Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.11.2008, Qupperneq 45
Minningar 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 arfirði eystra þegar ég var að alast þar upp, þar sem eitthvað skemmti- legt fór fram þar var Helgi. Hann stýrði ungmennafélaginu, sýndi bíó, spilaði í hljómsveit, sýndi myndir í fjölskylduboðum, hann bar fánann þegar farið var í skrúðgöngu og spilaði undir á gítarinn og söng þeg- ar svo bar undir. Ein af mínum fyrstu æskuminn- ingum tengist Helga, mömmu og Grímsa heitnum að hittast snemma á níunda áratugnum til að fjalla um ferðamál, sennilega var þar á ferð- inni upphaf Ferðamálahópsins Borgarfjarðar sem Helgi stofnaði og stýrði allt fram á síðasta dag. Sem unglingur vann ég undir stjórn Helga í Álfasteini og þegar ég fullorðnaðist unnum við saman að ferðamálum á Borgarfirði, að kortagerð og fleiru. Það var lær- dómsríkt að fá að vinna með Helga og fyrir það er ég þakklátur. Helgi var frumkvöðull og að sumu leyti var hann á undan sinni samtíð í starfi sínu að ferðamálum. Hann stóð fyrir könnun meðal ferðamanna á Borgarfirði snemma á níunda áratugnum og hann á allan heiður af uppbyggingu glæsilegs göngusvæðis sem þekkt er undir nafninu Víknaslóðir. Helgi var á síð- ustu árum mjög eftirsóttur farar- stjóri á Víkum, enda afburðafróður bæði um sögu og náttúru. Helgi tengdist heimasveitinni okkar sterkum böndum og í raun má segja að hann hafi komið Borg- arfirði á kortið með þrotlausu starfi. Uppbygging Álfasteins, skipulagn- ing gönguleiða og gönguferða, kynning á landslagi og jarðfræði Borgarfjarðar og miðlun álfasagna er meðal þess sem hann vann að. Hann var í raun óopinber talsmaður Borgarfjarðar í áratugi og alls stað- ar þar sem rætt var um Borgarfjörð eystra, þar var Helgi. Nýjasta afrek hans á þessu sviði var svo heimasíða þar sem hann miðlaði fréttum úr borgfirsku mannlífi til okkar sem búum fjarri heimahögunum. Helgi átti mörg verk eftir óunnin í uppbyggingu Borgarfjarðar, hann lætur eftir sig glæsilegt safn ljós- mynda og annarra heimilda og nú er það verkefni okkar sem eftir sitj- um að halda verki hans áfram og miðla því sem hann skildi eftir til komandi kynslóða. En umfram allt var Helgi fjöl- skyldumaður og með Bryndísi byggði hann glæsilegt heimili yfir þau og börnin í Réttarholti, heimili sem alltaf var gott að koma inn á. Borgarfjörður eystri hefur misst einn af sínum bestu sonum, en mest hafa þau þó misst Bryndís, Birgitta, Hafþór, Elsa og Eyrún og þeirra fjölskyldur, sem og amma sem þarf nú að horfa á eftir syni sínum. Þið hafið öll sýnt ótrúlegan styrk og samheldni á síðustu mánuðum, góð- ur guð styrki ykkur og okkur öll í sorginni, minning Helga mun lifa með okkur öllum og verk hans munu halda minningu hans á lofti á Borgarfirði löngu eftir okkar dag. Áskell Heiðar Ásgeirsson. Í dag er kvaddur hinztu kveðju Helgi Magnús Arngrímsson. Með fráfalli hans er stórt skarð höggvið í þann hóp sem verið hefur í far- arbroddi samfélagsins á Borgarfirði eystra. Leiðir okkar Helga lágu fyrst saman fyrir tæpum fjörutíu árum er ég kvæntist inn í stór- fjölskyldu hans. Ég kynntist honum þó fyrst fyrir alvöru þegar ég kom til Borgarfjarðar í þeim erinda- gjörðum að leita eðalmálma. Í slík- um ferðum er nauðsynlegt að leita á náðir þeirra sem gerzt þekkja nátt- úru svæðis, og þar var Helgi í far- arbroddi. Gátum við með hans hjálp skannað alla vænlegustu staðina á nokkrum dögum og gerði það til- veru okkar enn bærilegri að sjá og fá sýni úr steinasafni Borgarfjarðar úr hirzlum Álfasteins. Helgi var í eðli sínu eldhugi og hann lagði nótt við dag að byggja upp atvinnustarfsemi á Borgarfirði, sér í lagi tengda ferðamennsku. Hann var frumkvöðull og stofnandi Álfasteins, fyrirtækis sem lagði áherzlu á að vinna listaverk úr steinaríkinu, og þá sérstaklega af heimaslóðum. Hann var óþreytandi við að kynna fyrirtækið og var ár- angur þessa kynningarstarfs sá að nú vita landsmenn hvar þann fagra fjörð er að finna. Hann hafði einnig frumkvæði ásamt skylduliði að því að kynna Borgarfjörð sem ferða- og náttúruparadís, meðal annars með gerð göngukorta, leiðarlýsinga og leiðsögn. Í þrjú sumur nú nýverið mætti hópur ættingja og vina í nokkurra daga gönguferð um svæð- ið frá Héraðsflóa til Loðmundar- fjarðar og var Helgi Magnús þar hinn eini sanni leiðsögumaður, glað- lyndur, léttur á fæti og óþreytandi við að kynna okkur jurta- og steina- ríkið í bland við byggðasöguna, mannlífið, álfa, tröll og drauga. Er komið var að kveldi í skála tók hann fram gítarinn, við fengum söngheft- ið og svo hljómuðu borgfirskir söngvar það sem eftir var kvölds. Ljóslifandi í minningunni er söng- urinn sem bergmálaði í garðinum hjá þeim í Réttarholti, þar sem hóp- urinn og þessi samstillta fjölskylda Helga voru samankomin í kvöld- kyrrðinni í lok göngu. Þar léku Helgi og Hafþór á ýmis hljóðfæri og allir sungu af hjartans lyst. Í alvarlegum veikindum kemur oft vel í ljós hve styrkar stoðir menn hafa til að halla sér að. Þær átti Helgi svo sannarlega þar sem voru Bryndís, börnin og skyld- menni. Með þeirra hjálp og innri styrk hélt Helgi ótrauður áfram eins og heilsan leyfði. Meðal þess sem hann kom í verk, með aðstoð Hafþórs, sonar síns, var gerð mynd- bands um ættmenni sín í föðurætt. Það vann hann upp úr miklu efni sem hann hafði tekið upp á filmu frá unga aldri. Fengu menn að sjá þetta á ættarmótinu sem haldið var síðastliðið sumar. Á því móti gerði hann sem oft áður, sté á svið með gítarinn og spilaði í ættarhljóm- sveitinni. Fráfall Helga var vissulega ótímabært og hans mun verða sárt saknað. Megi minning um góðan dreng sefa sorg ástvina hans. Hjalti Franzson. Hann Helgi vinur okkar hefur lagt upp í sína lokaferð. Eftir rúm- lega árs hetjulega baráttu við óvæg- inn sjúkdóm varð þessi hlýi, nota- legi og glaðlyndi maður að lúta í lægra haldi fyrir vágestinum illa. Eftir sitja ótal ljúfar minningar um mann, sem ávallt var gott að hitta og hafði þessa einstaklega góðu „nálægð“, sem sumum er gefin. Við áttum samleið um rúmlega þriggja áratuga skeið – ég hafði sest að á Egilsstöðum árið 1975 í at- vinnuskyni og fljótlega lágu leiðir okkar saman af þeim ástæðum. Við- skiptasambandið breyttist fljótlega í vináttusamband og ég varð þess fljótt áskynja, að heimabyggðin Borgarfjörður eystri togaði sterkt í hann þrátt fyrir að starfa á Héraði, enda kom á daginn að leiðin lá þangað aftur við fyrsta tækifæri. Fyrirtækið landsþekkta, Álfasteinn, varð til 1981 og varð hugarfóstur og meginviðfangsefni þeirra Bryndísar í rúma tvo áratugi auk þess sem ferðamálin á heimaslóðum tóku hugi þeirra sífellt fastari tökum. Reikningsleg hlið þessara mála kom í minn hlut og leiddi til gagn- kvæmra samskipta og heimsókna, sem ávallt voru tilhlökkunarefni, hvort sem voru austan- eða suðvest- anmegin á landinu. Þeir munu ófáir, sem notið hafa gestrisni og leiðsagnar hinnar sam- hentu fjölskyldu í Réttarholti og ég og mín fjölskylda erum þar ekki undanskilin. Í minningunni standa upp úr nokkrir dýrlegir júlídagar árið 1990, sem við fjölskyldan áttum með þeim Helga, Bryndísi og börn- um þar á bæ og gleymast seint. Sl. sumar endurnýjuðu svo tvær dætra okkar kynnin af fjölskyldunni í Réttarholti með heimsókn á Borg- arfjörð og ljóst er af frásögn þeirra, að gestrisninni og notalegheitunum hafði síður en svo farið aftur! Helgi leit gjarnan við á skrifstofu minni í Kópavogi ef hann átti leið þar um og var ávallt aufúsugestur. Á haustdegi í fyrra birtist hann einu sinni sem oftar og mér varð fljótt ljóst, að eitthvað var ekki sem skyldi. Hann tjáði mér að hann hefði greinst með mein í höfði og framundan væri erfið læknismeð- ferð. Við tók síðan sá ferill, sem nú hefur leitt til þeirrar sáru niður- stöðu sem enginn fær breytt. Eitt af sameiginlegum áhugamál- um okkar voru ferðamál – ekki síst um heimaslóðir hans í Borgarfirði eystri og nágrenni – við höfðum reyndar báðir farið þar víða um og þekktum vel til. Við höfðum ráðgert um nokkurra ára skeið að fara sam- an í vélsleðaferð um þessar slóðir án þess að úr yrði. Það er nú ljóst að af þeirri ferð okkar verður ekki á þessu tilverustigi – vonandi gefst tækifæri til þess síðar – og þá að koma við í Stórurð í leiðinni! Að leiðarlokum viljum við Anna og dætur okkar þakka vini okkar fyrir einstök kynni, ljúfmennsku og velvild í okkar garð alla tíð. Bryn- dísi, Birgittu, Hafþóri, Elsu, Ey- rúnu, tengdabörnum og barnabörn- um biðjum við Guðs blessunar og vonum að minningin um einstakan fjölskylduföður og mannvin megi létta þeim byrðar morgundagsins. Guð blessi minningu Helga M. Arngrímssonar. Guðmundur Jóelsson. Vinur minn, Helgi Arngrímsson, er látinn, langt fyrir aldur fram. Ekki grunaði mig að þetta yrði okk- ar síðasta ferð saman þegar við fór- um síðsumars í fyrra til Breiðuvíkur þar sem hann ætlaði að sýna mér sérlega fallega bergganga. Í frá- bæru veðri gengum við með strönd- inni, hann Helgi ávallt á undan enda staðkunnugur og mikill göngugarp- ur. Ég tel mig vera í góðu formi en hef ekki haft í við hann þegar kom að göngum í þessum einstöku fjöll- um í kringum Borgarfjörð eystra. Ég kynntist Helga fyrir rúmum tuttugu árum í Borgarfirði þegar ég hóf undirbúning að jarðfræðirann- sóknum þar. Hann var þá að koma fyrirtækinu sínu, steinsmiðjunni Álfasteini, á laggirnar, og var ávallt þakklátur þegar ég gat bent honum á fallega steina sem ég hafði rekist á í göngum mínum um fjöllin. Ég græddi hins vegar á staðþekkingu hans á öllu svæðinu, og það leið ekki langur tími þar til við fórum saman um fjöllin. Árið 1984 fórum við Helgi í eina fjallgönguferð og rákumst þá á steinkúlur liggjandi á víð og dreif í skarði einu. Hvorugur okkar hafði séð slíkt áður, við burðuðumst með nokkur stykki til byggða, og létum steinafræðinga líta á þær, ég var að svipast um í jarðfræðiritum eftir því hvernig þessar kúlur gæti hafa orð- ið til en ekkert hefur enn fundist um hugsanlega tilurð þessara kúlna. Þó nokkrar þeirra hafa síðan prýtt garðinn fyrir framan heimili Helga í Borgarfirði. Helgi var sannur náttúruunnandi, Borgarfjörður var hans sveit, ég held, að honum hafi jafnvel liðið hálfilla að komast í fjölmenni á Eg- ilsstöðum. Hann sá alltaf heildina, fallegt landslag með einhverja jarð- fræði í, á meðan ég horfði fyrst og fremst á steina. Ég þekki hinsvegar ekki marga staði þar sem jarðfræð- in er eins falleg og í Borgarfirði eystra. Við Helgi ætluðum á næstu árum að komast að ýmsum stöðum í Borgarfirði og Loðmundarfirði þar sem hann hafði séð fyrirbæri sem hann taldi að jarðfræðingur ætti að rannsaka nánar. Honum hafði gefist tækifæri til að taka myndir úr lofti og ég greip tækifærið til að skoða á þessum myndum jarðfræðileg fyr- irbæri sem ég hafði ekki komist að áður. Það var mikið reiðarslag þegar ég frétti fyrir tæpu ári af veikindum Helga, viku eftir að vinnufélagi minn hafði greinst með svipaðan sjúkdóm. Ekki vissi ég betur að allt væri í sóma þegar við kvöddumst í fyrra og hlakkaði mikið til frekari ferða á næstu árum. Gönguferðir mínar um Borgarfjörðinn á kom- andi árum verða aldrei þær sömu og áður en ég veit að minning Helga lifir í þessu fagra landssvæði um ókominn tíma. Ég og fjölskylda mín votta Bryn- SJÁ NÆSTU SÍÐU ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og frændi, JÓN NORDQUIST, Álfhólsvegi 112, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 27. nóvember. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Pálína Friðgeirsdóttir, Halla S. Jónsdóttir, Íris Halla Nordquist, Ragnar Guðmundsson, Jónas Eiríkur Nordquist, Chaemsri Kaeochana, Ásgeir Örn Nordquist, afabörnin Patrekur, Andrea og Karen, Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson, Róbert Aron, María Gréta, Oliver, Gunnur. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR frá Broddanesi, Fokken 14, Snekkersten Danmörku, andaðist 21. nóvember á Hilleröd Hospital. Bálförin verður frá kapellu kirkjugarða Helsingja- eyrar þriðjudaginn 2. desember kl. 14.00. Herdís Bergmann Arnkelsdóttir, Gunnar Bergmann Arnkelsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ættingjar. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJARNEY M. ARINBJARNARDÓTTIR, Melasíðu 2a, áður til heimilis á Fjólugötu 8, Akureyri, lést sunnudaginn 23. nóvember. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 2. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Arna Brynja Ragnarsdóttir, Anna Kristín Ragnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Bjartmar Örnuson, Sigurður Kristinn Guðmundsson, Bjarni Fannar Guðmundsson, Arinbjörn Ingi Guðmundsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR KR. JÓHANNSSON, Háagerði 2, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri fimmtudaginn 27. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIKTOR HJALTASON fyrrverandi bifreiðastjóri, Garðstöðum 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elín Pálmadóttir, Elvira Viktorsdóttir, Guðmundur St. Sigmundsson, Kristín Viktorsdóttir, Sveinbjörn Guðjónsson, Lýður Pálmi Viktorsson, Sigríður Jóna Eggertsdóttir, Elín Berglind Viktorsdóttir, Unnar Smári Ingimundarson, Rúnar Viktorsson, Kristín Guðjónsdóttir, Marteinn E. Viktorsson, Sigríður M. Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.