Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 26
26 Daglegt lífVIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
S
jónvarpsþátturinn Silfur
Egils á tíu ára afmæli í
apríl. „Ég bjóst aldrei við
að vera með þáttinn
svona lengi, en ég er
ekkert að fara að hætta á næst-
unni,“ segir Egill Helgason, um-
sjónarmaður þáttarins. Fyrir
skömmu fékk Egill tilboð um að
taka sæti á lista Framsóknarflokks-
ins fyrir næstu kosningar en af-
þakkaði boðið. „Ég hugsaði mig svo-
lítið um en komst að þeirri
niðurstöðu að ég hefði meiri áhrif
þar sem ég er, auk þess sem ég er
þar í skemmtilegra hlutverki en ég
væri sem óbreyttur þingmaður.“
Bloggið mjög mikilvægt
Hvert finnst þér hlutverk þitt
vera í þjóðmálaumræðunni sem um-
sjónarmaður Silfurs Egils?
„Mér finnst mjög mikilvægt að
allur sannleikurinn um hrunið og
árin þar á undan komi fram. Þetta
er algjört aðalatriði. Ég er ekki
áhugamaður um refsingar eða gapa-
stokka. En ef á að vera líft í þessu
landi næstu áratugina þurfum við
sannleikann og engar refjar. Það er
svo margt erfitt sem bíður í nánustu
framtíð, atvinnuleysi og kjaraskerð-
ing. Þess vegna er svo mikil þörf á
hreinskilni og sannsögli – sem sár-
vantaði svo í síðustu ríkisstjórn. Ég
finn líka að fólk er miklu betur vak-
andi nú en það var fyrir hrun. Það
spyr fleiri spurninga, lætur ekki svo
auðveldlega plata sig. Þetta er já-
kvæða hliðin á öllum þessum ósköp-
um.
Það má segja að hafi orðið bylting
í heilabúinu á Íslendingum. Ég hef
litið á það sem eitt hlutverk mitt að
gefa þessu fólki rödd. Þess vegna
hef ég fækkað stjórnmálamönnum í
þættinum hjá mér og farið að bjóða
fleira fólki af ýmsum sviðum þjóð-
lífsins, venjulegu fólki. Í gegnum
þetta hef ég kynnst mörgu
skemmtilegu, góðu og hugsandi
fólki sem margt er að veita mér
upplýsingar og hugmyndir. Ég hef
líka orðið var við að þar er ekki mik-
il eftirspurn eftir stjórnmálamönn-
um, allir vita að svörin er ekki að
finna í gamaldags flokkspólitískum
þvergirðingi.“
Netið er farvegur nafnlausra
skoðana og þar koma oft fram al-
varlegar órökstuddar ásakanir.
Hvaða áhrif hefur þetta haft?
„Menn ættu ekki að gera of mikið
úr því. Bloggið er mjög mikilvægur
farvegur og það hefur verið í geysi-
lega mikilvægu hlutverki. Ekki bara
sem vettvangur skoðana, heldur líka
sem upplýsingaveita. Margt af því
sem síðar kemur í fréttum er upp-
runnið á blogginu. Mér hefur líka
sýnst að svo ótalmargt sem er sagt
og maður trúir varla hafi síðar
reynst vera sannleikur. Raunveru-
leikinn er fyrir löngu farinn fram úr
villtustu hugmyndum manns – til
dæmis um spillinguna sem hér hef-
ur viðgengist. En bloggið getur ver-
ið hart og óvægið – og stundum
mjög hratt. Tökum til dæmis
Tryggva Jónsson, sem var að vinna
hjá Landsbankanum. Hann kom í
viðtal á mbl.is og sagðist ekki hafa
unnið fyrir Baug síðan 2002. Tveim-
ur mínútum síðar loga bloggheimar
og segja: „Nei, þetta er ekki satt hjá
manninum.“ Fólk sem vissi betur
gaf sig fram. En auðvitað breytir
þetta ýmsum viðmiðum í blaða-
mennsku.
Sumir vilja halda því fram að
bloggið sé einhvers konar for-
arvilpa. Sjálfur hef ég verið að
skrifa á netið síðan í byrjun árs
2000. Nú hef ég þann háttinn á að
ég leyfi athugasemdir við greinar
sem ég skrifa, athugasemdir sem
ekki endilega eru undir nafni. Þessi
háttur er reyndar hafður á í mörg-
um virtum fjölmiðlum, til dæmis á
vef Guardian. Ég fylgist hins vegar
mjög vel með þessum athugasemd-
um. Eyði miskunnarlaust út rógi og
því sem er of persónulega rætið. Ég
get líka sett þá verstu í bann með
þar til gerðum skipunum og það
geri ég ef ég tel þörf á. Því held ég
að mestu sóðarnir hafi forðað sér af
vefnum hjá mér. Bloggið mitt hefur
ekki verið uppspretta kjaftasagna
fremur en Moggabloggið eða blogg-
heimar almennt. Blogg getur vissu-
lega verið gróðrarstía fyrir hatur og
annarlega sjónarmið, en í heildina
finnst mér að áhrif þess hafi verið
jákvæð. Þetta er opinn og lýðræð-
islegur vettvangur þar sem almenn-
ingur getur haft sína rödd – og þar
sem peningamenn geta til dæmis
ekki ráðið hvað birtist og hvað
ekki.“
Gjarn á að halda mínu striki
Er sá tími liðinn að hefðbundnir
fjölmiðlar eins og RÚV og Morg-
unblaðið hafi vald yfir því hvaða mál
komast upp á yfirborðið?
„Þeir hafa ekki lengur þetta
mikla dagskrárvald. En það er ekki
þar með sagt að þeir séu ekki mik-
ilvægir. Mér finnst Morgunblaðið
sjaldan hafa verið betra en eftir
hrunið, og þar má sérstaklega nefna
að viðskiptadeild blaðsins hefur
staðið sig frábærlega í að fletta ofan
af alls kyns tortólumálum og nú síð-
ast í merkri úttekt á einkavæðingu
bankanna. Þar staðfestust reyndar
hlutir sem ég tel mig hafa verið að
segja í mörg ár, oft við litlar und-
irtektir. Þetta olli því að Geir
Haarde baðst afsökunar á einka-
væðingunni við setningu lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins.
Mogginn missti eiganda sinn og
það reyndist hafa feikigóð áhrif.
Ritstjórnin, sem vissi ekki hvort
blaðið myndi lifa deginum lengur,
virðist hafa fyllst metnaði, blaðið
varð gagnrýnna og forvitnara.
Bloggið kemur aldrei í staðinn
fyrir þessa stóru fjölmiðla eins og
Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.
Þeir hafa afl til að kafa ofan í mál,
en um leið eru þeir merkilegar
menningarstofnanir með langa sögu
og hefð. Þetta hef ég fundið sterk-
lega eftir að ég byrjaði að vinna á
RÚV. Bara það að vita af hinu risa-
stóra safni stofnunarinnar, með
röddum þeirra sem á undan komu
og myndum af þeim fyllir mann
lotningu. Eins er það með gagna- og
ljósmyndasafn Morgunblaðsins.
Þetta eru ómetanleg menning-
arverðmæti. En það er ekki lengur
ein miðja, nú geta allir haft sína
rödd og stundum er ekki laust við
að margir séu að æpa í einu. Mín
rödd hefur verið hávær, kannski af
því ég er fyrirferðarmikill og búinn
að ýta mikið frá mér í lífinu.“
Hafa háttsettir menn haft sam-
band við þig og kvartað undan skrif-
um þínum eða áherslum þínum í
Silfri Egils?
„Þeir hafa eiginlega aldrei sam-
band við mig. Ég verð undrandi
þegar ég heyri fólkið í Kastljósi eða
á fréttastofunni kvarta undan því að
aðstoðarmenn áhrifamanna eða ráð-
herrar séu að hringja í það. Mér er
til dæmis sagt að útrásarvíkingarnir
og þeirra fólk hafi sífellt verið að
hringja á fréttastofur landsins og
kvarta ef þeim þótti fréttaflutningur
af sér ekki nógu jákvæður. Oft var
mikil frekja í þessum samskiptum.
Þó hefði gagnrýnin á íslenska fjár-
málaheiminn mátt vera miklu öfl-
ugri, þá hefði kannski mátt forða
okkur frá einhverju af þessum
ósköpum. En ég er svona frekar
gjarn á að halda mínu striki. Ég hef
aldrei farið eftir neinum formúlum
um hvernig maður á að vera í sjón-
varpi, geri þetta bara eftir mínu eig-
in höfði og minni bestu samvisku.
En auðvitað fer ég í taugarnar á
mörgum og geri til dæmis ekki ráð
fyrir því að ég sé hátt á vinsælda-
lista þeirra sem stjórnuðu íslenska
fjármálaundrinu.
Ég er stundum spurður hvort
mér hafi verið hótað eða eitthvað
svoleiðis. Svarið er nei. Og eitt af
því sem heldur mér gangandi er
hvað ég fæ hlýtt viðmót þegar ég
kem út á meðal fólks, á Laugavegi
eða í stórmarkaði. Þá kemst ég
varla afturábak eða áfram því það
eru svo margir sem þurfa að tala við
mig. Yfirleitt er það allt á góðum og
jákvæðum nótum.“
Jóhanna í tísku
Þú ert varla ofarlega á lista
margra stjórnmálamanna.
„Traust á stjórnmálamönnum er
náttúrlega í algjöru lágmarki núna,
maður getur jafnvel notað orðið al-
kul. Einhver stærstu afglöp Íslands-
sögunnar eru að ekki skyldi brugð-
ist miklu fyrr við þegar allt var að
komast á heljarþröm hérna snemma
á síðasta ári. Stjórnmálamennirnir
kusu að bíða og sjá, þeir vonuðu að
þetta myndi bara reddast. Það er al-
gjörlega óboðlegt. Þess vegna má
segja að síðasta ríkisstjórn sé ein sú
versta sem hefur setið á Íslandi.
Sökum þessa og sökum þess hversu
náin tengsl voru milli flokkanna og
ólígarkanna – líkt og birtist til
dæmis í einkavæðingunni – treystir
fólk ekki stjórnmálamönnum.
Ég hef talað um að það hafi verið
einhvers konar blóðskamm-
arsamband milli stjórnmála og við-
skiptalífs. Sjáðu til dæmis Við-
skiptaráð sem montar sig af því
E g i l l H e l g a s o n
Sannleika
og engar
refjar
Morgunblaðið/Kristinn
Sjónvarpsmaðurinn „Það má segja að hafi orðið bylting í heilabúinu á Íslendingum. Ég hef litið á það sem eitt hlut-
verk mitt að gefa þessu fólki rödd. Þess vegna hef ég fækkað stjórnmálamönnum í þættinum hjá mér. “