Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 18
18 Tækni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Á áttunda áratugnum voru segulbands-spólur allsráðandi í bíltækjum og ferðatækjum þar sem ógjörningur var að burðast með fyrirferðarmiklar hljóm- plötur. Segulbandsspólur voru því vin- sælar í bifreiðum og í unglinga- herbergjum og reyndar opnuðu segulbandstækin dyrnar fyrir smátæki hverskonar sem hægt var að bera með sér hvert sem er. Þeirra frægust eru lík- lega Walkman segulbandstækin frá Sony en enginn var maður með mönnum á átt- unda áratugnum nema eiga slíkt tæki. Sony Walkman kom fyrst á markað í Japan árið 1979, þá af gerðinni TPS-L2 sem var vandað tæki með innstungu fyrir lítið tengi frá heyrnartólum og bjó yfir víðóma hljóði. Eitt merkasta tækið frá Sony Walkman var Walkman Professional WM-D6C en það var kynnt á markaði árið 1984 og státaði af hljómgæðum á við vönduð upptökutæki til heimilisnotkunar. Tækið gat tekið upp í víðóma hljóði og notaðist við ljósdíóður til að sýna hljóðstyrkinn. Sam- keppnin jókst hinsvegar jafnt og þétt og undir lok áratugarins voru Toshiba, Aiwa og Panasonic orðnir harðir keppinautar Sony Walkman. Segulbands- spólan sjálf var upp- finning Philips sem hafði kynnt spóluna fyrst árið 1964. SEGULBANDSSPÓLUR Átta rása hylkin voru hönnuð og fram-leidd í Bandaríkjunum og nutu tals- verðra vinsælda fram til 1980 enda voru tækin á meðal staðalbúnaðar í bandarísk- um bílum frá um 1965. Það voru mörg fræg nöfn sem komu að hönnun, fram- leiðslu og markaðssetningu átta rása tækjanna. Bill Lear var sá sem leiddi hóp- inn en hann er þekktastur fyrir hinar margfrægu Lear Jet einkaþotur. Aðrir í hópnum voru bílaframleiðandinn Ford, símafyrirtækið Motorola og RCA Victor hljómplötufyrirtækið sem einmitt hafði nýtt sér hundinn Nipper við markaðs- setningu áratugum fyrr. Átta rása hylkin hættu að fást í verslunum upp úr 1982 en þá hafði segulbandsspólan sem var um helmingi minni tekið yfir markaðinn. ÁTTA RÁSA Stafræn tækni náði fót-festu á markaðnum um 1982 með því sem kallað var Compact Disc eða CD í daglegu tali. Til að byrja með mætti tæknin mikilli andstöðu tónlistariðn- aðarins þar sem óttast var að sala á tónlist myndi hrynja þar sem auð- velt væri með CD að afrita upprunalegar upptökur. Ekki svo löngu síðar varð það mögulegt að afrita tónlist á CD í tölvu með nýrri bylgju vandamála fyrir tónlistariðn- aðinn, eða því héldu hagsmunaðilar iðnaðarins í það minnsta fram. Fyrsti stafræni ferðaspilarinn kom á markað árið 1984 frá Sony og var kallaður Walkman D-50. Upprunalega heitið var reyndar Discman en Sony gafst fljótlega upp á því og hélt sig þar eftir við Walkman að mestu leyti. Það voru fleiri tæknilegar útfærslur á stafrænu tækninni sem reyndu að berjast um markaðinn. Mini Disc, kynnt til sögunnar 1991 af Sony, var ein þeirra en einnig DAT segulbönd, kynnt 1985 af Sony, sem eru enn í dag notuð í talsverðum mæli, t.d. við hljóðvinnslu. STAFRÆN TÆKNI Það var mikil bylting fyrir tónlistarheiminn sem og unnendur tónlistar þegar fyrstatónhlaðan frá Apple kom á markað árið 2001. Tónhlaðan iPod sameinar marga kosti í eitt lítið handhægt tæki enda hafa vinsældirnar verið eftir því. Í apríl 2007 var búið að selja yfir 100 milljón tæki og tveimur árum síðar er talan farin að nálgast 200 milljón tæki en reiknað er með að í ár seljist um 10 milljón tæki. Tónhlaðan frá Apple á ekki margt sameiginlegt með fyrstu Gramophone og Phonograph tækjunum annað en að geta spilað hljóð og vera meðfærileg. Það er þó hætt við því að ef Fox Terrier hundurinn Nipper væri enn á lífi þá myndi hann enn á ný líta eftir rödd húsbónda síns, gáttaður með lítil hvít eyrnatól í eyrunum. TÓNHLAÐAN Þekkt Málverkið af Nipper og Francis Barraud í vinnustofu sinni við verkið. Málverkið varð að einu þekktasta vörumerki heims. Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is U ppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison fann hinn 18. júlí árið 1877 upp leið til þess að skrá hljóð. Hann hafði verið að leita að tækni til að taka upp símtöl og fann í leiðinni upp fyrsta hljóðritann og ekki leið á löngu þar til fyrsta hljómtækið sem spilaði upptökur leit dagsins ljós. Fyrstu tækin nýttu einskonar hljóðsívalninga til afspilunar en tækin sem spiluðu upptökurnar voru kölluð Phonographs. Rödd meistarans Um aldamótin 1900 var komin fram tækni til hljóðritunar sem átti eftir að verða ráðandi í næstum því heila öld. Það var hljómplatan og voru þær spilaðar á tækjum sem voru kölluð Gramophones en sú uppfinning er yfirleitt eignuð Emile Berliner. Einn frægasti framleiðandi tækjanna og hljómplatnanna var Gramophone Company en fyrirtækið var stofnað árið 1899. Fyrir algjöra tilviljun eignaðist fyr- irtækið vörumerki sem átti eftir að verða afar frægt. Það at- vikaðist þannig að breskur listamaður að nafni Francis Barraud hafði tekið hund látins bróður síns, Mark, í fóstur. Bróðirinn hafði skilið eftir sig fleira en hundinn því hann hafði verið duglegur að taka rödd sína upp á hljóðsívalninga og hafði hann einnig arfleitt Francis Barraud að Phonograph tæki. Þegar Barraud hlustaði á upptökurnar veitti hann því athygli að Fox Terrier hundurinn sem hann hafði tekið í fóstur, og gegndi nafinu Nipper, mændi á lúðurinn sem gaf frá sér hljóðið á Pho- nograph tækinu. Barraud fannst þetta æði merkilegt og ákvað hann að mála mynd af Nipper að hlusta á húsbónda sinn enda augljóst að hund- urinn gegndi kalli húsbóndans, þó það kæmi næstum að handan. Bar- raud gaf málverkinu titilinn „His late masteŕs voice“, rödd látins hús- bónda hans, og vonaðist hann til þess að geta selt einhverjum framleiðenda Phonograph-tækja verkið. Það tókst hinsvegar ekki en til þess að bæta málverkið hafði kunningi Barrauds bent honum á að líklega væri betra að skipta á svarta lúðrinum á Phonograph tækinu og bronslituðum lúðri eins og var á Gramophone tækjunum. Í þeim erindagjörðum að fá slíkt tæki lánað fór Barraud til Gramophone en þar tóku örlögin í taumana. Þegar Barraud var spurður hvað hann ætlaði að gera við tækið útskýrði hann hvað hundurinn Nipper gerði þegar hann spilaði upptökur fyrri húsbónda hundsins. Stjórnanda Gramophone þótti sagan svo merkileg að nið- urstaðan varð sú að Gramophone fyrirtækið keypti myndina gegn því að skipt yrði á Phonograph tækinu og Gramophone tæki. Árið 1909 var nafni fyrirtæk- isins breytt í „His Masteŕs Voice“ og var styttri útgáf- an HMV. HMV vörumerkið er enn notað í dag og einnig má finna stílfærða útgáfu af málverkinu hans Barraud á vefsíðu fyrirtækisins. Nýtískuleg HMV verslanir í dag byggja á fornri frægð þó þær séu nýtískulegar. Fyrsta segulbandstækið sem var not-hæft án sérstakrar aðgátar var fram- leitt af AEG í Þýskalandi 1935. Áður hafði t.d. verið notað stórhættulegt tæki á Ítalíu þar sem hljóðið var skráð á samskonar efni og notað var í rakvélablöð sem gerði alla meðferð tækisins afar varasama. Hönnun AEG samanstóð hinsvegar af tveimur hjólum þar sem óupptekið hljóð- bandið var öðrum megin og upptekið hljóðbandið hinum megin. Hljóðbandið sjálft var úr húðuðum pappír í stað stáls. Í miðjunni var svo tæknibúnaðurinn og stjórntækin. Tæki af þessu tagi voru vin- sæl allt fram undir áttunda áratuginn og voru samskonar tæki iðulega kölluð „Reel to reel“ tæki þó tæknilega heitið væri „Magnetophone“. Enn í dag eru seg- ulbandstæki af þessari gerð framleidd af Studer, Stellavox, Nagra, Denon og Otari enda þykja þau ná miklum hljómgæðum. SEGULBANDSTÆKI Miðillinn og Nipper
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.