Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Súrmjólk á tilboði! Ávaxta- og karamellu- súrmjólk á tilboði í mars. 09 -0 35 4 / H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is LÖGREGLA rannsakar meint kynferðisbrot starfsmanns á meðferðarheimili á Norðurlandi gegn unglingsstúlku á heimilinu. Manninum, sem er á fertugsaldri, hefur verið vikið frá störfum meðan málið er í rannsókn. Þessi sami starfs- maður var sakaður um hliðstætt brot á meðferð- arheimilinu fyrir um ári. Rannsókn á því máli leiddi ekki til ákæru heldur var málið fellt niður á rannsóknarstigi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, staðfesti í gær að rannsókn færi nú fram en vildi ekki tjá sig efnislega um seinna málið þar sem rannsókn væri á frumstigi. „Það eru starfs- reglur Barnaverndarstofu að þegar barn greinir frá kynferðisbroti er þegar í stað óskað eftir lög- reglurannsókn og var það gert í báðum tilvikum af hálfu barnaverndaryfirvalda,“ segir Bragi. Við þær aðstæður er viðkomandi vikið frá störfum þar til rannsókn máls er lokið. Taldi ekki að lög stæðu til uppsagnar Varðandi fyrra málið sagði Bragi að meðan rannsókn fór fram hefði maðurinn tímabundið verið leystur frá störfum. Hann hefði síðan verið fluttur til starfa á drengjaheimili eftir að lög- reglurannsókn leiddi ekki til ákæru. Maðurinn starfaði þar þangað til í haust er því heimili var lokað og fór hann þá aftur í sitt gamla starf á meðferðarheimilinu þar sem eru bæði drengir og stúlkur. Í fyrra málinu var um tvær stúlkur að ræða og greindi önnur þeirra frá kynferðisbroti, að sögn Braga. Rekstraraðili meðferðarheimilisins taldi ekki að lög stæðu til uppsagnar og taldi minni lík- ur en meiri á að maðurinn hefði til sakar unnið. Að mati rekstraraðilans væri flutningur í starfi fullnægjandi varúðarráðstöfun. Framburður stangaðist á Að sögn Braga var niðurstaða fyrri rannsókn- arinnar nokkuð afdráttarlaus, þar sem framburð- ur stúlknanna stangaðist á og gegn eindreginni neitun sakbornings var málið fellt niður af lög- reglu og ákæruvaldi. Umrætt meðferðarheimili er einkarekið en er með þjónustusamning við Barnaverndarstofu. Bragi segir að ákvörðun um að hafa viðkomandi starfsmann áfram í vinnu hafi verið tekin af rekstraraðilanum en Barnaverndarstofa hafi fylgst með framvindu málsins. „Við treystum okkur ekki til að gefa fyrirmæli um uppsögn þessa starfsmanns miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu,“ sagði Bragi en hann hefur dvalið norðanlands síðustu daga til að fara yfir málið. Meint kynferðisbrot á meðferðarheimili rannsakað  Sami maður sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum fyrir ári en málið var fellt niður á rannsóknarstigi  Var tímabundið leystur frá störfum NÝIR eigendur taka við Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblaðsins, í næstu viku. Á hluthafafundi í félag- inu í gær var hlutafé fyrri hluthafa skrifað niður. Þar var jafnframt tek- in ákvörðun um að nýir hluthafar legðu inn nýtt hlutafé, 300 milljónir króna að markaðsvirði. Þórsmörk ehf. átti hæsta tilboð í Árvakur í febrúar, að loknu söluferli sem Íslandsbanki stýrði. Félagið er í eigu Óskars Magnússonar, lög- manns og fjárfestis. Óskar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að vinna nýrra hluthafa við yfirtöku á félaginu gengi sam- kvæmt áætlun og hluthafafundurinn í gær hefði verið mikilvægur áfangi í því. Stutt væri nú í að nýir eigendur tækju formlega við rekstri Árvak- urs. Hluthafar með Óskari Magn- ússyni í Árvakri verða Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórn- arformaður Olís, Guðbjörg Matt- híasdóttir, sem er með fjölskyldu sinni aðaleigandi Ísfélags Vest- mannaeyja hf., Gunnar B. Dungal, fyrrverandi aðaleigandi Pennans, Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækisins Vísis hf. í Grindavík, Þor- geir Baldursson, forstjóri Kvosar sem er móðurfélag prentsmiðjunnar Odda, og Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja. Þá eru áform um að breikka hluthafahópinn enn frekar. Nýir hluthafar taka við Árvakri Morgunblaðið/ÞÖK Hlutafjáraukning samþykkt á fundi ÍSLENSKI þorskurinn, ein verðmætasta útflutnings- afurð landsins til áratuga, hefur átt erfitt uppdráttar á mörkuðum undanfarin misseri. Þessir tveir hér að ofan í Grindavík biðu þess að verða ferjaðir á heimsmarkað þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Verð á þorski hefur lækkað umtalsvert að und- anförnu og þá hefur einnig gætt sölutregðu á mörk- uðum, þannig að birgðir hafa safnast upp. Í sunnudags- blaði Morgunblaðsins verður ítarlega fjallað um stöðu sjávarútvegsins, skuldir hans og markaðsaðstæður. Þá verður einnig horft til framtíðarinnar og nýjum tæki- færum gefinn gaumur. Moegunblaðið/RAX Þorskhausar í Grindavík bíða þess að komast á heimsmarkað HÉÐINN Steingrímsson stórmeist- ari er í 2.-7. sæti með 3½ vinning að lokinni fjórðu umferð Reykjavík- urskákmótsins, sem fram fór í gær- kvöldi í Listasafni Reykjavíkur. Enski stórmeistarinn Stuart Con- quest er efstur á mótinu með fullt hús vinninga. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Henrik Danielsen og alþjóðlegu meistararnir Stefán Kristjánsson og Björn Þorfinnsson koma næstir íslenskra keppenda með þrjá vinninga ásamt Þorsteini Þorsteinssyni sem vann ítalska al- þjóðlega meistarann Luca Shytaj í gær. Það voru ekki einu óvæntu úr- slitin því Hjörvar Steinn Grétarsson gerði jafntefli við bandaríska stór- meistarann Vinay Bhat og Róbert Lagerman gerði jafntefli við slóvak- íska stórmeistarann Stefan Macak. Sverrir Þorgeirsson gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Jón Vikt- or Gunnarsson. Héðinn í 2.-7. sæti með 3½ Stuart Conquest efstur með fullt hús Morgunblaðið/Ómar Skák Héðinn Steingrímsson er efst- ur Íslendinga á Reykjavíkur- skákmótinu eftir fjórar umferðir. KONUR á lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins sem Morgunblaðið hefur rætt við segjast vera áhyggjufullar yf- ir stöðu kvenna í flokknum. Er þar nefnt að sá sem bíði ósigur í kjöri til formanns kunni að lýsa yfir fram- boði til varaformanns en varafor- mannskjör er strax að loknu for- mannskjöri á morgun. Kristján Þór Júlíusson hefur ekki útilokað framboð til varaformanns og leit- aði til einstakra þingmanna flokksins í síðustu viku með stuðn- ing í huga í það embætti, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. | 16 Eru hræddar um stöðu Þorgerðar RÚMLEGA tvöfalt fleiri umsóknir hafa borist um sumarstörf á vegum Nordjobb það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Norræna félagið annast umsóknir fyrir Nordjobb og er þjónustan ætluð ungmennum í leit að sumarvinnu á Norður- löndum. Búist er við miklu atvinnuleysi meðal ungmenna í sumar en um þessar mundir stendur Nordjobb fyrir átaki fyrir ungt fólk með meiraprófsréttindi og verður kynn- ingarfundur haldinn í húsnæði Vinnumálastofnunar föstudaginn 3. apríl. Þá er hægt að leggja inn raf- ræna umsókn á heimasíðunni nor- djobb.net. jmv@mbl.is Ungmenni vilja til Norðurlandanna GRÍMSVÖTN eru í áttunda sæti á lista Discovery Channel yfir 10 merkilegustu eldfjöll allra tíma. Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir það verð- skuldað. „Ég er stoltur fyrir hönd okkar eldfjalla. Ég tel sæti Gríms- vatna og Gjálpar alveg verðskuldað á þessum lista,“ sagði Magnús í við- tali við mbl.is. Í fyrsta sæti eru Síberíuhraun- slétturnar. Þar gaus fyrir 250 millj- ónum ára og þá varð mesta eyðing lífs sem vitað er um í jarðsögunni. Í öðru sæti á listanum er Tambora í Indónesíu, Ólympusfjall á Mars er í þriðja sæti, Santorini í fjórða sæti og Ra Patera á Júpíter í fimmta sæti. Krakatau á Indónesíu er í sjötta sæti og Mauna Kea á Hawaii í sjöunda sæti. Grímsvötn í áttunda sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.