Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Látinn er í Stokkhólmi Hjör-leifur Björnsson bassaleik-ari, tæplega 72 ára gamall. Trúlega eru ekki margir undir fimmtugu sem kannast við nafn Hjörleifs því hann hefur verið bú- settur erlendis síðan 1963. Hann hefur heldur aldrei viljað baða sig í sviðsljósinu þó marga sigra hafi hann unnið á listabrautinni og verið akkeri fjölmargra íslenskra tónlist- armanna er dvalið hafa í Svíþjóð. Þótt hann kæmi heim á hverju ári lék hann ekki oft hérlendis. Ég minnist þess að hafa heyrt hann þrí- vegis: Árið 1982 er hann lék á skemmtiferðaskipi sem sigldi á norðurslóðum. Er það gerði stuttan stans í Reykjavík hélt hann tónleika með sænskum félögum sínum úr skipshljómsveitinni og íslenskum djassleikurum; 1999 er hann lék með íslensk/sænsku sveitinni „The Immigrants“ á RúRek-djasshátíð- inni með Halldór Pálsson og Erlend Svavarsson innanborðs og 2002 er hann hélt tónleika í Neskirkju, þar sem vinur hans Reynir Jónasson er organisti, með sænsku hljómsveit- inni „Jazzin Dukes“, en sú hljóm- sveit sérhæfði sig í verkum Duke Ellingtons og lék gjarnan í kirkjum. Hjörleifur var afar traustur bassa- leikari og kunni ógrynni standarða.    Hjörleifur, eða Höddi eins oghann var jafnan nefndur, var Akureyringur og upphaflega gít- aristi. Hann heillaðist ungur af djasstónlist og sat löngum stundum með vini sínum, Sveini Óla Jónssyni trommara, og hlustaði á Goodman, Shearing og Parker. Hann var lag- hentur og smíðaði sjálfur fyrsta gít- armagnara sinn. Hann leysti oft bassaleikarann í „hljómsveit húss- ins“ í Alþýðuhúsinu á Akureyri af hólmi og keypti loks af honum bass- ann sem kallaður var Jón hrak. Hann kom til Reykjavíkur í apríl 1956 til að leika með tríói Gunna Sveins, sem þá var víbrafónleikari og trommari en seinna tónskáldið Gunnar Reynir Sveinsson. Jón Páll var á gítar og Haukur Morthens sá um sönginn. Þetta var mikil vinna fyrir óvanan mann því Gunnar hafði útsett tuttugu/þrjátíu lög fyr- ir sveitina og Hjörleifur ekki vanur að lesa beint af blaðinu. En það var mikið æft og leikið næstum hvert kvöld. Auk þessa stundaði hann nám í bassaleik hjá Einari Waage. 1958 lék hann með hljómsveit Árna Elfars á Nýja Röðli í Skipholti þar sem Jón Sigurðsson blés í trompet, Sveinn Óli sló trommurnar og Haukur söng. 1963 heldur hann svo til Danmerkur með Gunnari Orms- lev og lék þar um tíma og stundaði bassanám við konservatífið. Hann lék lengi í Málmey, settist að í Stokkhólmi 1970 og bjó þar til dauðadags.    Afrekaskrá hans í Svíþjóð erlöng og litrík. Hann lék lengst- um með vinsælustu danssveitum Svía og var laginn við að smeygja Íslendingum þar inn. Rúnar Georgsson lék með honum í sveit Bosse Sylvén þar sem Lise Lynn söng og Þórir Baldursson lék með honum í sveit Bruno Glenmark þar sem Ann-Louise Hanson söng og þeir léku m.a. undir söng ABBA í fyrsta skipti sem sá frægi hópur kom fram í sjónvarpi. Höddi sagði eitt sinn: „Í hjartanu er djasshólfið stærst, en það fer minna fyrir því í vinnunni.“ Þrátt fyrir það fékk hann mörg tækifæri til að leika með frægum bandarísk- um djassleikurum og 1975 var hann á mánaðartónleikaferðalagi í Evr- ópu með einum mesta klarínettu- leikara djassins, Buddy DeFranco, en bassaleikari hans, Marc Rich- mond, átti ekki heimangengt. Þar lék Randy Jones á trommurnar, sem seinna heimsótti Ísland með Dave Brubeck. Buddy var uppá- haldsklarínettuleikari Finns heitins Eydals og fékk Höddi Buddy til að senda Finni kort, sem að sjálfsögðu gladdi akureyrska klarínettusnill- inginn mjög. Af öðrum bandarísk- um djassleikurum sem Höddi lék með má nefna Art Farmer, Dexter Gordon og Teddy Wilson, en með píanómeistaranum lék hann einn á fyrri hluta tónleikanna og kom Wil- son ekki að tómum kofunum er hann stakk upp á lögum. Auk þess lék Höddi undir stjórn Thad Jones, Kai Windings og fleiri djassmeist- ara með Stórsveit Stokkhólms, en mesta upplifunin var þó að leika á bassann með sveitinni með Mel Lewis við hlið sér á trommurnar. 1981 lék Höddi með Halldóri Pálssyni, Jóni Páli og Pétri Östlund á hinu fræga Jamboree djassfestí- vali í Varsjá og þeir Jón Páll léku oft saman í Stokkhólmi og kenndu við sama skóla, Söndra lati, og segir Jón Rafnsson bassaleikari að flestir þeir bassanemendur sem komust þá í tónlistarháskóla í Svíþjóð hafi ver- ið nemendur Hödda. Hann lék einn- ig með stórsveitum sem þeir Er- lendur Svavarsson (Nacka Big Band) og Halldór Pálsson (Royal Big Band) stjórnuðu í Stokkhólmi og skal nú lokið að rekja feril Hödda, þó miklu sé sleppt.    Kannski var mest um verthversu vel Höddi reyndist öll- um er með honum unnu og til hans leituðu. Hann þekkti alla í tónlist- arbransanum í Svíþjóð og allir þekktu hann. Því gat hann hjálpað löndum sínum jafn vel og dæmin sanna við að koma undir sig fót- unum á sænskri grund. „Hann var fínn bassaleikari, fínn í hljómum með góðan tón,“ segir Jón Páll „naut alls staðar virðingar og var traustur vinur.“ Hans mun lengi minnst í sænsku jafnt sem íslensku tónlistarlífi. Hógværi bassameistarinn »Höddi sagði eittsinn: „Í hjartanu er djasshólfið stærst, en það fer minna fyrir því í vinnunni.“ Þrátt fyrir það fékk hann mörg tækifæri til að leika með frægum bandarískum djassleikurum. Klárir í sveifluna Árni Elfar, Gunnar Guðjónsson, Sveinn Óli Jónsson og Hjörleifur Björnsson í sjónvarpsstúdíói á Vellinum um 1960. linnet@simnet.is AF LISTUM Vernharður Linnet Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 20:00 aukas. U Mið 18/3 kl. 20:00 U Fös 13/3 kl. 20:00 frums. U Fim 19/3 kl. 20:00 2.sýn. Ö Fös 20/3 kl. 20:00 3.sýn. Ö Lau 14/3 kl. 13:00 Ö Lau 14/3 kl. 14.30 Ö Mán16/3 kl. 21:00 fors. Ö Þri 17/3 kl. 20:00 fors. Ö Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Ö Mið 1/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/3 kl. 20:00 4.sýn. Fös 27/3 kl. 20:00 5.sýn. Ö Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn. Lau 21/3 kl. 13:00 Ö Lau 21/3 kl. 14:30 Ö Fim 19/3 kl. 21:00 fors. Ö Fös 20/4 kl. 21:00 frums. Ö Fim 2/4 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Lau 28/3 kl. 13:00 U Lau 28/3 kl. 14:30 Ö Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Aukasýningar í sölu, sýningum lýkur í apríl Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Fim 26/3 kl. 21:00 Fös 27/3 kl. 21:00 Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Lau 14/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 17:00 U Lau 21/3 kl. 14:00 U Lau 21/3 kl. 17:00 U Sun 22/3 kl. 14:00 U Sun 22/3 kl. 17:00 U Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00 U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 22.00 Lau 4/4 kl. 19.00 Fös 17/4 kl 19.00 Yfir 140 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Síðasta sýning 15. mars. . Fös 13/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 22.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 22.00 Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 21/3 kl. 22.00 Fös 27/3 kl. 19.00 (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 19.00 Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Lau 21/3 kl. 19.00 Sun 15/3 kl. 20.00 (síð.sýn.) Lau 28/3 kl. 22.00 Mið 1/4 kl. 20.00 Fim 2/4 kl. 20.00 Mið 11/3 kl. 20.00 5kort Fim 12/3 kl. 20.00 6kort Sun 15/3 kl. 20.00 7kort Fim 19/3 kl. 20.00 8kort Fös 20/3 kl. 20.00 9kort Fim 26/3 kl. 20.00 10kort Sun. 29/3 kl. 20.00 Fim. 2/4 kl. 20.00 Fös. 3/4 kl. 19.00 Lau 18/4 kl. 19.00 Sun 19/4 kl. 20.00 Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Æðisgengið leikrit um græðgi, hatur og ást. Fim 12/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Óskar og bleikklædda konan (Litla sviðið) Mið 11/3 kl. 20.00 3. kort Fim 12/3 kl. 20.00 4. kort Sun 15/3 kl. 20.00 5. kort Fös 20/3 kl. 19.00 Fim 26/3 kl. 20.00 Fös 27/3 kl. 19.00 Sun 29/3 kl. 20.00 Sun 5/4 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 19:00 aukas. Fös 13/3 kl. 22:00 aukas. Rachel Corrie (Litla sviðið) Fim 19/3 kl 20.00 frums Fös 20/3 kl. 22.00 2kort Sun 22/3 kl. 16.00 3kort Mið 25/3 kl. 20.00 Fös 27/3 kl. 20.00 Lau 4/4 kl. 20.00 Rústað – aðeins fjórar sýningar eftir! Í samstarfi við Ímagyn Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudagur 12. mars kl. 19.30 Elfa Rún og Bringuier Stjórnandi: Lionel Bringuier Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir Esa-Pekka Salonen: Helix Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 4 Sergej Prókofíev: Fiðlukonsert nr. 2 Elfa Rún hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Á tónleikunum flytur hún fiðlukonsert nr. 2 eftir Prókofíev, sem er einn lagrænasti og vinsælasti fiðlukonsert 20. aldarinnar. Hljómsveitarstjóri er hinn bráðungi og efnilegi Lionel Bringuier, aðstoðarstjórnandi Esa-Pekka Salonen í Los Angeles. Örfá sæti laus. ■ 19. mars kl. 19.30 Atli Heimir sjötugur - afmælistónleikar Stjórnandi: Baldur Brönnimann Einleikari: Melkorka Ólafsdóttir Atli Heimir Sveinsson: Hreinn Gallerí SÚM Atli Heimir Sveinsson: Flautukonsert Atli Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 6 (frumflutningur) Fúlar á móti Fim 12/3 kl. 20:00 9.kortas Fös 20/3 kl. 19:00 Sýning Lau 28/3 kl. 19:00 Syning Fös 13/3 kl. 19:00 10.kort Lau 21/3 kl. 19:00 Sýning Lau 28/3 kl. 21:30 syning Fös 13/3 kl. 21:30 Aukas Lau 21/3 kl. 21:30 Aukas Fös 3/4 kl. 20:00 Syning Sun 15/3 kl. 20:00 11.kort Fim 26/3 kl. 20:00 Aukas Fim 19/3 kl. 20:00 Sýning Fös 27/3 kl. 20:00 Sýning Tenórinn Lau 14/3 kl. 20:00 Gestas Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is LEIKLISTARSAMBAND Íslands opnar í kvöld kl. 20 í Nýlistasafninu fundaröð undir yfirskriftinni Á hverfanda hveli – ábyrgð lista- mannsins. Fjalla fundirnir, sem verða alls fimm, um hlutverk sviðs- listamannsins í umróti dagsins í dag. Fundakvöldin verða á þriðjudögum. Fulltrúum fjögurra fagfélaga innan sviðslista hefur verið falið að sjá um eitt kvöld hverjum en fimmta kvöld- ið verður tileinkað hlutverki lista- manna í endurreisn Íslands. Frummælendur í kvöld eru þau Friðgeir Einarsson leikhús- listamaður, Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri LOKAL, alþjóða leiklistarhátíðarinnar í Reykjavík og Steinunn Knútsdóttir leik- húslistakona. Munu þau ræða um hvernig starfsumhverfi sviðslistamanna hef- ur breyst síðastliðna mánuði og skoða hvort og hvernig leikhúsið eigi að svara því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. Umsjónarmaður fund- araðarinnar er Kristín Eysteins- dóttir leikstjóri. Sama kvöld verða frumfluttir stuttir leiklestrar eftir Kristínu Ómarsdóttur leikskáld. Ber listin ábyrgð? Í umrótinu Kristín Eysteinsdóttir er umsjónarmaður fundaraðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.