Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Nálgumst tónlistina af virðingu og alúð vinnsla hefur verið svo skemmtileg að við erum strax farnir að huga að næstu plötu. Ein af hugmyndunum er sú að taka íslensk sönglög og vinna þau á svipaðan hátt með strengjum og píanói. Maður þarf alltaf að bekenna það að stór hópur markaðarins vill fá sínar klassísku bombur, en við viljum líka þjóna þeim sem vilja annað og hafa áhuga á öðrum blæbrigðum og dýnamík í tónlistinni.“ Óperusöngvari eins og Gissur Páll er vanastur því að syngja ann- aðhvort á tónleikum með einu píanói eða í óperunni og þá með heila stóra hljómsveit með sér. Tónlist Nýja kvartettsins er hins vegar meira í ætt við kammermúsík. „Það kom mér á óvart að í hita leiksins, þegar allir eru komnir á flug, fannst mér stundum erfiðara að syngja með þeim þremur en heilli hljómsveit. Það er jákvæð valdatogstreita í gangi sem verður svo skemmtilegt að hlusta á; – við tökum allir svo jafnan þátt í músíkinni.“ Nýi kvartettinn heldur útgáfu- tónleika á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 16 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ gerðum þetta einn, tveir og þrír. Þetta var kreppuvörn – við vildum gera eitthvað gott og skemmtilegt í ástandinu, og það er ekki nema mánuður, vika og þrír dagar síðan ég hringdi í strákana og spurði þá hvort þeir vildu gera plötu með mér.“ Viðmælandinn er Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari, en hann og „strákarnir“, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari eru Nýi kvartettinn. Og afrekið sem Nýi kvartettinn vann á svo skömmum tíma, er jólaplata sem ber nafnið Fegursta rósin. Unnu útsetningarnar saman „Þetta er búið að vera ansi bratt ferli, ekki síst fyrir það, að við út- settum lögin sjálfir. Við gerðum það þó ekki þannig að einhver settist niður og skrifaði útsetningar, held- ur hittumst við og unnum útsetning- arnar saman á æfingum. Það er ekki mjög algengt að við ten- órsöngvarar fáum tækifæri til að vinna þannig, því við erum alltaf að syngja gömlu góðu lögin, sem eru alltaf eins. En þetta var mjög skemmtilegt ferli. Árni Heiðar er til dæmis með bakgrunn að mestu í djassi þótt hann sé lærður bæði í klassík og djassi, og mér finnst það koma sérstaklega skemmtilega fram, ekki síst í laginu „Það aldin út er sprungið“. Við höfðum það að leiðarljósi að nálgast tónlistina fyrst og fremst af virðingu og alúð.“ Það var ekki fyrr en í sumar að Gissur Páll og Hjörleifur kynntust, og ákváðu þá að vinna eitthvað sam- an, þótt allt væri óljóst hvað það yrði. Gissur Páll kynntist Örnólfi líka í sumar, en Árna Heiðari ekki fyrr en kvartettinn var stofnaður nú í haust. „Við stofnuðum kvartettinn utanum „gigg“ – vorum beðnir að spila í veislu og vorum gjörsamlega sneyddir hugmyndum að nafni á hópinn. Okkar á milli höfðum við kallað hann Kreppukvartettinn, þar sem hann var stofnaður þegar allt var að falla, og gamla Ísland að hverfa, en við gátum ekki notað ein- hvern fimmaurabrandara sem nafn til lengri tíma. Okkur fannst Nýi kvartettinn eiga ágætlega við á nýj- um tímum á nýju Íslandi.“ Næsta plata í undirbúningi Það var ekki sjálfgefið að fyrsta plata Gissurar Páls yrði jólaplata, og hann kveðst hafa gengið með plötu í maganum í eitt og hálft ár. „Jú, þetta er fyrsta platan mín. En fyrsta hugmyndin var að gefa út plötu með óperuaríum og Hjörleifur ætlaði að safna saman í hljómsveit. Það bíður betri tíma og verður örugglega gert. En þessi plötu- www.nyikvartettinn.is Nýi kvartettinn Gissur Páll, Hjörleifur, Örnólfur og Árni Heiðar. Myndina teiknaði Elísabet Brynhildardóttir. Lögin á plötu Nýja kvartettsins eru öll þekkt og vel kunn jólalög, íslensk, erlend, og erlend lög sem fyrir löngu hafa öðlast tryggan sess meðal íslenskra jólalaga, og nægir þar að nefna titillagið, Hin fegursta rósin er fundin, Það aldin út er sprungið, Frá ljósanna hásal og Ó, helga nótt. Útsetningin á því fyrsta er bráðsnjöll, hefst með djúpri liggj- andi fimmund hjá sellóinu, ekki ósvipað því sem hefði getað verið gert snemma á miðöldum – jafn- vel fyrr. Fiðlan bætir fimmund of- aná í öðru erindi – eins og gæti hafa verið gert síðar á miðöldum og við upphaf endurreisnar. Þriðja erindið er háklassískt og í anda Haydns, og þannig ferðast lagið sjálft í útsetningu sinni í tónlistarsögulegum tíma til nú- tímans. Ferðalagið varpar um leið ljósi á þá staðreynd að lagið er eldgamalt, og hefur fylgt mann- kyninu um aldir. Ferðalag í tíma tónlistarinnarGissur Páll Giss- urarson, Hjörleif- ur Valsson, Örn- ólfur Kristjánsson og Árni Heiðar Karlsson eru Nýi kvartettinn. Sagt er frá athafna- mönnum og farand- verkafólki, knattspyrnuköppum og stjórnmálamönnum og síðast en ekki síst baráttunni um fram- tíð byggðar í Vestmannaeyjum. holar@simnet.is Hér eru sögurnar óteljandi Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS ■ Föstudagur 5. desember kl. 19:30 Víkingur og Bartók Hljómsveitarstjóri: Michal Dworzynski Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3 Ludwig Van Beethoven: Sinfónía nr. 8 Ludwig Van Beethoven: Leonóru-forleikur Einn dáðasti píanóleikari landsins, Víkingur Heiðar Ólafsson, leikur einleik með hljómsveitinni í píanókonsert sem hann lék til sigurs í einleikarakeppni við Julliard- tónlistarháskólann nýverið. ■ Laugardagur 20. desember kl. 14 og 17 Jólatónleikar Jólatónleikar Tónsprotans eru sívinsæl skemmtun og lykilatriði við að komast í jólaskapið hjá þeim fjölmörgu sem láta sig aldrei vanta. Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar eru beðnir um að ganga frá greiðslu sem fyrst. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Bárður Jákupsson Síðasta sýningarhelgi Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð sem verður 8. desember Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu „Lendið“ G unnlaugurScheving
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.