi sumarið eftir til Borgarfjarðar með fjölskyldu og vinum þar sem hann yrði leiðsögumaður okkar í göngu- ferð. Nafni skipulagði ferðirnar og í þrjú sumur fórum við austur til Borgarfjarðar og í Víkurnar. Þetta voru stórkostlegar ferðir sem nafni minn skipulagði og stjórnaði. Á hverjum degi var eitthvað nýtt að sjá og upplifa. Þarna var nafni á heimavelli og þekkti hverja þúfu og stein. Þjóðsögur og sögur af skemmtilegum karakterum fylgdu með og þegar í skálana var komið var nafni með gítarinn og söngbókin sem hann lét prenta var tekin fram og sungið af hjartans lyst. Fimm ár voru svo í sumar frá síðasta ætt- armóti og tími til að hittast aftur. Ákveðið var að halda það á Borg- arfirði í þetta sinn. Þar var nafni og var aðdáunarvert að sjá hvað hann var hress og glaður þrátt fyrir sín miklu veikindi. Ég er ákaflega þakk- látur fyrir að hafa fengið að eyða þessum dögum í návist hans í sumar. Kæra Bryndís og börn, Elsa og systkini, missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng styrki ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Helga Magn- úsar nafna míns. Kveðja Helgi Már Eggertsson. Helgi föðurbróðir minn er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Það er rúmlega ár síðan erfiður sjúkdómur heimsótti þennan hrausta útivistar- mann, nú er hann farinn og eftir stendur minning um einstakan mann. Helgi var allt í öllu á Borg- Helgi Magnús Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.