Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 31
Daglegt líf 31ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Hinn 12. mars sl. minntust Vest- mannaeyingar þess að aldarfjórð- ungur var frá því að Guðlaugur Friðþórsson synti fimm kílómetra til lands eftir að Hellisey VE sökk austan við Eyjar. Fimm ungir menn voru í áhöfn Helliseyjar og var Guðlaugur sá eini sem komst af. Árið 1985 réðst Slysavarna- félag Íslands, nú Slysavarna- félagið Landsbjörg, í að koma á fót Slysavarnaskóla sjómanna í þeim tilgangi að fækka slysum á sjó. Árin fimm á undan hafði þjóðin horft á eftir 15 sjómönnum að meðaltali á ári látast við störf sín. Með öflugu starfi Slysavarnaskól- ans, stærri skipum og betri búnaði fækkaði banaslysum í tíu manns á ári að meðaltali fyrstu tíu starfsár skólans. Árið 2005 voru banaslysin komin niður í þrjú að meðaltali miðað við tíu ára tímabil en lang- þráðu markmiði með banaslysa- lausu ári í atvinnusjómennsku á Íslandi var náð á síðasta ári. Eitt- hvað sem skiptir sjávarútvegs- pláss, hvar sem er á landinu, svo miklu.    Á fundi með ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum og Ásbirni Björgvinssyni, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, fyrir skömmu var kannaður hugur Eyjamanna til þess að fá Flug- félag Íslands til að fljúga beint flug milli Akureyrar og Eyja. Hugmyndin er að byrja á þrem- ur helgum nú í vor, þannig að áætlunarvél FÍ, sem kemur til Eyja síðdegis, flýgur beint til Ak- ureyrar, svo aftur til Eyja og það- an til Reykjavíkur. Síðan kæmi Eyjahópurinn til baka seinni part sunnudagsins.    Í vetur var sú nýbreytni tekin upp við Grunnskóla Vestmannaeyja og Framhaldsskólann að gefa nem- endum kost á að efla og þroska sköpunargáfu sína með þátttöku í FabLab, smiðju Nýsköpunarstofu í Vestmannaeyjum. Í FabLab-smiðjunni, sem er sú eina hér á landi, er að finna tölvu- stýrðan útskurðarbekk sem nem- endurnir nota til þess að skera út nánast allt sem þeim dettur í hug. M.a. eru þeir að móta Vest- mannaeyjar með tilheyrandi hæð- arpunktum. Möguleikar eru á að samþætta þetta verkefni öðrum námsgreinum, til að mynda líf- fræði, samfélagsfræði og tungu- málum. Nú eru 37 FabLab- smiðjur í heiminum og er þær að finna í tíu löndum. Sú nýjasta var sett upp í Afganistan í janúar og var Eyjamaðurinn Smári McCarthy í alþjóðlegum hópi sem tók þátt í verkefninu.    Það þarf ekki að kynna færeysku söngkonuna Eivöru Pálsdóttur fyrir Eyjamönnum, svo oft hefur hún heimsótt Eyjarnar. Enn einu sinni er Eivör á leiðinni til Eyja, hún kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Hvítasunnukirkjunni á skír- dag, 9. apríl nk. Aðgangur er ókeypis því tónleikarnir eru í boði Götu, fæðingarbæjar Eivarar og vinabæjar Vestmannaeyja. Þá er hljómsveitin Ný Dönsk með tónleika í Höllinni 4. apríl en sveitin er ein vinsælasta dæg- urlaga hljómsveit landsins í dag og drengirnir því aufúsugestir.    Slysavarnadeildin Eykyndill minntist þess sunnudaginn 22. mars að 75 ár eru frá stofnun deildarinnar. Boðið var til kaffi- samsætis í Alþýðuhúsinu þar sem félagskonur og velunnarar mættu. Guðfinna Sveinsdóttir er for- maður Eykyndils en deildin var stofnuð 25. mars 1934 fyrir til- stuðlan Páls Bjarnasonar skóla- stjóra, Dýrfinnu Gunnardóttur, Ólafs Ó. Lárussonar, Sylvíu Guð- mundsdóttur, Katrínar Gunn- arsdóttur kennara og fleiri kvenna hér í bæ, en stofnfélagar voru 264 konur. VESTMANNAEYJAR Ómar Garðarsson fréttaritari Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Kappi Guðlaugur ásamt barna- barninu, Daníel Andra, þegar skilt- ið var afhjúpað á sjómannadaginn.ÍSLENDINGAR sýna veiðiferðum til Grænlands töluverðan áhuga. Þónokkuð af fólki fór á vegum Flugfélags Íslands í stang- og hreindýraveiðiferðir í fyrra og að sögn Gróu Ásgeirsdóttur hjá mark- aðssviði félagsins, er þess vænst að töluverð aukning verði í slíkar ferðir í sumar. „Markaðssetningin á veiðiferð- unum hefur gengið vonum framar. Erlendir ferðamenn sýna Græn- landi einnig mikinn áhuga og bók- anir til allra áfangastaða Flug- félagsins í Grænlandi eru mjög góðar fyrir sumarið,“ segir Gróa. Flugfélagið býður upp á veiði- og pakkaferðir til Suður-Græn- lands og til Nuuk. Þær ferðir eru einkum farnar í júlí og ágúst, en einnig fram í september. Gróa seg- ir þaulreynda leiðsögumenn í ferð- unum. „Fyrir almennan ferðamann er eftir ýmsu að slægjast þegar farið er til Grænlands. Helst er það þó stórbrotin náttúran sem heillar. Hægt er að fara í siglingar, göngu- ferðir og skoða menninguna sem er mjög áhugaverð,“ segir hún. Illulisat er nýr áfangastaður Flugfélagsins, en hann er einn helsti ferðamannastaður landsins. Fjörðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Einnig er flogið til Nars- arsuaq og höfuðstaðarins, Nuuk. Flugfélag Íslands verður með kynningu á veiðiferðum í verslun Ellingsen í dag, laugardag, í tilefni Grænlandsdaga. efi@mbl.is Á Grænlandi Veiðimaður glímir við sjóbleikju í óbyggðum dal. Áhugi á veiðiferðum til Grænlands Kristinn Ingvarssson Verðlaun fyrir mynd ársins Verðlaun fyrir myndaröð ársins Júlíus Sigurjónsson Verðlaun fyrir portrett ársins – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Verðlaunafréttir 2008 Blaðaljósmyndarafélag Íslands verðlaunar fyrir bestu ljósmyndir ársins. Starfsfólk Morgunblaðsins hefur þannig fengið meirihluta af þeim fagverðlaunum sem veitt eru á Íslandi fyrir síðasta ár. Morgunblaðið og mbl.is eru stolt af sínu fólki og óska hjartanlega til hamingju með verðlaunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.