Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 21

Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 21
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími. 552-8191 Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl kl. 20:00 á Krúsku,matstofu og verslun NLFÍ Suðurlandsbraut 12, 108 Rvk. Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakur gestur fundarins Magna Fríður Birnir hjúkrunarforstjóri HNLFÍ flytur erindi „Brimsjór og bjargráð“ AÐALFUNDUR NLFR Léttar veitingar í boði félagsins. Stjórnin ‘‘NOIR HÖFÐAR BÆÐI TILTÍSKU- OG SAMFÉLAGSVIT-UNDAR NEYTANDANS,NEYSLAN ÞARF AÐ HAFA EINHVERJA MERKINGU. Eitt af þeim viðmiðum sem Peter Ingwersen og Noir vinna eftir er UN Global Compact, Hið hnattræna sam- komulag Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. „UN Global Compact er eitt útbreiddasta frum- kvæði að samfélags- ábyrgð í heiminum. Frá árinu 2000 hafa 6200 fyrirtæki og stofnanir um allan heim skrifað undir samninginn og vinna eftir þeim viðmiðum sem þar eru sett fram,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir, umsjónarmaður samn- ingsins hjá utanríkisráðu- neytinu. „Reynslan hefur sýnt að það er erfitt að hafa eftirlit með því hvenær fyrirtæki fari yfir strikið. Með samningum skuld- binda fyrirtækin sig til að fylgja þeim viðmiðum sem þar eru lögð fram, eins að brjóta ekki á mannréttindum og stuðla að því að virða umhverfið,“ segir hún. Viðmiðin eru alls tíu talsins en hægt er að fræðast nánar um samninginn á www.unglobalcompact.org. Þar sem fyrirtækin sem skrifa undir samninginn eru af ýmsum toga geta þau í kjölfarið sett sér eigin siða- reglur, sem þau vinna síðan eftir. Ragna Sara hvetur áhugasöm fyrirtæki til að hafa samband við utanríkisráðuneytið vanti þau upplýs- ingar. Hingað til hafa aðeins tvö íslensk fyrirtæki skrifað undir samninginn en skýringin liggur í því að hann hefur ekki verið kynntur sérstaklega hérlendis, öfugt við í nágrannalöndum okkar þar sem þátttakan er mun útbreiddari. „Ráðuneytið var að skrifa undir samning í febrúar um að kynna Global Compact hér- lendis og er að fara af stað með markvissa kynningu,“ segir hún og því er von til að fleiri bætist í hópinn á næstunni. „Þetta er gott fyrsta skref fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að vinna á þessari braut,“ segir Ragna Sara sem hvetur fyrirtæki til að vinna í sátt við samfélagið og umhverfið. Líka á Íslandi Peter Ingwersen Hann hef- ur skrifað undir UN Global Compact en Noir starfar með samfélagið og um- hverfið í huga. Ljósmynd/Soffía Gísladóttir Flott Dragt sem er passlega mikið í stíl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.