Morgunblaðið - 07.12.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 07.12.2008, Síða 19
sérstakt en ekki fjöldaframleitt í Kína og flutt aftur til landsins og síðan selt sem minjagripur frá landinu,“ segir Árný og bætir við: „Okkur langaði líka að gera tækifærisgjafir fyrir fólk sem er að fara í matarboð og vill gleðja vini sína.“ Helga rifjar upp að á öðru ári hafi hún sótt kúrs sem var sérstaklega um það hvernig það væri að vera atvinnu- laus arkitekt. Þær hafa báðar orðið varar við að Danirnir hafi ekki endi- lega ætlað sér að verða arkitektar á teiknistofu. „Hugurinn hjá þeim var opnari.“ Helga segir að námið veiti þeim undirbúning fyrir margt. Hún segir að það byggist til dæmis á því að fá hug- mynd og þurfa að hlutgera hana. „Hlutverk arkitekts á byggingarstað er að samhæfa verkfræðinga, iðn- aðarmenn, verkkaupa og borgaryf- irvöld, arkitektinn er tengiliður. Það er síðan hægt að yfirfæra það á ýmislegt, þetta þarf ekki endilega að vera á byggingarstað,“ segir hún. „Okkur fannst mikilvægt að fara með vörurnar okkar alla leið, við velt- um fyrir okkur öllum þáttum frá nafni yfir í umbúðir, en þær verða loftþétt- ar,“ segja þær. Þær voru auðvitað í námi á meðan á uppganginum stóð og segja það „ótrú- lega súrt“ að allt fari niður á við eftir útskrift. Þær eru samt bjartsýnar og ákváðu því að gera eitthvað tengt náminu og halda sér þannig við. „Það er fínt að vera saman í þessu, þá verð- ur maður ekki eins svartsýnn,“ segir Helga og Árný útskýrir að hönnunar- vinnan eflist líka með samvinnunni. Vilja aukna vitund um hönnun „Ég er samt í eilífum Pollýönnu- leik,“ segir Helga. „Ég er bjartsýn að eðlisfari. Þetta á eftir að vera erfitt en þetta reddast. Við erum að leggja okk- ar af mörkum og erum ekki einar um það. Núna kemur nýtt og skemmtilegt tímabil, byggt á nýjum gildum. Fólk á eftir að endurskoða forgangsröðun sína og velta fyrir sér hvað skiptir máli,“ segir Helga og spyr hvort fólk vilji að allur sinn tími fari í að skapa peninga og eyða þeim. Þær vilja báðar sjá aukna vitund um íslenska hönnun hjá Íslendingum. „Við erum búnar að vera í Danmörku en þar hefur danskur arkitektúr og dönsk hönnun verið hluti af heimilinu síðan um 1960. Núna fyrst er íslensk hönnun að koma í einhverjum mæli inn á ís- lensk heimili. Fólk er að vakna til með- vitundar um þetta og vill frekar kaupa íslenskt. Það er að átta sig á því að það er ekki endilega allt frábært sem kem- ur frá útlöndum, við getum alveg ým- islegt sjálf. Það sem er íslenskt er aft- ur orðið nothæft og eftirsóknarvert.“ ‘‘NÚNA KEMUR NÝTT OG SKEMMTILEGTTÍMABIL, BYGGT Á NÝJUM GILDUM. 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Vildarkorthöfum VISA og Icelandair býðst nú spennandi jólatilboð. Þeim stendur til boða að velja á milli þriggja jólagjafabréfa hjá Icelandair og greiða fyrir með Vildarpunktum. Gjafabréfin eru tilvalin jólagjöf handa heimsborgaranum í fjölskyldunni. 10.000 Vildarpunktar jafngilda 6.000 króna gjafabréfi 20.000 Vildarpunktar jafngilda 13.000 króna gjafabréfi 30.000 Vildarpunktar jafngilda 20.000 króna gjafabréfi + Gjafabréfin eru eingöngu bókanleg á vefnum okkar, www.vildarklubbur.is BREYTTU VILDARPUNKTUM Í JÓLAGJÖF JÓLAGJAFABRÉF VISA OG ICELANDAIR GILDIR SEM INNEIGN UPP Í FLUGFARGJALD TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA ICELANDAIR Helstu skilmálar: Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald með Icelandair. Hægt er að nota eitt gjafabréf á hvern farþega í ferð. Gjafabréfið er hægt að nota fyrir hvern sem er. Gjafabréfin eru í sölu til 24. desember 2008. Ekki er hægt að breyta gjafabréfi aftur í Vildarpunkta. Gjafabréfið gildir í eitt ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 4 4 3 4 8 12 /0 8 VÖRURNAR frá Stássi eru nú þegar komnar í verslanir en þær má finna í Epal og Safnbúð Þjóðminjasafnsins. Til viðbótar fást gripirnir líka í nýrri verslun sem ber nafnið Herðubreið og er á Barónsstíg 27 en kollegar Árnýjar og Helgu standa á bak við reksturinn. Arkitektastofan Skapa & skerpa bíður kreppuna af sér í vari í kjallara húsnæðis síns en hef- ur þess í stað opnað búðina Herðu- breið á jarðhæð í samvinnu við Bryndísi Sveinbjörnsdóttur fata- hönnuð. Íslensk hönnun blómstrar víðar en Stáss verður einnig með bás á svokölluðum Desembermarkaði sem settur hefur verið upp að Laugavegi 172 við hlið Heklu og er tileinkaður íslenskri hönnun, hand- verki og nytjalist. Markaðurinn byrj- aði á föstudaginn og verður opið í dag á milli 12 og 18. Hann heldur svo áfram næstu helgi. Stelpurnar eru spenntar að taka þátt í markaðnum og þekkja slíka starfsemi vel frá Danmörku þar sem markaðir af þessu tagi blómstra og vonast þær eftir góðum viðtökum hér. Morgunblaðið/RAX Á jólamarkaði Grænt og vænt Jólatréð er sett saman úr tveimur hlutum. Sími 551 3010 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.