Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÝR formaður Sjálfstæðisflokksins, sem verður kjörinn á sunnudag, fær ekki umboð flokks síns til þess að beita sér fyrir því að hefja aðild- arviðræður við Evrópusambandið verði hann starfandi í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóð- arinnar en jafnframt talið mikilvægt að sífellt sé í skoðun hvernig hags- munum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálf- stæðisflokksins.“ Svona hljómar inn- gangur að ályktun landsfundar um Evrópumál, en hún var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Áð- ur en tillagan var borin undir atkvæði felldi fundurinn tillögur, sem annars vegar gerðu ráð fyrir því að formanni flokksins væri falið að undirbúa um- sókn um aðild að ESB og hins vegar að tillaga Evrópunefndarinnar yrði felld og því lýst yfir að ekki yrði sótt um ESB-aðild. Þjóðaratkvæðagreiðsla í lög Í ályktuninni sem samþykkt var segir að kostir aðildar tengist helst gjaldmiðilsmálum og ljóst að ýmis álitamál verði aðeins skýrð í við- ræðum. Sterk lýðræðisleg rök mæli engu að síður með því að þjóðin „skeri úr um svo stórt og umdeilt mál“. Er það skoðun flokksins að ákveði Alþingi eða ríkisstjórn að sækja skuli um aðild að Evrópusam- bandinu skuli fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun. Landsfundurinn telur að setja skuli í almenn lög um framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslna og að hugsanleg niðurstaða úr samningaviðræðum verði ávallt borin undir þjóð- aratkvæði. Ekki á dagskrá Í upprunalegri ályktun, sem var síðan breytt á fundinum, var ályktað að landsfundur samþykkti að fela for- ystu flokksins að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn. Með því að hafna þessu verður ekki betur séð en að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun að hafna því að Evrópumálin verði á dagskrá næstu fjögur árin. Ljóst er að andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu mættu vopn- um búnir á landsfundinn. Ýmsir kvöddu sér hljóðs til þess að andmæla hugmyndum um aðild, þ.á m Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri flokksins. Hæst bar harðorða ræðu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, sem sagði að það væri hægt að taka upp viðræður um samstarf í gjaldmiðilsmálum án þess að sækja um aðild. Björn gagn- rýndi fyrrverandi ríkisstjórn, sem hann sat sjálfur í, og þá sérstaklega utanríkisráðherra fyrir að hafa brugðist rangt við þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Ís- lendingum. „Við ættum ekki að leggj- ast á bónorðshné gagnvart Evrópu- sambandinu,“ sagði Björn og vísaði til þess að ESB hefði tekið afstöðu með Bretum gegn Íslendingum. Hann sagði að fyrrverandi utanrík- isráðherra hefði reynt að „troða okk- ur í Evrópusambandið hvað sem taut- aði og raulaði“. Björn hækkaði róminn til að leggja áherslu á orð sín. Þjóðin segi sína skoðun Bjarni Benediktsson alþing- ismaður sem hefur lýst yfir framboði til formanns sagði að aðeins einn flokkur á landinu hefði aðild á dag- skrá, Samfylkingin, og að hún hefði einangrað sig í Evrópumálum. „Fyrr eða síðar er það [þó] lýðræðislegt að þjóðin fái að segja sína skoðun í mál- inu,“ sagði Bjarni, að því er virðist til þess að leggja áherslu á að mögu- leikanum yrði haldið opnum. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, bað landsfund- argesti að hugleiða að tvö af verð- mætustu fyrirtækjum landsins, Mar- el og Össur, væru hugsanlega á leið úr landi. Með orðum sínum vildi Tóm- as leggja áherslu á að landsfund- argestir horfðu á aðild með opnum huga. Ragnhildur Helgadóttir, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, sagði að svo virtist sem afstaða margra fundarmanna mótaðist af hræðslu. „Þessa óskaplegu hræðslu við aðildarviðræður skil ég ekki,“ sagði hún. Landsfundarfulltrúar sem rætt var við kváðust ekki telja að þessi niðurstaða fæli í sér stefnuleysi í Evrópumálum heldur væri til þess fallin að sætta andstæð sjónarmið innan flokksins. Mættu vopnum búnir  Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ESB  Sjálfstæðismenn hafna aðild, en samt ekki Morgunblaðið/Heiddi KONUR í Sjálf- stæðisflokknum sem Morg- unblaðið hefur rætt við hafa áhyggjur af sinni stöðu í flokknum og er þar tvennt nefnt til sög- unnar. Annars vegar döpur nið- urstaða úr próf- kjöri flokksins í Reykjavík og hins vegar áhyggjur yfir því að sá sem bíði ósigur í formannskjöri lýsi yf- ir framboði til varaformanns nái hann góðu fylgi í formanninn, en kjör varaformanns er strax að loknu kjöri formanns á morgun. Er talið að slíkt geti ógnað stöðu Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur. Kristján Þór Júlíusson alþing- ismaður, sem er í framboði til for- manns, leitaði í síðustu viku eftir stuðningi einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í embætti varaformanns, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Hann úti- lokaði jafnframt ekki að fara í varaformannsslag ef hann biði ósigur í kjöri til formanns í samtali við Viðskiptablaðið á fimmtudag. „Ég hef nú einfaldlega ekki leitt hugann að því,“ sagði Kristján. Kristján Þór bauð sig fram í embætti varaformanns á lands- fundi árið 2005 og beið þar ósigur fyrir Þorgerði Katrínu. Séra Halldór Gunnarsson, sókn- arprestur í Holti, óskaði á lands- fundi eftir fleiri framboðum í emb- ætti varaformanns svo hægt yrði að kjósa um það embætti. Sagði Halldór að ef ekkert ann- að framboð kæmi fram myndi hann sjálfur bjóða sig fram en tók fram að slíkt framboð yrði ekki í alvöru eins og hann sagði. thorbjorn@mbl.is Áhyggjur af stöðu kvenna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir HART var tekist á í starfshópi landsfundar um tillögur Evrópu- nefndar Sjálf- stæðisflokksins á fimmtudags- kvöldið. Sveinn Andri Sveinsson, hæstarétt- arlögmaður og landsfund- arfulltrúi, segir að stuðningsmenn aðildar hafi mætt harðri andstöðu í nefndinni. Sveinn Andri segir að umræðan hafi verið hálfundarleg á köflum og lagði einn fundarmanna til að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að beita sér fyrir því að þjóðin tæki upp „íslenskan dal.“ Sveinn er sjálf- ur hlynntur aðild að ESB. Vildi taka upp íslenskan dal Sveinn Andri Sveinsson SJÁLFSTÆÐISMENN báðust í gær afsök- unar á þeim mistökum sem gerð voru í lands- stjórninni. Í ályktun landsfundar um endur- reisn atvinnulífsins, sem samþykkt var í gær með miklum meirihluta atkvæða, kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn á uppgangstímanum og beri því ójákvæmilega mikla ábyrgð. „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem mið- ur fór en hann átti að gera betur.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, var harðorður þegar hann kynnti drög að ályktun og gagnrýndi meðal annars háa stýrivexti Seðlabankans. Mun minni umræður sköpuðust um ályktun um endurreisnina heldur en um Evrópumálin. Í ályktun um endurreisnina er farið um víðan völl en þar er m.a lögð áhersla á nýja hugsun í heilbrigðis- og menntamálum með aukna áherslu á einkarekstur eða „útvist- un verkefna“. Í ályktuninni kveður við kunnuglegan tón þar sem segir að störfum verði ekki fjölgað með skattahækkunum og árangur náist ekki með ríkisforsjá og höftum. Í þeim hluta álykt- unarinnar er snýr að atvinnulífi og fjölskyldum segir að úrræði þurfi að vera í boði fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með lán. Hugað verði að höfuðstólslækkun lána og greiðsluaðlögun. Höfuðstólslækkun lána er hugmynd sem Tryggvi Þór Herbertsson, fram- bjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi, hef- ur viðrað að undanförnu, en hann leggur til 20% niðurfellingu lána. thorbjorn@mbl.is Vilja niðurfellingu lána  Sjálfstæðismenn báðust afsökunar á mistökum í landsstjórninni  Álykta með höfuðstólslækkun lána  Aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsfundur Sjálfstæðismenn leggja áherslu á nýja hugsun í heilbrigðismálum. Í HNOTSKURN »Sjálfstæðismenn vilja efla skatta ogsamkeppniseftirlit og „viðskipta- legum loftfimleikum“ er hafnað. »Lækka þarf vexti og afnema bergjaldeyrishöft. Endurreisn banka- kerfisins með erlendri eignaraðild og áherslu á heilbrigðan rekstur er æski- leg að mati flokksmanna. »Þá vill flokkurinn að fjármagnverði sett í kynningu á Íslandi og að utanríkisþjónustan einbeiti sér að því að bæta ímynd landsins erlendis. Hvorki Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varafor- maður létu til sín taka í umræðum á landsfundi um Evrópumál í gær. Þorgerður Katrín sagði á við- skiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars sl. að nauðsynlegt væri að nýjum formanni Sjálfstæð- isflokksins yrði veitt umboð á landsfundi til að hefja aðild- arviðræður við Evrópusambandið. Hún sagði þá að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði til þessa talið hags- munum sínum betur borgið utan ESB. Nú væru aðstæður allt aðrar. „Við verðum að fá skýr svör,“ sagði Þorgerð- ur. Hún sagði að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB: „Peninga- málastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor okkar og við- skiptavildin. Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?“ sagði Þorgerður. Leiðtogar flokksins tóku ekki til máls Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.