Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 13
en íslensk fyrirtæki hafa efni á. „Það
hefur myndast mjög alvarleg staða á
mörkuðum, meðal annars í Portúgal.
Fyrirtæki sem ekki hafa efni á því að
halda birgðir, til að forðast sölu í neyð
á óhagstæðu verði, eru í verulegum
vanda. Það þarf að höggva á þann
hnút. Bankarnir hafa ekki veitt fyr-
irtækjum svigrúm til að safna birgð-
um, og því þarf að breyta. Ef það
verður ekki gert er ekkert annað
hægt að gera en að stoppa rekstur
þeirra sem verst standa alveg svo hin
fyrirtækin sogist ekki með þeim nið-
ur. Það mun óhjákvæmilega gerast ef
markaðsverðið lækkar niður úr öllu
valdi,“ segir Sigurgeir.
Hann sat fund með Steingrími J.
25. mars síðastliðinn þar sem hann
kynnti sín viðhorf varðandi þessi mál.
„Því miður hefur ákvörðunarfælni
verið sjálfstætt vandamál í íslensku
atvinnulífi að undanförnu. Á meðan
menn þora ekki að taka á vanda-
málum, stórum og smáum, þá mun
staðan versna. Stundum geta ákvarð-
anirnar verið erfiðar en það má ekki
víkja sér undan þeim. Bankarnir, og
stjórnvöld, verða a.m.k. að hafa hug-
rekki til að meta stöðuna og taka
ákvarðanir um hvað sé best að gera,“
segir Sigurgeir.
Vonandi meira af
„Fish and chips“
Verð á fiski sem seldur hefur verið
til Bretlands hefur lækkað mikið. Þar
ræður ekki síst erfið staða efnahags-
mála þar í landi, sem er ein sú versta
sem Bretar hafa staðið frammi fyrir.
Á síðustu fjórum mánuðum hefur
pundið fallið um 30 prósent, og mörg
af stærri fjármálafyrirtækjum lands-
ins hafa verið þjóðnýtt að stórum
hluta. Útlán til fyrirtækja eru í lág-
marki sem síðan skilar sér almennt í
minni neyslu. Hún hefur dregist
skarpt saman undanfarin misseri.
Þetta hefur mikil áhrif á fiskmark-
aði þar sem birgðasöfnun og verð-
lækkanir eru viðvarandi vandamál,
og ekki sér fyrir endann á þeirri þró-
un samkvæmt viðmælendum Morg-
unblaðsins.
Til framtíðar gæti neysla á ódýrari
mat, og ódýrari tegundum af fiski,
aukist nokkuð. Kreppan getur ekki
slegið á þörf mannfólksins fyrir mat
þótt neyslan kunni að breytast, með
sársaukafullum afleiðingum fyrir ís-
lensk fyrirtæki. Í stað þess að ís-
lenskur þorskur sé borinn fram á fín-
ustu veitingahúsum, þar sem hann
hefur verið algengur á matseðlum,
kann að verða algengara að hann
verði seldur í ódýrari framleiðslu, svo
sem á þjóðarrétti almúgans í Bret-
landi; fiski og frönskum eða Fish and
chips. Íslenskur fiskur, einkum
þorskur, hefur í áratugi verið notaður
í þann rétt en hefur í seinni tíð verið
að hasla sér völl sem hágæðalúxusv-
ara. Ekki að ástæðulausu.
Stendur af sér storminn
Sjávarútvegurinn, eins og annar
atvinnuvegur í landinu, glímir nú við
erfiðleika sem rekja má að miklu leyti
til hruns íslensku krónunnar og
bankakerfisins. Líkt og í öðrum at-
vinnuvegum hafa rekstrarhorfur
versnað til muna. Á síðasta ári fór
gengisvísitala íslensku krónunnar úr
110 í byrjun árs í 216 í lok árs. Þetta
hefur haft slæm áhrif, svo vægt sé til
orða tekið, á eiginfjárstöðu allra ís-
lenskra fyrirtækja með skuldir í er-
lendri mynt. Stór hluti sjávarútvegs-
fyrirtækja hefur búið þannig um
hnútana, enda tekjur að nær öllu leyti
í erlendri mynt. Stöðugleikinn er
mestur – í eðlilegu árferði – ef skuld-
irnar eru í sömu mynt og tekjurnar.
Í ljósi verðfalls á erlendum mörk-
uðum hefur veiking krónunnar ekki
skilað sér með sama hætti á tekju-
hliðinni. Hún helst niðri á meðan
skuldirnar hafa svo gott sem tvöfald-
ast. En „öll nótt er ekki úti enn“, eins
og einn viðmælenda komst að orði.
Þrátt fyrir miklar skuldir, og erf-
iðar markaðsaðstæður, telja flestir
þeirra sem útgerðarmanna sem
Morgunblaðið ræddi við að atvinnu-
vegurinn muni ná sér að nýju. „Það
hefur byggst upp mikil þekking í
greininni, á ýmsum sviðum, sem mik-
ilvægt er að viðhalda. Flest sjáv-
arútvegsfyrirtæki í landinu byggja
starfsemi sína á stöðugum rekstri, og
faglegri starfsemi á allan hátt. Það
gefur augaleið að öll kúvending á
rekstraraðstæðum í greininni, ofan í
þau vandamál sem hrun krónunnar
hefur skapað, getur hreinlega verið
banabiti hennar,“ segir Sigurgeir og
vitnar til þess að breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu, sem oft er
nefnt kvótakerfi, væru var-
hugaverðar við þær aðstæður sem
uppi eru.
Sársaukafullur
sveigjanleiki?
Miklar lækkanir á hrávörumörk-
uðum í heiminum, fiskur þar á meðal,
eru líklegar til þess að valda miklum
breytingum á neysluvenjum í heim-
inum, ef marka má umfjöllun The
Economist í fréttaskýringu í febrúar.
Fyrirsögn skýringarinnar var: Veldu
ódýara (Choose cheaper), og var vitn-
að til þess að fólk myndi nú velja
ódýrari kosti en áður. Fólk hefði úr
minna fé að spila og því væri tími fyr-
irtækjanna sem kæmu á markað með
vörur á þeim forsendum „runninn
upp“.
Í því felast tækifæri, að mati Sig-
urgeirs. Íslenskan fisk mætti selja
inn á nýja markaði, og „markaðs-
aðstæður eru alltaf að breytast. Ís-
lenskur sjávaútvegur hefur staðið
frammi fyrir því áður. Það eru tæki-
færi við allar breytingar og þau þarf
útvegurinn að nýta sér. Ég tel að það
sé hægt, en þá þarf að vera fyrir
hendi gott skipulag og samheldni.
Það er hægt að gera betur á þeim
vettvangi“, segir Sigurgeir.
Næstu mánuðir gætu skipt miklu
máli upp á framhaldið í íslenskum
sjávarútvegi.
Markaðsaðstæður þurfa að
breytast til hins betra því úthald
margra fyrirtækja í greininni er á
þrotum, samkvæmt viðmælendum.
Menn þurfa að vera snarir í snún-
ingum.
grín“
Morgunbalðið/RAX
í Landeyjafjöru. Mikil óvissa er í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.
!
!'((''((,
#
!
"
" !
!
"
$#
» … svo sem á þjóðarrétti almúgans í Bret-landi; fiski og frönskum eða Fish and chips.
Íslenskur fiskur, einkum þorskur, hefur í áratugi
verið notaður í þann rétt.
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
„VISSULEGA er staða sjávar-
útvegsfyrirtækja erfið, og víða
slæm, en samt er ég viss um að
skuldastaðan er ekki eins slæm og
haldið hefur verið fram,“ segir Sig-
urgeir B. Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Hann hefur gert sjálfstæða rann-
sókn á skuldastöðu sjávarútvegs-
fyrirtækja, það er þeirra sem eru
með 62 prósent af veiðiheimildum
innan sinna vébanda. Samkvæmt
hans mati eru heildarskuldirnar
rúmlega 400 milljarðar, upp-
reiknað, með skuldum vegna gjald-
miðlaskiptasamninga. Þær eru
taldar vera um 30 milljarðar króna.
Þetta er um 20 prósent lægri
upphæð en tekin hefur verið saman
í bankakerfinu, meðal annars hjá
Seðlabanka Íslands, við fyr-
irspurnum um þessi mál.
Aðspurður hvora töluna Sig-
urgeir telji rétta segist hann telja
að skuldirnar hjá bönkunum séu of-
mældar. „Ég held að skuldirnar séu
minni. Menn hafa verið að telja til
skuldir sem ekki tilheyra íslenskum
sjávarútvegi. Meðal annars geta
þar verið inni skuldir eignarhalds-
félaga sem eru eigendur sjávar-
útvegsfyrirtækja. Allar fjárfest-
ingar þeirra þurfa hins vegar ekki
að tengjast sjávarútvegi. Þær geta
til dæmis tengst hlutabréfa-
kaupum,“ segir Sigurgeir.
Margir eigendur sjávarútvegs-
fyrirtækja hafa á undanförnum ár-
um verið nokkuð stórtækir á hluta-
bréfamarkaði. Ekki liggja fyrir
nákvæmar tölur um fyrir hversu
mikið félög sem ráða yfir veiði-
heimildum hafa keypt af hlutabréf-
um, en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins nema þær tugmillj-
örðum króna. Bæði í Landsbank-
anum og Glitni voru umsvifamikil
félög í sjávarútvegi á meðal 20
stærstu hluthafa í bönkunum, þeg-
ar þeir féllu í október, svo dæmi séu
tekin.
Fall bankanna hefur því haft um-
talsverð bein áhrif á fjárhag eig-
enda stórra sjávarútvegsfyrirtækja
hér á landi.
Telur skuldirnar ofmældar
Niðurstöður skoðunar á ársreikningum sjávarútvegsfyr-
irtækja gefa aðra mynd en gögn frá bönkum og LÍÚ
Í HNOTSKURN
» Sigurgeir skoðaði árs-reikninga sjávarútvegs-
fyrirtækja í landinu þegar
hann var að reyna að kanna
skuldastöðu sjávarútvegsfyr-
irtækja.
» Margir stórir eigendursjávarútvegsfyrirtækja
voru meðal stórra hluthafa í
bönkunum þegar þeir féllu í
október.
Morgunblaðið/RAX
Fiskur Skuldastaða sjávarútvegsins er alvarleg. Deildar meiningar eru um hversu slæm hún er.