Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 18

Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 18
18 Hönnun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Listakonan Katrín Ólína Péturs- dóttir hefur hannað fjögur tarotspil, sem hún sýnir á HönnunarMarsi á yfirstandandi hönnunardögum í Reykjavík. Spilin eru sýnd í auðu verslunarrými við Laugaveg 37 og hefur Katrín Ólína látið gera sér- staka útgáfu af þeim, sem eru 1 metri og 30 sentimetrar á hæð. En af hverju skyldi hún hafa ráð- ist í að gera tarotspil? „Þetta kemur til af miklum áhuga mínum á menningarsögunni, tákn- máli og dulrænum málefnum. Tarot- spilin hafa mest verið notuð til að spá um framtíðina og kemur það til af þrá okkar að vita hvað verður en einnig snýst þetta um leit okkar að skilningi á tilgangi lífsins og að setja atburðina í samhengi. Spilin geyma í raun öll atriði lífsleiksins, sem mannfólkið hefur verið að glíma við frá upphafi og þetta er sýnt með táknmyndum á spilunum. Mér finnst áhugavert á þessum tímum upplýs- ingaofgnóttar að leita aftur í ræt- urnar og í það tákntungumál, sem við byggjum menningu okkar á,“ segir hún en spilin eru sérlega falleg og í sama ævintýralega stílnum og mörg verk listakonunnar. „Ég er búin að vera að byggja upp eigið myndmál lengi og það byggist meðal annars á táknum.“ Sterkt táknmál Hún segir mikla heimildarvinnu að baki verkinu. „Hvert og eitt spil er gluggi með sterku táknmáli og í þessu verkefni túlka ég þetta. Ég hef ekki gert mikið af því túlka ann- arra verk en hef þó myndskreytt eitt Grimmsævintýri og þetta er því ögr- andi verkefni fyrir mig. Ég bý að stórum brunni af eigin myndmáli, sem mér finnst ég geta nýtt í þetta verkefni.“ Ef Katrín Ólína lýkur við öll tarot- spilin er um gríðarlega stórt verk- efni að ræða en spilin eru 78 talsins. „Þessi fjögur spil eru prufa, ég er bæði að prófa hvernig þetta virkar fyrir mig og líka langar mig að heyra viðbrögð annarra.“ Hún segist samt ekki vera sér- fræðingur í að spá í tarotspil. „Ég hef mikinn áhuga á tarotspilum en nálgast þetta meira út frá táknmáli. Þessi spil hafa fylgt mér lengi og ég hef gaman af því að horfa á þau. Ég er ekki mikil spákona, allavega ekki ennþá! En mér finnst mikilvægt að velta hlutunum fyrir mér og setja þá í samhengi við fortíð, nútíð og fram- tíð.“ Heimildarvinnuna vann hún á net- inu en einnig með því að skoða mis- munandi tegundir spila, lestri bóka og viðræðum við sérfræðinga. Teikningarnar vinnur hún sem skissur og síðan í tölvu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hristir fram úr erminni og krefst bæði einbeitingar, tíma og frekari heimildarvinnu. Ef viðbrögðin verða góð reyni ég að leita leiða til að geta sökkt mér í þetta verkefni.“ Katrín Ólína segir frá því að til séu þekkt tarotspil kennd við Aleis- ter Crowley. Hann fékk Lady Friedu Harris til að teikna fyrir sig spil en verkið tók 15 ár! Listakonan telur sig þó geta gert þetta á skemmri tíma fái hún næði til. Snjóbretti og hreyfimynd Þetta er þó ekki það eina sem Katrín Ólína er að fást við á yf- irstandandi hönnunardögum. Hún er líka að sýna hreyfimynd, sem hún vann í Japan, í Þjóðminjasafninu og einnig hefur hún verið í samvinnu undanfarið við Cintamani. „Núna erum við að kynna fyrsta afraksturinn af þeirri samvinnu. Ég Spilaborg táknmynda Tarotspil Katrínar Ólínu Pétursdóttir eru í senn fallegar og kraftmiklar myndir og speglun á óvissu- ástandinu og spila- borginni sem Íslend- ingar upplifa sig í um þessar mundir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikur að spilum „Allir eru að hugsa um hvað verður. Þessi innsetning er speglun mín á ástandinu,“ segir Katrín Ólína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.