Morgunblaðið - 15.07.2009, Side 20

Morgunblaðið - 15.07.2009, Side 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 ✝ Pétur Vet-urliðason fæddist á Hesteyri 18. ágúst 1937. Hann lést á Landakotsspítala 7. júlí 2009. Foreldrar hans voru Oddný Þor- bergsdóttir frá Efri- Miðvík, f. 1905, d. 1992 og Veturliði Guðmundsson frá Hesteyri, f. 1899, d. 1942. Pétur var yngstur af 5 systk- inum en hin eru Helgi, f. 1930, Bjarni, f. 1931, d. 1997, Sesselja, f. 1934, d. 1978, og Bryndís, f. 1935, d. 2001. Hinn 24. desember 1963 kvæntist Pétur Arndísi Maríu Helgadóttur frá Ísafirði, f. 26. ágúst 1936, og áttu þau saman fjögur börn, þau eru: 1) Sigrún, f. 27. ágúst 1965, gift Sigurði Garðars, þau eiga 2 syni, Pétur og Sverri. 2) Stefán, f. 17. nóvember 1968, kvæntur Önnu Bergmann, þau eiga 2 dætur, Maríu Ósk og Hönnu Karen. 3) Oddný, f. 23. júní 1970, maki Jóhannes Sigvaldason, sonur þeirra Axel Ingi. 4) Sædís, f. 19. febrúar 1976, gift Birni Arnari Kristbjörns- syni, þau eiga 2 syni, Guðlaug Helga og Gunnar Inga. Pétur bjó á Hest- eyri til 5 ára aldurs en flutti þá með móður sinni og systkinum til Bolung- arvíkur, þar bjó hann til 14 aldurs og flutti svo til Reykjavíkur. Pétur fór í Iðnskólann í Reykjavík og lærði pípulagningar og varð síðar meistari. Hann vann lengst af við pípulagningar en vann einnig hjá Loftorku og Jarðborunum. Útför Péturs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 15. júlí, kl. 15. Elsku pabbi okkar. Núna þegar þú ert farinn frá okkur þá eru marg- ar minningar sem koma upp í hug- ann hjá okkur. Það var margt sem þú gafst þér tíma til að gera með okkur þegar við vorum lítil, þó svo að tími þinn hafi að mestu farið í vinnu. Helst er þá að minnast á allar útileg- urnar sem við fórum í. Það eina sem við þurftum var tjald og prímus og svo var brunað af stað. Þú fræddir okkur iðulega um landið á leiðinni og bentir okkur á fjöll og önnur kenni- leiti og sagðir okkur nöfnin. Síðasta útilegan sem við fórum í var fyrir 13 árum, þá vorum við öll saman og með í för var líka Bryndís systir þín og Gísli maðurinn hennar. Við fórum á þínar æskuslóðir Hesteyri, staðinn sem var þér svo kær. Þið eldri voruð í gömlu húsi en við hin í gamla góða tjaldinu þínu. Þú varst í essinu þínu að sýna okkur staðinn þar sem þú fæddist. Þú varst mjög fróður og áhuga- samur um hin ýmsu mál. Þá voru heilu veggirnir þaktir bókahillum fullum af bókum á þínu heimili, enda varst þú mikill lestrarhestur. Þú vissir stundum ótrúlegustu hluti og horfðir alltaf á Gettu betur og fleiri spurningaþætti og varst yfirleitt með svörin á hreinu. Ættfræðin var þér sérstaklega hugleikin og þú áttir ættfræðibækur sem þú gast flett upp í ef þú varst eitthvað að stúdera þessi mál. Seinna þegar Íslendinga- bók kom á netið þá gast þú flett upp fólki þar og notaðir þú það mikið. Þú varst líka mjög stoltur af uppruna þínum og allt sem var vestfirskt var að sjálfsögðu best. Síðan við munum eftir okkur voru haldnar skötuveisl- ur á Þorláksmessu og var þá skatan að sjálfsögðu pöntuð að vestan, vel kæst. Fyrstu árin mættu aðallega bræður þínir en eftir því sem árin liðu þá bættust við börn, barnabörn og vinir. Þetta voru einskonar lítil ættarmót á hverju ári og sumir mættu ekki endilega til að borða skötu heldur bara til að upplifa þessa vestfirsku stemningu en svo voru hinir sem biðu allt árið eftir sköt- unni. Þú varst oft strangur pabbi en umfram allt varstu alltaf skemmti- legur og mikill húmoristi. Þú hafðir þann eiginleika að laða að þér fólk og náðir að heilla það með þínum eigin sjarma. Á síðustu árum þurftir þú oft að leggjast inn á spítala og þar vildir þú hafa hjúkkurnar á þínu bandi og varst duglegur að djóka í þeim og heilla þær með skjalli. Þú vildir alls ekki vera leiðinlegi gaur- inn á deildinni enda töluðu þær oft um að þú værir skemmtilegasti sjúk- lingur sem þær höfðu haft. Þannig var það fram á síðustu stundu hjá þér, þó þú værir orðin mjög veikur undir það síðasta þá var húmorinn ekki langt undan. Þú varst líka þrjóskur með eindæmum og ef þú beist eitthvað í þig þá varð þér ekki haggað. Við höfðum yfirleitt vit á að rökræða ekki lengi við þig því það hafði ekkert upp á sig því þó svo að við kæmum með staðreyndirnar svart á hvítu þá bakkaðir þú ekki með þitt. Elsku pabbi, við vitum að þér líður vel núna, loksins laus við öll veikindi. Hvíl í friði. Þín börn og tengdabörn, Sigrún og Sigurður, Stefán og Anna, Oddný og Jóhann- es, Sædís og Björn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku hjartans tengdapabbi, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur fyrir mig og mína gert. Ég kveð þig með trega í hjarta með þessum orð- um sem sonur þinn orti Enginn veit og enginn sér hver leiðin er né hvert mann ber því lífsins braut er þyrnum stráð þótt stundum sé hún spott og háð. Enginn veit og enginn sér hvar endinn er né hvenær ber og enginn vill víst vita það hvenær tími er að leggja af stað (S.Pétursson.) Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Anna Bergmann. Elsku afi í Goðheimum, eins og við kölluðum þig alltaf. Þegar við hugs- um til baka streyma fram ýmsar minningar þegar við vorum litlar stelpur og vorum í pössun hjá þér og ömmu. Alltaf þegar við komum í heimsókn kallaðir þú okkur litlu prinsessurnar þínar og oft laumaðir þú að okkur kexkökum eða ís. Eins munum við svo vel eftir kartöflu- garðinum sem þú og amma voruð með, þá hittist öll fjölskyldan saman á haustin og uppskeran tekin upp. Það var oft líf og fjör og mikið fíflast. Það var líka alltaf mjög gaman á Þorláksmessu, þá hittist öll fjöl- skyldan í skötuveislu heima hjá þér og ömmu. Þó svo að okkur þætti hún ekkert rosalega góð, þá komum við alltaf, því það var svo gaman þegar fjölskyldan hittist. Svo á aðfangadag um hádegið hittust allir og skiptust á pökkum og amma gerði möndlu- graut og sá sem fékk möndluna vann spil og konfektkassa. Það var líka svo mikið sem þú kenndir okkur eins og að lesa og svo varstu líka duglegur við að fara með okkur á bókasafnið í hverfinu. Síðan var það árið 2001 að þú veiktist mik- ið og þurftir að hætta að vinna, þá fluttuð þið amma upp í Orrahóla; eft- ir það kölluðum við þig alltaf afa í Orró. Elsku afi, við eigum alltaf eftir að muna eftir þér sitjandi í rauða stóln- um þínum og segjandi okkur sögur frá því hvernig allt var í gamla daga og rifja upp þá tíma þegar við vorum ungabörn. Þú varst líka svolítið þrjóskur en það var bara skemmti- legt. Þú hafðir alltaf mikinn húmor fyr- ir sjálfum þér og öllu í kring og núna um daginn þegar þú varst kominn á spítalann og við vorum að koma í heimsókn varstu samt hlæjandi og gerandi grín að öllu þótt þú hafir verið orðinn mikið veikur, þú gast alltaf fundið jákvæðu hliðarnar á öllu og vissir alltaf allt langbest. Við söknum þín rosa mikið, en vitum samt að nú líður þér vel, elsku afi. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Prinsessurnar þínar, María Ósk og Hanna Karen. Elsku besti afi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þær voru ómetanlegar, við eigum eftir að sakna þín sárt, en Guð og englarnir eiga eftir að hugsa vel um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, guð styrki þig og varðveiti. Pétur og Sverrir. Kynni okkar Péturs hófust fyrir meira en hálfri öld, þá vorum við báðir ungir menn sem áttu allt lífið framundan og dauðinn var víðs fjarri. Síðan hefur vinátta okkar ver- ið óslitin og oft höfum við hist og brallað margt saman. Að sjálfsögðu urðu samfundir okkar strjálli eftir því sem aldur færðist yfir, en sam- bandið slitnaði aldrei. En tækni sím- ans var ætíð notuð og þá teygðist oft úr samræðum og stundum voru þjóðmálin krufin til mergjar og ekki vorum við alltaf sammála. Stundum höfðum við þó ráð undir rifi hverju en það sem á skorti, að okkur fannst, var valdið til að koma þeim í fram- kvæmd. Við völdum okkur hvor sinn starfsvettvanginn, Pétur nam pípu- lagnir og starfaði við þá iðn svo lengi sem heilsan leyfði. Hann var farsæll í starfi og átti marga fasta viðskipta- Pétur Veturliðason Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa’ úti’ í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem menn- irnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. (Tómas Guðmundsson.) Guðjón Jónsson ✝ Guðjón Jónssonfrá Mörk fæddist í Reykjavík 26. desem- ber 1931. Hann lést 6. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Guðjónsdóttir hús- móðir og Jón Jónsson verkstjóri. Guðjón var yngstur þriggja systkina en þau eru auk hans: Þórir Már, f. 8. maí 1922, d. 26. júní 2006 og Bergdís, f. 9. mars 1925. Guðjón stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík en þurfti að hverfa frá námi á fjórða ári vegna heilsubrests sem hrjáði hann æ síðan. Útför Guðjóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 15. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Ég þakka fyrir að hafa fengið að dvelja á „Hótel Jörð“ um leið og Guðjón mágur minn. Ég þakka gjaf- mildi hans til allra þeirra sem minna mega sín í heiminum og einnig vináttu hans og ljúfmennsku alla tíð. Ég þakka líka Kristínu. Hvíli hann í friði. Þóra Karitas. Mikil ró er yfir mynd, sem tekin var af fjölskyldu Guðjóns Jónssonar frá Mörk, þegar hann var lítill drengur. Myndin var tekin árið 1934. Stoltir og glaðir foreldrar fóru með barnahópinn sinn á ljósmynda- stofu Sigríðar Zoëga. Guðbjörg amma situr með sitt fallega hár í peysufötum, Bergdís hallar sér að mömmu. Þórir Már stendur fyrir miðju á myndinni og Guðjón litli bróðir situr í fangi pabba. Framtíðin bíður með fögur fyrirheit. Mann- margt var í Mörkinni þegar Guðjón, föðurbróðir minn, bættist í hópinn. Mörkin var tvílyft timburhús, byggt við steinbæ þar sem afi ólst upp með tíu systkinum. Í Mörkinni voru ömmur á báðum hæðum og frændur og frænkur allt um kring. Reykjavík var þá blanda af borg og þorpi. Ósk- ar frændi var með kindur á Drafn- arstígnum og kýr nágrannanna voru reknar niður Bræðraborgarstíginn. Móðir Guðjóns (Jonna) lagði á borð heimsins bestu fiskibollur og græn- meti sem hún ræktaði sjálf í garð- inum. Hin kyrra fjölskyldumynd breytt- ist á snöggu augabragði í örlagaríka og harmræna kvikmynd. Stuttu eftir að myndin var tekin veiktist móðir Jonna. Guðbjörg Guðjónsdóttir lést árið 1940 eftir kvalafull og erfið veikindi. Níu ára gamall var Jonni orðinn móðurlaus eftir mörg erfið bernskuár. Þá var þekking á við- kvæmni barnssálarinnar ekki sú sama og nú. Sorgin beit sig fast í við- kvæm hjörtu þeirra sem eftir lifðu. Ég bjó í Mörkinni þar til ég var ellefu ára. Þar var Jonnaherbergi en enginn Jonni. Þegar ég var fjögurra ára gömul fékk ég að fara með pabba á H.Ben.-bílnum inn að Kleppi að sækja Jonna frænda. Hann mátti koma heim í mat á sunnudegi. Þegar við komum að Kleppi átti ég að bíða á meðan pabbi fór inn að sækja Jonna. Ég mátti ekki opna bílinn fyrir neinum á með- an ég beið. Ég átti erfitt með að skilja það. Svo kom að því að Jonni útskrifaðist og flutti heim. Jonna var alltaf hlýtt til Kleppsspítala og leit- aði eftir aðstoð lækna þar þegar á þurfti að halda. Sem barn þurfti ég að brjóta heil- ann til að átta mig á Jonna. Eftir því sem árin liðu kynntist ég þessum geðgóða og yndislega frænda mín- um betur. Jonni veiktist þegar hann var á síðasta námsári við Mennta- skólann í Reykjavík. Hann var góð- ur námsmaður, vel lesinn og enginn kom að tómum kofanum þegar rætt var um gríska goðafræði eða aðrar merkar sögur. Hann hafði stálminni og naut þess að lesa um heima og geima. Hann hafði gaman af að binda inn bækur, gerði það vel og naut þess að vinna í góðum hópi. Jonni vann lengi við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. Undanfarin ár hefur Jonni búið í íbúð sinni við Efstaland í Reykjavík. Áður bjó hann í skjóli Bergdísar systur sinn- ar. Þau hafa alla tíð verið mjög náin og flesta daga fór Jonni til systur sinnar og mætti þar mikilli um- hyggju. Fyrir nokkrum árum kynnt- ist Jonni Kristínu, nágrannakonu sinni. Vinátta þeirra var Jonna mik- ils virði og hún dró úr félagslegri einangrun hans. Ég hitti Jonna síðast þann 19. júní þegar við fórum með blóm á leiði föður hans en hann var fæddur 22. júní. Þá var ekkert fararsnið á Jonna. Ég kveð frænda minn með söknuði. Guðbjörg Þórisdóttir. Nú þegar komið er að kveðju- stund vakna minningar um móður- bróður minn ein af annarri. Ég man fyrst eftir Jonna, eins og hann var gjarnan kallaður, fyrir hartnær 50 árum, þegar kærleiksríkar hendur móður minnar færðu mína hönd í hans: „Jonni minn, viltu ekki leiða hana Margréti?“ Þetta var á björt- um sumardegi, fjölskyldan var á leið í miðbæinn og Jonni frændi var að hefja á ný þátttöku sína í samfélag- inu eftir áralöng veikindi. Á kom- andi árum tókst Jonna að verða virkur samfélagsþegn með dyggri aðstoð systur sinnar og nánustu fjöl- skyldu. Ég varð þeirrar ágætu reynslu aðnjótandi að alast upp á heimili með Jonna frænda mínum. Jonni var einstakt ljúfmenni, gjaf- mildur, víðlesinn og skarpgreindur. Alltaf var gott að hafa Jonna nálægt þegar vinnan við heimanámið stóð yfir á skólaárunum. Satt best að segja þá var engu líkara en flett væri á eldingarhraða í alfræðiriti þegar leitað var svara úr námsefn- inu hjá Jonna. Svörin komu á auga- bragði. Líklega er teljandi á fingrum annarrar handar þau skipti sem Jonna varð svaravant og aldrei neit- aði hann frænku sinni um nokkra bón. Þær voru margar ökuferðirnar sem hann keyrði mig í hesthúsið og þegar bílprófið var í höfn taldi hann ekki eftir sér að lána bílinn sinn. Hann var góður frændi en vinafár. Það má því segja að það hafi verið góð bón þegar ég bað Jonna að taka að sér heimilisköttinn þegar yngsti sonur minn greindist með ofnæmi fyrir köttum. Jonni var mikill dýra- vinur og það gladdi hann mjög að eignast Pústa. Þeir urðu hændir hvor að öðrum. Stóran hluta ævi sinnar vann Jonni hjá hreinsunardeild Reykja- víkurborgar. Á seinni árum bjó hann í eigin íbúð í Efstalandi. Þar eign- aðist hann góðan vin, Kristínu Bragadóttur. Þótt Jonni hafi flutt í eigið húsnæði sleit hann þó aldrei böndin við sitt gamla heimili. Hann var daglegur gestur hjá systur sinni í Sæviðarsundi og þar hélt hann einnig áfram að halda upp á afmæl- isdaga sína á annan í jólum. Þá hitt- ist stórfjölskyldan og þeim degi fylgdi ávallt mikil tilhlökkun. Nú verða afmælisdagar Jonna ekki fleiri í Sæviðarsundinu en minning um góðan frænda mun halda áfram að lifa. Margrét Björg Júlíusdóttir. Guðjón Jónsson frá Mörk er genginn til sinna feðra. Vinur minn og jafnaldri, snillingur og spekingur á sinn hátt. Hljóðlátur og fyrirferð- arlítill, en skoðanadrjúgur og víða heima. Ég kynntist honum ungum og glæsilegum, þá nýlega hættum menntaskólanámi, þrátt fyrir yfir- burða námsgáfur. Ég spurði hann: „Hversvegna hættir þú námi?“ Svarið var: „Ég fékk aðrar inter- essur sem ekki voru kenndar í menntaskóla.“ Ekki fór hjá því að svarið vafðist fyrir ungum norðan- manninum, sem barist hafði við að ná framhaldseinkunnum gegnum sitt nám og hélt sig nú vera loksins kominn á beinu brautina. Í ljós kom fljótt að áhugamálin voru biblíuvís-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.