Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 13

Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 HÚSFREYJAN, tímarit Kven- félagasambands Íslands, fagnar 60 ára afmæli í ár. Húsfreyjan hefur fjallað um heimilishald, matargerð og uppskriftir sem endurspegla heimilislíf, fæðuframboð, fæðuval og matarmenningu í landinu. Ritstjóri blaðsins er Kristín Linda Jónsdóttir. „Í Húsfreyjunni er líka sextíu ára saga um baráttumál, vonir og drauma íslenskra kvenna: Þar birt- ist saga heimilanna og samfélags- ins,“ segir í tilkynningu. Tímaritið Hús- freyjan sextíu ára Kristín Linda Jónsdóttir HELGI Vilhjálmsson í Góu hefur hafið undirskriftasöfnun fyrir um- bótum í lífeyrissjóðakerfinu, sem miðar að því að fé sjóðanna sé ávallt nýtt í þágu þeirra sem greiða í þá, en ekki í áhættufjárfestingar. Yfirskrift söfnunarinnar er „Við eigum lífeyrissjóðina“. Undirskriftasöfnunin er á heima- síðunni www.okkarsjodir.is. Morgunblaðið/Heiddi Eru okkar sjóðir NÚ er lokið samkeppni um nafn á menningarhúsi Dalvíkurbyggðar, en húsið er gjöf Sparisjóðs Svarf- dæla til Dalvíkurbyggðar. Stefnt er að því að opna húsið formlega 5. ágúst nk. Þátttaka í samkeppninni var mjög góð. Alls bárust 135 tillögur að nafni á húsið í 63 umslögum, en nafnið Berg var valið. Tillöguna að nafninu áttu þau Júlíus Jón Daní- elsson og Dóroþea Reimarsdóttir og fá þau í verðlaun miða á alla við- burði í húsinu í eitt ár. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Menningarhús í Dal- vík mun heita Berg REYKJANESBÆR tekur þátt í al- heimsátakinu „Vote earth“ með því að slökkva öll götuljós í bænum kl. 20.30 í dag. Íbúar eru hvattir til þess að taka þátt í verkefninu og slökkva ljósin á sama tíma í eina klukkustund. Upplýsingar um verkefnið eru á earthhour.org. Slökkva á ljósum STUTT Sjá flokkaskrá sumarbúðanna 2009 á www.kfum.is 56 flokkar í 5 sumarbúðum 29 leikjanámskeið - Eitthvað fyrir alla! Sumarbúðir KFUM og KFUK Skráning hefst á glæsilegri vorhátíð KFUM og KFUK 28. mars kl. 12 á Holtavegi 28, Reykjavík. Húsið opnar kl. 11:30. Dagskrá: Jón Víðis, töframaður Hoppukastalagarðurinn - heill ævintýraheimur Andlitsmálun Candy floss Kaffitería Blöðrur KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Ölver Hólavatn Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Sumarbúðir KFUM og KFUK Skráning hefst í dag 28. mars kl. 12 Einnig vorhátíð í Sunnuhlíð á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.