Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
PÁLL Óskar Hjálmtýsson og Mon-
ika Abendroth hörpuleikari halda í
kvöld árlega sólstöðutónleika í Café
Flóru í Grasagarðinum í Laugardal,
til að fagna lengsta degi ársins. Páli
Óskari verður þá afhent platínu-
plata til viðurkenningar á því að
safnplatan sem hann gaf út í fyrra,
Silfursafnið, hefur nú selst í yfir 16
þúsund eintökum en þar af seldust
um 10 þúsund um jólin.
– Þú hefur verið á blússandi sigl-
ingu undanfarið?
„Já, vá, ég er ennþá að jafna mig
bara, jafna mig líkamlega og and-
lega á þessum hasar seinustu þrjú
ár ævi minnar,“ segir Páll Óskar.
Hann hafi alltaf haft mikið að gera
en aldrei þó eins mikið og þessi þrjú
ár.
Byrjaður að dúlla sér við plötu
– Er ný plata væntanleg frá þér?
„Jú, auðvitað er maður byrjaður
að dúlla sér við næstu plötu, en
þetta er ekkert nema dúllerí ennþá.
Ég er kannski bjartsýnn að segja að
hún geti komið út fyrir jólin 2010.
En ég er alla vega í pásu þessi jól og
svo mun ég örugglega hafa sama
háttinn á eins og með Allt fyrir ást-
ina, ég vil ekki sleppa tökunum af
plötunum fyrr en ég heyri að þetta
sé orðið gott. Mig langar ekki að
senda frá mér hálfbakaðar plötur
sem eru ennþá inni í ofninum. En
þegar lögin fara að koma þá fara
þau að heyrast. Við Öggi erum að
stinga saman nefjum, ég og Örlygur
Smári,“ segir Páll Óskar, en fyrir þá
sem ekki vita samdi Örlygur lögin á
fyrstu þremur smáskífum Páls Ósk-
ars í hitteðfyrra sem nutu mikilla
vinsælda hér á landi. „Svo er aldrei
að vita hverjir bætast í hópinn,“
bætir hann við.
Páll Óskar segist vera að hlaða
batteríin þessa dagana og taki því
nokkur vel valin „gigg“ sem hann
langi að gera og hafi gaman af. Þess
á milli taki hann sér frí og reyni að
nýta tímann í stúdíóvinnu.
– Þannig að sólstöðutónleikarnir í
kvöld eru ákveðin slökun fyrir þig?
„Jesss, algjörlega. Sólstöðu-
tónleikarnir eru ákveðið móment,
augnablik á árinu sem ég vil ekki
sleppa,“ svarar Páll Óskar. Tónleik-
arnir hefjast kl. 23 og lýkur um
klukkustund og kortéri síðar. Þá
ganga tónleikagestir út í miðnæt-
ursólina sem Páll Óskar segir sér-
staklega hátíðlegt og töfrum hlaðið
augnablik.
Stuðlög á hörpu
Fyrstu sólstöðutónleikar þeirra
Moniku voru haldnir árið 2001 og að
þessu sinni verður fókusinn dálítið á
Silfursafnið, búið að útsetja lög sér-
staklega fyrir hörpuna, burtséð frá
því hvort þau eru róleg eða stuðlög.
„Þú komst við hjartað í mér“,
„Betra líf“ og „Allt fyrir ástina“ eru
t.d. á efnisskrá en einnig lög sem
Palli segist ekki hafa sungið í óra-
tíma, t.d. Burt Bacharach-smellinn
„Anyone Who Had A Heart“. „Ég
get lofað þér því að fólk mun labba
meyrt út,“ segir Páll Óskar að lok-
um og hlær.
Töfrum hlaðið augnablik
Páll Óskar og Monika halda árlega sólstöðutónleika í
Grasagarðinum Páll fær platínuplötu fyrir Silfursafnið
Morgunblaðið/Sverrir
Páll Óskar & Monika Héldu sína fyrstu sólstöðutónleika árið 2001.
Miðasala á tónleikana verður við
innganginn á Café Flóru en einnig
er hægt að panta miða í síma
866 3516. Miðaverð er 2.000 kr.