Morgunblaðið - 29.03.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.03.2009, Qupperneq 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 45 73 3 03 /0 9 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is Færðu gæsahúð þegar þú sérð tignarleg fjöll og ægifagurt landslag? Kanntu vel við þig í hlýlegri borg? Langar þig að sigla á Kyrrahafinu? Frá og með 22. júlí í sumar bjóðum við reglulegt áætlunarflug til Seattle. Kynntu þér málið í Mín borg, ferðablaði Icelandair og á www.icelandair.is. *Flug aðra leiðina með sköttum. Ferðatímabil 22. júlí til og með 30. september. Sölutímabil til og með 3. apríl. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju Sunnudaginn 29. mars kl. 20 Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn Orð Guðs og máltíð Drottins EFTIR á að hyggja komust hugsandi Þjóðverjar að því að orsök þess að þriðja ríkið varð til var í meginatriðum sú að stjórnmálamenn Weimar-lýðveldisins, sem varð til eftir fyrri heimsstyrjöldina, studdu ekki lýðveldið heldur fóru með mikilli illsku gegn hver öðrum. Ástandið er að verða svo fyrir okkur. Hver höndin upp á móti annarri, en Ísland er ekki stutt, fyrir sérhugmyndir margra ein- staklinga. Frekari mótmæli gera engum gott, þau hafa ekkert jákvætt fram að færa til lausnar. Það er kominn tími til þess að sérhags- munamenn, sem taka sig fram fyr- ir sameiginlegan þjóðarhag, verði ekki látnir ráða framvindu Lýð- veldisins Íslands. Og hvað getum við gert til þess að koma hér aftur á stöðugleika. Ég set upp lista. 1. Seðlabankastjórarnir fara, við horfum bara á og svo fara þeir einn daginn, það sem Seðlabank- inn gerir nú, er í samhengi við Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn, þessi mál eru í farvegi, með ný lög um breytt hlutverk og við eyðum ekki frekar tíma í mótmæli. 2. Það verða kosningar, hver og einn láti þá skoðun í ljósi að sér- hagsmunir á kostnað heildarinnar verði ekki látnir ráða. 3. Ísland er kalt, fólk getur ekki verið á götunni. Trygging húsnæðis er því núm- er eitt. Vegna skulda er hægt að setja í lög að fólk geti selt lífeyr- issjóðum fyrsta veð- rétt og greiði þá framvegis lífeyr- isgjöld til að greiða af húsnæði, en það myndast félagsleg eign, til framfærslu síðar, með eign lífeyrissjóðsins í íbúðar- húsnæðinu. Við það heldur lífeyr- issjóðurinn sínu og fólk getur áfram búið í húsum sínum. 4. Lög verði sett, þar sem efna- hagskreppan flokkast sem „force major“ svipað og stríð og miklar náttúruhamfarir. Vegna þessa þá verði áföllin ekki að gróða vegna viðskiptahátta og settur verði gerðardómur um skiptingu taps milli skuldara og skuldareigenda, með framangreindri aðkomu líf- eyrisgreiðslna, til að tryggja hús- næði og reyndar mikinn hluta at- vinnu þannig. 5. Við setjum upp rök fyrir rétt- mæti fyrirgreiðslu vegna ábyrgða erlendis, þannig að ódýr lán frá miðbönkum fáist til greiðslu þeirra skulda sem okkur ber, í þessu er tilgangurinn erlendis, að svipaðar greiðslur til innstæðueig- enda komi fram, eins og erlendar ríkisstjórnir tryggja úr sínum bönkum. 6. Við gerum okkur grein fyrir að hafa tapað miklu fé, það verður að borga, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því verði laun fryst og ekki aðrar hækkanir leyfðar en vegna gengis. Það tapa allir einhverju, en við reynum að tryggja atvinnugrunn fólks og fyr- irtækja. 7. Eftirmálar og rannsóknir vegna bankahruns verði sett í far- veg og við minnkum mikið að ræða það, það gerir okker ekkert gott, okkur líður bara illa, en við þurfum að vita að það sé í farvegi. 8. Í skólum landsins verði efnt til funda þar sem ungu fólki er sagt hvað er að gerast og hvað sé líklegt að það taki langan tíma að lagast. Ég legg til að gögn verði útbúin og síðan haldnir fundir þar sem unglingar bekkjardeilda mæta og foreldrar þeirra, til að skýra gang mála. Í því sambandi, fer ég fram á að menn vinni þessi gögn meir eða minna án greiðslu. Hér áður byggði fólk húsin saman, nú er tími til að hyggja að ungu fólki og gefa því skilning, sem gef- ur þolinmæði að þreyja kreppuna. 9. Húsnæði í byggingu verði klárað. Aðkoma verði að því með fyrrnefndri aðkomu lífeyrissjóða og að hluta með fé úr Atvinnuleys- istryggingasjóði, þannig að vinna haldi áfram. 10. Átak verði gert til þess að vinna gegn fíkniefnanotkun. Til þess þarf margvíslegar ráðstafnir, þjálfun fólks sem vinnur gegn fíkniefnum og stöðugan áróður gegn slíku háttalagi. Lengi var þörf en nú er nauðsyn, þegar sjálfsvirðing ungs fólks er í hættu vegna kreppunnar. 11. Alþingismenn gæti orða sinna miklu meir en þeir eru van- ir, ekki fleipra um aukaatriði, þjóðin skilur það ekki, heldur tala í fyllstu alvöru með rökum en ekki skætingi. 12. Vegna ósættis, er líklegt að mikið ósætti verði í sambúðum. Fræðsla um sambúð og tillitssemi og fjölda atriða er til, það þarf hins vegar að koma slíkri fræðslu fram. Sjónvarpið fái þar hlutverk, en það verði einnig haldnir opnir fræðslufundir, á samkomustöðum og er því beint til veitingamanna að leggja til aðstöðu hóflega, þannig að samkoma geti hafist með formlegri fræðslu, þótt fólk sitji svo og ræði málin á eftir. Umfram allt verður fólk að tala saman. Þegar því líður illa, hefur það ekki nema hvort annað til að skeyta skapi sínu á. Það er betra að tala saman og það er betra að finna að aðrir eru í sömu stöðu. Í þessu gilda svipuð atriði og á vinnustað, það er betra að vera þar sem málin eru opin, þótt mað- ur vildi annað, þá er betra að vita, heldur en halda og ímynda sér. Bæjarstjórar, nefndarmenn, stofnanastjórar haldi opna kynn- ingarfundi um stöðu mála. Fólk þarf að vita að hverju það gengur og hvers vegna. Það skiptir miklu máli að við séum saman í þessu, en ekki hvert á annars hálsi. Það er ekki íslensk hefð, samanber hjálparsveitir okk- ar. Styðjum Ísland, okkar Ísland Þorsteinn Há- konarson kemur með tillögur til að koma á stöðugleika í landinu » Það er kominn tími til þess að sérhags- munamenn, sem taka sig fram fyrir sameig- inlegan þjóðarhag, verði ekki látnir ráða fram- vindu Lýðveldisins Ís- lands. Höfundur er öryrki. Þorsteinn Hákonarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.