Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teiknimynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 „Þetta er góð skemmtun með góð skilaboð og hentar ungum sem öldnum” - Ó.H. T., Rás 2 HHH „Ísöld 3 er kjörin fjölskyldumynd sem á örugglega eftir að njóta vinsælda hjá flestum aldursflokkum” - S.V., MBL STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 AÐSÓKNARMESTA KVIKMYNDIN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 50.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF HHHH „BETRI EN BORAT COHEN ER SCHNILLINGUR!“ – T.V. KVIKMYNDIR.IS HHH „..BRÜNO NUMERO UNO ON YOUR FUNNY-TIME LIST.“ – L.C. ROLLING STONES HHH „...ÞAÐ ERU EKKI LEIÐINLEGAR 30 SEKÚNDUR Í ÞESSARI MYND“ – ROGER EBERT HHHH „...CRAZIER AND FUNNIER, THAN BORAT“ - ENTERTAINMENT WEEKLY HHH „...YFIRGENGILEGA DÚLLULEGT VIÐUNDUR“ – S.V. MORGUNBLAÐINU MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTUTEIKNIMYND ÁRSINS! ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:00 Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK / AKUREYRI HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE Heimsfrumsýning kl. 5 - 8 - 11 10 BRÜNO kl. 8 - 10 14 TRANSFORMERS 2 kl. 5 10 / KEFLAVÍK HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE Heimsfrumsýning kl. 5 - 8 - 11 10 BRÜNO kl. 8 - 10 14 ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 6 L / SELFOSSI HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE Heimsfrumsýning kl. 5 - 8 - 11 10 BRÜNO kl. 8 - 10 14 TRANSFORMERS 2 kl. 5 10 Sigurðsson kveða Kom ég upp í Kvíslarskarð og Erling Jóhannes- son kveða Hvítárrímur. Kveðandi Erlings á meira skylt við bænakall- ið í moskur múslima en formlegan söng á vestræna vísu, smækkuð tónbil og flúr gera það að verkum. Þeir mörgu, sem hrifust af flutn- ingi Steindórs Andersens og Hilm- ars Arnar Hilmarssonar á Læknum af plötunni Rímur og rapp, heyra hér og sjá yndislegan flutning Hólmfríðar Bjartmarsdóttur á sömu rímu við aðra stemmu.    Það sem gerir þennan mynddiskekki síst forvitnilegan er að sjá fólkið sem kveður, syngur og dans- ar. Það er fjölbreyttur hópur og sannarlega ánægjuefni að sjá allt niður í smákrakka kveða. Þarna gefur líka að sjá fleira en rímna- kveðskap. Ætli flestum þyki ekki druslusöngurinn forvitnilegur, en druslur voru þau lög kölluð, oft vel þekkt sálmalög, sem alþýða manna hafði samið sína eigin alþýðlegu og veraldlegu texta við. Þjóðlega hljóðfæratónlistin er þarna líka, langspilið og íslenska fiðlan, tví- söngur, sálmasöngur, drykkju- kvæði, barnagælur. Myndir Sölva Helgasonar skreyta umbúðir mynddisksins og gera gripinn enn eigulegri en ella. Spurning er hvort skólakerfið hafi nokkra ástæðu lengur til að hunsa þennan merkilega þjóðararf. begga@mbl.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞEGAR Björk lagði í hið yfirgrips- mikla tónleikaferðalag vegna Voltu setti hún að vanda saman áhuga- verða sveit af tónlistarfólki og kom það úr ýmsum og ólíkum áttum. Tíu manna stúlknabrasssveit var kölluð til en einnig var þarna gamall félagi, Jónas Sen sem sá um píanóleik, av- ant-garde trymbillinn Chris Cors- ano og svo Mark Bell, samstarfs- maður hennar um langa hríð. Innanborðs var líka Damian nokkur Taylor, Kanadamaður sem hefur verið búsettur út um allan heim og unnið að margvíslegum tónlistar- verkefnum, hefur snert bæði á arg- asta poppi og örgustu óhljóðalist. Taylor byrjaði að vinna með Björk í kringum Vespertine-plötuna og kynntist henni í gegnum Guy Sigs- worth sem starfaði náið með söng- konunni á þessum tíma. Damian var staddur hér á landi fyrir stuttu og gaf sér tíma í stutt kaffispjall. „Eftir þessa vinnu með Sigsworth hélt ég sambandi við Björk og henn- ar fólk,“ segir Damian. „Það var síð- an haft samband við mig fyrir Voltu. Ég var síðan fenginn með í tónleika- ferðalagið – og þetta var mitt fyrsta tónleikaferðalag hvort sem þú trúir því eða ekki!“ Undarleg hljóðfæri Taylor lék á undarleg hljóðfæri, svo- kallað Reactable eða hreyfiborð og japanska hljóðfærið Tenori-on. Hljóðfærin líta helst út fyrir að vera leikmunir úr Star Trek-mynd. „Björk vildi ólm nota Reactable og við höfðum upp á einu slíku. Fólk fríkaði út þegar það sá mig leika á það!“ Taylor segir að ferðalagið hafi verið skipulagt með það að mark- miði að enginn átti á hættu að brenna út. „Tónleikasettið var líka alltaf ferskt. Við höfðum úr 42 lögum að velja og Björk setti alltaf saman efn- isskrána rétt fyrir tónleika.“ Taylor er að eigin sögn stúdíónörd í verktakavinnu og segist passa sig á því að sinna ólíkum verk- efnum til að halda sér ferskum. Upp úr 2000 vann hann t.a.m. við það að „leiðrétta“ raddir á mishæfileikaríkum poppsöngvurum, eitt- hvað sem hann gerði til að „borga leiguna“ eins og hann kallar það. Um þessar mundir er hann svo að hefja störf fyrir næstu plötu Bjarkar, verkefni sem er þó afar stutt á veg komið. Taylor er bjart- sýnn á framhaldið. „Ég viðurkenni að maður kemur uppfullur af hugmyndum og orku úr þessum Voltu-túr, frekar en hitt. Það sem er svo gefandi við það að vinna með Björk er að þú veist ekk- ert í hvaða átt verður farið. Það er allt opið. Þannig á það líka að vera.“ Björkin er óútreiknanleg  Damian Taylor túraði Voltu með Björk  Vinnur nú með henni að nýju efni  Algjör stúdíónörd að eigin sögn ek45-bVann við að „leiðrétta“ raddir Í tölvuleik? Damian með japanska furðufyrirbærið Tenori-on. Kenjótt Hið svokallaða Reactable er ekkert venju- legt hljóðfæri. Minnir á leikmuni úr Star Trek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.