Morgunblaðið - 21.06.2009, Page 15

Morgunblaðið - 21.06.2009, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Jóhann: „Hjörtur er mjög ljúfur drengur, listamannstýpa. Honum hefur gengið allt í haginn, er góður námsmaður, jafnt í almennu námi sem í tónlistinni. Ég sá fljótt að hann var ekki líklegur til þess að ná mjög miklum árangri í skákinni. Það vantar í hann dráps- skyggnina, sem skákmenn þurfa að hafa í ákveðnum mæli. Hann er mýkri týpa en ég og ég otaði ekki skákinni sérstaklega að honum. En hann kann að tefla, hefur teflt svolítið og hefur gaman af því, þegar hann grípur í skák- ina. Hins vegar er það merkilegt að sárafá eða engin dæmi eru þess að sterkir skákmenn eigi börn sem verða sterkir skákmenn eða leggja skák fyrir sig. Að mínu mati er skýringin sú að skákmenn vilja ekki endilega sjá krakkana sína feta í sömu fótspor. Ég veit ekki um eitt einasta dæmi þess að stórmeistari í skák hafi eignast barn sem hafi orðið stórmeistari í skák. Þetta er því allt öðru vísi en til dæmis í fótboltanum. Ég er mjög sáttur við þetta hvað Hjört varðar. Öll kjör skákmanna hafa versnað mjög mikið undanfarin 20 ár eða síðan múrinn féll. Þess vegna óska ég ekki neinum þess sér- staklega að hann leggi skák fyrir sig sem lifi- brauð, þó það sé vissulega hægt að lifa af skákinni, en til þess þurfa menn að ná fram- úrskarandi árangri. Menn þurfa eiginlega að komast í allra fremstu röð til þess að lifa þokkalega góðu lífi af skákinni.“ Góð lífsreynsla „Þvælingur hans með hljómsveitinni Hjal- talín minnir mig svolítið á þegar ég var á ferðalagi erlendis vegna skákarinnar upp í fimm mánuði á ári, en það sem af er þessu ári hefur hljómsveitin verið meira erlendis en hérlendis. Þetta er auðvitað ótrúlega skemmtileg lífsreynsla fyrir þau, lífsreynsla sem þau koma til með að búa lengi að. Það er merkilegt hvað hann hefur náð að halda sér á floti í náminu með þessu öllu saman og minnir mig á tímann þegar ég var í skákinni og lög- fræðinni. Ég þurfti að reyna að skipuleggja tímann eins vel og ég gat og nota lausar stundir í lestum, flugvélum og á hótelher- bergjum til að glugga aðeins í námsbækurnar, ef færi gafst. Ég veit ekki hvort þessi ferðalög hafa eitt- hvað að gera með genin í okkur og ég verð að segja alveg eins og er að sá tími sem ég sakna minnst úr fyrra starfi er þessi endalausi flæk- ingur og ferðalög. Það var sérstaklega erfitt sem fjölskyldumaður og því var ég alveg sátt- ur þegar ég hætti í atvinnumennskunni, nokk- urn veginn á toppnum.“ Hæfileikar og áhugi „Ég tók snemma eftir því að Hjörtur hafði greinilega hæfileika á tónlistarsviðinu. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fékk hljóm- borð til þess að glamra á og snemma fór hann í Tónskólann hjá Eddu Borg þar sem honum gekk mjög vel. Síðan fór hann að læra á píanó og það gerðist einhvern veginn af sjálfu sér. Ég hef enga trú á því að pína börn til þess að gera hluti sem þau hafa ekki áhuga á. Það hefur bara öfug áhrif og hann stjórnaði þessu alveg sjálfur. Samt er því ekki að neita að upp úr tvítugu fór ég að fá áhuga á sígildri tónlist og óperum þannig að klassísk tónlist hefur verið spiluð á heimilinu frá því hann var pínu- lítill. Ég vona að eitthvað af því hafi síast inn í hann. Hins vegar eru systkinin afar ólík að Hjaltalín. Þetta hefur haft mikið að segja og svo fékk Hjörtur mjög gott tónlistaruppeldi hjá Þorgerði Ingólfsdóttur í kór Mennta- skólans við Hamrahlíð. Ég held að það sé ein- staklega góður skóli fyrir hvern sem er að fara í kórinn hjá henni vegna þess að hún krefst svo mikils aga og ástundunar. Enda hefur kórfólkið iðulega verið besta námsfólkið í skólanum. Þetta er eins og með skákina að yfirfærslugildið á nám og störf og annað er mjög mikið.“ Sumt gengur ekki upp „Hjörtur er líkur mér að mörgu leyti. Hann er mátulega kærulaus og hefur ekki mjög miklar áhyggjur af hlutunum, stressar sig ekki mjög mikið. Það held ég að sé nauðsyn- legur eiginleiki í tónlist og skák. Ég hef séð mjög marga góða skákmenn sem hafa eig- inlega aldrei náð að sýna sitt rétta andlit vegna þess að þeir höfðu ekki taugarnar sem þarf til að ná langt í skákinni. Hjörtur á ekki til sviðsskrekk og það er mjög góður eig- inleiki. Ég held að það sé óhætt að segja að upp- eldið á Hirti hafi gengið vel og samskipti hans við afa sinn á Selfossi hafa komið sér vel. Hins vegar eru nokkrir hlutir sem hafa misfarist og pirra einkum móður hans en ýmsir praktískir hlutir liggja ekki vel fyrir honum. Í því sam- bandi má nefna atriði eins og að muna eftir að setja smjörið inn í ísskápinn og skilja fötin sín ekki eftir um allt hús. Ég held að ástæðan sé sú að hann er þessi dæmigerða listamanns- týpa sem flýtur áfram án þess að horfa mikið í kringum sig. Sem betur fer hefur hann ekki erft stríðnina frá mér en hann er með gott skopskyn og hvers manns hugljúfi.“ Listamannstýpa sem flýtur áfram þessu leyti og Sigurlaug Guðrún, systir hans, lifir og hrærist í fótbolta. Hún spilaði á þver- flautu og þegar hún missti áhugann á því þrýstum við ekki á hana til þess að halda áfram. Fótboltaáhugi hennar hefur heldur ekkert með mig að gera og reyndar er nokkuð ljóst að ég fór í skákina vegna þess hvað ég var ofboðslega lélegur í fótbolta, örugglega lé- legasti fótboltamaður sem uppi hefur verið á Íslandi. En það er svolítið af tónlistarfólki í ættum okkar Jónínu, þó foreldrar okkar hafi ekki spilað á hljóðfæri. Það kæmi mér ekki á óvart þó Hjörtur legði tónlistina fyrir sig á einhvern hátt, en ég hef alltaf hvatt hann til þess að ná sér í góða almenna menntun. Það var það sem góðir menn ráðlögðu mér á sínum tíma og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa fylgt þeim ráðum. Ég hafði góðar fyrirmyndir eins og Friðrik Ólafsson, sem er lögfræðingur og starfaði við fagið eftir að skákferlinum lauk. Ég held líka að þeir sem leggi fyrir sig starf, þar sem tekjur eru óvissar, finni fyrir betri líðan og finni sig betur hafi þeir aðra menntun á bak við sig. Þegar komu upp erfið augnablik og hlutirnir gengu ekki upp hjá mér í skákinni gat ég alltaf huggað mig við það að ég hafði lögfræðina. Þetta þurfa allir að hafa í huga. Ég held að það eigi alveg að geta gengið hjá Hirti að samræma háskólanámið og tón- listina, enda hef ég tekið eftir því að ungt fólk í tónlist er yfirleitt jafnframt góðir náms- menn. Þetta fólk þarf að tileinka sér aga og skipulag og þessi atriði nýtast því vel í námi. Það nær að nýta tímann betur en flestir aðrir. Hjörtur og Guðmundur Óskar Guðmundsson, vinur hans, stofnuðu ásamt öðrum Svitaband- ið í Ölduselsskóla og þeir spila líka saman í                !" "#$ % &'& (' $)* )*## + ,## )*)* Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.