Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 50
50 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
GALLERISTI í New York var á
fimmtudag ákærður fyrir að svíkja
andvirði 88 milljóna dala, um tíu og
hálfan milljarð
króna, út úr við-
skiptavinum sín-
um. Þar á meðal
er tennisstjarnan
John McEnroe,
sem er um-
svifamikill list-
safnari, en alls
sveik gallerist-
inn, Lawrence
Salander, fé af
25 fjárfestum og söfnurum.
Salander rak hið kunna Saland-
er-O’Reilly Gallery og var um tíma
galleristi Louisu Matthíasdóttur og
eiginmanns hennar, Leland Bell.
Meðal annarra listamanna á hans
snærum voru Robert De Niro
eldri, faðir leikarans, en einnig
höndlaði hann með verk listamanna
fyrri alda.
Salender er m.a. ákærður fyrir
að selja hluti í listaverkum sem
hann átti ekki, og einnig fyrir að
selja sama hlutinn í verki aftur og
aftur.
Galleristi
ákærður
Vann með Louisu
Matthíasdóttur
Galleristinn Law-
rence Salander.
ÍTARLEG úttekt
á mjúkum osti og
framtíð hans er
efni bókar sem
vann í gær árleg
verðlaun í Bret-
landi, sem veitt
eru höfundi bók-
ar með furðuleg-
asta titilinn.
Bókin nefnist
The 2009-2014
World Outlook for 60-milligramme
Containers of Fromage Frais og er
eftir Philip M. Parker. Tímaritið
The Bookseller veitir verðlaunin.
Í öðru sæti var bókin Baboon
Metaphysics en hún fjallar um prí-
mata.
Verðlaunin gætu orðið umdeild
því bók Parkers er ekki skrifuð á
hefðbundinn hátt, heldur hefur hann
hannað tölvuforrit sem allrahanda
upplýsingum er safnað inn í og síðan
er bók um það efni sem kaupandinn
er spenntur fyrir prentuð út sér-
staklega fyrir hann.
Bækur sem unnið hafa verðlaunin
eru m.a. Bombproof Your Horse og
Living With Crazy Buttocks.
Ostabók
verðlaunuð
Kápa bókarinnar
er ekki ásjáleg.
MÍMISÞING 2009 – málþing
íslenskunema við Háskóla Ís-
lands – verður haldið í sam-
starfi við Reykjavíkurakadem-
íuna í dag.
Á þinginu flytja íslensku-
nemar fyrirlestra um rann-
sóknir sínar. Með annars verð-
ur fjallað um kaldhæðni, erótík
í fornaldar- og riddarasögum
og hlutverk augna í íslenska
táknmálinu.
Mímisþing er haldið í fundarsal Reykjavík-
urakademíunnar og hefst skipulögð dagskrá
klukkan 12 í dag, laugardag, og stendur til 17.30
en tvö hlé verða gerð á dagskránni.
Allir eru velkomnir.
Hugvísindi
Kaldhæðni, erótík
og hlutverk augna
Frá Reykjavíkur-
akademíunni.
LEIRLISTARFÉLAG Ís-
lands býður í dag, laugardag,
milli klukkan 15 og 17, upp á
hljóðfæraleik með hljómsveit-
inni Mojito í Bókasafni Mos-
fellsbæjar. Boðið er upp á tón-
list í tengslum við
„HönnunarMars“.
Hljómsveitin Mojito leikur
tónlist sem samanstendur af
klassískum gítarverkum með
suðrænum blæ.
Boðið verður upp á notalega stemningu með
kertaljósum og léttum veitingum.
Hljóðfæraleikurinn er í tengslum við duftkerja-
sýningu félagsins, Aska í öskju, í Listasal Mos-
fellsbæjar. Sýningin verður opin á sama tíma.
Hönnun
Tónlist og
duftkerasýning
Frá Bókasafni
Mosfellsbæjar.
GÍTARLEIKARARNIR
Björn Thoroddsen og hinn
sænski Ulf Wakenius leika
saman á tónleikum á Nalen í
Stokkhólmi 3. apríl. Þeim til
aðstoðar verður bassaleikarinn
Jón Rafnsson.
Wakenius er þekktasti
djassgítarleikari Svía og hefur
hróður hans borist víða.
Á undanförnum árum lék
Wakenius m.a. mikið með
Niels Henning Örsted-Petersen og Oscar Pet-
erson. Björn hefur einnig verið að hasla sér völl
ytra og hefur leikið víða. Í auglýsingu í Svíþjóð er
því slegið fram að tveir af allra fremstu gítaristum
Svíþjóðar og Íslands leiki saman í fyrsta skipti.
Tónlist
Björn og Wakenius
leika saman
Björn
Thoroddsen
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÍSLENSKAR bíómyndir mæta
sterkri þörf einstaklingsins til að
skapa sér sérstöðu í litlu samfélagi
þar sem allir þekkja alla,“ segir Sab-
ine Schirdewahn, annar tveggja sýn-
ingarstjóra sýningarinnar Ísland
::Kvikmyndir, sem opnuð verður í
Þjóðmenningarhúsinu í dag. Á sýn-
ingunni verður dregin upp mynd af
þróun íslenskrar kvikmyndagerðar
á árunum 1904-2008.
Opið skjalasafn kvikmyndanna
Sýningarstjórarnir, Sabine og
Matthias Wagner K, skapa sína list-
rænu sýn á íslenska kvikmyndasögu
með því að setja sýninguna upp sem
opið skjalasafn, þar sem hægt er að
fá yfirsýn yfir helstu sérkenni ís-
lenskrar kvikmyndagerðar og upp-
lifa þjóðfélags- og menningarsögu
Íslendinga síðustu 100 ár.
Spurð um hvers konar sögu hún
lesi úr rannsóknum sínum á íslensk-
um kvikmyndum, segir Sabine
Schirdewahn að þau Wagner séu
þeirrar skoðunar að íslensk kvik-
myndagerð hafi sérstöðu gagnvart
kvikmyndagerð í öðrum löndum, og
eigi það einkum við um leiknar
myndir. „Við getum reynt að skýra
ástæður þess.
Skyldleiki við töfraraunsæið
Með Íslendingasögunum verður
fljótt til raunsær frásagnarstíll í
hæsta gæðaflokki og án allegóríu.
Þar með skapaðist einstaklega breið
munnleg og skrifleg frásagnarhefð
sem þjóðin hefur borið uppi í gegn-
um aldirnar. Jafnframt spunnust inn
í frásagnirnar goðsagnir, óljós fyr-
irbæri og draumar sögupersóna, en
þessa þætti er einnig að finna í svo-
kölluðu „töfraraunsæi“ suður-
amerískra bókmennta.“
Sabine segir að þessi frásagn-
arhefð lýsi samskiptamynstri sem
endurspeglist á sérstakan hátt í
kvikmyndum og listum. „Þar er
sjónum beint að lífi einstaklinga sem
sækjast bæði eftir að tengjast öðr-
um og reka sig á og standa því oft
einir gagnvart sjálfum sér. Við erum
þannig vakin til umhugsunar um
þjóðfélagið í heild, samfélag í ákafri
leit að sjálfsskilningi og sjálfs-
ímynd.“
Bókmenntafrásögn á filmu
Kvikmyndirnar eru að mati Sab-
ine næstum eins og flutningur bók-
menntalegrar frásagnarhefðar yfir á
miðlunarefnið filmu. Hin innri þörf
íhugunar, hin óbeina leið samskipta
sökum einangrunar og ættarvið-
kvæmni þjóðfélagsins hafi fundið
sjónræna samsvörun sína í kvik-
myndinni.
„Ef kvikmyndir miðla þjóðarsál-
inni út á við, þá má segja að í íslensk-
um kvikmyndum eigi sér stað leit að
sjálfsmynd sem geri mögulegt að
greina sig frá öðrum. Þegar litið er á
íslenska samfélagið utan frá má
segja að grunnuppbygging þess sé
ekki sambærileg og í öðrum löndum,
því hugmyndin um að þjóðin sé öll
ein fjölskylda er sterk og lögð rækt
við hana í ættfræðiþekkingu ein-
staklinganna og sameiginlegri
ímyndun heildarinnar.“
Sabine Schirdewahn segir ís-
lenskt kvikmyndagerðarfólk vinna
að þróun myndmáls sem sé ekki
undir sterkum áhrifum af listrænum
stílbrögðum. Efni kvikmyndanna sé
alfarið miðlað í gegnum einstakar
persónur, beint og milliliðalaust.
„Heimskreppan hefur bein áhrif –
sér í lagi á þjóð eins og Ísland með
sinn litla gjaldmiðil. Það má gera ráð
fyrir því að þessi reynsla muni koma
fram í listum almennt og þó sér-
staklega í kvikmyndum.“
Þjóð í leit að sjálfsskilningi
Sýning um sögu íslenskra kvikmynda opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í dag
Þjóðmenningarhús fagnar aldarafmæli og fleiri sýningar opnaðar
Morgunblaðið/Heiddi
Sabine Schirdewahn „Það má gera ráð fyrir því að reynslan af kreppunni
muni koma fram í listum almennt og þó sérstaklega í kvikmyndum.“
TRÍÓ eftir Karólínu Eiríksdóttur verður
frumflutt á tónleikum Tríós Reykjavíkur í
Hafnarborg á sunnudagskvöldið, en verkið
samdi Karólína að beiðni tríósins í tilefni af 20
ára afmæli þess í haust.
Tríó Reykjavíkur skipa Peter Máté, Guðný
Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran, og segir
Gunnar verk Karólínu sverja sig í ætt hennar
verka. „Tríó Karólínu er í tveimur þáttum, og
það er gaman að segja frá því, að í seinni þætt-
inum, sem heitir Andlit í skýjum, vitnar hún
bæði í einleiksverkið In vultu solis [Í andliti
sólar], sem hún samdi fyrir Guðnýju, og líka í
sellóverkið Skýin, sem hún samdi fyrir mig
fyrir nokkrum árum. Nafn þáttarins og tilvís-
anirnar tengja eldri verkin við það nýja,“ segir
Gunnar. „Fyrri þáttur tríósins heitir Tilbrigði.
Þetta er mjög a-tónal tónlist og alltaf spenn-
andi að frumflytja ný verk. Tríóið er mjög ein-
kennandi fyrir verk Karólínu, hún hefur alveg
sérstakt tónmál sem lýsir sér best í skýrleika
og tærleika í áferð.“
Silungakvintettinn leikinn með gestum
Önnur verk á efnisskránni eru Dúett fyrir
selló og kontrabassa eftir óperutónskáldið
Gioacchino Rossini, Þrír madrígalar fyrir fiðlu
og víólu eftir tékkneska tónskáldið Bohuslav
Martinu, og loks Silungakvintettinn eftir
Schubert. Gestir Tríós Reykjavíkur á tónleik-
unum verða Helga Þórarinsdóttir víóluleikari
og Richard Korn kontrabassaleikari.
Þetta eru síðustu tónleikar starfsárs Tríós
Reykjavíkur, og segir Gunnar veturinn hafa
gengið vel. „Við vitum að fjárhagslega er róð-
urinn þungur fyrir menninguna í landinu eftir
ósköpin sem dunið hafa yfir okkur. Hins vegar
held ég að viljinn til þess að njóta menningar
og lista hafi jafnvel aukist hjá fólkinu í land-
inu. Það þarf eitthvað að koma í staðinn fyrir
tómið í sálum fólks. Það segir sig sjálft með
tónleikaröð eins og okkar, sem byggist á
styrkjum og sölu áskrifta, að hún er viðkvæm
fyrir því að missa kannski stærsta hluta þeirra
fyrirtækja sem styrkja okkur með kaupum á
áskriftum. Það hefur haldið lífinu í þessu, en
nú má búast við töluverðri breytingu á því. En
auðvitað vonumst við til að geta haldið starf-
seminni gangandi, því það er mikilvægt fyrir
fólk sem vill spila að það hafi tækifæri til
þess.“ begga@mbl.is
Sérstakt tónmál sem lýsir sér best í tærleika
Morgunblaðið/RAX
Karólína Eiríksdóttir Sækir efnivið í einleiks-
verk sem hún samdi fyrir Gunnar og Guðnýju.
Tríó Reykjavíkur frumflytur Tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur í Hafnarborg
Í dag verður hátíðardagskrá í Þjóð-
menningarhúsinu í tilefni af því að
öld er nú liðin frá því að starfsemi
hófst í húsinu. Húsið var reist yfir
Landsbókasafnið og Lands-
skjalasafnið á árunum 1906 –
1908. Forngripasafnið og Nátt-
úrugripasafnið áttu einnig sama-
stað í húsinu fyrstu áratugina.
Söfnin fjögur komu sér fyrir í hús-
inu og 28. mars 1909 var lestr-
arsalur Landsbókasafnsins, hjarta
hússins, opnaður almenningi með
viðhöfn.
Hátíðardagskráin verður í bóka-
salnum og við það tækifæri verða
nýjar sýningar auk sýningarinnar
Ísland – kvikmyndir, en þær eru:
Að spyrja náttúruna – saga Nátt-
úrugripasafns Íslands og Þjóð-
skjalasafn Íslands – 90 ár í Safna-
húsi.
Þjóðmenningarhúsið fagnar aldarafmæli
Líður ekki eins og
stjörnu, get nú ekki
sagt það, Björk er dæmi
um fræga manneskju. 52
»