Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Benedikt Jóhannesson fram-kvæmdastjóri skrifaði grein í Morgunblaðið á mánudag og hvatti þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að styðja að sótt verði um aðild að Evr- ópusambandinu, óháð því hver verði afdrif tillögu formanns og varafor- manns flokksins um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja beri um aðild.     Falli tillaganum tvöfalda atkvæðagreiðslu, má gera ráð fyrir að jafnframt sé meirihluti fyrir því að sækja um aðild. Skiptir þá einhverju máli hvernig þing- menn Sjálfstæð- isflokksins greiða atkvæði?     Það skiptir þá ekki sköpum um af-drif málsins. Það skiptir ein- göngu máli fyrir þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja gefa Evrópusinnuðum kjósendum flokks- ins til kynna að sjónarmið þeirra eigi sér einhverja fulltrúa á Alþingi.     Skoðanir hafa alltaf verið skiptarinnan Sjálfstæðisflokksins um samskiptin við ESB. Það kom fram þegar greidd voru atkvæði um EES- samninginn á sínum tíma. Þá greiddu flestir þingmenn flokksins atkvæði með honum, en þrír greiddu atkvæði á móti. Í sömu at- kvæðagreiðslu sat hjá fólk í öðrum flokkum, sem síðan hefur talað ein- dregið fyrir ESB-aðild, til dæmis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hall- dór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir.     Hvað mun t.d. Ragnheiður Rík-harðsdóttir gera, sem talað hef- ur eindregið fyrir aðildarumsókn? Og hvað gerir varaformaðurinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem hefur verið leiðtogi þess hóps innan flokksins, sem vill láta reyna á aðildarviðræður? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hvaða skilaboð? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Bolungarvík 8 rigning Brussel 24 léttskýjað Madríd 30 heiðskírt Akureyri 9 súld Dublin 17 skýjað Barcelona 26 léttskýjað Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 19 skýjað Mallorca 29 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 14 skúrir London 22 léttskýjað Róm 31 heiðskírt Nuuk 12 skýjað París 26 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Þórshöfn 12 skúrir Amsterdam 21 skúrir Winnipeg 19 alskýjað Ósló 21 léttskýjað Hamborg 26 léttskýjað Montreal 16 alskýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Berlín 27 léttskýjað New York 24 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Vín 32 léttskýjað Chicago 23 skýjað Helsinki 20 heiðskírt Moskva 28 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 15. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.19 1,0 11.32 3,1 17.42 1,2 23.55 3,1 3:43 23:26 ÍSAFJÖRÐUR 0.43 1,9 7.18 0,6 13.20 1,8 19.33 0,8 3:09 24:10 SIGLUFJÖRÐUR 3.31 1,1 9.36 0,4 16.09 1,1 22.07 0,5 2:50 23:54 DJÚPIVOGUR 2.14 0,7 8.26 1,8 14.47 0,8 20.44 1,7 3:03 23:04 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Norðaustan 3-8 m/s, víða létt- skýjað SV- og V-lands en skýjað og dálítil væta á austanverðu landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast vestantil. Á föstudag og laugardag Fremur hæg austlæg átt og bjart með köflum en stöku skúrir S-lands og þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í inn- sveitum. Á sunnudag og mánudag Norðaustanátt og dálítil rigning um tíma N- og A-lands, annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 10 til 20 stig, hlýj- ast suðvestantil. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 3-8, léttir víða til S- og V-lands en skýjað og dálítil súld norðaustantil. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á S- og SV-landi. SAMNINGARNIR um Icesave eru óviðunandi. Það skynsamlegasta í stöðunni væri að hafna rík- isábyrgð og hefja nýtt samningaferli með hliðsjón af fordæmalausri stöðu Íslands. Þetta er niðurstaða InDefence-hópsins í um- sögn sinni til fjárlaganefndar Alþingis, um frum- varp til laga um ríkisábyrgð vegna Icesave-sam- komulagsins við Breta og Hollendinga. Hópurinn telur ólíklegt að íslenska ríkið muni geta staðið í skilum eftir átta ár, á grundvelli þeirra saminga sem hafi verið gerðir um Icasave. Það sé því grundvallarskylda þingmanna að kynna sér getu ríkisins til að standa við þær skuldbindingar sem felast í Icesave-samningun- um. Þá séu samningarnir ekki í samræmi við Brussel-markmiðin, sem hafi legið að baki því um- boði sem ríkisstjórnin fékk til samninganna hjá Alþingi. Mikilvægt sé að hafa í huga ólíkt hlutverk rík- isstjórnarinnar og Alþingis gagnvart ríkisábyrgð- inni og Icesave-samningunum. Ríkisábyrgðin komi til með að gilda hvort sem efnahagsspár rík- isstjórnarinnar gangi eftir eður ei. Því beri Al- þingi að fá fram hjá ríkisstjórninni hve mikið for- sendur þurfi að breytast, svo að til vanefnda komi og hvaða afleiðingar þær hefðu í för með sér. Að mati InDefence eru því aðeins tvær leiðir færar: Annaðhvort að hafna frumvarpinu og jafnframt kynna erlendis að ekki hafi verið efnahagslegar forsendur til að standa við þá samninga sem liggja fyrir en ríkisstjórnin vilji standa við alþjóðlegar skuldbindingar og sé tilbúin til samninga. Eða að samþykkja frumvarpið með skýrum fyrirvörum, sem taki mið af Brussel-viðmiðunum, til staðfest- ingar því að núverandi samningar séu óviðunandi. sigrunrosa@mbl.is Vilja að Alþingi hafni Icesave InDefence-hópurinn telur ólíklegt að ríkið geti staðið í skilum eftir átta ár Sauðárkrókur | Þátttakendur í Frið- arhlaupi á Íslandi eru komnir vel á veg á leið sinni um landið. Fóru gegnum Sauðárkrók á dögunum og voru komnir í Borgarfjörðinn í gær. Stefna hlaupararnir til Reykjavíkur á morgun, fimmtudag. Friðarhlaupið, World Harmony Run, er alþjóðlegur grasrótarvið- burður sem tengist lífi milljóna manna um heim allan. Með hlaupinu er takmarkið að kynna og halda á loft hugsjóninni um frið á jörð og vinna af alhug að sátt og samlyndi. Að sögn Rúnars Páls Gígju, tals- manns hlaupsins, er markmiðið ekki að safna fé eða að leita eftir stuðn- ingi, hvorki við pólitískan málstað né annan, heldur einfaldlega að stuðla að og styrkja bönd náungakærleika, vináttu og einingar milli ein- staklinga, þjóða og þjóðfélagshópa. Hann sagði að hvarvetna hefði hlaupurunum verið mjög vel tekið og ljóst að landsmenn kynnu vel að meta það hugsjónastarf sem hér væri unnið. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hlauparar Þátttakendur í Friðarhlaupinu á Sauðárkróki, ásamt Guðmundi Guðlaugssyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, og nokkrum ungmennum. Friðarhlaup langt komið Í HNOTSKURN »Þátttakendur í Frið-arhlaupinu á Íslandi eru 25 frá 15 löndum. »Á ferð sinni um landiðheimsækja þeir ung- mennafélög, sveitarstjórnir, skóla og hlaupahópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.