Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 51

Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 ✝ SteingrímurÞorsteinsson fæddist á Dalvík 13. október 1913. Hann lést á Dalbæ, dval- arheimili aldraðra á Dalvík, 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Stein- gríms voru María Eðvaldsdóttir hús- freyja, f. 12.1. 1878, d. 11.10. 1920, og Þorsteinn Jónsson verkamaður, f. 27.11. 1881, d. 18.7. 1967. Bræður Steingríms voru Jón Trausti, f. 11.9. 1911, d. 4.12. 1984, og Marinó, f. 30.8. 1920, d. 18.11. 2006. Steingrímur missti móður sína ungur og var tekinn í fóstur af móðursystur sinni, Petr- ínu Þórunni Jónsdóttur, f. 10.12. 1891, d. 18.4. 1974, og manni hennar, Sigurði Þorgilssyni, f. 6.6. 1891, d. 11.4. 1951. Hinn 18.10. 1941 kvæntist Steingrímur Steinunni Svein- björnsdóttur, f. 12.5. 1917, d. 17.1. 2005. Stofnuðu þau til heimilis að Sólgörðum á Dalvík en fluttust árið 1957 í Vegamót á Dalvík þar sem þau bjuggu lengstum og voru gjarnan kennd við þann stað. Síð- ustu æviárin dvaldi Steingrímur á dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Dalvík og nágrenni. Árið 1938 fór hann aftur utan til að læra leik- tjaldamálun og leiklist við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn enda hafði Steingrímur verið ötull þátttakandi í leiklistarstarfi á Dalvík. Þegar heimsstyrjöldin skall á kom Steingrímur heim og tók upp þráðinn við leiklist á nýj- an leik. Annaðist hann leikstjórn, leiktjaldamálun og lék sjálfur í flestum leiksýningum sem upp voru settar á Dalvík um áratuga skeið meðfram launavinnu, s.s. húsamálun, sjómennsku og fleiru. Þá tók hann að sér sviðsetningu leikverka og gerð leiktjalda víðar um Norðurland. Hann hafði yndi af söng og var virkur félagi í kirkjukór og karlakór Dalvíkur um langt árabil. Árið 1952 var Steingrímur ráðinn kennari við Dalvíkurskóla þar sem hann starfaði um þriggja áratuga skeið. Hann var mikill nátt- úruunnandi og listfengur mjög. Eftir hann liggur m.a. mikið safn málverka og uppstoppaðra dýra. Um langan tíma annaðist Stein- grímur fuglatalningu á Dalvík enda afar glöggur á tegundir fugla og háttalag þeirra. Stein- grímur Þorsteinsson gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt, sat m.a. í hrepps- nefnd Dalvíkur 1958-1962, í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla um árabil og hann átti sæti í ýmsum nefnd- um og ráðum á vegum sveitarfé- lagsins. Útför Steingríms verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Börn Steingríms og Steinunnar eru: a) Jón Trausti búfræði- kandídat, f. 25.4. 1942. b) Sveinbjörn Tryggvi tæknifræð- ingur, f. 2.11. 1944. Kona hans er Valdís Lína Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 12.2. 1948. Þeirra börn eru Kristín, f. 23.9. 1972, maki Ste- ven Parrott, f. 26.6. 1967, og Stein- grímur, f. 1.10. 1976. c) María lektor, f. 7.11. 1950. Hennar synir eru Vilhelm Anton Jónsson, f. 3.1. 1978, sambýlis- kona Þórdís Jónsdóttir, f. 1.7. 1978, sonur þeirra er Illugi, f. 12.11.2007, og Kári Jónsson, f. 10.6. 1979, sambýliskona Lovísa Vilhelmína Guðmundsdóttir, f. 10.1. 1973. Þeirra dætur eru Freyja, f. 4.6.2003, og Sif, f. 31.12.2005. Sonur Lovísu er Ágúst Einar Ágústsson, f. 28.7. 1991. Eftir hefðbundna skólagöngu á Dalvík var Steingrímur við nám í Héraðsskólanum að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Árið 1930 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk sveinsprófi í húsamálun ári síðar. Kom hann þá heim og vann að iðn sinni á Þegar ég fékk fyrstu vinnustofuna mína til að mála í, þá varstu fyrsti maðurinn sem ég hringdi í. Þegar ég mátti velja mér eitt númer til að hringja frítt í valdi ég ykkur ömmu og það gerði ég þegar ég seldi fyrsta málverkið mitt. Við töluðum saman á hverjum degi og ég sagði þér hvað ég var að brasa og hugsa og þú sagðir mér sögur frá árunum í Kaupmanna- höfn eða bara einhverju. Þegar ég kvartaði undan því að það væri kalt á vinnustofunni, sagðir þú mér að þið hefðuð þurft að velja milli þess að kaupa mat eða kynda og að þið þurftuð að kveikja elda til að hita upp málninguna fyrir leiktjöldin. Al- veg eins og afar eiga að segja. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki hringt í þig og heyrt þig segja mér frá myndlist, veiðum, fugl- um og dýrum. Skrýtnum og skemmtilegum samferðamönnum og uppákomum og árunum í Höfn. Og ljóðum og kveðskap. Allt var gott. Það sem þú talaðir um og hvernig þú sagðir frá því. Ég hef aldrei hitt neinn sem segir sögur eins og þú og ég þarf þess ekki. Ég á þig. Á Vegamótum sastu inni í stofu í stólnum þínum. Fyrst með pípu, seinna ekki. Eftir matinn fórstu alltaf niður að vinna, að stoppa upp dýr og fugla. Þá mátti maður ekki koma við neitt því efnin voru hættuleg. Seinna lærði ég að þetta var bara kartöflu- mjöl og sennilega varstu frekar að hlífa verkefnunum en handóðum mér. Frystikista full af fugli, plastið á borðinu, netið í glugganum, krókó- díllinn í hillunni, byssurnar á bak við hurðina, refir, selir, skarfar, lundar, rjúpur og fleira vel uppsett. Gamli vinnustóllinn, allskonar gamalt dót, óvart tvær handsprengjur, penslar og litir. Síðan flutti ég og kom sjaldn- ar og síðan fluttuð þið. Þú hafðir alltaf ótrúlegan áhuga á því sem ég var gera, hvað sem það var. Þetta þótti mér og þykir ómet- anlega vænt um. Við kvöddumst nokkrum sinnum og það eina sem við vitum er að við förum öll einhvern tímann. Þú varst orðinn þreyttur enda búinn að ganga lengi og skila þínu. Það breytir því ekki að mér finnst sárt að þú sért farinn og að geta ekki heyrt í þér meir. Það eru fáir sem hafa haft meiri áhrif á mig, við áttum flestöll áhuga- mál sameiginleg. Þegar við vorum niðri á bryggju að veiða og það beit á, stöngin kengbog- in og mig verkjaði í litlu hendurnar af áreynslu og var viss um að ég gæti aldrei dregið inn, þá sagðirðu alltaf: „Skrúfaðu þig drengur, skrúfaðu þig.“ Þetta sagðirðu ef maður var að gera eitthvað erfitt og þurfti að standa sig. Þú sagðir líka að stundum þýddi ekkert annað en að setja hnef- ann í borðið og bíta á jaxlinn ef hlutir væru ekki eins og þeir ættu að vera. Ég man þetta alltaf og lofa að gef- ast aldrei upp og skrúfa mig og setja hnefann alltaf í borðið ef mér finnst þurfa. Ég lofa líka að fara varlega þegar það er vont veður og leggja ekki af stað út í einhverja vitleysu. Elsku afi, það er gott að vita að nú fáir þú að hvíla þig með ömmu og frænda. Takk fyrir allt. Þinn Vilhelm Anton Jónsson Við fráfall Steingríms, frænda míns, er sögu þriggja bræðra frá Vegamótum á Dalvík lokið. Áður er fallinn frá elsti bróðirinn Jón Trausti, sem ungur fór til náms í Danmörku, settist þar að og bjó til dauðadags. Einnig yngsti bróðirinn, Marinó, fað- ir minn, sem eins og Steingrímur bjó allan sinn aldur við Eyjafjörðinn, fyrst á Dalvík og síðar á Akureyri. Það var ekki mulið undir þessa drengi í æsku frekar en stærstan hluta þess fólks sem ólst upp hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar. Æska þeirra var þó að því leyti erf- iðari en margra annarra að ungir máttu þeir þola móðurmissi og síðan aðskilnað í framhaldi af því. Böndin milli bræðranna voru þó alla tíð sterk og mikil og gagnkvæm væntum- þykja. Steingrímur var myndarlegur maður á velli. Hann var bæði virðu- legur og vingjarnlegur í fasi og virtur af öllum sem við hann áttu samskipti. Hann var í alla staði afar góðum gáf- um gæddur og fjölfróður. Í honum bjó mikið listfengi og hæfileikar til teikningar og listmálunar og hvers konar handverks. Hann fékkst t.d. lengi við uppstoppun dýra af ýmsum toga, sem í æskuminningu minni sveipuðu heimili hans á Vegamótum dularfullum blæ. Þangað var líka allt- af gott að koma og móttökur frænda og hans góðu konu, Steinunnar, sem einnig er látin, alltaf hlýjar og skemmtilegar. Steingrímur var gæddur góðri frásagnargáfu og var oft gaman að hlusta á þá bræður ræða um menn og málefni og eins og falla um stund í hlutverk þeirra sem frá var sagt. Í því fólst þó aldrei óvirð- ing við viðkomandi. Ég minnist þess reyndar að af þessari kynslóð á Dal- víkinni voru fleiri sem notuðu slíkan frásagnarstíl og voru samræður manna því oft líflegar og stundum lík- astar góðum leikþætti. Vonandi hefur eitthvað af þessum frásagnarstíl skil- að sér til næstu kynslóða. Leiklistin átti einnig alla tíð huga Steingríms enda var hann um árabil drifkraftur í leiklistarlífi áhugamanna á Dalvík. Hafði reyndar lært nokkuð til leik- hússtarfa við námsdvöl í Kaup- mannahöfn sem ungur maður. Steingrímur var Dalvíkingur fram í fingurgóma. Þar var hans staður allt lífið. Ég hef þó aldrei geta varist þeirri tilhugsun að fjölhæfni hans hefði notið sín betur í stærra sam- félagi. Hvort lífsfylling hans hefði orðið meiri ef svo hefði verið er hins vegar alls óvíst. Með þessum fáu orð- um langar mig að kveðja ástkæran frænda. Blessuð sé minning hans. Börnum, tengdadóttur og afkom- endum þeirra votta ég dýpstu samúð mína. Þorsteinn Marinósson Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. Og undrið stóra, þín æskusveit, mun önnur og smærri sýnast. Og loksins felst hún í litlum reit af leiðum, sem gróa og týnast. (Þorsteinn Valdimarsson .) Nú leitar hugurinn heim í mína gömlu og góðu æskusveit. Fyrir mér er hún alltaf eins þótt sumir vinirnir hafi hallað sér til hvíldar. Þannig er gangur lífsins. Ég sé fyrir mér hvern- ig hún birtist þegar komið er yfir Hálsinn. Dalvík og Svarfaðardalur blasa við. Fyrst skoða ég ána og fjöll- in og svo horfi ég upp að Vegamótum. Steingrímur og Steinunn voru stór hluti af lífi fjölskyldu minnar og um þau var ævinlega rætt af mikilli virð- ingu og væntumþykju. Steingrímur hefur nú hallað sér til hvíldar og gleymt vöku dagsins eftir langa göngu. Í persónu hans bjuggu margir karakterar. Hann var kennari af guðs náð, listamaður, listmálari, leikari og gagnvarinn sjálfstæðismaður. Fjölskyldan var honum kær og veitti hann henni gott skjól og þar áttu vinir hans öruggt sæti. Í honum voru líka miklar andstæður. Hann hafði stóran og hlýjan faðm og hélt vel utan um sína en ég trúi að andað hafi fremur köldu til þeirra sem hann taldi eiga það skilið. Hann var skemmtilega sérvitur og þver en það byggðist á því að hann var með lista- mannseðli og sem kunnugt er eru þeir sjaldan alveg „normal“. Ég held að það hafi verið töluverð átök milli listamannsins og kennarans sem hann notaði til þess að framfleyta sér og sínum. Hann hefði getað gert margt annað en hann var of bundinn æskusveitinni og vinum. Það er eng- inn vafi að stóru leikhúsin í Evrópu hefðu getað orðið vettvangur hans eða glæstur söngferill eða listmálara- ævi beðið hans. Hann stoppaði upp dýr af nákvæmni enda skilningi hans á íslenskri náttúru viðbrugðið. Tengsl hans við íslenska náttúru voru ótrú- lega sterk og reyndar við allt sem ís- lenskt er. Hann gat eiginlega allt og var ótrúlega fróður. Mér eru ógleymanlegar margar stundir sem við áttum saman. Ýmist var það á Vegamótum, í veiðiskap á Bæjarmölinni eða í kaffi- eða matar- boðum. Þó maðurinn sjálfur sé efst í minningunni er Skugga-Sveinn mjög ásækinn þegar hann gekk um sviðið og söng með sinni drynjandi bassa- rödd: Gekk ég norður kaldan Kjöl. Steingrímur er drengur góður og sannur vinur. Fjölskylda mín saknar og gleðst í senn og við þökkum þeim góðu hjónum fyrir áratugalanga vel- vild og hlýju. Aðstandendum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Gunnlaugur. Einn af fjölhæfustu listamönnum Dalvíkur hefur kvatt okkur í hárri elli. Og þá rifjast upp, þótt undarlegt sé, bernskuminning hjá þeim sem þessar línur ritar. Það var snemma á 4. áratug síðustu aldar. Heimafólk í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal tygjaði sig til ferðar niður á Dalvík á 4. í jólum til að horfa á leiksýningu í Ungó, hinu nýja samkomuhúsi U.M.F. Svarfdæla á Dalvík. Veður og færi var gott og farið á sleða sem Hegri gamli dró. Miðsveitamenn í dalnum höfðu það fyrir sið að fara í leikhúsið á Dalvík á 4. í jólum, ef færi og veður gaf. Ungmennafélagið sýndi jólaleikrit árlega og að þessu sinni var það Skugga-Sveinn. Kristinn frá Hrafnstaðakoti (Kiddi sund) lék Skugga en Steingrímur Þorsteins- son, sem þá var um tvítugt, var leik- stjóri og lék jafnframt Ögmund. Við Jóhann bróðir vildum fara með í leik- húsið en fengum ekki, af því að við vorum svo litlir. Og við grenjuðum, en afi fór með okkur inn í Norðurhús til þeirra ömmu og fór að lesa fyrir okkur Mannamun Jóns Mýrdals. Þetta er ein af fyrstu minningum mínum þar sem Steingríms var getið. Ég átti eftir að kynnast honum vel seinna. Við vorum starfsfélagar í mörg ár. Hann var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður. Hann var innfæddur Dalvíkingur og bjó þar alla sína ævi, nema þann tíma sem hann var við nám í Kaupmannahöfn. Hann hleypti heimdraganum árið 1930, hélt til náms í Höfn og lauk þar sveinsprófi í húsamálun, en jafnframt lagði hann stund á teikninám. Heim kom hann haustið 1931 og málaði þá, 19 ára, leiktjöldin í Lénharði fógeta. Ári síðar kemur hann fram á sviði og síðan í flestöllum leikritum á Dalvík uns hann fór aftur utan 1938 að nema leiktjaldamálun, sviðsetningu og leik- list. Í Dalvíkursögu segir svo: „Hann komst að við Konunglega leikhúsið, kynntist vinnubrögðum þekktustu leikstjóra og leikara Dana, þar á með- al manna sem landanum eru góð- kunnir, Poul Reumert, Önnu Borg og Guðmundar Kamban.“ Steingrími tókst með naumindum að komast heim áður en síðari heims- styrjöldin skall á. Eftir það málaði hann öll leiktjöld fyrir leiksýningar á Dalvík; jafnframt leikstýrði hann og lék. Steingrímur kvæntist árið 1941 frænku minni Steinunni Sveinbjörnsdóttur, útgerð- armanns á Dalvík og Ingibjargar Antonsdóttur frá Hamri. Þau eignuð- ust þrjú börn. Steingrímur vann að leiklistarmálum nær fjóra áratugi. Eftir það sneri hann sér að því að setja upp dýr en hamskurð hafði hann ungur lært af listfengri móður sinni. Ljóst dæmi um mikið listfengi Steingríms á þessu sviði blasir við í safni á Dalvík þar sem sjá má upp- settan ísbjörn. Þess má geta að Steingrímur var slyngur landslagsmálari; en sinnti þeirri listgrein því miður lítið. Steingrímur iðkaði knattspyrnu á yngri árum. Söngmaður var hann góður og kórmaður um tugi ára. Steingrímur tók mikinn þátt í hreppsmálum og sat um tíma í hreppsnefnd og stjórn Sparisjóðs Svarfdæla, svo fátt eitt sé nefnt af fjöldamörgum trúnaðarstörfum, sem honum voru falin. Steingrímur var kennari við Ungl- ingaskóla, síðar Gagnfræðiskóla Dal- víkur frá því um miðjan 6. áratuginn til 1981. Hann var mjög farsæll kenn- ari. Steingrímur bar með sér eðlislæg- an virðuleika, ljúfmennsku og lát- leysi. Við Þuríður vottum ástvinum hans innilega samúð. Júlíus J. Daníelsson. Steingrímur Þorsteinsson var einn þeirra sem höfðu mikil og mótandi áhrif á samfélagið á Dalvík, þessa blómlega sjávarþorps sem hóf að vaxa og dafna í byrjun 20. aldar. Ævi hans og störf eru samofin sögu menn- ingar- og fræðslumála bæjarins því ungur lét hann til sín taka á því sviði. Hann var virkur þátttakandi í starfi Ungmennafélags Svarfdæla og Leik- félags Dalvíkur þar sem hann starf- aði um langt skeið og ekki var sett upp leikverk á Dalvík nema Stein- grímur kæmi þar að. Í þrjá áratugi starfaði hann sem kennari við Dalvík- urskóla þar sem nemendur nutu starfskrafta hans. Steingrímur var fjölfróður maður, kunni af list að segja sögur af upp- byggingu Dalvíkur og samferðafólki. Hann var mikill náttúruunnandi, afar vel læs á jurtir og ólíklegustu fugla- og dýrategundir. Ósjaldan var leitað til hans um að greina plöntur og dýr. Þessi þekking hans á náttúrunni naut sín líka vel í uppstoppun dýra en eftir hann liggur fjöldi muna af öllum stærðum og gerðum, allt frá músarr- indlum upp í stærðar ísbirni. Munir á Minjasafni Dalvíkur, Fuglasafninu í Mývatnssveit og víðar um land bera handbragði hans og náttúruvitund vitni. Allra þessara náðargáfna fengu nemendur Steingríms og samkennar- ar í Dalvíkurskóla að njóta. Hann var vinsæll kennari og góður starfsfélagi, lagði ætíð gott til og var úrræðagóð- ur. Bekkjarstjórnun fórst honum vel úr hendi og öll samskipti við nemend- ur. Þeir drukku í sig frásagnir hans sem sumar hverjar fengu á sig æv- intýrablæ og festust við það betur í minni. Enn rifja gamlir nemendur hans upp sögur er hann sagði þeim og minnast hversu góða stjórn hann hafði. Kennslugreinar Steingríms voru margar, smíðar, myndmennt, náttúrufræði, danska svo eitthvað sé nefnt. Þá var hann einnig virkur við uppsetningu leikverka á skóla- skemmtunum og gerð sviðsmynda en þar fengu nemendur að njóta hæfi- leika hans. Í áratugi fór enginn jóla- sveinn í árlega dreifingu jólakorta um Dalvík á aðfangadag nema Stein- grímur hefði farið höndum um andlit hans með kremum og andlitslitum og oft var erfitt að sjá hvor skemmti sér betur, Steingrímur eða nemandinn sem var í hlutverki jólasveinsins í það og það skiptið. Steingrímur hafði einarðar skoð- anir á þjóðmálum og málefnum sam- félagsins og fóru þær ekki endilega saman við þær meginlínur sem uppi voru í nærsamfélaginu á hverjum tíma. Hann lét sér annt um uppbygg- ingu sveitarfélagsins. Hann sat eitt kjörtímabil í sveitarstjórn og í ýms- um nefndum og ráðum á vegum hennar, auk þess sem hann var um tíma í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla. Gott var að leita ráða hjá honum eða bera hugmyndir undir hann og oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum, Steingrími og Steinunni á Vegamót- um. Enginn fór bónleiður til búðar eftir samræður við þau ágætu hjón. Þessa nutum við ríkulega. Að leiðar- lokum viljum við þakka honum sam- fylgdina, vináttu og góð ráð alla tíð. Farðu vel á veg visinna laufa, þotinna vinda, þrotins dags. (Þorsteinn Valdimarsson.) Við sendum aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Steingríms Þorsteinsson- ar. Trausti og Anna Bára. Steingrímur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.