Morgunblaðið - 29.03.2009, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.03.2009, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 FRÁBÆRT ATVINNU- OG VIÐSKIPTA- TÆKIFÆRI Í FJARÐABYGGÐ! Til sölu er félag sem rekur veitinga- og gististað í Tærgesen húsinu á Reyðarfirði. Rekstur félagsins er í fallegu leiguhúsnæði í hjarta bæjarins. Fjölmargir sóknar- möguleikar er faldir í fyrirtækinu fyrir dug- lega aðila. Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Gísladóttur, lfs, s. 580-7906 eða í netfang gudrun@inni.is Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali INNI fasteignasala • Sími 580 7925 • www.inni.is • Glæsilegt 495 m2 verslunar- og iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. • Hornhús með góðum gluggum og góðri aðkomu. Góð aðstaða. • Hægt að skipta húsnæðinu í smærri einingar. • Mikið auglýsingagildi. Laust strax. Upplýsingar veitir Dan Wiium s: 896-4013. SMIÐJUVEGUR - TIL LEIGU Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Hæð eða hæð og ris í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir hæð eða hæð og risi, 140 - 180 fm, í Vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. Einbýlishús í Vesturbæ eða Þingholtunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 250-350 fm einbýlishúsi í vesturborginni eða þingholtunum. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali í síma 861 8514. SÖRLASKJÓL 50 - FRÁBÆRT SJÁVARÚTSÝNI Opið hús sunnudaginn 29/3 milli kl 14-15.30 Stórglæsileg nýuppgerð 100 fm. sér hæð (efsta hæð) Nýjar innréttingar, raflagir og gólfefni. Húsið er nýviðgert að utan og málað, nýtt járn á þaki og nýjar þakrennur. Risloft er yfir íbúðinni. Í kjallara er sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi. Á baklóð er sérgeymsla. Verð 36 milj. Sölumaður Sigurður sími 8983708. Eign á besta stað í vesturbæ Reykjavíkur. Garðatorg 7 - 210 Garðabæ - sími 545 0800 - Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali ÞAÐ ER sannarlega ekki með glöðu geði og bros á vör sem stjórn- endur heilbrigðisstofn- ana taka ákvarðanir um hvar niðurskurð- arhnífurinn eigi að lenda á þessu ári þegar fjárframlög til heil- brigðisþjónustu eru 6,7 milljörðum króna lægri en áætlað var. Þetta er erfitt verkefni sem þeim er falið og raunar ótrúlegur árangur sem hefur náðst í því að láta sparnaðinn koma sem minnst niður á þjónustu. En á sama tíma og þess er krafist af heilbrigðisstofnunum að veita sömu þjónustu fyrir minna fé bendir allt til að álag á heilbrigðiskerfið aukist, enda koma efnahagsþreng- ingar oft illa við heilsu fólks, ekki síst þeirra sem missa vinnuna. Sig- urður Thorlacius, dós- ent við læknadeild Há- skóla Íslands, benti á það í fróðlegum fyr- irlestri á opnum morg- unverðarfundi heil- brigðisráðuneytisins 19. mars sl. að atvinnu- leysi getur haft mjög slæm áhrif á heilsufar og dánartíðni hefur aukist í takti við meira atvinnuleysi í ýmsum löndum heims. Nú eru þetta að sjálfsögðu svartar upplýsingar. Staðreyndin er hins vegar sú að við getum mikið að gert til að koma í veg fyrir að félagsleg og heilsufars- leg áhrif kreppunnar verði eins slæm og þau geta orðið. Gott og öfl- ugt heilbrigðiskerfi er forsenda þess. Á öllum góðæristímanum var heilbrigðisstofnunum gert að spara fé. Þetta er því ekki nýr veruleiki innan heilbrigðisþjónustunnar en engu að síður ljóst að nú þarf að beita nýrri nálgun og nýrri hugsun. Hins vegar kemur í hlut stjórnvalda að senda skýr skilaboð. Atvinnuátak og uppsagnir? Það skyti skökku við ef nið- urskurður leiddi til fjölda uppsagna innan hins opinbera og á sama tíma þyrfti að ýta úr vör umfangsmiklu atvinnuátaki á vegum stjórnvalda. Atvinnuleysi getur verið mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atvinnuátakið er því að verja störf á vegum hins opinbera. Velferðarmál eru atvinnumál og atvinnumál eru velferðarmál. Stöndum vörð um heilbrigðisþjónustuna Halla Gunn- arsdóttir fjallar um heilsufar og atvinnu » Velferðarmál eru at- vinnumál og at- vinnumál eru velferð- armál Halla Gunnarsdóttir Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra ALÞINGISMENN, fréttamenn, sem og allir þeir sem eitthvað þurfa með fjármál að gera tala um að kveða verðbólguna niður. Væri því ekki rétt að reyna að skapa þær aðstæður í hagkerfi okkar að bankar og lífeyrissjóðir hefðu ekki síður en aðrir fullan hag af því að halda þessum draug niðri? Vandamálið er enn sem fyrr, hvernig á að koma bönd- um á verðbólguna. Engin leið virð- ist færari en önnur í þeim málum, en það virðist samt borðleggjandi að við öll, það er allar stofnanir þjóðfélagsins ættum að hafa raun- verulegan hag af því að halda þess- um draug niðri. Meðan bankarnir hafa það vopn í höndunum sem verðtryggingin er þá hafa þeir ekki það aðhald sem nauðsynlegt er til að hafa hag af því að halda verð- bólgu niðri. Varla dettur okkur í hug að bankarnir hefðu ruðst jafn ótæpi- lega og þeir gerðu inn á húsnæð- islánamarkaðinn ef þeir þyrftu jafnt og aðrir að hafa fullan hag af því að halda verðbólgunni niðri. Stjórnendur fjármagnsins okkar sáu bara vel í hvað stemmdi í þjóð- félaginu og þarna var bara einfald- lega góð leið til að tryggja fjár- magnið og þurftu þeir ekkert að vera að velta fyrir sér hversu svakalega verðbólgusp- rautu þeir settu inn í þjóðfélagið með þessu framferði sínu. Þetta var allt verðtryggt hvort sem var. Því verður krafa okkar að vera, burt með verð- trygginguna eða að laun verði líka verð- tryggð á svipaðan hátt og útlán fjármálastofn- ana. Með því væru að vísu líkur á hættu- legum víxlhækkunum, en okkar þrautreyndu leiðtogar í félagsmálum ættu að geta fundið leið framhjá svoleiðis málum, þannig að allra hagur væri sem best tryggður. Við verðum að athuga að baráttan fyrir framtíð barnanna okkar er í dag en ekki á morgun. Kallað er eftir aðgerðum stjórn- valda vegna þungra byrða hjá íbúðaeigendum og er þar að stærstu leyti ungt fólk með börn. Fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, hefur stærstu vandamálin vegna verðtryggðra og geng- istryggðra lána en væntanlega væri fólk ekki að freistast til að taka gengistryggð lán ef ekki væri verð- trygginguna að varast hins vegar. Hugum alvarlega að lýðræði og framtíð lands vors og barna og burt með verðtrygginguna, eða eig- um við bara að slá þessu upp í kæruleysi og leyfa auðvaldinu í landinu að níðast áfram á börn- unum okkar? Steingrímur J. Sig- fússon kom með það í fréttunum um daginn að hann vildi afnema verðtrygginguna. Ekki hefur heyrst neitt meira um þau mál frá honum. Ef þú, Steingrímur, lest þessar línur mínar þá skora ég á þig að halda áfram með málið. Hvað erum við að vilja í þessu landi okkar ef við getum ekki séð um að unga fólkið okkar hafi húsa- skjól án þess að binda á sig lífstíð- arlanga skuldabagga til dýrðar Mammoni? Erum við virkilega svona léleg að við ætlum að láta börnin okkar búa við slíkt óréttlæti áfram, eða verður það kannski til þess að þau yfirgefi þetta volaða land okkar? Við verðum varla hátt skrifuð í sögu framtíðarinnar með þessu áframhaldi. Því verður það krafa okkar allra, burt með þessa byrði af börnunum okkar! Er það virkilega svo að við vilj- um frekar sjá vald auðsins vaða svona um meðan börn framtíð- arinnar gráta horfin heimili? Ætl- um við að láta þetta spyrjast um okkur í framtíðinni? Nei takk og enn einu sinni, burt með verðtrygg- inguna, við getum ekki látið svona siðleysi vaða uppi lengur í þessu litla þjóðfélagi okkar, og Stein- grímur, það verða örugglega marg- ir hagspekingar sem segja: Þetta ekki hægt. Og þar verða sjálfsagt framarlega í flokki hagspekingar lífeyrissjóðanna sem eru, jú, sjóðir vinnandi manna í landinu og ættu þess vegna fremur að leggjast á sveif með unga fólkinu í landinu og verðleggja fjármagn sitt svipað og gert er í nágrannalöndum okkar. Og auðvitað svíður auðvaldinu ef það á að missa eina af sínum bestu ávöxtunarleiðum, en það verður einfaldlega að loka á þetta órétt- læti. Kannski það fari þá að ráðast eitthvað betur við verðbólgudraug- inn. En allavega getum við ekki látið níðast svona lengur á unga fólkinu okkar. Því, enn og aftur: Áfram Steingrímur, það verður að létta þessu af framtíð barna þessa lands. Framtíð barnanna okkar Hjálmar Magn- ússon skrifar um efnahagsmál »Hvatningargrein til almennings um sam- stöðu gegn verðtrygg- ingu og öðrum þáttum sem höfundur telur þurfa að bæta úr í þjóð- félaginu. Hjálmar Magnússon Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.