Morgunblaðið - 29.03.2009, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
því í desember hefur afskrift-
arþörfinni verið mætt að einhverju,
en þó ekki öllu leyti.
Þá er einnig rétt að geta þess að
hér er ekki tekið tillit til vænt-
anlegs taps lífeyrissjóðanna af
gjaldeyrisskiptasamningum, en það
gæti orðið umtalsvert.
Má því lesendum vera ljóst að í
umfjölluninni hér er varlega farið í
að meta afskriftarþörf lífeyrissjóð-
anna, en þrátt fyrir það er afkoman
umtalsvert verri en opinberar tölur
gefa til kynna.
Staða lífeyrissjóðanna er einnig
mjög mismunandi, einfaldlega
vegna þess hve aldursskipting inn-
an þeirra er mismunandi. „Sjóðir,
sem hafa hátt hlutfall félaga, sem
þegar þiggja lífeyri, eða munu gera
það fljótlega, munu koma verr út
úr þessu áfalli en aðrir,“ segir Pét-
ur Blöndal alþingismaður. „Sjóðir
eins og Lífeyrissjóður verzl-
unarmanna hafa hátt hlutfall yngri
félaga, sem greiða munu iðgjöld
um áratugaskeið í viðbót. Þessir
sjóðir hafa meira svigrúm til að
vinna upp tap síðasta árs. Aðrir
sjóðir, eins og til dæmis Lífeyr-
issjóður bænda, hafa þungar byrð-
ar og hlutfallslega færri greiðendur
iðgjalda. Þeir munu eiga erfitt upp-
dráttar vegna þess.“
Framhald á mánudag
% #$!&'()
')-,- %
* &
)
).//' &
' ()
*
0112
+
' ()
*
0',32
+&'()
03'12
* &
)
)/' ,
*
03( ,
& 03 ,
& 0-./ 4 0"! 5 ! '((1
).,-'
* ,,
&
% )
/1' Þegar litið er á tölur Seðlabanka Íslands um efnahagslega stöðu líf-eyrissjóðakerfisins kemur í ljós að erlend hlutabréfaeign lífeyr-issjóða hefur lítið minnkað í krónum talið. Í upphafi árs 2008 nam
eign sjóðanna í erlendum hlutabréfum og
hlutabréfasjóðum 337,4 milljörðum króna.
Ári síðar nam þessi tala hins vegar 295,7
milljörðum. Í prósentum nemur lækkunin því
12,3%. Ekki er vitað hve mikið af erlendum
hlutabréfum lífeyrissjóðirnir hafa selt á
árinu. Athuga ber að hér er horft framhjá
blönduðum verðbréfasjóðum, sem í eru bæði
skulda- og hlutabréf.
Hafa ber hins vegar í huga að á tímabilinu
hrundi gengi krónunnar um nær helming. Að
öllu öðru óbreyttu hefði hlutabréfaeign líf-
eyrissjóðanna því átt að vera um 480 millj-
arða króna virði.
Margt breyttist hins vegar á síðasta ári og
lækkuðu erlendar hlutabréfavísitölur gríð-
arlega. Sem dæmi má nefna að S&P 500-
vísitalan bandaríska lækkaði um 62% í fyrra. Frammistaða íslensku líf-
eyrissjóðanna á erlendum hlutabréfamörkuðum er því mun betri en ella
vegna þess hve gengi krónunnar hefur lækkað.
Áhættudreifing erlendis
Þá er einnig athyglisvert að skoða hlutfall erlendra hluta- og skulda-
bréfa. Í upphafi árs 2008 áttu lífeyrissjóðirnir 24,5 milljarða króna í er-
lendum skuldabréfum og í árslok var þessi tala komin í 31,9 milljarða.
Nam erlend skuldabréfaeign lífeyrissjóðanna því aðeins um 7,2-10,8% af
erlendri hlutabréfaeign. Hafa ber í huga að því fer fjarri að öll erlend
skuldabréf lífeyrissjóðanna hafi verið ríkisskuldabréf.
Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru einkum hugsaðar til
áhættudreifingar, þ.e. að minnka áföll vegna hugsanlegrar efnahags-
legrar kreppu á Íslandi. Í ljósi þess að á krepputímum hækka ríkistryggð
skuldabréf gjarnan í verði þá vaknar sú spurning hvort ekki hefði verið
eðlilegra að íslensku lífeyrissjóðirnir hefðu lagt meiri áherslu á erlend
ríkistryggð skuldabréf í stað hlutabréfa. Ávöxtun af erlendum rík-
isskuldabréfum hefur almennt verið ágæt undanfarin ár og því fer fjarri
að sjóðirnir hefðu tapað á slíkri fjárfestingu, einkum í ljósi þess hvernig
fór.
Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, segir að
eftir á að hyggja sé auðvelt að sjá hvar menn hafi ekki átt að vera. „Ef
gagnrýna á íslenska lífeyrissjóði fyrir lélega áhættustýringu hlýtur gagn-
rýnin fyrst og fremst að vera sú að þeir hafi fjárfest of mikið í eigin hag-
kerfi. Betra hefði verið að hafa stærri hluta eigna erlendis dreifðan á
fleiri hagkerfi. Það hefur hins vegar verið rík krafa til íslenskra lífeyr-
issjóða að þeir fjárfesti innanlands og taki þátt í uppbyggingu íslensks
atvinnulífs og skapi þannig velmegun og störf í landinu.“
Benedikt Jóhannesson tekur í sama streng. „Eigi einhver uppbygging
að eiga sér stað í landinu á næstu árum eftir hrunið verður fjármagnið til
þeirrar uppbyggingar að koma einhvers staðar að. Lífeyrissjóðirnir eru
mikilvægur bakhjarl efnahagslífsins, einkum á erfiðum tímum.“
FJÁRFESTINGAR Í ÚTLÖNDUMævikvöld
Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is, hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi.
Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra fjárfesta.
Ríkisvíxlasjóður er fyrir þá sem kjósa að fjárfesta í eignum sem
tryggðar eru af ríkinu, vilja ávaxta fé sitt til þriggja mánaða eða
lengur og halda sveiflum í lágmarki.
RÍKISVÍXLASJÓÐUR
Víxlar og stutt skuldabréf útgefin af eða með ábyrgð íslenska ríkisins.
Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum
Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur
Litlar sveiflur í ávöxtun
Enginn binditími
ÞÉR BÝÐST EKKI MEIRA ÖRYGGI EN RÍKISÁBYRGÐ
10% innlán
90% ríkisvíxlar
og ríkisskuldabréf
Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu
í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðina, þ.á m. nánari
upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og
sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, sem greinir frá að
ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta,
og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
45
22
9
03
/0
9