Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 39

Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 NEI, ÞAÐ myndi almenningur ekki sætta sig við. Hljóð- leysi eða bjögun hljóðs í fréttaútsend- ingum er þó stað- reynd fyrir heyrn- arskerta og heyrnarlausa. Á liðnum mánuðum hafa stórtíðindi borist landsmönnum; náttúruhamfarir, hrun bankanna, gríðarleg efna- hagsóvissa, átök í stjórnmálum, mótmæli almennings og fleira mætti upp telja. Miðlun upplýsinga á óvissutím- um sem þessum er gríðarlega mikilvæg öllum til handa. Einn hópur landsmanna situr eftir og fær ekki sömu þjónustu og aðrir landsmenn. Það eru heyrnarskertir, heyrn- arlausir og aðrir þeir sem þurfa á textun frétta að halda. Við sem glímum við heyrnarmein erum ekki fámennur eða einsleitur hóp- ur – afar varlega áætlað þurfa 10- 15% af Íslendingum á textun sjón- varpsefnis að halda. Því er það nokkur kaldhæðni að Spaugstofan og fleiri dagskrárefni eru textuð en ekki fréttir eða fréttaskýringaþættir, að und- anskildum Fréttaaukanum sem er stundum textaður. Um tíma var ekki annað hægt en glotta út í annað þegar þul- ur á RÚV tilkynnti án texta að næsti þáttur á dagskrá væri text- aður á síðu 888! Engar fréttir eða fréttatengdir þættir á Stöð 2 eru textaðir en þar er valfrjáls áskrift. Skylduáskrift er að sjónvarpi allra lands- manna eins og RÚV er stundum kallað. Því er eðlilegt að gera þá sjálfsögðu kröfu til RÚV að standa sig í aðgeng- ismálum og koma á textun í frétt- um. Nota textunarvélarnar sem þegar eru til staðar og þjóna þess- um hópi rétt eins og öðrum á grundvelli aðgengis fyrir alla án aðgreiningar, slíkt er mannrétt- indi! Undanfarna mánuði hafa fréttir verið táknaðar í nokkur skipti og er það vel en jafnframt bent á að þar vantaði texta. Því táknmálið nýtist eigi að síður eingöngu þeim sem skilja táknmál og fæstir heyrnarskertra eru táknmálsta- landi, ólíkt því sem margir álíta. Táknmálið er þeim sem eiga það sem móðurmál jafnmikilvægt og okkur sem íslensku höfum sem móðurmál. Í löndunum í kringum okkur eru fréttir að sjálfsögðu textaðar, einnig beinar útsendingar þegar mikið liggur við. Í norrænu sam- starfi hefur undirrituð gjarnan verið spurð fyrst af öllu: Eru Ís- lendingar byrjaðir að texta frétt- ir? Nei er svarið sem endranær og vekur jafnan furðu. Mig langar einnig að benda á að BBC hefur stigið skrefið til fulls og textar allt sitt efni þar með talið beinar út- sendingar, einnig að í BNA er bundið í lög að fréttir skuli vera textaðar. Best væri ef sú skylda væri lögbundin hér á landi. Heyrnarhjálp, landssamtök heyrnarskertra skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Pál Magnússon útvarpsstjóra að fréttir og fréttatengdir þættir verði textaðir og gera þar með stórfellda bót í aðgengismálum heyrnarskertra og heyrnarlausra til framtíðar Á að senda fréttir RÚV út án hljóðs? Halla B. Þorkelsson vill að fréttir og fréttatengdir þættir verði textaðir » Fréttir eru sendar út án texta, jafnvel þótt hættu beri að höndum og stórtíðindi sem varð- ar öryggi og upplýs- ingar til landsmanna. Halla B. Þorkelsdóttir Halla B. Þorkelsson er formaður Heyrnarhjálpar, landssambands heyrnarskertra. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.