Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 31

Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Lækjargötu. Trúlega hafa mistökin verið þau að hvetja fólk að mæta þarna niður eftir, þá lentu margir í þessu sem áttu sér einskis ills von.“ – Varst þú að mótmæla? „Ég var alveg á móti því að ganga í Atlantshafs- bandalagið. Ég var sautján ára og ég gerði mér þær skoðanir að mér fannst við ekkert eiga heima því bandalagi. Það hafði mikið verið rifist um hvort herinn færi eða væri, það eimdi enn eftir af þeim hugmyndum. Ég var einn margra sem fóru á Þingvöll 1944 sem voru upptendraðir af lýðveld- isstofnuninni. Yfirleitt hafði það ekkert með her- inn eða pólitík að gera; það voru allir venjulegir borgarar mjög hlynntir því að herinn færi þegar þessum hildarleik væri lokið. Ég vildi að Ísland yrði herlaust land, frjálst og fullvalda ríki, eins og var verið að innprenta fólki á þessum árum. En það voru einhverjir aðrir hagsmunir þarna og sagt þá að Bandaríkjamenn hefðu allar klær úti með að koma Norðurlöndum í Atlantshafs- bandalagið. Það var sagt að það hefðu verið notuð öll meðul til þess. Seinna minnir mig að sagt hafi verið frá því að þeir hafi logið að norska forsætis- ráðherranum, þegar þeir voru að útmála það fyrir honum hvað þeir væru í mikilli hættu.“ – Átti þetta sér eftirmál fyrir þig? „Nei, en mig minnir að einn kunningi minn hafi tekið upp gashylki og kastað því til baka. Og svo kom hylki framan í hann, hann fékk í augun og komst ekki neitt. Hann lenti í tugthúsinu. En ég held að hann hafi ekki verið í pólitík, hann var þarna eins og stráklingar voru – þetta var nátt- úrlega spennandi.“ Fræg mynd Skyndilega stekkur Bragi á fætur, dregur fram úrklippu úr Morgunblaðinu og réttir blaðamanni, en þar er mynd Ólafs K. Magnússonar frá mót- mælunum á Austurvelli. „Ég hef séð þessa mynd í mörgum skólabókum og það vill svo til að maðurinn á myndinni er ég. En aldrei hefur nafnið á mér birst við myndina. Og hún hefur birst einu sinni á ári í Morg- unblaðinu!“ segir hann og hlær. „Þeir sögðu við mig strákarnir daginn eftir þegar ég kom í vinn- una: „Það var mynd af þér Morgunblaðinu. En það þekkir þig víst enginn.“ Og þeir voru ekkert að láta það berast. Manni finnst þetta nú vera grín núna.“ Hann kímir. „Þú sérð að ég held á priki á myndinni. Ég greip það af götunni þegar ég hljóp út að Reykjavík- urapóteki. Undir myndinni stendur venjulega: „Kylfuklæddir kommúnistar á Austurvelli 30. mars.“ – Varstu kommúnisti? „Ég var náttúrlega gerður að kommúnista í blöðunum, af þeim sem birtu myndina, og allir þeir sem höfðu þjóðernissinnaðar skoðanir voru stimplaðir sem kommúnistar. Þú hefur ábyggilega séð það í blöðum og bókum sem þú hefur lesið. Ef það átti að koma höggi á fólk var það bendlað við kommúnisma.“ – Fannst þér þetta líkjast bús- áhaldabyltingunni? „Það var nú aðallega hávaði. Svo fannst manni eins og ekki væri nein alvara á bak við það, einn og einn sem hefur tapað öllu og liðið illa; hann hefur rokið þarna niður eftir. En það var aldrei neinn kraftur í þessu. Enda sérðu það í blöðum erlendis að fólk hringir í ferðaskrifstofurnar og spyr hvort það þurfi að koma með mat með sér. Þegar sagan berst til útlanda er aumingja fólkið að berja pott- ana og pönnurnar og hefur ekkert að borða.“ and yrði herlaust land Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fræg mynd Mynd Ólafs K. Magnússonar frá óeirðunum hefur birst víða en aldrei komið fram að Bragi er fremst á myndinni. var samþykkt um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Brutust út miklar óeirðir, grjóti var kastað, rúður brotnar og að ru liðin 60 ár frá því þessir sögulegu atburðir áttu sér stað. friðsamir borgarar. Skipulag var óljóst, nema varalögreglan var kölluð inn í þinghúsið. Hugs- unin var, ef ég hef skilið málið rétt, að hún yrði til taks ef ráðist yrði inn í þinghúsið eða lög- reglan réði ekki vð mótmælendur. Ég sat og las fyrir daginn eftir, las meira að segja latínu, þá kom Magnús Jónsson frá Mel, klappaði á öxlina á mér og sagði: „Já, þarna er maður sem kann að nota tímann.“ Svo birtist Ólafur Davíðsson, sem var foring- inn í hópnum, og bað alla að ganga út og raða sér fyrir framan þinghúsið. Við gerðum það, en ég vissi ekkert um þetta skipulag. Ég barst bara með og gerði skyldu mína, nánast eins og óbreyttur hermaður. Svo var byrjað að henda grjóti, eggjum, drasli, torfi og þvílíku. Lög- reglan stóð fyrir framan og við fyrir aftan. Það var hent grjóti, þó ekki væri mikið um það.“ Svo lauk útifundinum í miðbæjarskólaport- inu. „Þá heyrist í hátalara, ég heyrði það mjög dauft: „Þingmenn Sósíalistaflokksins eru fang- ar í húsinu!“ Forseti þingsins hafði beðið menn að doka við og fara ekki út fyrir en lög- reglustjórinn hefði gefið leyfi, því það voru læti fyrir utan. En þetta var túlkað svona. Þegar þetta hafði heyrst, þá magnaðist grjóthríðin, og þá fór nú aðeins um mann, því við vorum ekki með hjálm eða neitt. Það dundi grjótið á veggnum og datt niður á okkur. Og það var brotin nánast hver einasta rúða í þinghúsinu, allt útatað í eggjaslettum og öðru. Það féll steinn á öxlina á mér, ég hefði getað fengið hann í hausinn. Ég er ekki að segja að ég hefði dáið af því, en ég hefði fengið kúlu,“ segir Sig- urður og brosir. „Ég sá það ekki sjálfur, en mér skilst að þá hafi varaliðið gert útrás. Síðar hefur verið talað um það sem mikil mistök, því þarna voru Heimdellingar, eins og Sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að koma sér upp einkalögreglu. Kommarnir trylltust og erfiðara varð að ráða við ástandið. Þegar hér var komið sögu var hættulegt að vera þarna. Hvítliðarnir voru með hjálma, en við ekki. En þá var táragasi dreift. Ég heyrði enga viðvörun. Um leið brast flótti í liðið. Við fengum táragas í augun, ég flýði í Tjarn- argötuna og þar vættum við klút í tjörninni og settum fyrir augun. Þjóðviljinn hafði kennt það. Svo hljóp ég langan krók og fór inn um bakdyrnar á Sjálfstæðishúsinu. Þar voru menn lítt sárir en ákaflega móðir, og í dálitlum æs- ingi. Sumir vildu láta fylgja þessu eftir gegn kommunum og féllu ýmis orð sem maður tók misjafnlega alvarlega. Þarna vorum við fram eftir degi og þannig lauk þessu.“ Ástir í skólum Nema hvað um kvöldið var haldinn fundur í Framtíðinni, málfundafélagi MR, og umræðu- efnið var Ástir í skólum. „Einhverjum þótti þetta grunsamlegt umræðuefni, enda lá við fjöldaslagsmálum. Svo fór ég í bæinn og þá var mikið rót á fólki, menn voru að henda grjóti og brjóta rúður. En það var ekkert skipulagt, óknyttir mætti segja. Ég sá menn rífast og steyta hnefann, ég man sérstaklega eftir tveim- ur mönnum úr MR, sem voru frændur að auki. Þetta endaði með því, að þegar ég stóð á Aust- urvelli sprakk sprengja. Það var víst dýnamít- túba. Mér fannst eins og henni hefði verið hent upp á svalir á Sjálfstæðishúsinu og krafturinn var þvílíkur að það var sem ég missti meðvit- und í örfáar sekúndur. Þetta var víst óknyttur, en ég hef aldrei á ævinni upplifað aðra eins sprengingu. Síðan fór maður heim til sín, en það var rifist og þjarkað fram eftir ári.“ r löngu frímínútur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.