Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 • Meðalstórt iðnfyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 140 mkr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 450 mkr. EBITDA 38 mkr. • Lítið vöruflutningafyrirtæki með örugga vinnu. Ársvelta 45 mkr. EBITDA 15 mkr. Mjög hagstætt verð. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. Lítið trésmíðaverkstæði. Vel tækjum búið. • Heildverslun með vinsælar gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. • Rótgróin bílaleiga í eigin húsnæði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 30 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. Sjá nánar á www.kontakt.is. • Rótgróin heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 45 mkr. ÚTGJÖLD til heil- brigðismála eru að sjálfsögðu ekki ótak- mörkuð. Samanburð- arathuganir á kostn- aðarliðum heilbrigðisþjónustu sýna að Íslendingar verja meiri peningum til heilbrigðiskerfisins en uppgefið meðaltal OECD- landanna. Kostnaður fer vaxandi m.a. vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og stöðugt fullkomnari og dýrari tækja til sjúkdómsgrein- inga og lækninga og betri og dýr- ari lyfja sem eru um 40% af út- gjöldum sjúkratrygginga. Ef gengið er út frá því að alltaf sé einhver skortur á fjármagni standa veitendur heilbrigðisþjón- ustu frammi fyrir ákveðnu vali sem miðar að því að lágmarka kostnað og hámarka framleiðni þjónustu þannig að sem mest skilvirkni náist. Án nokkurs vafa geta sjúklingar oft farið í gegnum greiningar og með- ferðarferli heilbrigð- isþjónustunnar fyrir minni kostnað þar sem áhrif þjónust- unnar væru þau sömu. Almennir starfs- menn á heilbrigð- issviði eru óánægðari með yf- irmenn sína en starfsmenn annarra starfsstétta hjá ríkinu. Það vekur spurningar um stjórn- unaraðferðir. Krafa um niðurskurð og breytingar í heilbrigðiskerfinu er daglegt brauð og stjórnunar- aðferðir þurfa því að taka mið af því á vísindalegan hátt. Í nýlegri könnun sem ég tók þátt í að fram- kvæma voru nokkrir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu spurðir um af- stöðu sína þegar kemur að umbót- um til að lækka kostnað. Könnunin gaf sterklega til kynna að stjórn- endur væru frekar neikvæðir gagnvart umbótum í stað þess að telja þær sjálfsagðar. Stjórnendur töldu kostnaðarvitund millistjórn- enda og almenns starfsfólks yf- irleitt ábótavant og þegar kæmi að umbótum sögðu stjórnendur að sumir ættu að spara á meðan aðrir gætu eytt eftirlitslaust. Stjórn- endur virðast oft illa upplýstir um rekstrarstöðu deilda sinna og nota gjarnan brjóstvitið varðandi ýmsar ákvarðanir og kostnaðarliði. Þegar kemur að niðurskurði tala stjórn- endur um að millistjórnendur gefi boltann á milli sín og segi að þeir geti engu breytt, þeir hafi breytt síðast og tími sé kominn til að hin- ir gera það. Til eru mörg stjórnunarkerfi sem heilbrigðisstofnanir í öðrum löndum hafa tileinkað sér með góðum árangri, stjórnkerfi sem endurspegla hugmyndafræði um nauðsyn stöðugra umbóta í starfi. Straumlínustjórnun eða Lean er gott dæmi um slíkt stjórnkerfi sem leiðir vinnustaði í stöðugar umbætur þar sem leiðtoginn ber sérstaka virðingu fyrir starfsfólki sínu og er virkur fræðari og þátt- takandi í vísindalegum vinnu- brögðum þeirra. Önnur stjórn- unarkerfi sem hægt er að nota með góðum árangri eru t.d. altæk gæðastjórnun, Six Sigma og stefnumiðað árangursmat. Þessi stjórnkerfi útiloka ekki hvert ann- að og vinna oft vel saman að skýrri stefnumörkun þar sem áhersla er lögð á stöðugar umbæt- ur, gæði og skilvirkni. Áríðandi er að kanna helstu þætti heilbrigðisstofnana eins og fjármál og hvernig fjármálamark- miðum verður náð, vídd sjúklinga og samfélag heilbrigðisþjónust- unnar sem ætti að lýsa nauðsyn- legum aðgerðum sem þörf er á til að hafa ánægða viðskiptavini, vídd starfsferla sem ættu að end- urspegla hvað þyrfti til að bjóða upp á góða þjónustu, vídd þekk- ingar og vaxtar sem ætti að sýna hvernig mögulegt væri að ná markmiðum um menningu, þekk- ingu, þjálfun og tækni sem er nauðsynleg til að ná árangri. Mikilvægt er að auka samkeppni á lyfjamarkaðinum, veita aukið að- hald í ávísun lyfja, kanna ávinning af innflutningi á sjúklingum til Ís- lands, draga úr hindrunum fyrir einkarekstri og auka samvinnu í heilbrigðiskerfinu. Enn fremur er áríðandi að efla skipulagða um- bótavinnu á heilbrigðisstofnunum með það að markmiði að auka gæði, draga úr mistökum, bæta vinnuferli, auka framleiðni, auka öryggi sjúklinga og draga úr sóun. Mögulegar leiðir til að auka gæði og draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu Anna María Malm- quist skrifar um stjórnunaraðferðir og sparnað í heil- brigðiskerfinu »Eins og málin standa í dag er nauðsynlegt að líta á allar mögulegar leiðir sem hægt er að fara til að spara í heil- brigðiskerfinu. Anna María Malmquist Höfundur starfar sem iðjuþjálfi og ráðgjafi í heilsu- og vinnuvernd ásamt því að stunda mastersnám við við- skiptadeildina á Bifröst í stjórnun heilbrigðisþjónustu. EINS og flestir vita eru algengustu sjúk- dómar í munnholi tannskemmdir og tannholdsbólgur. Bólgum þessum og skemmdum valda bakteríur, sem fá að vera óáreittar á tönn- um og tannholdi, í slímkenndu efni sem nefnist tannsýkla. Loftháðar bakteríur sem nærast aðallega á kolvetnum, ofan tann- holds, valda tannskemmdum á meðan undir tannholdinu koma loftfirrðar, próteinsundrandi bakt- eríur af stað bólgum í tannholdinu sjálfu. Tannsýkla er nokkuð sem allir þekkja og má lýsa sem því efni (skán) sem myndast á tönnunum og ekki er hægt að skola burtu með vatni (Dawes et al. 1963). Skán þessi er oft vel sjáanleg á framflötum tanna, einkum ef hún fær að vera óáreitt í meira en tvo daga. Hún er að mestu leyti örver- ur (bakteríur) eða um 70% hennar. Önnur efni í tannsýklunni eru úr munnvatni, t.d. eggjahvítuefni, fjölsykrungar, dauðar frumur og ýmis efni úr fæðunni, auk úrgangs- efna frá sýklunum sjálfum. Skán á fram- og bakflötum tanna er tiltöluga auðvelt að fjar- lægja með góðri tannburstun. Hið stóra svæði á milli tannanna, þar sem meira en helmingur tann- holdsyfirborðsins liggur, er hins vegar ekki mögulegt að þrífa með venjulegum tannbursta. Þar kemur tannþráðurinn til sögunnar. Með honum er hægt að fjarlægja vel alla sýklu, allt að 2 mm undir tannholdi, ef ekki er mikið beintap fyrir hendi. Tannstönglar eru vissulega einnig góðir ef notaðir eru rétt. Þeir hreinsa þó ekki snertifleti tanna á sama hátt og tann- þráður gerir. Blæðing við rétta notkun tannþráðar er sönnun þess að bólga er til staðar. Bólgan (og blæðingin) hverfur þó fljótlega við áfram- haldandi notkun og ætti því alls ekki að gefast upp þótt blæði. Hafa verður þó í huga að harkaleg, röng notkun tann- þráðar getur að sjálfsögðu valdið blæðingu í heilbrigðu tannholdi með því að særa það. Rannsóknir sýna að heildarflat- armál bólguyfirborðs hjá fólki með tannholdsbólgur getur verið allt að 20 cm² (Hujoel et al. 2001). Sam- bærilegt sýnilegt bólgusvæði ann- ars staðar í líkamanum krefðist tafarlausrar meðferðar. Ef ekki er þrifið daglega á milli tanna er öruggt að þar er bólga í tannhold- inu, mismikil eftir einstaklingum. Ef bólgan hefur ekki valdið bein- tapi er yfirleitt hægt að snúa ástandinu alveg við með góðri tannhirðu (Löe et al. 1965; Thei- lade et al. 1966). Hjá fólki með miklar krónískar bólgur, þar sem stoðbein umhverfis tennurnar er tekið að eyðast (tannvegsbólgur), dugar tannþráðurinn meira að segja ekki og þá þarf að nota sér- staka millitannabursta. Margar loftfirrðar (aneróbískar) bakteríur, sem eru aðalsökudólgar í tannholds- og tannvegsbólgum, geta einnig myndað rokgjörn brennisteinssambönd úr próteinum sem stöðugt finnast í munninum (Tonzetich 1977) og þar með valdið andremmu, mjög hvimleiðu ástandi. Þetta, ásamt fúlnandi mat- arleifum, er ástæðan fyrir vondri lykt (og bragði) af tannþræði sem notaður er eftir langt hlé. Þótt klínískar rannsóknir hafi ekki, með óyggjandi hætti, sýnt ótvírætt samband á milli tannvegs- bólgu og aukinnar tíðni hjarta- sjúkdóma, sykursýki og fleiri krón- ískra sjúkdóma er nær öruggt að einhver tenging er þarna á milli. Sannað er, að frá sýktu og bólgnu tannholdi berast bakteríur út í blóðbraut við tyggingu. Þessar síendurteknu blóðsýkingar (bakte- remíur) eru yfirleitt ekki hættu- legar fólki með heilbrigt ónæm- iskerfi, en geta valdið vandræðum annars staðar í líkamanum hjá þeim sem veikari eru fyrir. Þekkt er nauðsyn þess að gefa sýklalyf fyrir tannaðgerðir hjá fólki með sögu um sýkingar í hjartaþeli/ lokum eða hjá þeim sem hafa feng- ið gervihjartalokur. Tannholdsbólgur eru stöðugt, krónískt og oftast verkjalaust fyr- irbæri sem gat áður fyrr varið í áratugi án þess að vera greint hjá heimilislækni eða tannlækni sem vandamál. Í dag vitum við að heil- brigðu, bólgulausu ástandi milli tanna verður ekki við haldið nema með notkun tannþráðar eða ann- arra tækja sem fjarlægt geta tann- sýklu með góðum hætti. Sú staðreynd að stór hluti íbúa heimsins er með ómeðhöndlaðar tannholdsbólgur, sem ekki sjást og ekki eru meðhöndlaðar, er hluti af stærra heilsuvandamáli en pistli þessum er ætlað að fjalla um. Hins vegar er hægt að fullyrða að notk- un tannþráðar (og annarra tann- hirðutækja) er marktækt skref í þá átt að viðhalda heilsu almenn- ings. Tannþráðurinn og tannholdsbólgur Gunnlaugur J. Rósarsson fjallar um tannhirðu »Notkun tannþráðar (og annarra tann- hirðutækja) er mark- tækt skref í þá átt að viðhalda heilsu almenn- ings. Gunnlaugur Rósarsson Höfundur er tannholdssérfræðingur. , ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.