Morgunblaðið - 28.03.2009, Síða 31
Daglegt líf 31ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Hinn 12. mars sl. minntust Vest-
mannaeyingar þess að aldarfjórð-
ungur var frá því að Guðlaugur
Friðþórsson synti fimm kílómetra
til lands eftir að Hellisey VE sökk
austan við Eyjar. Fimm ungir
menn voru í áhöfn Helliseyjar og
var Guðlaugur sá eini sem komst
af. Árið 1985 réðst Slysavarna-
félag Íslands, nú Slysavarna-
félagið Landsbjörg, í að koma á
fót Slysavarnaskóla sjómanna í
þeim tilgangi að fækka slysum á
sjó.
Árin fimm á undan hafði þjóðin
horft á eftir 15 sjómönnum að
meðaltali á ári látast við störf sín.
Með öflugu starfi Slysavarnaskól-
ans, stærri skipum og betri búnaði
fækkaði banaslysum í tíu manns á
ári að meðaltali fyrstu tíu starfsár
skólans. Árið 2005 voru banaslysin
komin niður í þrjú að meðaltali
miðað við tíu ára tímabil en lang-
þráðu markmiði með banaslysa-
lausu ári í atvinnusjómennsku á
Íslandi var náð á síðasta ári. Eitt-
hvað sem skiptir sjávarútvegs-
pláss, hvar sem er á landinu, svo
miklu.
Á fundi með ferðaþjónustuaðilum í
Vestmannaeyjum og Ásbirni
Björgvinssyni, framkvæmdastjóra
Markaðsstofu Norðurlands, fyrir
skömmu var kannaður hugur
Eyjamanna til þess að fá Flug-
félag Íslands til að fljúga beint
flug milli Akureyrar og Eyja.
Hugmyndin er að byrja á þrem-
ur helgum nú í vor, þannig að
áætlunarvél FÍ, sem kemur til
Eyja síðdegis, flýgur beint til Ak-
ureyrar, svo aftur til Eyja og það-
an til Reykjavíkur. Síðan kæmi
Eyjahópurinn til baka seinni part
sunnudagsins.
Í vetur var sú nýbreytni tekin upp
við Grunnskóla Vestmannaeyja og
Framhaldsskólann að gefa nem-
endum kost á að efla og þroska
sköpunargáfu sína með þátttöku í
FabLab, smiðju Nýsköpunarstofu
í Vestmannaeyjum.
Í FabLab-smiðjunni, sem er sú
eina hér á landi, er að finna tölvu-
stýrðan útskurðarbekk sem nem-
endurnir nota til þess að skera út
nánast allt sem þeim dettur í hug.
M.a. eru þeir að móta Vest-
mannaeyjar með tilheyrandi hæð-
arpunktum. Möguleikar eru á að
samþætta þetta verkefni öðrum
námsgreinum, til að mynda líf-
fræði, samfélagsfræði og tungu-
málum. Nú eru 37 FabLab-
smiðjur í heiminum og er þær að
finna í tíu löndum. Sú nýjasta var
sett upp í Afganistan í janúar og
var Eyjamaðurinn Smári
McCarthy í alþjóðlegum hópi sem
tók þátt í verkefninu.
Það þarf ekki að kynna færeysku
söngkonuna Eivöru Pálsdóttur
fyrir Eyjamönnum, svo oft hefur
hún heimsótt Eyjarnar. Enn einu
sinni er Eivör á leiðinni til Eyja,
hún kemur fram ásamt hljómsveit
sinni í Hvítasunnukirkjunni á skír-
dag, 9. apríl nk. Aðgangur er
ókeypis því tónleikarnir eru í boði
Götu, fæðingarbæjar Eivarar og
vinabæjar Vestmannaeyja.
Þá er hljómsveitin Ný Dönsk
með tónleika í Höllinni 4. apríl en
sveitin er ein vinsælasta dæg-
urlaga hljómsveit landsins í dag
og drengirnir því aufúsugestir.
Slysavarnadeildin Eykyndill
minntist þess sunnudaginn 22.
mars að 75 ár eru frá stofnun
deildarinnar. Boðið var til kaffi-
samsætis í Alþýðuhúsinu þar sem
félagskonur og velunnarar mættu.
Guðfinna Sveinsdóttir er for-
maður Eykyndils en deildin var
stofnuð 25. mars 1934 fyrir til-
stuðlan Páls Bjarnasonar skóla-
stjóra, Dýrfinnu Gunnardóttur,
Ólafs Ó. Lárussonar, Sylvíu Guð-
mundsdóttur, Katrínar Gunn-
arsdóttur kennara og fleiri kvenna
hér í bæ, en stofnfélagar voru 264
konur.
VESTMANNAEYJAR
Ómar Garðarsson fréttaritari
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Kappi Guðlaugur ásamt barna-
barninu, Daníel Andra, þegar skilt-
ið var afhjúpað á sjómannadaginn.ÍSLENDINGAR sýna veiðiferðum
til Grænlands töluverðan áhuga.
Þónokkuð af fólki fór á vegum
Flugfélags Íslands í stang- og
hreindýraveiðiferðir í fyrra og að
sögn Gróu Ásgeirsdóttur hjá mark-
aðssviði félagsins, er þess vænst að
töluverð aukning verði í slíkar
ferðir í sumar.
„Markaðssetningin á veiðiferð-
unum hefur gengið vonum framar.
Erlendir ferðamenn sýna Græn-
landi einnig mikinn áhuga og bók-
anir til allra áfangastaða Flug-
félagsins í Grænlandi eru mjög
góðar fyrir sumarið,“ segir Gróa.
Flugfélagið býður upp á veiði-
og pakkaferðir til Suður-Græn-
lands og til Nuuk. Þær ferðir eru
einkum farnar í júlí og ágúst, en
einnig fram í september. Gróa seg-
ir þaulreynda leiðsögumenn í ferð-
unum.
„Fyrir almennan ferðamann er
eftir ýmsu að slægjast þegar farið
er til Grænlands. Helst er það þó
stórbrotin náttúran sem heillar.
Hægt er að fara í siglingar, göngu-
ferðir og skoða menninguna sem
er mjög áhugaverð,“ segir hún.
Illulisat er nýr áfangastaður
Flugfélagsins, en hann er einn
helsti ferðamannastaður landsins.
Fjörðurinn er á heimsminjaskrá
UNESCO. Einnig er flogið til Nars-
arsuaq og höfuðstaðarins, Nuuk.
Flugfélag Íslands verður með
kynningu á veiðiferðum í verslun
Ellingsen í dag, laugardag, í tilefni
Grænlandsdaga. efi@mbl.is
Á Grænlandi Veiðimaður glímir við sjóbleikju í óbyggðum dal.
Áhugi á veiðiferðum
til Grænlands
Kristinn Ingvarssson
Verðlaun fyrir mynd ársins
Verðlaun fyrir myndaröð ársins
Júlíus Sigurjónsson
Verðlaun fyrir portrett ársins
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Verðlaunafréttir
2008
Blaðaljósmyndarafélag Íslands verðlaunar
fyrir bestu ljósmyndir ársins. Starfsfólk
Morgunblaðsins hefur þannig fengið meirihluta
af þeim fagverðlaunum sem veitt eru á Íslandi
fyrir síðasta ár. Morgunblaðið og mbl.is eru
stolt af sínu fólki og óska hjartanlega til
hamingju með verðlaunin.