Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 190. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «HUNSUM VIÐ ÞJÓÐARARFINN? SNJALLA RÍMAN STUÐLASTERK . . . «SUMARGLEÐIN AF STAÐ Rokkað í hverjum krók og kima nýju, verði miðað við bókfært virði þeirra, en ekki „brunaútsöluverð“, eins og það var orðað á fundinum. Flestar eignirnar eru lán til ís- lenskra fyrirtækja og einstaklinga og er viðbúið að mikil afföll verði af þeim lánum. Munu því nýju bankarnir, og þar með ríkissjóður, taka á sig tapið vegna þessara af- falla, en ekki kröfuhafar gömlu bankanna. Í áætlunum FME er gert ráð fyrir um 105 milljarða króna við- bragðasjóði, sem ætlað er að mæta þessu útlánatapi.  Slegnir yfir stöðu bankanna | 12 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur áhyggjur af lausafjárstöðu banka- kerfisins, hugsanlegu útlánatapi og stærð þess. Á fundi með við- skiptanefnd Alþingis var þing- mönnum kynnt staða kerfisins og mun þar hafa komið fram að minnka þyrfti bankakerfið, fækka útibúum ríkisbankanna og starfs- fólki sömuleiðis. Jafnframt kom fram að við mat á þeim eignum, sem fluttar hafa verið úr gömlu bönkunum í þá Bankakerfið of stórt  Nýju bankarnir og ríkissjóður munu taka á sig tap vegna útlána  Kerfið sagt of stórt og fækka þarf útibúum Fjármálaeftirlitið Hefur áhyggjur af lausafjárstöðu bankakerfisins. ÞAÐ er margt að ræða á Alþingi þessa dagana, innan þingsalar og utan. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Bene- diktsson, sátu á tali við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær og virðist umræðuefnið vera af alvarlegra taginu, enda mörg vandamálin sem þarf að leysa. Ekkert vildi Illugi þó gefa upp um það sem rætt var um. „Mörg af þessum málum eru þess eðlis að menn horfa yfir flokkslínurnar. Þegar svona mikið er undir er eðlilegt að menn tali saman enda erum við öll að vinna að sameiginlegu markmiði.“ ben@mbl.is | 11 „EÐLILEGT AÐ HORFA YFIR FLOKKSLÍNUR“ Morgunblaðið/Ómar  SAMKVÆMT íslenskum lögum nýtur íslenski innstæðusjóðurinn forgangs á kröfur Breta og Hollend- inga vegna Icesave. Þetta segir Ein- ar Sigurðsson bankamaður í grein í Morgunblaðinu í dag og bætir við að það að gera kröfur Íslendinga, Breta og Hollendinga jafnstæðar gæti kostað Íslendinga 340 milljarða króna að óþörfu. Vísar hann í álit lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar F. Harðarsonar. Til að leiðrétta þetta þurfi ekki að breyta Icesave-samningnum, „held- ur eingöngu sérstöku ákvæði í hlið- arsamkomulagi þar sem gerð voru stórkostleg mistök sem byggðust ekki á íslenskum lögum“. »17 Greiðum 340 milljarða að óþörfu vegna Icesave  ÞRÍR af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vilja að Icesave-samningnum verði hafnað. Að öðrum kosti muni flokkurinn greiða atkvæði með tvöfaldri þjóð- aratkvæðagreiðslu í ESB-málinu. Þetta segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sem segir þingmennina hafa gert leiðtogum stjórnarflokkanna grein fyrir þessu skilyrði flokksins á fundi í gær. Þór segir það álit Elviru Mendez, sérfræðings í Evrópurétti, að Ice- save-samningurinn sé gallaður og brjóti í bága við Evrópurétt. »4 Borgarahreyfingin setur skilyrði í Icesave-málinu E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 7 4 af sérmerk tum umbú ›um Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is EFNHAGSLEG áföll þurfa að dynja yfir til að Icesave- skuldbindingarnar einar og sér leiði til þess að ríkissjóð- ur geti ekki staðið við erlendar skuldbindingar sínar ef áhersla verður lögð á hagvöxt á næstu árum. Þetta kem- ur fram í umsögn Seðlabanka Íslands um Icesave-samn- ingana og greiðslubyrði erlendra lána sem kynnt var á fundi fjárlaganefndar á mánudag, og Morgunblaðið hef- ur undir höndum. Lokaútgáfa umsagnarinnar verður kynnt í dag. Í umsögninni kemur fram að erlendar skuld- ir íslenska þjóðarbúsins muni ná hámarki 2010 er þær verða 2.953 milljarðar kr., eða rúm 200% af vergri lands- framleiðslu ársins í ár. Seðlabankinn hefur þá framkvæmt greiningu á því hve mikið þurfi að hækka virðisaukaskatt til að fjármagna alla Icesave-skuldina svo ávinningur ríkissjóðs verði meiri en heildargreiðslur vegna hennar í lok árs 2025. Þá kemur fram í umsögninni að Seðlabankinn ráðgeri að selja hinn danska FIH árið 2012 fyrir rúmlega 70 millj- arða kr. og á það fé að renna í gjaldeyrisvarasjóð bank- ans.  Skuldum um 3.000 milljarða | 6  Seðlabankinn ætlar að selja | 12 Ríkið ræður við Icesave  Í umsögn Seðlabankans segir að efnahagsleg áföll þurfi til að ríkið geti ekki staðið við erlendar skuldir  Skuldir verða um 3.000 milljarðar króna á næsta ári Í HNOTSKURN »Seðlabankinn hefur unnið umsögn um Ice- save-samningana og greiðslubyrði erlendra lána ríkissjóðs. »Matið er háð endurheimteigna Landsbankans, gengi og þróun hagvaxtar.  ÞORSTEINN Þorsteinsson, sem stýrir við- ræðum við kröfu- hafa gömlu bankanna fyrir hönd stjórn- valda, segist ekki geta staðfest að neitt sam- komulag liggi fyrir um að kröfuhafar Kaupþings muni eign- ast bankann í vikulok. Ríkisstjórnin hafi þó alla tíð verið opin fyrir þeim möguleika á réttum forsendum. »2 Útlendingar gætu eignast banka á réttum forsendum Þorsteinn Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.